Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM U m fjarte milli fólks o Norræna ráðherranefndin styrkir ungt fólk utan sambandið. Sjávarútvegs- stefna ykkar fellur engan veginn að sameiginlegu lanbúnaðarstefnunni. Það myndi sennilega hafa neikvæð áhrif á efnahag íslendinga ef þeir gengju inn.“ Þrátt fyrir að Laura sjá ekki ástæðu fyrir íslendinga til að sækja um aðild gegnir öðru máli um Lithá- en. „Við erum ekki háð einni auðlind eins og þið. En við lítum ekki ein- ungis á málið út frá efnahagslegum forsendum. Við minnust þess að vera undir hæl Sovétríkjanna og viljum þess vegna festa okkur kyrfi- lega í Vestur-Evrópu meðan tæki- til þess að ferðast og kynna sér aðstæður og hagi í öðrum löndum. Örn Amarson hitti á dögunum að máli þrjá unga blaðamenn frá Rússlandi og Litháen, sem hafa verið hér á landi undanfarið, og ræddi við þá um ---------------7--------------------------- stjórnmál, Island og sitthvað fleira. í dag, þriðjudag , verða mœlingar í Apótekinu Firði Hafnarfirði frá 14.00 til 18.00 Á morgun, miðvikudag, veröa mœlingar í Apótekinu Hagkaupi Skeifunni frá 14.00 til 18.00 Fimmtudaginn 27. janúar verða maelingar í Apótekinu löufelli frá 14.00 til 18.00 Föstudag 28: janúar verða mœlingar í Apótekinu Suðurströnd frá 14.00 til 18.00 Allar mælingar verða skráðar í þina eigin bók sem afhent verður við fyrstu heimsókn Vinsamlegast geymið auglýsinguna Apótekið er á eftirtöldum stöðum: Smáratorgi 1, Kópavogi * Smiðjuvegi 2, Kópavogi * Kringlunni 8-12, Nýkaupi * Spönginni 13, Grafarvogi Iðufelli 14, Breiðholti * Skeifunni 15, Hagkaupi * Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi * Fjarðargötu 13-15, Firði í Hafnarfirði * Þverholti 2, Nýkaupi f Mosfellsbæ * Furuvöllum 17, Hagkaupi Akureyri Hugum saman að heilsunni þinni Morgunblaðið/Þorkell Violeta, Laura og Alexander, Qölmiðlafólk frá Litháen og Rússlandi, hafa verið í heimsókn hér á landi. færi er til. Við höfum ekki önnur ráð.“ Alexender segir að Rússar velti Evrópusambandinu lítið fyrir sér og lítið sé fjallað um það í fjölmiðlum. „Það er einna helst að fjallað sé um einhver tæknileg mál sem tengjast sambandinu. Ef af austurstækkun- inni verður þurfa Rússar vegabréfs- áritanir til landa sem þeir hafa áður getað ferðast óhindrað til. Það er miklu meira rætt um NATO en Evrópusambandið í Rússlandi." Hver er óvinurinn? Það þarf ekki annað en að minn- ast á NATO til þess að umræðurnar fari á flug. Og það er vissulega áhugavert að heyra skoðanir þessa unga fólks sem kemur frá sitthvoru fyrrum sovétlýð- veldinu. Alexander segir að loftárásir NATO í Kosovo í fyrra hafi minnt Rússa rækilega á að þeir eru ekki stórveldi lengur. „Skellt var skollaeyrum við öllum mótmælum sem komu frá rússnesk- um stjórnvöldum. Annars skil ég ekki hvers vegna fyrrum sovétlýð- veldi vilja ganga í NATO. Þetta er hemaðarbandalag sem sameinar meðlimi sína gegn óvini. En ég spyr hver er eiginlega óvinurinn? Ekki verður það Rússland. Það er enginn óvinur og ég held að það muni skapa vandamál innan NATO í framtíð- inni.“ Laura deilir ekki skoðunum Alex- anders á NATO. Hún segir að lönd á borð við Litháen, sem gegnt hafa hlutverki stuðpúða stórvelda gegn- um tíðina, hafi mikið gagn af NATO. „Þrátt fyrir að ég hræðist ekki út- þenslu Rússa í náinni framtíð held ég að það sé mikilvægt fyrir ríki sem hafa búið við óöryggi að komast í varnarbandalag á borð við NATO.“ Af landi ogþjóð Alexander segir að það sem hafi vakið mesta athygli hans hér á landi sé hin sífellda barátta landans við náttúruöflin og höfuðskepnurnar. „Þrátt fyrir að land- ið sé að mestu óíbúð- arhæft hafið þið reist borgir og bæi. Þið berjist við nátt- úruna og þið sigrið. Rússland er mikið land og auðugt en við viljum ekki leggja þetta erfiði á okkur, sem þið ger- ið, til þess að landið nýtist okkur. f stað þess bíðum við og vonum að eitthvað gerist án þess að við hugum að málum.