Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.01.2000, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 33 LISTIR Brot úr heimspekisögu BÆKUR Heimspeki FRUMSPEKI OGÓEND- ANLEIKI í VERKUM SKULA THORLACIUSAR: ÍSLENSK HEIMSPEKI A 18. ÖLD. eftir Henry Alexander Henrysson. Útg. Hið íslenska bókmenntafélag, 1999. MARKMIÐ Henrys Alexanders Henryssonar í Frumspeki og óend- anleika er „að rekja sig eftir þræði sem liggui' frá umróti í menntalífi Parísar árið 1277 og til þess að ungur íslenskur stúdent skrifar sína fyrstu framsöguræðu á Garði í Kaupmanna- höfn árið 1761“ (bls. 111). Þessi stúd- ent var Skúli Þórðarson Thorlacius. Henry leitast við að gera grein fyr- ir inntakinu í heimspeki þeiiri sem Skúli skrifaði, greina helstu áhrifa- valda og setja í hugmyndasögulegt samhengi. Nefndir eru allir helstu heimspekingar sögunnar, allt frá fomgrikkjanum Þalesi til Þjóðverj- ans Immanúels Kants. Stiklað er á stóru í sögu heimspek- innar og hringurinn smám saman þrengdur að Kaupmannahafnarhá- skóla á 18. öld og þeim íslensku námsmönnum sem þar voru að læra heimspeki. Þeir voru hvorki fleiri né færri en á sjötta tuginn (sjá bls. 99), þótt ekki sé alveg á hreinu að þeir hafi verið að iðka heimspeki sem sé sambærileg við það sem nú er kallað heimspeki í háskólum. Reyndar virðist hin svokallaða skólaspeki, sem oft er kennd við miðaldir, hafa verið kjaminn í spek- inni þá, og til sanns vegar má færa að nú á dögum sé einnig iðkuð „skóla- speki“ í heimspekideildum háskóla víða um heim. Fræðin eiga sjaldnast vísun út fyrir háskólaveröldina og vafasamt að sá sem ekki hefur eytt löngum tíma í að læra hugtök og orðaforða skólaspeki nútímans hafi nokkuð upp úr því að leggja sig eftir þeirri heimspeki sem nú er iðkuð. Ef marka má tilvitnanir þær, sem Hemy tekur til, hefur heimspeki Skúla Thorlaciusar verið heldur tyrf- in og ekki fyrir ólærða að fylgja þræði hjá honum og átta sig á því hvað hann er að fara. Henry endur- segir heimspeki Skúla, en ekki er víst að maður verði miklu nær um óendanleikann og hugmyndir Skúla um hann. En nákvæm grein er gerð fyrir því hverjir hafi að öllum líkindum verið helstu áhrifavaldar í heimspekihugs- un Skúla, og var þar fremstur Norð- maðurinn Johan Ernst Gunnerus. Einnig verður Ijóst að heimspeki Skúla var af ætt rökhyggju í anda Descartes fremur en raunhyggju að hætti Humes. Vegna hins gífurlega fjölda heim- spekinga, bæði frægra og minna þekktra, sem nefndur er í Frumspeki og óendanleika, hefði verið mikil hjálp í því ef í bókinni væri nafnaskrá. Kristján G. Arngrímsson Bókakaffí á Súfístanum FÉLAG barnabókahöfunda og sam- tökin Böm og bækur boða í annað sinn til bókakaffis á Súfistanum í húsi Máls og menning- ar við Laugaveg fimmtudags- kvöldið 27. janúar næstkomandi kl. 20. Andri Snær Magnason rit- höfundur mun flytja erindi sem hann nefnir: Leit- in að týnda mark- Andri Snær Magnason hópnum. Hugleiðing um unglinga- bækur og þá sem lesa þær ekki. Einnig verður sagt frá hinni vin- sælu bók Harry Potter og heldur Anna Heiða Pálsdóttir bókmennta- fræðingur stutt erindi um söguna sem kom út í fyrsta sinn á íslensku nú fyrir jólin, söguna bak við verkið og efnistök. Að loknum fyrirlestri verður létt kaffispjall um bæði erindin. Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 Yfir 1.500 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: 1,6 GLX4x4 4d 1.595.000 KR. 1,6 GLX WAGON 4x4 1.695.000 KR. TEGUND: GR.VITARA3 dvra Vissir þú að 80% þeirra Suzukibíla sem keyptir eru í dag eru fjórhjóladrifnir? WAG0N R+ TEGUND: VERÐ: WAGONR+4X4 1.299.000 KR. VITARA GUND: VERÐ: SE5d 1.840.000 KR Sjálfskipting 150.000 KR. TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.459.000 KR. Sjálfskipting 130.000 KR. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur 6. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufésgötu 9, sími 462 63 00. Hafnarfjörður: Guövarður Eliasson, Grænukinn 20, slmi 555 15 50, Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, slmi 451 26 17. isafjörður: Bílagarður ehf.,Grænagarði, sfmi 456 30 95. Keflavík: BG bllakringlan, Grófinni 8, slmi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. ~~—! ! “ z*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.