Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 19

Morgunblaðið - 18.03.2000, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 19 LANDIÐ Leikskólinn í Aðaldal er fullfrágenginn. Börnin eru ánægð í nýja leikskólanum. Nýr leikskóli í Aðaldal Laxamýri - Nýtt hús fyrir leikskóla í Aðaldal er nú fullfrágengið og hef- ur aðstaða fyrir börn á leikskóla- aldri verið mjög bætt frá því sem áður var. Nýbyggingin tekur um tuttugu börn í dagvistun og hefur leikskól- inn verið fuliskipaður í vetur. Mikið er til af leikföngum og öðru því sem börn þarfnast og vinnuaðstaða með barnahúsgögnum gefur mikla möguleika til föndurs og teikni- vinnu. Húsið hefur verið girt af og gefst kostur á að leika sér í ieik- tækjum úti við þegar svo viðrar, auk þess fá börnin að fara í íþrótta- salinn við Hafralækjarskóla til þess að hreyfa sig. Þá heimsækir tónlistarkennarinn krakkana og er þá spilað og sungið þannig að margt er sér til gamans gert í leik og námi. Maraþon- fótbolti Vestmannaeyjum-Unglingar úr 10. bekk Hamarsskóla í Vestmannaeyj- um spiluðu maraþonfótbolta í Týs- heimilinu aðfai-anótt öskudags frá kl. 23 til 11 að morgni. Krakkamir eru að safna í ferðasjóð og höfðu gengið í hús og safnað áheitum. Er ljósmyndari og tíðindamaður Morgunblaðsins mættu rétt fyrir kl. 11 var hópurínn orðinn nokkuð framlágur og ánægjan af knattspymunni fokin út í veður og vind en sæng og þeim efst í huga. Þau gáfu sér þó tíma til hópmyndatöku áður en hlaupið var heim á vit drauma um skemmtilegt skólaferðalag. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Morgunverðarfundur um samstarf sveitarfélaga á Snæfellsnesi Mörg verkefni framundan hjá Efl- ingu Stykkishólms Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Nýkjörin stjórn Eflingar Stykkishólms á sínum fyrsta fundi ásamt framkvæmdastjóra félagsins, Jóhönnu Guðmundsdóttur. Stykkishólmi - Efl- ing Stykkishólms er félag atvinnulífs í Stykkishólmi og var stofnað árið 1995. Að- alfundur félagsins var haldinn fyrir skömmu. I skýrslu stjómar kom fram að félagið stóð fyrir mörgum verkefnum sem nú era orðin fast- ur liður í starfsem- inni, s.s. rekstri upp- lýsingarmiðstöðvar ferðamála, íjölskyldu- hátíðinni Dönskum dögum, skipulagn- ingu sumartónleika í Stykkishólms- kirkju og sameiginlegum auglýsinga- og kynningamálum. A síðasta ári var tekist á við stærsta verkefnið til þessa sem var atvinnuvegasýning fyrir allt Vesturland sem haldin var í Stykkis- hólmi sl. sumar. Nú er undirbúningur sumartón- leika á sumri komanda langt kominn og verða þeir haldnir í samstarfi við kór Stykkishólmskirkju. Þá verða Danskir dagar á sínum stað, þriðju helgi í ágúst. Verið er að vinna að verkefni með Staðardagskrá 21, Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, sem tengist merkingu gönguleiða, gróðursetningu og útgáfu gönguleiða- korts fyrir Stykkishólm og nágrenni. Stjóm Eflingar skipa nú: Svanborg Siggeirsdóttir formaður, Kristín Benediktsdóttir, Ósk Bergþórsdóttir, Man'a Guðmundsdóttir og Þórður Magnússon. Félagið hefur skrifstofu- og fundaraðstöðu í húsnæði Skipavík- ur hf. og er með framkvæmdastjóra í hálfu starfi sem er Jóhanna Guð- mundsdóttir. Akveðið hefur verið að endurvekja morgunverðafundi, þar sem rædd verða ýmis mál er varða Stykkishólm og íbúa hans. Fyrsti fundurinn verður á Fosshóteli Stykkishólmi föstudag- inn 24. mars kl. 8 og verður þar rætt um samstarf sveitarfélaga á Snæfells- nesi. Frammælandi verður Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri. ' i vmms§m Byrjaðu á % ■ ■mÆÍ kantinum! IBtLlÍÍ - m m f k. 'F', . ■ M.. * \1R; V Æ Pizza, supa o§ salatbar fyrir þr|á á aðeins kr. 2000 é "■ « Hjá Pizza Hut er nú hægt að fá gómsæta veislumaltíð á mjög girnilegu verði. Þú færð pizzu meó gómsætum ostakanti meo tveimur áleggs- tegundum að eigin váli. Þetta er kjörið tækifæri til aó koma og bragda 0 nýja ostafyllta kantmum og gæda sér á súþu og salati með. Allt þettc færdu á aðeins 2000 krónurí Kaupir eina - feerð brauðstangir frítt Kaupir eina - færð aðra frítt Þeir sem panta pizzu í heimsendingu fá frían skammt af brauðstöngum. Athugið að þetta tilboð gildir aðeins innan póstnúmera 101 til 108. Ef þú kaupir pizzu til að taka með heim og stóran skammt af brauðstöngum þá færðu aðra pizzu fritt með. m SPRENGISANDI & HÓTEL ESJU • SÍMI 533 2000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.