Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 31 LISTIR Skírnorqiofir (med bœn og nafni Sýnisbók í píanótækni Miklós Sergei Fryderyk Dalmay Rachmaninoff Chopin TONLIST S a I u r i n n EINLEIKUR Á PÍANÓ Miklós Dalmay flutti sex prelúdíur og b-moll-sónötuna eftir Chopin og tvær prelúdíur og sónötu í b-moll eftir Rachmaninoff. Sunnudaginn 23. janúar. UNGVERSKI píanóleikarinn Miklós Dalmay hélt tónleika í Salnum sl. sunnudagskvöld og hóf þá með því að leika sex af 24 prelúdíum op. 28 eftir Chopin. Fyrsta prelúdían sem Dalmay lék er nr. 6 í h-moll, Lento assai, þar sem laglína er í bassanum, mjög faliegt verk. A eftir kom svo nr. 7, stysta prelúdían í safninu, 16 takt- ar, og þá önnur einnig stutt, 18 takt- ar, og er sú nr. 10. Þá kom nr. 11 í H- dúr og síðan ein frægasta prelúdían, nr. 15 í Des-dúr, með sinn drungalega miðþátt og hafa margir það fyrir satt, þótt ekki séu allir sammála, að hér sé um að ræða svonefnda regndropa- prelúdíu. Síðasta prelúdían sem Dalmay lék er nr. 9 og ein af sér- kennilegu prelúdiunum, þar sem mjög reynir á tóngæði í sterkum leik. Valið á prelúdíunum er nokkuð sér- kennilegt en allar voru þær vel flutt- ar en oft með nokkuð miklu „rúbato“. Sónatan fræga í b-moll er líklega eitt besta verk Chopins og gerir mikl- ar kröfur til flytjandans, bæði hvað varðar tækni og tónmótun. Dalmay lék frábærlega vel og á persónulegan máta, bæði hvað varðar hryn- og blæmótun, eins og t.d. í hinum fræga sorgarmarsi, sem fer vel á að leika án tilfinningatúlkunar, marsinn sem þungstígt göngulag en tríóið sem hreinan og blíðan sorgarsöng. Auð- vitað er hægt að leika þennan þátt á þúsund vegu. Skersóið var frábær- lega flutt og hinn sérkennilegi loka- þáttur, sem er allur í áttundum, var glæsilegur i meðferð Dalmay. Seinni hluti tónleikanna var helg- aður Rachmaninoff og fyrir utan prelúdíui-nar tvær var sónatan op. 36 (1913) sannkölluð sýnisbók í píanó- tækni. Fyrsta prelúdían var sú op. 3, nr. 2 í cís-moll, eitt frægasta píanó- verk Rachmaninoffs, enda er þetta mjög gott verk og heilsteypt. Seinni prelúdían, op. 32 nr. 10, er af mörgum talin ein besta prelúdía Rachmanin- offs og er verkið kröfuhart um tón- gæði og glæsilegt að yfírbragði. Báð- ar prelúdímmar voru mjög vel leiknar, dáh'tið yfirdrifnar í styrk og hraða en sú seinni var afburða vel flutt, enda fallegt verk. Sónatan op. 36 í b-moll er að mörgu leyti flókið verk og erfitt bæði fyrir flytjendur og áheyrendur, því meira er gert úr því að sýna margvísleg blæbrigði og tækniútfærslur, sem geta verið þreytandi, en raunveru- lega tónræna uppbyggingu og úr- vinnslu, sérstaklega í lokaþættinum, sem í raun og sannleika er ein alls- herjar flugeldasýning. Miklós Dalm- ay fór á kostum í þessu erfiða verki. Hann er óumdeilanlega mikill píanisti, þótt verkin væru helst til ein- hæf til að Dalmay gæfist tækifæri á að sýna annað en getu sín í galdraleik rómantískrar tónlistar og væri fróð- legt að heyra meira frá hans hendi og þá t.d. eitthvað eftir klassísku meist- arana og jafnvel verk eftir fleiri róm- antísk tónskáld en Chopin og Rachm- aninoff. Hvað sem þessu líður er það næsta víst, að fáum er slíkur leikur léttur í hendi sem Dalmay bauð upp á í Salnum sl. sunnudagskvöld. Jón Ásgeirsson ÖRYGGI KRAFTUR Grjóthálsi 1 • Sími söludeildar 575 1210 www.bl.is ÞÆGINDI ABS • Tveir loftpúðar * Þriggja punkta belti í öllum sætum 5 höfuðpúðar • Styrktarbitar í hliðum • 4X4 sídrif 120 hestafla 4 strokka vél / 97 hestafla 2000 cc dísilvél Vökva- og veltistýri • Fjarstýrð samlæsing og afturrúða Topplúga • HDC (haliaviðhald) • Þjófavörn • Sjálfstæð fjöðrun FREELANDER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.