Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 10

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 10
10 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Háskólarektor og borgarstjóri undirrita samstarfs- samning um stofnun Borgarfræðaseturs Eflir stöðu Reykjavík- ur sem háskólaborgar Morgunblaðið/Ami Sæberg Páll Skúlason háskólarektor og Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgar- stjóri undirrita samstarfssamninginn í gær. Á bak við eru stjórnarmenn Borgarfræðaseturs, frá vinstri: Jón Sigurðsson formaður, Anna Soffía Hauksdóttir prófessor, Bjarni Reynarsson skipulagsfræðingur, Kristín A. Árnadóttir, aðstoðarkona borgarstjóra, og Magnús Diðrik Baldurs- son, aðstoðarmaður rektors. PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Islands, og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu í gær samstarfssamn- ing milli Háskóla íslands og Reykjavíkurborgar um stofnun Borgarfræðaseturs. Á blaða- mannafundi sem haldinn var af þessu tilefni kom m.a. fram að bæði Páll og Ingibjörg vonast til að þetta frumkvæði verði til að styrkja tengsl Háskóla íslands og Reykjavíkurborgar til muna. Undirbúningur að stofnun Borg- arfræðasetursins hefur staðið yfir í rúmt ár og kom fram á fundinum í gær að m.a. hefði verið gerð skipu- leg úttekt á starfsemi sambæri- legra stofnana erlendis sem víða eru starfræktar í samvinnu há- skóla og borgaryfirvalda. Markmið Borgarfræðaseturs eru margs konar og kvaðst Páll Skúla- son háskólarektor sérstaklega leggja áherslu á að með þessari nýjung mætti styrkja tengsl Há- skóla Islands og Reykjavíkurborg- ar og þar með stöðu Reykjavíkur sem háskólaborgar. Háskóli og borg ættu mikið hvort undir öðru og kvaðst hann eiga von á góðu samstarfi á nýjum vettvangi. Undir þetta tók Ingibjörg Sólrún og sagði að tengsl borgarinnar og háskólans hefðu e.t.v. ekki verið eins mikil og þau hefðu þurft að vera, en að með stofnun Borgar- fræðaseturs væri bætt úr því. Hér væri því um mikil tímamót að ræða enda skipti háskólinn borgina miklu máli, og borgin skipti háskól- ann miklu máli. Leitað að heppilegu húsnæði og auglýst eftir forstöðu- manni Markmið Borgarfræðasetursins eru annars að standa fyrir, efla og samhæfa rannsóknir og fræðslu í greinum sem tengjast bæjum og byggðum eða það sem kallað hefur verið borgarfræði. Með setrinu er einnig stefnt að því að efla rann- sóknatengt framhaldsnám í borg- arfræðum, gefa út fræðirit og kynna niðurstöður rannsókna í borgarfræðum og veita upplýsing- ar og ráðgjöf í borgarfræðum. Jafnframt er ætlunin að gangast fyrir námskeiðum, ráðstefnum og fyrirlestrum í borgarfræðum og stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði borgarfræða. Fram kom jafnframt á fundinum í gær að stjórn Borgarfræðaseturs hefði fyrr um daginn komið saman til síns fyrsta fundar. Jón Sigurðs- son, bankastjóri Norræna fjárfest- ingarbankans í Helsinki, sem hefur verið skipaður formaður stjórnar- innar, sagði starf Borgarfræðaset- ursins örugglega munu fara hægt af stað en meðal fyrstu verkefna hinnar nýskipuðu stjórnar væri að gera starfsáætlun, leita að heppi- legu húsnæði fyrir starfsemina og auglýsa eftir forstöðumanni. Þau Jón, Páll og Ingibjörg lýstu þeirri ósk sinni aðað húsnæði set- ursins yrði staðsett einhvers staðar á mörkum háskólasvæðisins og hjarta borgarinnar, svona til að sýna táknræn tengsl þessara tveggja stofnana. Þau lögðu þó áherslu á að ekki ætti aðeins að stunda rannsóknir á Reykjavík einni og sér undir merkjum hins nýja Borgarfræðaseturs heldur ekki síður öðrum byggðum og bæj- um í landinu. Segja flugfélög ásaka flug- umferðarstnóra ranglega