Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 25. JANÚAR 2000 21 VIÐSKIPTI Seðlabankínn spáir 5% verðbólgu SEÐLABANKI íslands hefur sent frá sér nýja verðbólguspá fyrir árið 2000 í ljósi nýjustu mælinga á vísitölu neysluverðs og upplýsinga um þróun undirliggjandi stærða. Seðlabankinn spáii' nú 5% verðbólgu milli ársmeð- altala 1999 og 2000 og 3,8% verð: bólgu frá upphafi til loka árs 2000. I spá bankans frá því í október var gert ráð fyrir að verðbólgan yrði 4,1% á milli áranna 1999 og 2000 og 3,7% frá upphafl til loka ársins. Mestu veldur meh'i hækkun vísitölu neysluverðs á síðasta fjórðungi 1999 en gert var ráð fyrir í október. Einnig er nú spáð meiri verðbólgu á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs, aðallega sökum meiri verðhækk- unar á opinberri þjónustu en fyrirséð var í október. Auk þess er gert ráð fyrir að íbúðarhúsnæði hækki enn umfram almennar verðlagshækkan- ir. A móti kemur að gengi krónunnar er nú 0,7% sterkara en þegar spá bankans var gerð í október. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,4% frá þriðja til fjórða ársfjórðungs 1999 sem samsvarar 5,9% verðbólgu á heilu ári. Spá Seðlabankans í októ- ber sl. gerði ráð fyrir 1% hækkun. Frávikið, sem er innan tölfræðilegra skekkjumarka, stafaði að hluta af áframhaldandi hækkun bensínverðs og frekari hækkun á verði íbúðarhús- næðis á síðustu mánuðum ársins. Verðlag hækkaði um 3,4% frá árs- meðaltali 1998 til 1999 og um 5,8% frá upphafi til loka árs 1999. Meiri verð- bólga hefrn' ekki mælst á milli ára hér á landi síðan 1993 og frá upphafi til loka árs, janúar til janúar, frá árinu 1991. Spá bankans í október sl. gerði ráð fyrir 3,3% hækkun á milli ára og 4,6% frá upphafi til loka ársins. Að sögn Más Guðmundssonai', að- alhagfræðings Seðlabankans, er þetta umtalsverð hækkun á spá bankans hvað varðar hækkun á milli ára. „Hún stafar fyrst og fremst af því að verðbólgan á síðustu mánuð- um ársins 1999 var meiri heldur en reiknað var með. A móti kemur að gengi krónunnar er nú orðið 0,7% sterkara en þegar spá bankans var gerð í október. Það hefur áhrif á framhaldið þai' sem við' gerum ráð fyrii' því að gengi krónunnar verði óbreytt frá þeim degi sem spáin er gerð. Þetta veldur því að spá bankans hækkar mun meira á milli ára heldur en innan ársins.Við viljum gjarna sjá gengi krónunnar styrkjast enn frek- ar og sú vaxtahækkun sem varð fyrr í mánuðinum var auðvitað til þess gerð,“ segir Már. Kjaraviðræður valda óvissu um framhaldið I verðbólguspá Seðlabankans kemur fram að óvissa rfidr um niður- stöðu kjaraviðræðna en í forsendum spárinnar er gert ráð fyrir að launa- Morgunblaðið/Kristinn kostnaður hækki um 6,5% yfir árið 2000. Er þá talin með samningsbund- in hækkun launa ýmissa hópa nú í janúar og launaskrið á árinu. Gert er ráð fyrir 2% framleiðniaukingu á ár- inu 2000 í framhaldi af 2,5% aukningu á síðasta ári. Reiknað er með að inn- flutningsverðlag í erlendri mynt hækki um 2% yfir árið. Már segir að ef gengi krónunnar styrkist enn frekar og launahækkan- h- taki mið af því, þ.e.verða samsvar- andi minni, þá gæti verðbólgan orðið lægri. Þannig megi ætla að 5% hækk- un launakostnaðar á árinu og áfram- haldandi styrking krónunnar í þess- um og næsta mánuði hafi í för með sér rúmlega 4% verðbólgu milli ára og nærri 2,5% yfir árið. Slík niður- staða myndi skila álíka kaupmáttar- aukningu yfir árið og spá bankans gerir ráð fyrir. Verði hins vegar samið um meiri launahækkanir en gert er ráð fyrir í spánni verður verðbóglan meiri. Munar þar ekki aðeins um bein áhrif launakostnaðar á verðlag heldur eykst einnig hætta á að þrýstingur myndist á gengi krónunnar. Þar að auki er hætta á að miklar verðbólgu- væntingar festist í sessi. „Sem dæmi má nefna að hækki launakostnaður samtals um 9% yfir árið að óbreyttu gengi, má búast við að verðbólga verði u.þ.b. 6% milli ára og rúmlega 5% frá upphafi til loka ársins. Veikist krónan hins vegar um 4% í kjölfarið gæti verðbólgan orðið rámlega 6,5%.