Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.2000, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Arney tók niðri í Sandgerðishöfn BÁTURINN Arney KE 50 tók niðri í innsiglingunni við Sandgerði klukkan hálf tvö aðfaranótt mánu- dags og sat hann fastur þar í um tvær og hálfa klukkustund. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Keflavík er ekki vitað hvað olli óhappinu, en báturinn losnaði af sjálfsdáðum um fjögur- leytið, þegar flæða tók að. Engan sakaði og segir lögreglan að ekki hafi verið talið að hætta væri á ferðum. Farið var með Arney inn að Sandgerði þegar hún losnaði og við skoðun komu ekki í ljós neinar al- varlegar skemmdir. Þó munu ein- hverjar dældir hafa myndast á botni bátsins og var farið með hann til Njarðvíkur til viðgerðar. Morgunblaðið/Einar Jónsson Unnið að viðgerð eftir vestanrok á eyðibýlinu Leiti, Suðursveit. Ingi- mar, Gunnhildur og Björgvin munda hamrana. Sögufrægt fjárhús skemmdist Suðursveit - Vestan hvassviðri gekk yfir Suðursveit 15. janúar sl. sem og víða á landinu. Þótti þá gömlu fjárhúsunum á Leitunum á Jaðri sem þjónusta sín væri orðin nógu löng og brotnuðu og sliguð- ust ofan í hlaðna tóftina ásamt hlöðu áfastri. Engin skepna var þar innan dyra sem betur fer. Fjárhús þessi áttu sér merki- lega sögu. Þau voru reist um 1929 og þóttu þá stærstu útihús í sveitinni. Voru þau viðuð úr upp- sláttartimbri frá Sóleyjargötu 7 í Reykjavík sem þá var nýbyggt af þeim svilum Helga H. Eirikssyni og Sigfúsi M. Johnsen. Sendu þeir mági sínum, sr. Jóni Péturssyni á Kálfafellsstað, timbrið austur. Morgunblaðið/Bjarni Gíslason Frá hinu nýja íþróttahúsi á Stöðvarfirði. Nýtt íþróttahiís á Stöðvarfírði Stöðvarfirði - Nýtt og glæsilegt íþróttahús var tekið í notkun á Stöðvarfirði laugardaginn 15. jan- úar. Með tilkomu þess verður mikil breyting á aðstöðu íbúa Stöðvar- fjarðar til íþróttaiðkunar en fram að þessu hafði leikfimikennsla far- ið fram í samkomuhúsi staðarins við mjög svo ófullkomnar aðstæð- ur. Fyrsta skóflustungan tekin 24. janúar 1999 Ákvörðun um byggingu íþrótta- hússins var tekin í október 1998 og var fyrsta skóflustungan að nýja húsinu tekin 24. janúar 1999. Bygging hússins hófst nokkrum vikum síðar. Burðarvirki hússins eru límtréssperrur klæddar með yleiningum frá Límtré hf. á Flúð- um. Gólfefnið í íþróttasalnum er ís- lensk framleiðsla, parketgólf fram- leitt af fyrirtækinu Aldini hf. á Húsavík og er þetta í fyrsta skipti sem parket framleitt hér á landi er notað í gólf í íþróttahúsi. Verktaki að byggingu hússins var Ævar Armannsson, húsasmíða- meistari á Stöðvarfirði. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Brík BA 2 í sinni fyrstu siglingu, áleiðis frá ísafirði til heimahafnar á Bíldudal, um helgina. 30 tonna stálskip bæt- ist í flota Bflddælinga NÝR bátur bættist við fiskveiðiflot- ann á Bíldudal um helgina, þegar Brík BA 2 sigldi til heimahafnar. Báturinn er 30 tonna stálskip og er smíðaður hjá Skipasmíðastöðinni á ísafirði. Guðlaugur H. Þórðarson, útgerðarmaður og skipstjóri báts- ins, segir að siglingin frá Isafirði til Bíldudals hafi gengið vel, enda veð- ur með eindæmum gott á laugar- daginn. Hann segir að Brík hafi komið ág- ætlega út og sér lítist vel á það sem menn séu búnir að sjá og kynnast. í framhaldinu verður haldið til veiða, en báturinn hefur um 300 þorsk- ígildiskvóta á rækju og bolfisk. Lína, snurvoð, rækja „Maður væri nú ekki að þessu ef maður hefði ekki kvóta. Ég er að fara á línu til að byrja með, þá á snurvoð og síðan rækju. Það gengur svona fyrir sig, árið.“ í áhöfn skipsins verða þrír á línu og fjórir á snurvoðinni. Vertíðin er nú í fullum gangi og mikil veiði hjá mönnum, að sögn Guðlaugs. „Það pTlír^SwiJpl! íj h:~- 'viíWkl - ,v . Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Guðlaugur H. Þórðarson, útgerðarmaður og skipstjóri, ásamt Hörpu dóttur sinni. Nýi báturinn, Brík BA 2, í baksýn. virðist nægur fiskur í sjónum, það verið eftir áramót. Það hefur a.m.k. eins og er, og þannig hefur verið mjög gott hérna.“ Birkir íþróttamaður Vestmannaeyja BIRKIR Kristinsson hefur verið út- nefndur íþróttamaður Vestmanna- eyja fyrir árið 1999. Þessi útnefning er nú orðin sérstök athöfn í Vest- mannaeyjum en ekki hluti af ársþingi ÍBV á hverju ári. Þetta var í 22. sinn sem þessi út- nefning fer fram. Fyrir valinu nú varð Birkir Kristinsson, markvörður knattspymuliðs ÍBV og íslenska landsliðsins. Birkir, sem er Eyja- maður, var að leika sitt fyrsta ár fyrir meistaraflokk ÍBV. Birkir á langan og glæsilegan feril að baki og er vel að titlinum kominn, enda að leika eitt sitt allra besta tímabil og var einn af burðarásum landsliðsins í knatt- spyrnu sem átti góðu gengi að fagna síðasta ár, segir í fréttatilkynningu. Einnig völdu aðildarfélögin innan ÍBV hvert sinn mann. Frá vinstri: Daði Guðjónsson, sund, Guðni Davíð Stefánsson, Ægi, Ólöf Elíasdóttir, heiðruð fyrir iðkun íþrótta og störf að íþróttamálum í Vestmannaeyjum, Anna Björg Sigurbjömsdóttir, fim- leikar, Birkir Kristinsson, knatt- spyma, íþróttamaður Vestmanna- eyja, Karl Haraldsson, golf, Ái'ni Óli Olafsson, frjálsar (bróðir Árna Óla, Guðjón Ólafsson, tók við viðurkenn- ingunni), Kári Hrafnkelsson, KFS, knattspyrna, Amsteinn Ingi Jóhann- esson, IV, körfubolti (Borgþór Páls- son tók við viðurkenningu fyrir hönd Amsteins).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.