Tafir ekki sök flugum- ferðarstjóra ALÞJÓÐAFÉLAG flugumferð- arstjóra hvatti á nýlegum ársfundi sínum flugfélög til að hætta að kenna slæmri flugumferðarstjóm um tafir í flugi. Segir forseti fé- lagsins, Samuel Lampkin, að flug- félögin hafi flugstjórnarkerfin fyr- ir rangri sök og tafir í flugi stafi miklu frekar af of þéttri áætlun flugfélaga, aukinni ferðatíðni, slæmu skipulagi á flugvöllum og breyttum flugreglum sem víða hafi verið settar til að draga úr hávaða. Alþjóðafélag flugumferðar- stjóra hefur um 40 þúsund félaga innan vébanda sinna í 114 félögum víðs vegar um heiminn. Félagið sinnir eingöngu faglegum hliðum og hefur aðsetur í Montreal í Kan- ada. Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, sem sótti þingið frá Is- landi við þriðja mann, segir að þessi vandamál séu í raun ekki fyrir hendi hérlendis en þó geti komið fyrir að tafir verði í flugi frá Keflavík þegar til dæmis margar þotur eru með áætlaðan brottfarartíma á sömu mínút- unni. „Ef tíu vélar eiga að fara í loftið á sömu mínútu er vitanlega ljóst að aðeins ein þeirra fer á réttum tíma, hinum níu mun seinka, og það er ekki síst þetta atriði sem gerist víða á erlendum flugvöllum þar sem mörg flugfé- lög skipuleggja brottför á sömu mínútu," segir Loftur. Flugfélög sýni ábyrg og upp- byggjandi vinnubrögð Alþjóðafélagið hvetur til þess að allir aðilar í flugi taki á sig ábyrgð vegna seinkana í flugi og beinir hvatningu sinni ákveðið til forráðamanna flugfélaga. Eru þeir hvattir til að láta af því að ein- blína á hagkvæmni og samkeppn- isstöðu og einbeita sér að því sem Alþjóða flugmálastofnunin, ICAO, hefur á stefnuskrá sinni, flugör- yggi. „Það er kominn tími til þess að flugfélögin láti af óviðeigandi árásum sínum á flugumferðar- stjórnina og sýni af sér uppbyggj- andi vinnubrögð og ábyrgð," segir Samuel Lampkin. Hann segir að flugfélög kenni flugumferðar- stjórn um of um seinkanir þegar þær í raun stafi af áætlun flugfé- laganna sjálfra, aukinni ferðatíðni í fluginu, lélegu stjómkerfi á flug- völlum, veðri, seinum farþegum og öðrum orsökum sem í raun valdi þessum seinkunum. Segir hann nauðsynlegt að hætta að veita stjórnmálamönnum, farþeg- um og öllum almenningi misvís- andi upplýsingar af þessum toga. Loftur segir það rétt að tafir í fluginu megi sjaldnast rekja til flugumferðarstjóra og kveðst sammála því sem fram kom á fundinum, að þær séu iðulega vegna slæmrar aðstöðu og skipu- lags á flugvöllunum sjálfum. Flug- félög séu í stöðugri keppni um að auka ferðatíðni og öll vilji þau fljúga á sama tíma. Það hafi leitt til mikils álags á ákveðnum tímum sem hafi alltaf tafir í för með sér. Þá segir hann stífari reglur og takmarkanir á ílugi að og frá flug- völlum til að draga úr hávaða einnig hafa kallað fram seinkanir. Þá er bent á það í frétt frá Al- þjóðafélagi flugumferðarstjóra að sífellt aukin flugumferð og ferða- tíðni muni hafa slæm áhrif á um- hverfið. Jafnréttislög brot- in við ráðningu að- stoðarskólastj óra JAFNRÉTTISLÖG voru brotin við ráðningu í stöðu aðstoðar- skólastjóra Grunnskólans á Blönduósi í maí á síðasta ári. Þetta er niðurstaða kærunefnd- ar jafnréttismála. Málsatvik eru þau að auglýst var laust til umsóknar starf að- stoðarskólastjóra við Grunn- skólann á Blönduósi í apríl í fyrra. í auglýsingu í Morgun- blaðinu komu hvorki fram hæfn- iskröfur né lýsing á starfi að- stoðarskólastjóra, en tiltekið var að skólastjóri veitti nánari upp- lýsingar. Umsækjendur um stöðuna voru fjórir, tvær konur og tveir karlar. Báðar konurnar og annar karlinn voru starfandi kennarar við grunnskólann. Á fundi skólanefndar Blöndu- óssbæjar var