Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 1 3
FRÉTTIR
Framhaldsskólanemum
heimilt að rifta samningi
Morgunblaðið/Kristinn
Hreingerningar
í vorblíðu
HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Fé-
lag framhaldsskólanema af kröfum
útgáfufyrirtækisins Öflunar hf. og
jafnft-amt vísað kröfum þess á hendur
Hinu húsinu og Jafningjafræðslunni
96, frá dómi. Tekist var á um hvort
þessum aðilum hefði verið heimilt að
rifta samningum sínum við útgáfuíyr-
ii-tækið, sem hugðist gefa út tímarit
fyrir verslunarmannahelgina 1997.
Öflun bauð Félagi framhaldsskóla-
nema, Jafningjafræðslunni og Hinu
húsinu að taka þátt í útgáfu á tímariti,
sem dreifa skyldi til ungs fólks um
verslunarmannahelgina 1997. Tíma-
ritið átti að fjalla um bætta umferðar-
menningu og baráttu gegn fíkniefna-
notkun. Var ætlunin að Öflun
annaðist útgáfu og söfnun auglýsinga,
en framhaldsskólanemar, Jafningja-
fræðslan og Hitt húsið, auk Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda, legðu til efni.
Öflun fékk merki Félags framhalds-
skólanema, Jafningjafræðslunnar og
Hins hússins í tölvutæku formi og
setti þau á sérstakt kynningarbréf,
sem sent var þeim er kynnu að hafa
hug á því að auglýsa í ritinu. Samn-
ingsaðilar Öflunar töldu hins vegar að
Öflun hefði notað merkin í heimildar-
leysi til að vekja þá hugmynd hjá
væntanlegum auglýsendum, að þeir
væru þátttakendur í útgáfunni og
myndu njóta fjárhagslegs ávinnings.
í júlí 1997 höfnuðu Félag framhalds-
skólanema, Jafningjafræðslan og
Hitt húsið því að leggja til efni í tíma-
ritið, en Öflun höfðaði mál og taldi
samninginn vanefndan.
Hæstiréttur vísaði málinu á hendur
Hinu húsinu frá héraðsdómi, þai- sem
Hitt húsið væri aðeins nafngift á til-
tekinni starfsemi Reykjavíkurborgar
og skorti með öllu skilyrði til að geta
borið skyldur eða átt réttindi að
landslögum. Þá þótti Hæstarétti ekki
unnt að leggja mat á hvort Jafningja-
fræðslan væri persóna að lögum, sem
gæti átt sjálfstæða aðild að dómsmáli
og vísaði þeim hluta málsins því einn-
ig frá dómi. Þá stóð eftir mál á hendur
Félagi framhaldsskólanema. Hæsti-
réttur sagði sýnt, að framsetning efn-
is í kynningarbréfinu hefði hæglega
getað vakið hugmyndir viðtakenda
um að hugsanlegur ágóði kæmi m. a. í
hlut félagsins. Var fallist á að félagið
hefði mátt rifta samningnum af þess-
um sökum, en þá riftun hefði það ekki
þurft að fá viðurkennda með málsókn.
Hæstaréttardómaramir Markús
Sigurbjömsson, Amljótur Bjömsson
og Gunnlaugur Claessen dæmdu mál-
ið. Gunnlaugur skilaði sératkvæði og
var sammála þvi að vísa kröfum á
hendur Jafningjafræðslunni og Hinu
húsinu frá dómi. Gunnlaugur sagði,
að öllum hafi verið ljóst að Öflun
hygðist safna auglýsingum og hafi
fengið merki samningsaðila afhent
þegar eftir samningsgerð, einum
mánuði áður en þurfti að afhenda efni
til prentunar. Félagi framhaldsskóla-
nema hafi mátt vera fullljóst, að nöfn
samningsaðila yrðu með einhveijum
hætti kynnt við söfnun auglýsinga og
þá höfðað til velvilja auglýsenda
gagnvart þeim málefnum, sem allt
ritmál tímaritsins yrði helgað. Þótt
Öflun hafi gengið nokkuð lengra í
kynningarblaði sínu en mátti vænta,
hafi ekki falist í því slík vanefnd á
samningi að Félag framhaldsskóla-
nema hafi mátt rifta honum fyrir-
varalaust. Með ólögmætri riftun hafi
það orðið skaðabótaskylt vegna tjóns,
sem Öflun kynni að hafa orðið fyrir.
VEÐURFRÆÐINGAR segja ekkert
lát verða á hlýindunum sem minna
helst á vorblíðu og því hafa margir
borgarbúar gripið kærkomið
hreingerningatækifæri og skunda
nú unnvörpum út á gangstéttar til
að hreinsa svolítið til hjá sér.
Hlýindin upp á síðkastið hafa
ennfremur orðið félki hvatning til
sundiðkana enda hefur verið fjöl-
mennt í sundlaugum borgarinnar
þessa dagana nú þegar mörsugur
er á enda runninn samkvæmt fornu
tímatali.
Mégane Classic er öruggari, stærri og kraftmeiri
Gijótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Mégane Classic kostar frá 1.398.000 kr.
Renault Mégane Classic er fallegur bíll í millistærð en fæst þó á svipuðu verði og lítill fólksbfll.
Sem dæmi um stærðina má nefna farangursrými Classic sem er hvorki meira né minna en
510 lítrar. Þá er Classic bæði öruggari og kraftmeiri en bflar í sama stærðarflokki. Classic
fæst til dæmis bæði mcð 95 ha. 1400 vél og 107 ha. 1600 vél ef þú vilt enn meiri kraft.
Prófaðu Renault Mégane Classic; stærri, kraflmeiri og öruggari bíl.
RENAULT