Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 25.01.2000, Síða 60
JO ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- - sjhópa kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabba- stund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkjan. Bamastarf í safnaðar- heimiiinu kl. 14 fyrir 6-7 ára böm, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára böm og kl. 17 fyrir 10-12 ára böm. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrúnskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. —- Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Sr. Bjami Karlsson, sóknarprestur, út- skýrir og stýrir umræðum um hug- sjón Laugameskirkju. „Þriðjudagur með Þorvaidi" ki. 21. Lofgjörðar- stund þar sem Þorvaldur Halldórsson syngur, Gunnar Gunnarsson leikur á flygil og sr. Bjami Karlsson flytur ritningarorð og leiðir bænastund. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30 í umsjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónassonar. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirlqa. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- umst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta : með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í við- talstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfími ÍAK, léttur málsverð- ur, helgistund og samvera. Sr. Guðni Þór Ólafsson kemur í heimsókn. KI. 17 TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund kl. 10-12. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar > leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænaefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu að lokinni bænastund. Starf fyrir 9-10 ára stúlk- ur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æskulýðsfé- lagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrðarstund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. Kirkjukrakkar í Rimaskóla kl. 18-19 fyrir 7-9 ára böm. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 18-19. Æskulýðsstarf fyrir unglinga 15 ára og eldri kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í dag kl. 12.30. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10- 12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr- irbænir kl. 18.30. Opið hús fyrir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára böm í Vonarhöfn, Strand- bergi, ki. 17-18.30. Fríkirkjan í Haftiarfírði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorgunn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Keflavfkurkirkja. Fjölskyldustund í Kirkjulundi kl. 10.30-11.30. Helgi- stund, fræðsla og samfélag fyrir aðstandendur bama undir grann- skólaaldri. Umsjón: Brynja Eiríks- dóttir. Fermingarandirbúningur kl. 13.40-15 í Kirkjulundi. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar, 7-9 ára krakkar í leik og lofgjörð. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgameskirkja. TTT 10-12 ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr- inu. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimilinu Fellaborg. Ki. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Nú er kalt íHl $ ■ Ullarjakkarnir komnir ; |||B Verð frá 7.900 JhHL Anna og útlitið verður með fatastils- og litgreiningamámskeið. UppL í sima 892 8778. JU Nýbýlavegi 12, Kópavogi, sími 554 4433. Mikið af nýskráðum fyrirtækjum Höfum þó nokkuð úrval af litlum heildverslunum í ýmsum vöruflokk- um. Komið og skoðið skrána hjá okkur og fáið upplýsingar. Frystihús á Suðurnesjum i mjög góðu ástandi. Tæki fyrir niðursuðu sem er þar stunduð til útflutnings. Mjög góð aðstaða með verbúð og öllum tækjum sem þarf ásamt góðri frystiaðstöðu. Hús, tæki og rekstur til sölu strax. Áhvílandi góð lán. 3. Barnafataverslun á Vesturlandi til sölu. Vönduð, góð og ódýr föt, einnig örlítill innflutningur. Laus strax vegna veikinda. 