Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 72

Morgunblaðið - 25.01.2000, Page 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF6691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPANGSSTRÆJTI1 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Erlendir sérfræðingar kallaðir til vegna bilana hjá Norðuráli Sj ö ker óstarfhæf BILANIR hafa gert vart við sig í 8 af 120 kerum Norðuráls á Grundar- tanga og nú er svo komið að 7 þeirra eru óstarfhæf. Tíu erlendir sérfræð- ingar eru staddir hérlendis vegna málsins og áttu þeir fund með yfir- mönnum Norðuráls á Hótel Barbró á Akranesi í gær vegna málsins. Þetta kom fram í samtali Morgun- blaðsins við Björn Högdahl álvers- stjóra. „Það ríkir ekkert neyðarástand hjá okkur,“ sagði Björn. „Vissulega hefur þetta haft einhver áhrif á framleiðsluna og fyrirtækið hefur tapað einhverjum fjármunum, en þetta er samt nokkuð sem við mátt- um búast við. Hins vegar bjuggumst við ekki við þessu svona snemma, því kerin voru tekin í notkun fyrir rúmu ári.“ Kerin byrjuðu að leka öeðlilega snemma Bjöm sagði að fyrsta kerið hefði farið að leka í september og síðan þá hefðu sjö ker lekið eða að meðaltali um eitt og hálft á mánuði. Hann kvað það svo sem ekkert óeðlilegt að þetta gerðist í álverum, en hins vegar væri óeðlilegt hversu snemma þetta hefði gerst hjá Norðuráli. Venjulega kæmi þetta vandamál ekki upp fyrr en um þremur árum eftir að ný ker væru tekin í notkun og því hefði þetta komið á óvart. Að sögn Björns má búast við því að kerin komist í gagnið á næstu mánuðum, en hann kvaðst ekki geta sagt til um hversu mikið fjárhags- legt tap yrði vegna þessa. Áfram yrði fundað með sérfræðingunum í dag og sagðist hann vonast til þess að eftir það yrði ljóst hvað hefði far- ið úrskeiðis og að hægt yrði að gera einhverjar ráðstafanir í framhaldi af því. í hópnum sem fundar með Norð- urálsmönnum eru m.a. prófessorar frá Noregi, Þýskalandi og Ung- verjalandi. Hyggjast stofna nýtt olíufyrirtæki Irving’ Oil aftur á íslenskan markað AUSTNES ehf. og Irving Oil í Kan- ada hyggjast stofna nýtt íslenskt fyrirtæki, Irving olía hf., og hefja innflutning á smurolíu. Að sögn Sig- urðar Eiríkssonar, framkvæmda- stjóra Austness, er þessi innflutn- ingur einungis byrjunin, því Irving Oil hafl uppi áform um að hasla sér frekari völl á íslenskum markaði. Sagði Sigurður að gengið yrði frá stofnun íslenska fyrirtækisins í vik- unni. „Við erum umboðsmenn Irving Oil á Islandi og í Færeyjum og okkar hlutur í nýja fyrirtækinu ásamt ann- arra sterkra aðila sem koma þar að verður stærri en Kanadamann- anna,“ sagði hann. Sigurður sagði að fimm fyrstu gámamir væra komnir til landsins og að þegar væri farið að selja úr þeim. „Þetta er hágæða- smurolía, sem við munum selja bif- reiðaverkstæðum og öðrum sem áhuga hafa á að kaupa af okkur,“ sagði Sigurður. „Þetta er betri olía samkvæmt þeim viðmiðunum sem í gildi hafa verið og hún er um 25% ódýrari en aðrar olíur, en aðrir eiga sjálfsagt eftir að lækka sig.