Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Her guðs, uppreisnarhreyfíng frá Burma, nær sjúkrahúsi í Ratchaburi í Taflandi á sitt vald Allt að 800 manns haldið í gíslingu Ratchaburi. AP, AFP. RÚMLEGA tíu uppreisnarmenn frá Burma náðu sjúkrahúsi í bænum Ratchaburi í Taílandi á sitt vald í gær og héldu allt að 800 manns í gíslingu. Talið er að þeir séu í upp- reisnarhreyfingu, sem nefnist Her guðs og er undir stjórn tólf ára tví- bura. Enginn mun hafa særst í árásinni á sjúkrahúsið en uppreisnarmenn- imir komu fyrir fjarstýrðum sprengjum við innganga sjúkrahúss- ins og lögðu jarðsprengjur umhverf- is bygginguna. Haft var eftir emb- ættismanni í bænum að uppreisnar- mennirnir hefðu hótað að sprengja sjúkrahúsið í loft upp. Einn upp- reisnarmannanna sagði þó við fréttamann í farsíma að þeir hefðu ekki í hyggju að gera fólkinu mein. Taflandsher lofar að hætta árásum yfír landamærin Bækistöðvar uppreisnarmann- anna eru í fjöllunum nálægt landa- mærum Burma og Taílands. Her Burma hefur haldið uppi hörðum árásum á vígi uppreisnarmanna við landamærin frá því í vikunni sem leið og að minnsta kosti þúsund Kar- enar hafa flúið af átakasvæðinu til Taílands. Taílenski herinn hefur einnig gert sprengjuárásir á svæðið til að koma í veg fyrir að uppreisnar- mennimir flýi einnig yfir landamær- in. Uppreisnarmennimir kröfðust þess m.a. að her Taílands réðist ekki inn í bygginguna og hætti sprengju- árásunum yfir landamærin. Yfir- maður hersins, Surayudh Chulan- ont, sagði að hann hefði orðið við þessum kröfum. Uppreisnarmennirnir kröfðust ennfremur þess að særðir félagar sínir fengju að fara á sjúkrahús í Taílandi. Chulanont kvaðst hafa fall- ist á að hleypa óvopnuðum flótta- mönnum yfir landamærin til að þeir gætu leitað lækninga en taflenskir embættismenn sögðu þó síðar að særðir uppreisnarmenn fengju ekki að fara til Taflands. Þá kröfðust uppreisnarmennimir þess að fá afnot af tveimur þyrlum til að geta flúið yfir landamærin. Embættismaður í taflenska heil- brigðisráðuneytinu sagði að 800 manns hefðu verið á sjúkrahúsinu, 600 sjúklingar og 200 starfsmenn. Uppreisnarmennimir slepptu fljót- lega 15 mönnum, nokkmm þeirra í skiptum fyrir matvæli, og um 90 manns tókst að flýja úr byggingunni. Drengirnir sagðir búa yfír yfírskilvitlegum mætti Sanan Kachornprasart, innamík- isráðherra Taflands, sem stjórnaði samningaviðræðunum við uppreisn- armennina í Ratchaburi, sagði að þeir væra í Her guðs en aðrir emb- ættismenn sögðust ekki vera vissir um það. Her guðs er undir stjórn tólf ára tvíbura, Johnnys og Luthers Htoo, en fylgismenn þeirra telja þá búa yf- ir yfirskilvitlegum mætti. Fullorðnir liðsmenn hreyfingarinnar era sagðir hlýða drengjunum þar sem þeir líti á þá sem einhvers konar verndardýrl- inga og frelsara. Talið er að um 200 manns séu í Her guðs og hreyfingin hefur vernd- að fimm andófsmenn, sem réðust inn í sendiráð Burma í Bangkok 1. októ- ber og héldu um 40 manns í gíslingu til að krefjast þess að herforingja- stjómin í Búrma færi frá og kæmi á lýðræði. Gíslunum var sleppt daginn eftir og andófsmönnunum var leyft að flýja á yfirráðasvæði uppreisnar- mannanna. Álitnir „hryðjuverkamenn“ Stjórn Taílands sagði að ekki yrði tekið jafnvægt á gíslatökunni í Ratchaburi og litið væri á uppreisn- armennina sem „hryðjuverkamenn". Uppreisnarmennirnir rændu rútu við landamærin í gærmorgun og neyddu bflstjórann til að aka henni til Ratchaburi, um 65 km leið. Bfl- stjórinn sagði að þeir hefðu