Morgunblaðið - 18.03.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.03.2000, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjálfsbjörg: Mótmælir ummælum Daviðs Sjálfsbjörg. landssamband fatl- aöra, hefur sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem félagiö mótmælir þeim ummælum Daviös Oddssonar forsætisráöherra í síöustu viku aö peningar samtaka öryrkja hafi ver- iö notaöir til aö birta áróöursaug- Það er ekki lengur nein spurning hvar Davíð keypti ölið. Fræðsludagur Ljósbrots í Rimaskóla Heilsa o g lífsgæði Susanne Torpe HEILSA og lífsgæði er yfírskrift dag- skrár fræðsludags Ljósbrots sem er í dag og hefst klukkan 12 á hádegi og lýkur klukkan 15.30. Fræðsludagm-inn er hald- inn í Rimaskóla á vegum Menningarhóps Grafar- vogsráðs. Haldin verða átta erindi alls á þessum íræðsludegi. Susanne Torpe menningarfulltrúi er umsjónarmaður fræðsludagsins. Hvert skyldi vera markmið fræðsludagsins? „Markmiðið er að fræða fólk um ýmsa þætti sem lúta að heilsu og vellíðan fólks. Fræðsludagurinn hefst á þremur erindum um umhverfismál. Fyrst talar Heiðrún Guðmundsdóttir líf- fræðingur hjá Landvemd, hún tal- ar um verkefnið Vistvernd í verki, sem er líka þekkt sem GAP, og varpar fram spurningunni: Hvað get ég gert? A eftir henni talar Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir fulltrúi Sorpu, hún ræðir um flokkun sorps sem hlutverk okkar allra. Pá heldur dr. Hjalti Guð- mundsson landfræðingur erindi um Staðardagskrá 21 fyrir Reykjavík. Eftir umhvei-fismálin verða á dagskrá erindi um nær- ingu og hreyfingu. Jóhanna Torfa- dóttir matvælafræðingur talar um næringaþörf barna 1 til 6 ára. Guðrún Nielsen íþróttakennari ræðir um hreyfingu fyrir aldraða og fulltrúi frá World Class mun fjalla um ávinning heilsuræktar fyrir alla aldurshópa. Milli klukk- an 14 og 15 verður rætt um lífs- hamingju. Jón Bjömsson sálfræð- ingur flytur erindi sem hann nefnir Á leiðinni til Soría Moría og Anna Valdimersdóttir sálfræðing- ur heldur erindið Gerðu þér góða mynd af sjálfum þér. Umræður verða eftir erindin og að þeim loknum verður boðið upp á yoga- kennslu fyrir börn og fullorðna undir umsjón Þórðar Marelsson- ar. Þess má geta að reynt verður að hafa notalega kaffihúsast- emmningu á þessum fræðsludegi, skátafélögin í hverfmu selja kaffi og vöfflur og sjá líka um dagskrá fyrir börn þeima sem taka þátt í fræðsludeginum.“ - Er það af einhverju sérstöku tilefni sem boðað er til þessa fræðsludags? „Já, það er vegna menningar- verkefnisins Ljósbrot sem fer fram allt árið en í mars er þema Ljósbrots Heilsa og lífsgæði eins og fyrr sagði. Menningarhópur Grafarvogsráðs hefur fengið styrk frá Reykjavík menningarborg 2000 til Ljósbrots-verkefnisins. Þegar hefur verið haldið opið hús á Korpúlfsstöðum með menning- ardagskrá á vegum Ljósbrots, í maí er fyrirhugaður íþróttadagur, í október verða bókmenntir á dag- skrá og í nóvember ætlum við að bjóða upp á dagskrá með tónlist, leiklist og dansi. Dag- skráin í Rimaskóla í dag er eina fræðslu- dagskráin sem Ljós- brot stendur fyrir á þessu menningarári.“ - Hvenær var Menn- ingarhópur Grafarvogsráðs stofn- aður? „Fyrir tveimur árum um það bil, nokkru eftir að Grafarvogsráð og Miðgarður - fjölskylduþjón- usta í Grafarvogi var stofnað. Mið- garður var í upphafi tilraunaverk- efni en heldur starfsemi sinni áfram um ótiltekinn tíma. Mið- garður var stofnaður til þess að ► Susanne Torpe fæddist 8. mars 1974. Hún lauk stúdents- prófi 1993 í Horsens Amts- gymnasium í Danmörku. Arið 1996 tók hún BA-próf í norræn- um tungumálum og bókmennt- um frá Háskólanum í Arhúsum og 1999 lauk hún cand. mag. prófi í „æstetik og kultur“, fag- ur- og menningarfræði, frá sama skóla. Hún starfar nú við kennslu, einnig sem menningar- fulltrúi í Miðgarði og loks er hún starfsmaður við bókmenntahátíð Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Susanne er í sambúð með Björgvini Hall- dórssyni byggingafræðingi. stuðla að lýðræði meðal íbúanna og samvinnu milli félaga, stofnana og íbúa á Grafarvogssvæðinu. Hjá Miðgarði starfa margir sérfræð- ingar, svo sem félagsráðgjafar, leikskólaráðgjafar, sálfræðingar og fleiri. Það er einstakt að fyrir Grafarvogshverfið að hafa svona starf'semi innan hverfisins, það stuðlar sannarlega að lýðræði meðal íbúanna eins og Miðgarði var ætlað að gera.“ - Hvernig er menningarhópur- inn samansettur? „I honum eiga sæti fulltrúar frá Gufunesbæ, Foldasafni, Tónlist- arskólanum í Grafarvogi, Fjölni, íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi, Utskáldunum, Grafarvogskirkju, skátafélögunum Vogabúum og Dalbúum, svo og íbúasamtökum Grafarvogs og almennum íbúum hverfisins." - Leita íbúar Grafarvogs mikið tilMiðgarðs? „Já, þjónustan sem Miðgarður býður upp á er mikið notuð og það er þægilegt fyrir íbúana að hafa þessa starfsemi í nágiænninu - þurfa ekki að sækja í miðbæ Reykjavíkur." - Nú ert þú menningarfulltrúi - reynir þú að fá íbúa hverfisins til þess að koma á framfæri sinni list? „Já, það er mjög mikilvægur hluti af starfi mínu að gefa íbúum Grafarvogs tækifæri til að koma fram með og sýna það sem þeir eru að gera á menningarsviðinu. Til dæmis var handverks- sýning á Korpúlfsstöð- um í janúar þar sem sýnd voru verk hand- verksmanna úr hverfinu. Þann sama dag sýndu nemendur Korpuskóla dans og Þjóðlagasveit tónlistarskólans flutti tónlist. Á næsta atriði á dagskrá Ljósbrots - íþróttadeginum í maí sem ég fyrr gat um, fær fólk tækifæri til að kynna sér það íþróttastarf sem boðið er upp á í hverfinu, sem er margvíslegt.“ Miðgarður stuðlar að lýðræði Graf- arvogsbúa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.