“ Líkur á að dragi úr hækkun vísitölu neysluverðs Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% í janúar en að sögn Más er mjög ólíklegt að um svo mikla hækkun verði að ræða í febrúar. „Það yrði mikið áfall ef hækkunin yrði áfram svo mikil í febráar og ég hef ekki trá á því að svo verði,“ segir Már Guð- mundsson. Markaðs- verðmæti deCode 130 milljarðar GENGI deCode hefur hækkað frá því á föstudaginn um 20% en í gær voru viðskipti með bréf félagsins á um 60 dollara á hlut en á föstudag voru viðskipti með bréf félagsins á um 50 dollara. Sé miðað við að heild- arátgefið hlutafé sé 30 milljónir hluta þá er markaðsvirði deCode 1,8 millj- arðar dollara sem jafngildir 130 millj- örðum íslenskra króna. Miðað við þetta er deCode langverðmætasta fyrirtæki landsins en næst á eftir er Eimskipafélag Islands sem nú er metið á rúma 40 milljarða króna eftir miklar hækkanir síðustu mánuði. I byrjun nóvember á síðasta ári var gengi félagsins 28 dollarar. Það hefúr því hækkað um rúm 114% á tæpum þremur mánuðum. I Vz 5 fréttum Búnaðarbankans í gær kemur fram að miðað við áætlun Búnaðarbankans var heildarvelta með hlutabréf deCode um 11.900 milljónir króna á síðasta ári að með- töldum kaupum Búnaðarbankans, FBA og Landsbankans á bréfum í deCode í júní. „Viðskipti með hluta- bréf deCode skv. þessari áætlun voru því ámóta og með það félag sem skráð er á VÞI sem mest viðskipti urðu með á síðasta ári, þ.e. FBA. Sé horft á veltu án kaupa bankannna, til þess að forðast tvítalningu, er velta áætluð um 5.900 milljónir króna.“ Þar kemur einnig fram að fróðlegt verði að fylgjast með verðmati er- lendra sérfræðinga á félaginu ef fé- lagið fær skráningu á erlendan mark- að líkt og það stefnir að. „Mikil ásókn er nú í hlutabréf erlendra líftæknifyr- irtækja og hafa þau hækkað mikið síðustu misseri. Án efa hefði það gríð- arleg áhrif á allt atvinnulíf lands- manna ef erlendir aðilar viðurkenna verðmæti deCode. Ef vel tekst til get- ur það haft mikil og góð áhrif á fram- lag fjárfesta til áhættufjárfestinga hér á landi og þannig stuðlað að ný- sköpun hérlendis. Rétt er að minna á að samfara mik- illi hækkun á gengi hlutabréfa, líkt og gengi hlutabréfa deCode ásamt mörgum öðrum líftæknifyrii'tækjum; eykst hlutabréfaáhætta til muna. I tilfelli deCode er Ijóst að markaðs- áhætta erlendis vegur þyngst þar sem óvíst er hvort félagið fær sömu athygli og þau félög sem skráð eru á markaði í dag. Óvissa um framtíðar- möguleika deCode, líkt og annarra líftæknifyrirtækja, er mikil. Því er ráðlegt fyrir fjárfesta að hafa ein- göngu hluta af eignum sínum í líf- tæknifyrirtækjum og öðrum áhættu- fjárfestingum," að því er fram kemur í Vz 5 fréttum Búnaðarbankans. s VIB á Kirkjusandi - allt á einum stað Komdu á netið með VIB • 15,6% ávöxtun í Ævisafni 1 sl. 1 ár • góð ávöxtun frá upphafi • ítarlegt yfirlit á vefnum (hvenær sem hentar!) • öflugtryggingavernd • val um fjárfestingarleiðir ALVÍB hefur verið langfyrstur með nýjungamar — i 10 ár! í ALVÍB getur þú valið á milli þriggja verðbréfasafna sem taka mið af mis- munandi aldri sjóðfélaga. Þú getur líka látið inneign þína flytjast sjálfkrafa á milli þeirra og sniðið þannig ávöxtunina að þínum þörfum. Nú getur þú farið beint á nýja Netreikninn okkar á vib.is og gert nákvæma áætlun um Qárfestingar þínar. Sjáðu með eigin augum hvað mismunandi kostir geta þýtt fyrir heildarávöxtun þína Það er engin tilviljun ^ að sjóðfélagar í ALVÍB 1— eru nú yfir 12.000 1. 2. 3. 4. 5. 6. Þannig virkar Netreiknir: inn og td. hvenær þú vilt fara á eftirlaun. iú vilt spara mánaðarlega. idie' Þú slærð inn aldur Þú velur hve mikið. Þú slærð inn hver núverandi eign þín er. Þú velur hlutfall hiutabréfa, skuldabréfa og erlendra hlutabréfa. Þú slærð inn á hve löngum tíma þú vilt taka út inneignina Netreiknir reiknar fyrirpig. Þú færð niðurstöðurnar. VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi. Sími: 560 8900. www.vib.is Útibú íslandsbanka. Sími: 575 7575
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.