maðurinn ráðinn að tillögu skólastjóra. Fundar- gerð skólanefndar var svo sam- þykkt af bæjarstjórn 1. júní 1999 sl. Ráðningin var svo sér- staklega á dagskrá bæjarstjórn- ar á fundi 15. júní þar sem hún var samþykkt með öllum at- kvæðum nema einu. Einn bæj- arfulltrúi sat hjá og lét bóka að með ráðningunni væri brotinn réttur á umsækjendum sem hlytu að teljast hæfari vegna lengri starfsaldurs og/eða meiri menntunar auk þess að jafnrétt- islög væru brotin. I áliti jafnréttisnefndar segir að ekki verði séð að bæjarstjórn Blönduóss hafi lagt mat á hvernig umsækjendur uppfylltu þau skilyrði sem tilgreind séu í lögum og að enginn samanburð- ur hafi verið gerður á hæfni þeirra. Hið sama eigi við um skólanefnd sem samkvæmt grunnskólalögum sé skólastjóra til ráðgjafar um málefni skól- ans. Loks kemur fram að þegar tekið sé mið af þeim atriðum sem samkvæmt lögum skuli leggja til grundvallar mati á hæfi umsækjenda og þar sem ekki hafi komið fram nein sér- stök málefnaleg sjónarmið sem leitt geti til annarrar niður- stöðu, sé það niðurstaða kæru- nefndar jafnréttismála að telja verði kæranda hæfari til að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra en þann sem ráðinn hafi verið. Beinir nefndin þeim tilmælum til bæjarstjórnar að viðunandi lausn verði fundin á málinu sem kærandi geti sætt sig við. Veitingastaðurinn Sommelier opnaður við Hverfísgötu Boðið upp á 2.000 vín- tegundir á vínlistanum Morgunblaðið/Kristinn Þorleifur Sigurbjörnsson, Haraldur Halldúrsson og Vignir Már Þor- múðsson voru siðdegis í gær að undirbúa opnun Sommelier. VEITINGASTAÐURINN Sommel- ier var opnaður á Hveríisgötu 46 í gær. Auk þess að bjóða upp á mat verður á staðnum mun meiri áhersla lögð á borðvín en hingað til hefur tíðkast á íslenskum veitingastöðum. Alls verða fáanleg 2.000 víntegundir á Sommelier en til þessa hefur ís- lenskur veitingastaður mest boðið upp á á fjórða hundrað víntegunda. Eru vínin geymd í sérhannaðri hitastýrðri víngeymslu í hjarta stað- arins en þar verður einnig smökkun- araðstaða fyrir 15 manns og er ætl- unin að halda þar námskeið og fyrirlestra. í víngeymslunni er stöð- ugt hitastig, 12°C, en einnig verða sérstakir kæliskápar með stillanleg- an hita fyrir vín sem þarf kaldara eða jafnvel heitara loft. Sommelier- Brasserie dregur nafn sitt af franska orðinu „sommelier" sem merkir vín- þjónn eða sá sem veitir ráðgjöf um samsetningu víns og matar. Framkvæmdastjóri Sommelier er Haraldur Halldórsson, Þorleifur Sigurbjörnsson er yfirvínþjónn, Al- freð Ómar Alfreðsson, matreiðslum- eistari og stjórnarformaður, er Vign- ir Már Þormóðsson veitingamaður. Haraldur var áður veitingastjóri á Hótel Holti og hefur lengi haft mik- inn áhuga á vínum. Árið 1997 sigraði hann í keppninni Vínþjónn ársins og hefur frá stofnun verið forseti Sam- taka íslenskra vínþjóna. Einnig hef- ur hann tekið virkan þátt í alþjóða- samtökum vínþjóna og er viðurkenndur alþjóðlegur dómari í vínkeppni. Haraldur segir að opnun veitingastaðarins hafi verið gamall draumur þótt hugmyndin um endan- lega útfærslu hafi ekki farið að mót- ast fyrr en fyrir um tveimur árum. Matargerð staðarins segir Haraldur vera í þeim nútímalega stíl, sem nú sé vinsæll í Evrópu. Byggt sé á hin- um sígilda evrópska grunni en ekki hikað við að tína til hráefni og að- ferðir úr öðrum heimshlutum. Hann óttast ekki að opna veitinga- stað á Hverfisgötu þótt flestir veit- ingastaðir séu á öðrum slóðum í mið- bænum: „Það er nú víða svo að bestu staðirnir eru á erfiðustu stöðunum.“ Sommelier hefur opnað heimasíðu og er slóðin www.sommelier.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.