4. Lítil fasteignasala til sölu sem var í fullum gangi. Allur búnaður fylgir með. Lögmaður á staðnum. Mjög sanngjarnt verð. Nú er blússandi sala i fasteignum. 5. Ein stærsta og vinsælasta sólbaðstofa landsins ertil sölu. Alls eru 13 bekkir og hægt að bæta við 2 túrbó-bekkjum. Miklar endur- bætur eru að eiga sér stað og nýtt tölvukerfi er að koma. Otrúlega mikil viðskipti, einnig í vörusölu sem enn er hægt að auka. Gjöfult fyrirtæki fyrir rétt fólk. Hægt að yfirtaka mikið af lánum. 6. Gamall og virðulegur söluturn til sölu. Er með lottó og er einn af þeim hæstu í lottósölu. Gott verð ef selst strax. 7. Matsölustaður sem er aðeins opinn á daginn. Er í góðu viðskipta- og framleiðsluhverfi. Selur hversdagsmat. Gott fyrir tvær samhentar. 8. Söluturn sem er aðeins opinn á daginn. Hefur verið starfandi í áratugi og gefur ágætis veltu og afkomu. Mikið af stórum fyrirtækjum um- hverfis. Einstaklega gott verð. Sannkölluð kaup aldarinnar. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVERI SlMAR 581 2040OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skattur á innstæður PENINGAGRÆÐGI þing- manna á örugglega eftir að ganga fram af fólki. Fólk þarf að sætta sig við skatt- lögð lúsarlaun og ef það ætlar að setja peninga inn á sparnaðarreikning er farið að skattleggja þá líka. Nú er ekki hægt að spara því að fjármagnstekjuskattur- inn étur upp alla vextina svo að enginn hagnast á að hafa peningana sína í banka. Sem sagt: tvískatt- lögð mánaðarlaun. Skatt- leysismörk eru ekki til lengur þar sem allt er skattlagt, lægstu bætur og styrkir. Hvernig geta þingmenn leyft sér að setja fjár- magnstekjuskatt á inn- stæður í bankabókum? Telja þeir alla vera sof- andi sauði og búast þess vegna ekki við mótmælum? Er fólk orðið svo vonlaust um að mæta skilningi hjá þessum þingmönnum að það telji þýðingarlaust að reyna? Hvers vegna var verið að kjósa svo skiinings- lausa einstaklinga í stjórn? Eruð þið sem kusuð þessa menn ekki farin að halda að þið hafið gert mistök? Eg er heldur betur kom- in á þá skoðun að það þurfi að stokka upp í þessum þingsætum. Safna undir- skriftum og fá fólk til að fella þessa ómannúðlegu stjórn. Heldur fólk virki- lega að þessir menn telji sig starfa fyrir þjóðina? Þeir vinna ekki að hagsmunum þjóðfélagsþegnanna heidur aðallega fyrir sjálfa sig, eða þannig lítur það út (af því að það er þannig). Ef ein- hverjir bankar auglýsa ávöxtun á peningum eru þeir bara að meina ávöxtun fyrir bankana sjálfa, og lát- ið nú ekki plata ykkur. Virðingarfyllst, Katrín Halldórsdóttir. SD-smyrsl VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: Okkur langar til að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa skrifað til Velvakanda um notkun SD- smyrslisins. Við höfum reynt að gera okkar besta með útkomu smyrslisins, þar á meðal þróun vegna lýsislyktar, og hefur loksins tekist að ná henni burtu. Við þökkum landsmönn- um fyrir að SD-smyrslið varð að veruleika. Kærar þakkir. F.h. framleiðenda SD, sjávar- og jurtasmyrslis, Sigríður Einarsdóttir, Daðey Daðadóttir. Tapað/fundið Leðurhanskar fundust LEÐURHANSKAR fund- ust í versluninni Evu á Laugavegi. Þeirra má vitja í versluninni. Uppl. í síma 562-0625. Gleraugu fundust GLERAUGU fundust fyrir utan Sævarhöfða 31 (Sem- entsverksmiðjan) fostudag- inn 21. janúar sl. Upplýs- ingar gefur Haukur í síma 587-5400. Stór, svört leður- taska týndist STÓR, svört leðurskóla- taska týndist í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmat- arleytið fóstudaginn 21. janúar sl. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Börk í síma 565-3097. Dýrahald Elvis er týndur ELVIS er 7 mánaða fress, svartur með hvítar loppur og hvítan maga. Hann er með löng, hvít veiðihár og hægra auga er minna en það vinstra. Elvis á heima í Hafnarfirði og er hans sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við Elvis vinsamlegast hafið samband við Önnu eða Rúnar í síma 695-3647. Fress týndist DÖKKGRÁR og hvítur fress týndist frá Stigahlíð um miðjan desember. Hann er ekki með ól, en eyrna- merktur. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamleg- ast hafi samband í síma 588-7520. Snati er týndur SNATI, sem er stór, 3ja ára, geltur fressköttur með langa rófu, týndist frá nýja heimilinu sínu að Háteigs- vegi hinn 25. desember sl. Hann átti áður heimiii í Mosfellsbæ og gæti því ver- ið hvar sem er á höfuðborg- arsvæðinu. Snati er eyrna- merktur R7142 og ber silfurlita endurskinsól. Ef einhver hefur séð Snata er viðkomandi beðinn að láta vita í síma 696-1958 eða 552-1958. Fundarlaun. Kanínur fást gefíns ÞRJÁR fullorðnar kanínur fást gefins. Upplýsingar í síma 567-5518. Morgunblaðið/Ómar Skipverjar á Lómi frá Tallinn gera við trollið á bryggjunni í Hafnarfirði. Yíkverji skrifar... Víkverji brá sér til Grindavíkur í síðustu viku til að fylgjast með veiðum og vinnslu. Hann var þar reyndar á laugardagsmorgni, en kom engu síður á óvart hve lítið var um að vera. Það er engin vertíð lengur sögðu karlarnir á hafnar- voginni. Það er ekkert gaman að þessu lengur, ekkert kapp, heldur bara jafnt og þétt nudd og afköstin ráðast af því hve kvótinn er mikill. Á árum áður voru netin lögð strax og róa mátti eftir áramót og ekki tekin upp fyrr en á lokadegi. Nú er enginn lokadagur og menn taka netin upp ef útlit er fyrir brælu eða helgarfrí er framundan. Kappið er meira segja ekki meira en svo að nú taka menn netin upp til að geta notið þess að fara á þorrablót. Sá hefði fengið að heyra það, sem hefði gert svo fyrir 20 árum! Tímarnir eru vissulega breyttir og reyndir sjómenn tala gjarnan um tímana fyrir og eftir kvótakerfí. Fyrir kvótakerfí voru vertíðarbát- ar, sem þættu litlir í dag, að veiða 1.600 til 1.800 tonn frá áramótum fram í miðjan maí. Nú má gera ráð fyrir að skammturinn sé kannski 100 til 300 tonn og þykir það gott. Bátur af þessari stærð með 1.600 tonna kvóta væri gullnáma í dag. xxx En það er ýmislegt sem hefur breyst til batnaðar, hvað sem menn segja um kvótakerfið. Með- ferð aflans er miklu betri núna. Fyrir um 20 árum, þegar þorska- flinn varð 461.000 tonn á einu ári, var þorskinum mokað á land óað- gerðum eftir allt upp í fjórar nætur í netunum í sjó. Vinnslan réði ekki við þetta mikla magn nema verka megnið í skreið, sem á endanum olli fjölmörgum verkendum stór- tapi, þegar markaðurinn í Nígeríu hrundi. Fiskurinn sem kemur á land í dag er mun betri, það er gert að honum í meira mæli en áð- ur og yfirleitt eru netin dregin daglega. Því næst að skapa mun meiri verðmæti úr fiskinum nú en áður og er það vissulega jákvætt, en gömlu góðu stemmninguna vantar alveg. xxx * Islensk erfðagreining hefur nú fengið rekstrarleyfi fyrir gagna- grunn á heilbrigðissviðinu. Víkverji telur þann atburð einhvern þann mikilvægasta í heilbrigðisþjónustu landsins fyrr og síðar. Það er í huga Víkverja enginn vafi á því að með gagnagrunninum verður hægt að bæta heilbrigðisþjónustu á Is- landi veralega og koma í veg fyrir margt böl, sem fólk hefði annars þurft að búa við. Víkverji óskar þjóðinni til hamingju með þennan atburð. Það spillir svo ekki fyrir að hún fær árlega 70 til 140 milljónir króna fyrir starfsleyfið og verður þeim fjárhæðum varið til að efla heilbrigðisþjónustu, rannsóknir og þróun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.