ekið framhjá tíu eftirlitsstöðvum á leið- inni en þær hefðu allar verið ómann- aðar. Hjúkranarfræðingur, sem rætt var við í farsíma, sagði að hópurinn hefði fyrst náð læknum og hjúkran- arfræðingum sjúkrahússins, ógnað þeim með byssum og haldið þeim í bráðamóttökunni. Þeim hefði þó síð- ar verið hleypt út og leyft að halda áfram störfum sínum. „Eg held ekki að þeir hafi ætlað að gera fólki mein,“ sagði hjúkranarfræðingur- inn. „Þeir virtust glorsoltnir, fóra í mötuneytið og báðu um pott af soðn- um hrísgrjónum." Reuters Vopnaðir uppreisnarmenn frá Burma sleppa nokkrum gíslum úr sjúkrahúsi í Taílandi. AP Tólf ára tvíburar, Johnny og Luther Htoo, eru leiðtogar uppreisnar- hreyfingarinnar Hers guðs í Burma. Time Warner og EMI samemast um framleiðslu og dreifíngu tónlistarefnis Eitt stærsta fyrirtækið á sviði tónlistarútsráfu Washington Post, New York Times. TILKYNNT var í Lundúnum í gær að fyrirtækin Time Warner og EMI hygðust sameina krafta sína á sviði framleiðslu og sölu á tónlistarefni. Með því verður til einn stærsti tón- listarútgefandi heims, með um fjórð- ungs hlutdeild á markaði fyrir popptónlist. Samanlagt markaðs- virði fyrirtækjanna er í kringum 20 milljarðar Bandaríkjadollara, eða um 1.400 milljarðar króna. Nýtt sameinað fyrirtæki, sem nefnast mun Wamer EMI Music, mun hafa um 2.500 tónlistarmenn á sínum snæram. Undir EMI heyra útgáfumerkin Virgin, Priority og Capitol, en Time Warner hefur inn- an sinna vébanda merkin Atlantic, Electra og Warner Brothers. Með samrananum hyggjast fyrir- tækin spara sem svarar rúmum 28 milljörðum íslenskra króna á næstu þremur áram. Sparnaðurinn mun m.a. koma fram í uppsögnum starfs- fólks, en búist er við því að allt að 3.000 af um 23.000 starfsmönnum verði sagt upp störfum. Greiða fyrir að fá meirihluta í stjórn Miðað við núverandi stöðu hvors fyrirtækis um sig má reikna með að hið nýja fyrirtæki, Warner EMI Music, muni hafa sölutekjur upp á 8 milljarða dollara, jafnvirði um 568 milljarða króna. A sama hátt má gera ráð fyrir að hagnaður fyrir skatta muni nema um 1 milljarði dollara, eða 71 milljarði króna. Búist er við því að nýja fyrirtækið hefji starfsemi á seinni hluta þessa árs. Ekki er um eiginlegan samruna Roger Ames, aðalframkvæmda- stjóri nýja fyrirtækisins, faðmar að sér rekstrarstjórann, Ken Berry, í London í gær. fyrirtækjanna að ræða heldur hefur, eins og áður segir, verið ákveðið að mynda nýtt fyrirtæki um framleiðslu og dreifingu á tónlistarefni sem gefið er út undir merkjum þeirra. EMI Warner Music verður helminga- skiptafélag en samkvæmt samkomu- lagi fyrirtækjanna mun Time Warn- er greiða hluthöfum í EMI 1,24 milljarða dollara, um 88 milljarða ís- lenskra króna, gegn því að fá meiri- hluta í stjórn hins nýja fyrirtækis. EMI mun skipa fimm menn í stjórn en Time Warner sex og leggur EMI nær alla starfsemi sína undir nýja fyrirtækið, þ.e. nema hlut sinn í verslunarkeðjunni HMV Media Group, en Time Warner færir tón- listardeild sína, Warner Music, undir fyrirtækið. Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um samrana Time Wamer og netþjón- ustufyrirtækisins America Online (AOL). Að margra mati markar samraninn upphaf að byltingu á sviði fjölmiðlunar og netþjónustu þar sem hann er talinn opna nýja möguleika í tengslum við dreifingu sjónvarpsefn- is á Netinu. Talið er að stofnun Warner EMI Music muni geta haft sams konar áhrif á dreifingu tónlist- ar á Netinu. Tónlistarútgefendur hafa að undanförnu leitað aðferða til að geta selt tónlistarefni á Netinu án þess að eiga á hættu ólöglega fjöl- földun og s.k. sjóræningjaverslun. Með tengslum sínum við AOL er Waraer EMI Music talið vera í mjög góðri aðstöðu til að þróa nýja tækni til að dreifa tónlist á Netinu og jafn- vel verða leiðandi á því sviði. „Fullkomin samsetning“ Aðalframkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis verður Roger Ames, nú- verandi stjórnarformaður og aðal- framkvæmdastjóri Warner Music. Stjórnarformaður EMI, Eric Nicoli, og Richard Parsons, forstjóri Time Warner, munu sameiginlega gegna stöðu stjórnarformanns í nýja fyrir- tækinu. „Ef til er hin fullkomna samsetn- ing, þá er það Warner EMI Music,“ sagði Parsons í gær. Líklegt er að Parsons eigi þar einkum við markaðsstöðu fyrirtæk- isins. Staða EMI á bandarískum markaði hefur ekki verið sterk, en fyrirtækið er stærsta útgáfufyrir- tækið í Evrópu og í Japan. Time Warner hefur aftur á móti lengi ver- ið með stærstu fyrirtækjum á banda- ríska markaðnum en átt erfitt með að færa út kvíamar til annarra heimshluta. Nú er Time Warner fjórða stærsta fyrirtækið í Banda- ríkjunum á sviði tónlistarútgáfu, sé tekið mið af sölu geislaplatna. Fyrir- tækið hefur reyndar verið að tapa markaðshlutdeild á síðustu áram, en árið 1996 var það efst á lista yfir söluhæstu útgáfufyrirtækin í Banda- ííkjunum. EMI er í fimmta sæti á þeim lista. Stjórnendur Time Warner hafa verið gagnrýndir fyrir að treysta um of á eldri poppstjörnur á borð við Er- ic Clapton, Phil Collins og Madonnu, í stað þess að uppgötva nýjar. Meðal tónlistarmanna sem era samnings- bundnir hjá EMI era Rolling Stones, Spice Girls og Robby Williams. Sé tekið mið af núverandi stöðu verður fyrirtækið álíka stórt og Uni- versal Music sem nú er stærst á bandaríska markaðnum. Universal Music varð til er Seagram Co. keypti útgáfufyrirtækið Polygram árið 1998. Með stofnun Warner EMI Music fækkar stóra tónlistarútgáfu- fyrirtækjunum í Bandaríkjunum úr fimm í fjögur. Til að af geti orðið þarf þó að liggja fyrir staðfesting sam- keppnisyfirvalda í Bandaríkjunum og Evrópu, en þau eru talin líkleg til að fara gaumgæfilega ofan í saum- ana á samninginum.O Gengi hlutabréfa í EMI hækkaði töluvert á markaði í London í gær, eða um allt að 14%. Aftur á móti lækkuðu bréf í Time Warner lítillega við upphaf viðskipta á Wall Street í gær. Weizman situr áfram þrátt fyrir gagnrýni Jerúsalem. AFP. STUÐNINGUR _rið Ezer Weizman, forseta ísraels, fer minnkandi en á fréttamanna- fundi á sunnudag lýsti hann yf- ir að hann hygðist hvorki taka sér frí frá störfum né segja af sér þótt verið sé að rannsaka hvort hann hafi gerst sekur um skattsvik og spill- ingu. Weiz- man ætl- aði að stýra sér- stökum þingfundi í gær vegna 51 árs afmæl- is ísra- elska þingsins og var ekki búist við, að hann fengi þar mjög hlýjar móttökur. Mikill meiri- hluti þingmanna hefur hvatt hann til að draga sig í hlé um stundarsakir og sömu skoðunar er helmingur kjósenda sam- kvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. 38% sögðu að hann ætti að sitja áfram þar til rannsókn lyki. Einn þingmanna Likud- llokksins, Yossi Katz, vinnur nú að því að safna 20 undirskrift- um þingmanna, sem þarf til að þingið hefji umræðu um mál Weizmans og hugsanlega emb- ættissviptingu hans. Málið gegn Weizman snýst um tugi milljóna króna sem hann þáði af vini sínum, franska milljónamæringnum Edouard Saroussi. Ezer Weizman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.