“ Sagði hann að ætlunin væri að styrkja krabbameinssjúk böm á ár- inu með ákveðnu framlagi af hveij- um lítra sem fluttur væri inn. Morgunblaðið/Kristján Hraðfrystistöðin á Þórshöfn Samlierji eignast meirihluta GERT er ráð fyrir því að sveitarfé- lag Þórshafnar og Landsbanki Is- lands nái samkomulagi við Sam- herja í vikunni um kaup Samheija á 15-17% hlut sveitarfélagsins í Hrað- frystistöð Þórshafnar og 15% hlut Landsbankans í Hraðfrystistöðinni. Nái aðilar saman verður Samherji stærsti einstaki eigandi Hraðfrysti- stöðvarinnar með um 30-32% hlut. Nú eiga um 200 misstórir aðilar hlut í fyrirtækinu og er hlutur sveitarfé- lagsins þar stærstur eða um 20%. Henrý Már Asgrímsson, oddviti sveitarfélagsins á Þórshöfn, stað- festi þetta í samtali við Morgunblað- ið í gærkvöldi en formlegar viðræð- ur um hugsanleg kaup Samherja á hlut í fyrirtækinu hafa staðið yfir í rúman mánuð. Henrý vildi aðspurð- ur ekki gefa upp áætlað söluverð. Hann sagði þó að hugsanlega hefði verið hægt að fá hærra verð fyrir hlutina á opnum markaði, en tók fram að það hefði þótt mikilvægara að fá sterkan aðila inn í fyrirtækið. „Það þótti ekki bráðnauðsynlegt að selja, en menn hafa bara trú á því að þetta sé til bóta,“ sagði hann og bætti því við að sveitarfélagið teldi þessa sölu lið í því að styrkja stöð- una á Þórshöfn. Leika golf í blíðunni Kylfingar í Eyjafirði brosa breitt um þessar mundir. Þeir Jóhann Jó- hannsson, Ragnar Sigurðsson og Magnús Gíslason á Jaðarsvelli á Ak- ureyri undu glaðir við sitt í blíð- unni, enda ekki á hveiju ári sem hægt er að leika golf í janúar, þótt það sé ekki óþekkt með öllu. ■ Kylfingar brostu/16 © Gateway. Slu|)liolu 17 og 21 • Sími 530 1800 • fax 5301801 • www.aco.is Aco at viöurkenntlur söluaðili á Gatewny vöiuin Fjármálaeftirlitið hafn- aði breytingu á reg'lum FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hafn- aði á síðasta ári ósk Fjárfestingar- banka atvinnulífsins um samþykki eftirlitsins á verklagsreglum sem heimiluðu starfsmönnum fjármála- stofnana að fjárfesta í óskráðum hlutabréfum, að sögn Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra FBA. í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni ástæðuna fyrir umleitan FBA greinilegan vilja starfsmanna bankans til að fjárfesta í ýmsum óskráðum félögum, helst erlendum. „Við leituðum álits Fjármálaeftir- litsins 28. september á síðasta ári á hugsanlegri breytingu á verklags- reglunum, þess efnis að starfs- menn gætu, eftir að hafa aflað fyr- irfram samþykkis framkvæmd- astjórnar bankans, fjárfest í óskráðum hlutabréfum, og fengum skýr svör um að slíkt yrði ekki heimilað,“ segir Bjarni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, telur æskilegt að einn maður innan hverrar fjár- málastofnunar beri ábyrgð á því að túlka verklagsreglur og fylgjast með að þeim sé framfylgt innan fyrirtækis. Páll telur mikilvægt að gera verklagsreglur skýrari og kveða nánar á um eftirfylgd við þær. „í því sambandi er æskilegt að einhver innan fyrirtækis verði gerður ábyrgur fyrir því að reglun- um sé framfylgt. Hann beri ábyrgð á að túlka reglurnar, greina stjórn- endum frá hugsanlegum brotum á þeim og á yfir höfuð að fylgjast með því að ákvæði þeirra séu virt. Slíkt þekkist erlendis og ætti að vera hægt að hafa sams konar fyr- irkomulag á hérlendis. Þetta gæti til dæmis fallið undir starfssvið innri endurskoðunardeildar. Það þarf síðan að kveða nánar á um hvað skuli gera ef reglurnar eru brotnar, til dæmis um að viðskiptin gangi til baka,“ segir Páll Gunnar. ■ Ábyrgðin/20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.