“ Violeta, sem hefur lítið haft sig í frammi í samræðunum, segist hafa tekið eftir því hversu lítil samskipti séu á milli fólks í hinu daglega amstri. Hún segir að það sé eins og fjarlægðin milli einstaklinga sé meiri hér á landi en annarsstaðar. „En um leið og maður byrjar að ræða við fólk þá opnast það og er gott til viðræðu. Það sem hefur þó sennilega heillað mig mest við þjóð- lífið er hversu vel það er skipulagt. Það virðist allt ganga svo vel fyrir sig og það er allt svo friðsælt hérna. íslendingar eru greinilega greindir og kunna vel til verka." Hin mikla bílaeign landsmanna kemur þeim spánskt fyrir sjónir og þau segjast vera vanari því að sjá fólk úti en ekki einungis bíla. Alex- ander er ekki viss um hvort hin mikla bílaeign landsmanna sé orsök eða afleiðing þess hversu fólk virðist vera fjarlægt hérna. „Það er auðvitað langt á milli húsa hérna og þess vegna er þessi bílaeign ef til vill skiljanleg. Það er ríkur þáttur í menningu Rússa að heimsækja ná- granna oft og iðulega og það færir fólk nær hvert öðru, en þegar fólk þarf alltaf að setjast upp í bíl þegar það vill heimsækja einhvern er kannski ekkert skrýtið að það geri minna af því en ella.“ Breytingarnar til batnaðar Þessi þrjú ungmenni hafa lifað mikla breytingatíma í heimalöndum sínum - breytingar sem flestir Is- lendingar þekkja eingöngu af afsp- urn og í gegnum fjölmiðla. Þau eru öll sammála um að með falli komm- únismans hafi ástandið í heimalönd- um þeirra batnað. Alexander segir að ungt fólk horfi með bjartsýni fram á veginn. „Þrátt fyrir það hafa komið upp ákveðin vandamál. Til að mynda er ungt fólk í Rússlandi af- huga stjórnmálum. Eg held að ástæðan liggi í því að það sér enga stjómmálamenn sem það treystir. Þau hafa enga fulltrúa til þess að kjósa og þess vegna missir það áhugann. Það er afar slæmt ef unga fólkið, sem er það fólk sem þarf að búa í framtíðinni, getur ekki treyst fólkinu sem tekur ákvarðanir um það hvernig framtíðin mun líta út.“ Laura og Violeta taka í sama streng. Öll eru þau meðvituð um þær hættur sem fel- ast í því þegar ungt fólk hættir að treysta stjórnmála- flokkum og Alexander segir að sú þróun sem hefur átt sér stað undan- farin ár í Mið-Evrópu varðandi vin- sældir fasískra flokka sé hafin í Rússlandi. „Mikið af ungu fólki heillast um þessar mundir af hug- myndafræði ýmissa öfgasinnaðra þjóðemisflokka. Það er áhyggju- efni.“ Við minnumst þess að vera undir hæl Sovétríkjanna og vilj- um þess vegna festa okkur kyrfiiega í Vestur-Evrópu með- an tækifæri er til Russland er mikið land og auðugt en við viljum ekki leggja þetta erfiði á okkur, sem þið gerið, til þess að landið nýtist okkur Mánaðarlega getur þú komið í Apótekið þar sem hjúkrunarfrœðingur og lyfjafrœðingur verða til ráðgjafar Hugaé aé heilsunni Alexander Malkerich er ungur blaðamaður frá Pétursborg sem hefur verið hér að kynna sér starfsemi fjölmiðla á íslandi. Hann eyddi mestum tíma á Morgunblað- inu og segist hafa orðið hrifinn af hvernig blaðið er skipulagt. „Ég hef fengið margar góðar hugmyndir hérna. Einnig hafa aðsendar greinar frá lesendum vakið athygli mína. 3 Það er einstætt að blað af þessari stærðargráðu birti nánast allar að- sendar greinar. Það er örugglega mjög hagstætt lýðræðislegri um- fjöllun í landinu. Það sama gildir um minningargreinar, manni finnst fyrst svolítið skrýtið að þær fái svo mikið vægi innan blaðsins." Afstaða fslands til ESB skiljanleg' Laura Gvozdaite starfar hjá fréttastofu í Vilnius í Litháen og sérhæfir sig í málum sem tengjast baltnesku löndunum. Hún kom til landsins með stöllu sinni Vieloleta Bogdanaviciute sem starfar við við- skiptafréttir í sömu borg. Þær ákváðu að stilla saman strengi sína og koma til landsins til þess að kanna hvers vegna Island stendur fyrir utan Evrópusambandið út frá stjórnmálalegum forsendum og efnahagslegum - en umræðan um Evrópusambandið er að hefjast í Lettlandi um þessar mundir þar sem stjómvöld landsins hafa hafið samningaviðræður við sambandið um væntanlega inngöngu. Þær hafa heimsótt flestar stofnanir ríkisins sem hafa eitthvað með samskipti við Evrópusambandið að gera. Þegar þær eru spurðar um álit þeirra á þeirri ákvörðun Islendinga að sækja ekki um aðild segjast þær skilja hana mjög vel. „Eftir að hafa hitt fólk úr stjórn- kerfinu skil ég hvers vegna íslend- ingum finnst fýsilegra að vera fyrir Blóðsykursmœling * Kólesterólmœling BMI mœling * Þyngdarmœling Blóðþrýstings/púlsmœling Vefjafitumœling * Ráðgjöf við lyfjanotkun Hoiiráð við háþrýsííngt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.