Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆJTI1 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Erlendir sérfræðingar kallaðir til vegna bilana hjá Norðuráli Sj ö ker óstarfhæf BILANIR hafa gert vart við sig í 8 af 120 kerum Norðuráls á Grundar- tanga og nú er svo komið að 7 þeirra eru óstarfhæf. Tíu erlendir sérfræð- ingar eru staddir hérlendis vegna málsins og áttu þeir fund með yfir- mönnum Norðuráls á Hótel Barbró á Akranesi í gær vegna málsins. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Björn Högdahl álvers- stjóra. „Það ríkir ekkert neyðarástand hjá okkur,“ sagði Björn. „Vissulega hefur þetta haft einhver áhrif á framleiðsluna og fyrirtækið hefur tapað einhverjum fjármunum, en þetta er samt nokkuð sem við mátt- um búast við. Hins vegar bjuggumst við ekki við þessu svona snemma, því kerin voru tekin í notkun fyrir rúmu ári.“ Kerin byrjuðu að leka öeðlilega snemma Bjöm sagði að fyrsta kerið hefði farið að leka í september og síðan þá hefðu sjö ker lekið eða að meðaltali um eitt og hálft á mánuði. Hann kvað það svo sem ekkert óeðlilegt að þetta gerðist í álverum, en hins vegar væri óeðlilegt hversu snemma þetta hefði gerst hjá Norðuráli. Venjulega kæmi þetta vandamál ekki upp fyrr en um þremur árum eftir að ný ker væru tekin í notkun og því hefði þetta komið á óvart. Að sögn Björns má búast við því að kerin komist í gagnið á næstu mánuðum, en hann kvaðst ekki geta sagt til um hversu mikið fjárhags- legt tap yrði vegna þessa. Áfram yrði fundað með sérfræðingunum í dag og sagðist hann vonast til þess að eftir það yrði ljóst hvað hefði far- ið úrskeiðis og að hægt yrði að gera einhverjar ráðstafanir í framhaldi af því. í hópnum sem fundar með Norð- urálsmönnum eru m.a. prófessorar frá Noregi, Þýskalandi og Ung- verjalandi. Hyggjast stofna nýtt olíufyrirtæki Irving’ Oil aftur á íslenskan markað AUSTNES ehf. og Irving Oil í Kan- ada hyggjast stofna nýtt íslenskt fyrirtæki, Irving olía hf., og hefja innflutning á smurolíu. Að sögn Sig- urðar Eiríkssonar, framkvæmda- stjóra Austness, er þessi innflutn- ingur einungis byrjunin, því Irving Oil hafl uppi áform um að hasla sér frekari völl á íslenskum markaði. Sagði Sigurður að gengið yrði frá stofnun íslenska fyrirtækisins í vik- unni. „Við erum umboðsmenn Irving Oil á Islandi og í Færeyjum og okkar hlutur í nýja fyrirtækinu ásamt ann- arra sterkra aðila sem koma þar að verður stærri en Kanadamann- anna,“ sagði hann. Sigurður sagði að fimm fyrstu gámamir væra komnir til landsins og að þegar væri farið að selja úr þeim. „Þetta er hágæða- smurolía, sem við munum selja bif- reiðaverkstæðum og öðrum sem áhuga hafa á að kaupa af okkur,“ sagði Sigurður. „Þetta er betri olía samkvæmt þeim viðmiðunum sem í gildi hafa verið og hún er um 25% ódýrari en aðrar olíur, en aðrir eiga sjálfsagt eftir að lækka sig.