Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 33

Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ VIKU M LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 33 Draumur úr þorpi Draumstafir Kristjans Frimanns Enginn sUtur þau bönd, sem hann er bundinn átthögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu, er þú leggur af stað út í heiminn en þorpið fer með þér alla leið. Jón úr Vör. Ég er fæddur á Patreksfirði og þegar ég var sex ára fékk ég Grimms ævintýri í jólagjöf. Þessi gjöf breytti lífi mínu, áður hafði það verið sjórinn og fiskurinn sem réð öllum mínum gjörðum en nú birtist skyndilega ævintýrið í allri sinni dýrð. Ekki þar íýrir, ég hafði heyrt íslensk ævintýri og lif- að mig virkilega inn í þau, nei það voru myndirnar í bókunum fimm sem heilluðu mig gjörsamlega. Myndir við frábær ævintýri og svo stórkostlega gerðar að ég greip andann á lofti, ég trúði varla mín- um eigin augum, er þetta virki- lega til? Er þetta virkilega hægt? Hvaðan koma þessar flottu mynd- ir? Ég gleymdi mér í kvennabúri soldánsins og týndi mér í gull- geymslu Griffins þar sem gullnir gripir eftir dverghaga smiði lágu á víð og dreif. Eða þá í Svartaskógi þar sem aðsópsmiklir ræningjar fóru stórum eða dýr sem töluðu mannamál og frelsuðu fagrar meyjar úr ánauð. A jólanóttina dreymdi mig að ég kastaði mér fram af klettunum við Strandgöt- una og sveif eins og dúnhnoðri í sælu yfir sæinn, klettana og þorp- ið uns ég lenti á þakinu heima og skreið varlega niður hrjúfan stein- vegginn að eldhúsglugganum örv- inglaður af hamingju, smeygði mér hljóðlega inn um gluggann til að vekja ekki foreldra mína og skaust inn í herbergið mitt. Þegar ég hafði lokað dyrunum ofurvar- lega brá ég af mér klofstígvélun- um sem Jón skóari hafði soðið upp úr gömlum venjulegum og bfls- löngu fyrir sjósóknina, lagði þau varlega á gólfið en þá sentust út úr þeim litlir spriklandi kolar og skelltu uggunum með damphljóði í gólfið. Ég greip þá fjóra eða fimm, stakk þeim í gamlan ullarvettling og flýtti mér undir sængina þar sem Grímsbræður biðu mín á koddanum með ævintýrið um handalausu stúlkuna. Ég hrökk upp við það að mamma kallaði: Kiddi, Kiddi, ætlarðu ekki á fæt- ur, það eni komin jól! Draumar „Þórunnar Hyrnu“ Dreymt ’92. Mig dreymir að ég er nauðug að gifta mig (ég þekki ekki strák- inn en það hefur aldrei verið neitt á milli okkar) það er allt hvítt, föt- in - Kristján, bfllinn og loks her- bergið og allt sem í þvi var. Það eina sem ekki var hvítt voru gift- ingarhringarnir, þeir voru úr tré og sé ég þá þannig að hendur okk- ar liggja saman í lok draumsins. Dreymt ’99. Fjrrri. Ég horfi á fólk tala saman á homi tveggja gatna og meðfram götunum er síki sem eru frostlögð. Á einu síkinu stendur lítið barn, sem í þann mund er ég ætla að bjarga því, fellur niður um ísinn og drukknar. Það næsta sem ég man er að systir mín dettur ofan í skurð (ekki frosinn) sem er með mjög háa bakka og hún kemst ekki upp úr og ég horfi bara á hana síga hægt of- an í og drukkna. Seinni. Ég og stelpa sem ég þekkti þegar ég var yngri er að tala við móður mína á einhverjum stað þar sem allt er fullt af fólki og hún bendir okkur á dyr sem við eigum að fara inn um. Það er niðamyrk- ur þegar ég opna dyrnar en svo er allt í einu allt í kertaljósum og það liggur stigi í hring niður og í hverri tröppu eru kertaljós og blá- ir fuglar. Þessir bláu fuglar eru mjög áberandi, ég græt alla