Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 25

Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 25 ERLENT Ford kaupir Land Rover af BMW Hugsanlegt að BMW hafi gefið eftir um 220 milljarða kr. með sölunni til Alchemy Dearborn, London. AP, AFP, Reuters. FORD-verksmiðjurnar bandarísku hafa sam- þykkt að kaupa Land Rover af BMW fyrir um 200 milljarða ísl. kr. Forstjóri Alchemy Partners, sem keypti framleiðslu Rover- og MG-bflanna að öðru leyti, tilkynnti í gær, að búast mætti við miklum uppsögnum hjá verksmiðjunum. BMW seldi áhættufjárfestingarfyrirtækinu Alchemy framleiðslu Rover- og MG-bílanna í fyrradag en þá var talið að BMW ætlaði að halda áfram smíði Land Rover og nýja Mini- bflsins en sá rekstur hefur gengið vel. í gær var hins vegar tilkynnt að Ford myndi taka við Land Rover og yrði gengið frá samningum um það síðar á árinu. Með kaupunum bætist Land Rover við lúxusbílaflokkinn hjá Ford, Jaguar, Volvo, Aston Martin og Lincoln. Jac Nasser, aðalframkvæmdastjóri Ford, kvaðst binda miklar vonir við samninginn en salan í Land Rover hefur verið um 160.000 bílar á ári. Eru tvær Land Rover-gerðir seld- ar í Bandaríkjunum, Range Rover og Discov- ery, og stefnt er að því að selja þar hinar tvær gerðirnar einnig, Freelander og Defender. Sagði Nasser að Ford og BMW hefðu átt í viðræðum í nokkrar vikur. „Botnlaus peningahít" Alchemy hefur tekið við smíði Rover- og MG-bílanna að flestu öðru leyti og hefur BMW, samkvæmt heimildum breskra blaða, heitið að verja um 220 milljörðum ísl. kr. til endurskipulagningar fyrirtækisins í formi eft- irgjafar skulda. Telja sérfræðingar, að sú upphæð sé alveg fyrir utan kaupverðið en ekki hefur verið upplýst hvert það er. Telja raunar margh’ að Alchemy hafi ekki greitt neitt fyrir Rover og fyrrnefnd upphæð hafi verið notuð til að greiða fyrir yfirtökunni. BMW sé með öðrum orðum að borga Alchemy fjTÍr að taka við rekstrinum. „Það getur ekki freistað margra að taka við Rover, jafnvel ekki að gjöf, enda er það botn- laus peningahít,“ sagði Christian Breit- AP Frá höfuðstöðvum Land Rover-verksmiðj- anna í Solihull á Englandi. sprecher, sérfræðingur í bílaiðnaðinum hjá Deutsche Bank. BMW skýrði einnig frá því í gær að fyrir- tækið ætlaði að koma með nýja og sportlega gerð af Mini-bflnum vorið 2001, sem smíðaður verður í verksmiðjunni í Oxford, og halda áfram smíði á Rover 75-lúxusbflnum sam- kvæmt samningum við Alchemy. Þá ætlar fyr- irtækið að ljúka við byggingu vélaverksmiðju í Hams Hall og hefja vélaframleiðslu þar. Miklar uppsagnir Jon Moulton, forstjóri Alchemy, sagði í við- tali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær, að búast mætti við miklum uppsögnum hjá Rov- er og hann hefur gefið í skyn að fækkað verði um allt að helming í Longbridge-verksmiðj- unni skammt frá Birmingham. Þar starfa nú 9.000 manns. Segir Moulton að stefnt sé að því að gera fyrirtækið arðbært og jafnvel vaxandi en það verði óhjákvæmilega minna. „Við viljum sjá hagnað af því eftir tvö eða þrjú ár,“ sagði Moulton. Verkalýðsleiðtogar áttu fund í gær með Stephen Byers viðskipta- og iðnaðarráðherra og Tony Blair forsætisráðherra. Sögðu þeir að Blair væri jafn reiður og þeir yfir þróun mála og hefði hann lofað að ríkisstjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði, til að milda áfallið. Minnti Byers á að ríkisstjórnin hefði samið um það við BMW á síðasta ári að koma Rover til hjálpar með rúmlega 17,7 milljörðum ísl. kr. og þá hefði BMW heitið á móti að gera Rover-verksmiðjurnar að fyrir- mynd annarra í bflaiðnaðinum. Sagði Byers að BMW hefði nú gengið á bak orða sinna. Að aka BMW 316 er engu líkt. Þessi tilfinning er afrakstur þrotlausrar vinnu vísindamanna og færustu hönnuða sem hafa náð að tvinna saman vísindi og ástríðu á einstakan hátt. Við bjóðum þér að komast á flug - í BMW 316. BMW 316 kostar frá 2.380.000 kr. Grjótháls 1 sími 575 1210 Engum líkur Spennið beltin fyrir flugtak. * BMW316

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.