“ Sagði hann að ætlunin væri að styrkja krabbameinssjúk böm á ár- inu með ákveðnu framlagi af hveij- um lítra sem fluttur væri inn. Morgunblaðið/Kristján Hraðfrystistöðin á Þórshöfn Samlierji eignast meirihluta GERT er ráð fyrir því að sveitarfé- lag Þórshafnar og Landsbanki Is- lands nái samkomulagi við Sam- herja í vikunni um kaup Samheija á 15-17% hlut sveitarfélagsins í Hrað- frystistöð Þórshafnar og 15% hlut Landsbankans í Hraðfrystistöðinni. Nái aðilar saman verður Samherji stærsti einstaki eigandi Hraðfrysti- stöðvarinnar með um 30-32% hlut. Nú eiga um 200 misstórir aðilar hlut í fyrirtækinu og er hlutur sveitarfé- lagsins þar stærstur eða um 20%. Henrý Már Asgrímsson, oddviti sveitarfélagsins á Þórshöfn, stað- festi þetta í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi en formlegar viðræð- ur um hugsanleg kaup Samherja á hlut í fyrirtækinu hafa staðið yfir í rúman mánuð. Henrý vildi aðspurð- ur ekki gefa upp áætlað söluverð. Hann sagði þó að hugsanlega hefði verið hægt að fá hærra verð fyrir hlutina á opnum markaði, en tók fram að það hefði þótt mikilvægara að fá sterkan aðila inn í fyrirtækið. „Það þótti ekki bráðnauðsynlegt að selja, en menn hafa bara trú á því að þetta sé til bóta,“ sagði hann og bætti því við að sveitarfélagið teldi þessa sölu lið í því að styrkja stöð- una á Þórshöfn. Leika golf í blíðunni Kylfingar í Eyjafirði brosa breitt um þessar mundir. Þeir Jóhann Jó- hannsson, Ragnar Sigurðsson og Magnús Gíslason á Jaðarsvelli á Ak- ureyri undu glaðir við sitt í blíð- unni, enda ekki á hveiju ári sem hægt er að leika golf í janúar, þótt það sé ekki óþekkt með öllu. ■ Kylfingar brostu/16 © Gateway. Slu|)liolu 17 og 21 • Sími 530 1800 • fax 5301801 • www.aco.is Aco at viöurkenntlur söluaðili á Gatewny vöiuin Fjármálaeftirlitið hafn- aði breytingu á reg'lum FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hafn- aði á síðasta ári ósk Fjárfestingar- banka atvinnulífsins um samþykki eftirlitsins á verklagsreglum sem heimiluðu starfsmönnum fjármála- stofnana að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum, að sögn Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra FBA. í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni ástæðuna fyrir umleitan FBA greinilegan vilja starfsmanna bankans til að fjárfesta í ýmsum óskráðum félögum, helst erlendum. „Við leituðum álits Fjármálaeftir- litsins 28. september á síðasta ári á hugsanlegri breytingu á verklags- reglunum, þess efnis að starfs- menn gætu, eftir að hafa aflað fyr- irfram samþykkis framkvæmd- astjórnar bankans, fjárfest í óskráðum hlutabréfum, og fengum skýr svör um að slíkt yrði ekki heimilað,“ segir Bjarni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur æskilegt að einn maður innan hverrar fjár- málastofnunar beri ábyrgð á því að túlka verklagsreglur og fylgjast með að þeim sé framfylgt innan fyrirtækis. Páll telur mikilvægt að gera verklagsreglur skýrari og kveða nánar á um eftirfylgd við þær. „í því sambandi er æskilegt að einhver innan fyrirtækis verði gerður ábyrgur fyrir því að reglun- um sé framfylgt. Hann beri ábyrgð á að túlka reglurnar, greina stjórn- endum frá hugsanlegum brotum á þeim og á yfir höfuð að fylgjast með því að ákvæði þeirra séu virt. Slíkt þekkist erlendis og ætti að vera hægt að hafa sams konar fyr- irkomulag á hérlendis. Þetta gæti til dæmis fallið undir starfssvið innri endurskoðunardeildar. Það þarf síðan að kveða nánar á um hvað skuli gera ef reglurnar eru brotnar, til dæmis um að viðskiptin gangi til baka,“ segir Páll Gunnar. ■ Ábyrgðin/20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.