Morgunblaðið - 11.02.2000, Side 10

Morgunblaðið - 11.02.2000, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Snörp umræða á Alþingi um málefni RARIK Ekkert ákveðið um flutning SNÖRP umræða varð um málefni Rafmagnsveitna ríkisins, RARIK, á Alþingi í gær. í umræðum utan dag- skrár lagði Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra áherslu á að ríkis- stjórnin hefði einungis ákveðið að láta kanna hagkvæmni þess að sameina Rafmagnsveitur ríkisins orkufyrir- tækjum á Akureyri, en til þess að svo megi verða þarf að breyta rekstrar- formi fyrirtækjanna. Pá lagði hún áherslu á að einungis ætti að kanna hagkvæmni þess að flytja höfuðstöðv- ar RARIK til Akureyrar, engar ákvarðanir hefðu verið teknar í því efni. Fjallað var um málið að beiðni Arna Johnsen, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins. Sagði Ami að framganga iðnaðarráðherra hefði valdið óþarfa misskilningi, uppnámi og ruglingi í fréttaflutningi, sem og óvissu og tor- tryggni bæði starfsmanna og not- enda. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði samþykkt að heimila iðnaðarráðu- neytinu viðræður við Akureyrarbæ um könnun á mögulegri eignaforms- breytingu á RARIK með aðkomu Ak- ureyringa og flutningi höíúðstöðva fyrirtækisins til Akureyrar. Því ósk- aði hann eftir því sökum „stórfellds misskilnings í fréttaflutningi“, eins og hann komst að orði, að ráðherra stað- festi nú að einungis væri um að ræða heimild til viðræðna um hugmynd, og að engin stefnumarkandi ákvörðun hefði verið tekin. Sagði Ami m.a. að ef flytja ætti höfuðstöðvar RARIK út á land lægi beinast við að höfuðstöðvamar fæm til Suðurlands. Nær 90% af allri orku- framleiðslu íslendinga ættu sér jú stað á Suðurlandi án þess að Sunn- lendingar hefðu haft af því nein sér- stök hlunnindi umfram aðra. Loks væri það gmndvallaratriði að RAR- IK sem landsbyggðarfyrirtæki hefði fulla aðild að viðræðum um stefnu- mótun og framtíðarskipan fyrirtæk- ALÞINGI isins, alveg sama hver ætti í hlut. Um allt annað yrði ósætti. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra lagði á það áherslu að ein- ungis hefði verið ákveðið að kanna hagkvæmni þess að sameina RARIK orkufyrirtækjum á Akureyri en til þess að svo mætti verða þyrfti að breyta rekstrarfbrmi fyrirtækjanna. Þá sagði hún að einnig væri verið að kanna hagkvæmni þess að flytja höf- uðstöðvar RARIK tO Akureyrar. Hefði tillaga þessa efnis borist frá bæjarstjóra Akureyrar og ríkis- stjórnin ákveðið á fundi sínum 2. febr- úar síðastliðinn að verða við henni. „Orðum hæstvirts málshefjanda um óeðlilegan íramgang minn í þessu máli vísa ég til föðurhúsanna. Ef um misskilning er að ræða í þessu máli, þá er hann tilkominn vegna mistúlk- unar bæjarstjórans á Akureyri, en ekki þeirrar sem hér stendur," sagði Valgerður. Sagði hún að næsta skref væri að gera verk- og tímaáætlun fyr- ir athugunina og að fá óháðan ráð- gjafa til þess að vinna að henni. Gagnrýnt að starfsmenn skyldu heyra af málinu í fjölmiðlum Ymsir þingmenn urðu til að gagn- rýna að starfsmenn RARIK hefðu fyrst frétt af hugmyndum um hugs- anlegan flutning höfuðstöðva RARIK í fjölmiðlum. Kom fram í lokaorðum Valgerðar Sverrisdóttur við umræð- una að hún gerði sér vel grein fyrir því að þetta mál væri viðkvæmt gagn- vart starfsmönnum RARIK og að hún hefði gjaman viljað kynna það fyrir þeim áður en það fór í fjölmiðla. Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður þingflokks Samfylkingai-, sagði það hins vegar athyglisvert að stjómarflokkamir væra nú komnir í hái- saman vegna vinnubragða. í sama knérann hjó Sighvatur Björg- yinsson, Samfylkingu, sem benti á að Ámi Johnsen ætti sæti í stjóm RAR- IK og sú staðreynd, að hann færi fram með þeim hætti sem raun bæri vitni, staðfesti að iðnaðarráðherra hefði ekki haft samráð við stjóm RARIK í málinu. Þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs töldu hér rætt um þrjú óskyld mál; flutning höfuðstöðva RARIK út á landsbyggðina, hvernig tryggja mætti rekstur RARIK og síð- an breytt rekstrarform fyrirtækisins. Sagði Steingrimur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, að sú spurn- ing hlyti að vakna í þessari umræðu hver væra eiginlega framtíðaráform stjómvalda, hvort stefnt væri að all- sherjar einkavæðingu orkufyrirtækj- anna í landinu. Hjálmar Ámason, Framsóknar- flokki, gerði að umtalsefni að hvergi í Evrópu hefði byggðaþróun orðið með sama hætti og hér, þar sem um 60% íbúanna byggju á suðvesturhominu. Sagði hann gott ef spoma mætti við þeirri þróun með flutningi ríkisstofn- ana út á land. Ólafur Öm Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði hins vegar kjördæmatog um hvar stofnanir skyldu staðsettar ekki til góðs og tók hann undir gagnrýni Guðmundar Hallvarðssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokks í Reykjavík, á ummæli landsbyggðarþingmanna í þessari umræðu. Hafði Guðmundur sagt að það væri eins og framtíð 60 starfs- manna RARIK í Reykjavík og fjöl- skyldna þeirra skipti engu máli. Landsvirkjun fái heimild til aðildar að fjarskiptafyrirtækjum Frumvarpið gagnrýnt fyrir óljóst orðalag LANDSVIRKJUN fær heimild til aðildar að fjarskiptafyrirtækjum verði frumvarp, sem Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær, að lögum. Gagnrýndu nokkrir þing- menn framvarpið fyrir það, hversu óljóst það væri orðað og hve erfitt væri að átta sig á markmiðum þess. Framvarpið er ekki stórt í sniðum, en það gerir tillögu um að við 2. mgr. 2. gr. laga um Landsvirkjun verði bætt heimild til aðildar að fjarskipta- fyrirtækjum. í athugasemdum við framvarpið kemur fram að Lands- virkjun eigi og reki fjarskiptakerfi vegna starfsemi sinnar. Það kerfi geti komið að gagni fyrir fleiri aðila, m.a. þá sem starfa að öryggismálum og að ýmsir hafi nú þegar óskað eftir sam- starfi við Landsvirkjun um fjar- skiptastarfsemi þar sem fjarskipta- kerfi fyrirtækisins yrði notað. Til að af slíku geti orðið þurfi Landsvirkjun hins vegar lagaheimildenda sé eðli- legt að slík starfsemi verði rekin utan hefðbundins rekstrar fyrirtækisins. Hjálmar Amason, þingmaður Framsóknarflokks og formaður iðn- aðamefndar Alþingis, lagði áherslu á öryggisþáttinn við umræðumar og sagði að tilgangurinn væri einkum að leyfa öðram afnot af fjarskiptakeifi sem Landsvirkjun hefði komið sér upp til að geta tryggt öragg fjarskipti milli starfsstöðva á miðhálendinu. Margrét Frímannsdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, benti hins vegar á að rekstur þessa hluta kerfisins hefði þegar verið boðinn út og því væri erfitt að átta sig á málinu öllu saman. Aðrir tóku í sama streng. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylking- ar, sagði m.a. að ekki væri hægt að átta sig á því hvort meiningin væri sú að Landsvirkjun hæfi sjálf rekstur á fjarskiptafyrirtæki eða hvort fyrir- tækið myndi aðeins leigja öðram fyr- irtækjum afnot af ljósleiðara sínum á miðhálendinu. Svaraði Hjálmar Áma- son því til að auðvitað væri ekki á döf- inni að Landsvirkjun færi að afgreiða símtöl eins og fjarskiptafyrirtæki al- mennt, heldur væri meiningin að bjóða fyrirtækjum, sem vildu fara um þessa þjóðbraut, afnot af henni. Orðalagið veitir í raun mun víðtækari heimild Margrét Frímannsdóttir lagði áherslu á að í lagatextanum fælist ekki aðeins heimild „til að nýta bún- að“, eins og kæmi fram í athugasemd- um við frumvarpið, heldur væri í raun verið að gefa mjög víðtæka heimild með þessu orðalagi. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, tók undir þetta og gagn- rýndi framvarpið á þeim forsendum að útvíkka ætti með þessum hætti rekstur ríkisfyrirtækis. Sagði hann að með þessu orðalagi veittu lögin Landsvirkjun jafnvel heimiid til að kaupa 99% hlut í t.d. Landssímanum, og væri fyrirtækið þá sennilega það eina sem hefði bolmagn til slíkra kaupa. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, velti þvi fyrir sér hvort meiningin væri að víkka út starfssvið Landsvirlqunar til að gera fyrirtækið að vænlegri söluvöra þegar ríkis- stjórnin tæki ákvörðun um að búta það í sundur og selja hæstbjóðanda. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra sagði hins vegar óþarfa tor- tryggni ríkja hjá þingmönnum. Tók hún þó fram að ef þingmönnum fynd- ist ákvæði frumvarpsins ekki nógu skýr væri sá möguleiki alltaf fyrir hendi að skerpa á gildissviði þess í umfjöllun í iðnaðamefnd Alþingis. Sagði ráðherrann að málið snerist einfaldlega um það að stofna nýtt fyr- irtæki um þennan rekstur Lands- virkjunar, m.a. á ljósleiðaranum, og myndi það fyrirtæki lúta almennum reglum í sambandi við skatta og skyldur, ólíkt Landsvirkjun sjálfri, en eins og kunnugt væri byggi fyrirtæk- ið við ýmis skattfríðindi. Morgunblaðið/Kristinn Myndlistarnemarnir ráðast til inngöngu í húsið við Lindargötu. Myndlistarmenn á hrakhólum Lögðu undir sig hús E imskipafélagsins fyrir misskilning HÓPUR listamanna og mynd- listarnema í Listaháskóla íslands lögðu fyrir misskilning undir sig auða byggingu við Lindargötu 49 í eigu Eimskipafélags Islands hf. í fyrrakvöld. Tilgangurinn er að velq'a athygli á því aðstöðuleysi sem hústökufólkið telur að listamenn búi við. Hústakan er f þágu lista að sögn fólksins og segir í yfirlýsingu þeirra að ákveðið hafi verið að taka húsnæðið án Ieyfis, en sú ákvörðun er þó ekki rökstudd frekar í yfir- lýsingunni. í yfirlýsingunni segir að Iistafólk vanti stöðugt aðstöðu fyrir sköpun sína og sé gjörðin ennfremur fram- lag hústökumanna til Reykjavíkur -menningarborgar árið 2000. Hústökufólkið hafði komið sér fyrir inni í húsnæðinu um klukkan 22 í fyrrakvöld og er fyrirhuguð myndlistarsýning í húsinu á morg- un.Iaugardag. Ákvörðunin um taka húsið var tekin um siðastliðna helgi en til stendur að rífa húsið, líklega á þessu ári. Héldu að Reykjavíkurborg ætti húsið Hústökufólkið stóð í þeirri trú að Reylqavíkurborg ætti húsið þegar ráðist var til inngöngu, en áttaði sig á misskiiningnum siðdegis í gær og létu eigendur vita hvað gerst hafði. Eimskipafélag fslands hf. keypti húsið af Reykjavíkurborg fyrir fá- einum árum og er hótelbygging fyrirhuguð á lóðinni. Hústökufólkið viðurkenndi að líklega hefði betra verið heima setið en af stað farið ef vitneskjan um eigendasögu hússins hefði verði þeim kunn. Þegar Eimskipsmenn upp- götvuðu að hústökufólk hafði hreiðrað um sig á Lindargötunni sögðust þeir ekki ætla að hlaupa upp til handa og fóta vegna hátt- seminnar á næstunni en vildu lítið tjá sig um málið. „Tilgangurinn að koma höggi á Björk“ GUÐMUNDUR Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, hefur skrifað opið bréf til Fram- sóknarflokksins. í því sakar hann þingmann flokksins um að reyna að koma höggi á Björk Guð- mundsdóttur til að bjarga fylgi Framsóknarflokksins í tengslum við að Björk hefði sýnt því áhuga að fá að byggja hljóðver í Elliða- ey- I bréfinu segir: „Nýkjörinn þingmaður Framsóknarflokksins setti fram einkennilegar fullyrð- ingar í viðtalsþætti um síðustu helgi. Þar tók hann m.a. fram að Björk hefði sótt það ákaft að fá eyjuna. Það era fortakslaus ósannindi. Ég áttaði mig ekki á til- gangi þingmannsins, en síðar hef- ur komið fram að tilgangurinn var að koma höggi á Björk vegna þess að hún tók undir með 80% þjóðar- innar um að hún vildi að ráðherrar Framsóknarflokksins færa að landslögum við ákvarðanatöku við byggingu lóns við Eyjabakka.“ Ólíklegt að Björk vilji kaupa eyna Síðar í bréfinu segir: „...eftir það sem á undan er gengið tel ég ólíklegt að Björk muni fást til þess að ræða kaup eða leigu á Elliðaey né hafi áhuga á að endurbyggja niðurníddar fasteignir á eynni.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.