leið niður. Þegar niður er komið er þar allt í kertum og þessir bláu fuglar labba þar um allt. Þar er uppdúkað borð sem ég sest við með barn í fanginu (ekki dóttir mín). Ráðning Fyrsti draumurinn virðist tengjast því skeiði í lífi þínu þegar Kristur og trúin á Guð eru ofar- lega á baugi (ferming) frekar en beinni giftingu eins og ætla mætti. Á þessum tíma virðist þú frábitin skilmála við kristna kirkju en læt- ur þig hafa það, venjunnar vegna. Tréhringarnh' sýnast bending til þín að rækta trú þína þá fari allt vel. Þú lætur þennan draum frá ’92 fylgja með draumunum nú, en þeir gefa einmitt í skyn að þú þurfir mjög á handleiðslu þess sem draumurinn frá ’92 boðar. Draumarnir tveir frá ’99 gefa í skyn að þú sért í andlegum (sál- rænum) þrengingum og sjáir ekki haldbæra útgönguleið. Litla barn- ið í fyrri draumnum ert þú, systir þín speglar þig og frostið lýsir sál- rænu ástandi. Seinni draumurinn lýsir því tilfinningalega svartnætti sem birtist á stundum. En kertin gefa í skyn sterka löngun þína til að breyta ástandinu, sömuleiðis fuglarnir bláu sem túlka sál þína. Uppdúkaða borðið lýsir þáttaskil- um (þú ákveður að dúka líf þitt upp á nýtt) og telpan í fangi þínu við borðið ert þú sjálf. • Þeir lesendur sem vilja fá drauma sfna birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt. heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafír Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins. 1 6.-1 9. MARS Taktu forskot á vorsæluna! Fáðu fallegar vorvörur á frábæru verði, njóttu Ijúfra veitinga og þiggáu góba þjónustu á Kringlukasti. £fcfMUO£ Hemingway á sjúkrabeði. Hann hélt upp á nitján ára afmæli sitt á sjúkrahúsinu. Fyrsta kvikmyndin sem gerð var eftir skáldsögunni Vopnin kvödd er frá árinu 1932, en þar voru Helen Hays og Gary Cooper í aðalhlutverk- um. f kvikmynd sem gerð var árið 1956 voru Jennifer Jones og Rock Hudson í aðalhlutverkum. Fylgstu vel með sérkjörunum! Nokkrar verslanir og þjónustuaðilar veita dag hvern 15% viðbótarafslátt af sérvaldri vöru eða þjónustu ofan á Kringlukastsafsláttinn. í dag koma þessar verslanir þér á óvart: LYF & HEILSA í þakklætisskyni sendi hann honum dagbók Ágnesar frá þeim tíma er hún hjúkraði Hemingway. Það er ævinlega talað um „týnda dagbók" Agnesar sem hefur þá komið í leitirnar. Henry Villard fékk til liðs við sig James Nagel bókmenntafræðing. Þeir grandskoðuðu dagbókina og í sameiningu skrifuðu þeir bókina Hemingway in Love and War. Þar er bókin Vopnin kvödd undirstað- an að viðbættu efni úr dagbókinni. Sonur Henrys Villards, Dimitri, skrifaði síðan kvikmyndahandrit efir bókinni. Hann sýndi Richard Attenbourough handritið, honum leist vel á og í sameiningu gerðu þeir kvikmyndina In Love and War (í ást og ófriði) sem fyrr var nefnd, og gagnrýnanda þótti út- þynntur Hemingway. En voru þau Agnes og Hemin- gway elskendur? Af og frá, sögðu vinir hennar. Útilokað, sögðu Henri Villard og James Nagel, sem kynntu sér vel dagbók Agnesar. En þeir Dimitri Villard og Richard Attenborough voru á öðru máli - þeir töldu þau hafa átt í eldheitu ástarsambandi. Hemingway geymdi bréfin frá Agnesi, eins og áður segir, en bréf- in sem hann skrifaði henni voru ekki lengur til. Italski greifinn, sem Agnes trú- lofaðist, hafði í afbrýðisemi heimt- að að þau yrðu brennd. NÝJAR VÖRUR með sérslökum alslælti 20%-50% tr Upplýsingar i sima 588 7788

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.