Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 72

Morgunblaðið - 18.03.2000, Page 72
72 LAUGARDAGUR 18. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKÓLABÍÓ ★ ★ HASKOLABIO * Hagatorgi, sími 530 1919 Einhver er að komast upp með morð og hver sem gæti orðið næsta fórnarlamb. En hverfið hefur aldrei verið líflegra. Snillingurin Spike Lee með skemmtilega og spennandi mynd. Álfabakka 8, simi 587 8900 oy 587 8905 ★ ★ ★ 1/2 ÓFE Hausverl ★ ★ ★.’ Empirt? BEACH rá leikstjóra „Trainspotting" jennutryllirinn með ieonardo irio sem allir hafa beðið eftir! Hrífandi saga um einstakan vinskap og töfra sem enginn trúði. Ævintýri sem þú gleymir aldrei. uium.'.tt* uHit iiafjit iaii'Jii MT)M, Frá leikstjóra Shawshank Redemption TOM HANKS ★★★ ^ OJ Dylí'jan DENZEL WASHIN^W THE HURRICANE r iWvikmyiulir.ís Green Mll_E [ TlLNEFNINGAR TIL L (^SKARSVERÐLAUNA Denzel Washington tékk Golden Globe verðlaunin lyrir bestan leik og er tilnefndur til Óskarsverðlauna www.samfilm.iswww.bio.is Sigur Rós bar sigur úr bítum í fimm flokkum. Bubbi: hlaut heiðursverðlaunin í ár. Sigur Rós sópaði að sér verðlaunum Sigurvegarar íslensku tónlistarverdlaunanna Eru þau par? Gellar og Prinze léku saman í myndinni „I know what you did last summer". Hér eru þau ásamt leikurunum Jennifer Love Hewitt og Ryan Phiilippe sem einnig fóru með hlutverk í myndinni. NIJNA vitum við hvað Sar- ah Michelle Gellar var að gera, kannski ekki síðasta sumar en í það minnsta undanfarin mánuð. Slá sér upp með hinum unga og ferska leikara Freddie Prinzejr. Þau hafa sést ítrekað saman að undanförnu og því geta slúðurblöðin ekki haldið aftur að sér lengur og vi|ja kalla þau nýjasta parið í Holiywood. í nýjasta hefti tímaritsins People er því að minnsta kosti haldið fram að Gellar og Prinze hafi sést knúsast og kela á veitingastað fyrir skömmu yfir laxasmárétt- um og öðru gúðgæti. Ekki núg með það heldur sagði heimildarmaður blaðsins The Stranger frá því að þau hefðu sést kyssast, faðmast og leiðast hönd í hönd. En Gellar neitaði því staðfastlega í febrúar að hún ætti í ástarsam- bandi við Prinze „Við höfum aldrei verið elskhugar og líkurnar á því að ég léti sjá mig með ástinni minni á einhverri frumsýningu eru litlar, þess vegna fer ég með vinum mín- um, t.d. Prinze,“ sagði hún. ÞAÐ ríkir mikil tilhlökkun meðal tónlistarmanna þegar líða fer að því að hin íslensku tónlistarverðlaun verði veitt ár hvert. Spennunni var síðan aflétt á fimmtudagskvöldið á Grand Hóteli þegar 18 silfruð innri eyru voru veitt fyrir hina ýmsu flokka. Það kom fæstum á óvart að hljómsveitin Sigur Rós vann til flestra verðlauna enda hefur plata hennar Ágætis byrjun selst mjög vel hér heima og sömuleiðis hefur sveitin verið að gera það gott erlendis. Sveitin var tilnefnd til átta verðlauna og í lok kvöldsins stóðu þeir Jón Þór Birgisson, Kjartan Sveinsson, Georg Hólm og Orri Páll Dýrason uppi með fangið fullt af innri eyrum eða alls fimm stykki. Þeir voru valdir hljómsveit ársins, áttu plötu, gítar- leikara, lagahöfund og söngvara ársins. Maus vann til tvennra verðlauna, Daníel Þorsteinsson var valinn trommuleikari ársins og Birgir Örn Steinarsson textahöfundur ársins. Sálin hans Jóns míns vann einnig til tvennra verðlauna, átti lag ársins, Okkar nótt, auk þess sem tónleikar þeirra hinn 12. ágúst 1999 þóttu tónlistarviðburður ársins. Einnig var Ey- þór Gunnarsson með tvennu, var hljómborðsleikari og djassleikari ársins. Selma Björnsdóttir var tilnefnd sem flytjandi árs- ins og vann þann titil, einnig var hún tilnefnd söng- kona ársins en það var Emih'ana Torrini sem tók verðlaunin í þeim flokki. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Samúel J. Samúelsson úr hljómsveitinni Jagúar, blástursleikari ársins, að baki honum standa Birgir Örn Thoroddsen sem afhenti honum verðlaunin. Líf og friður í Hafnarfirði Á björgun- arbáti Guðs BARNA- og unglingakór Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði flytur ásamt hljómsveit söngleikinn Líf og frið- ur eftir Per Harling í dag, laugar- daginn 18. mars, og á morgun, sunnudaginn 19. mars, og hefst sýningin kl. 17 báða dagana. Þeir sem taka þátt í sýingunni eru á aldrinum 8-17 ára og hefur mikið líf og fjör verið á æfingum undan- farið. Söngleikurinn er settur upp í til- efni kristnitökuhátíðar í Hafnar- firði og verður sýndur í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði. Sagan gerist í Örkinni hans Nóa, björgunarbáti Guðs og fjallar á spennandi og æv- intýralegan hátt um líf og vonir Morgunblaðið/Kristinn Börn og unglingar syngja saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. dýranna í örkinni. Tónlistin er létt og skemmtileg og höfðar jafnt til barna, unglinga og fullorðinna. Stjórnandi söngleiksins og barna- kórsins er Sigríður Ása Sigurðar- dóttir tónmenntakennari og stjórn- andi unglingakórsins er Örn Arnarson en hann stjórnar jafn- framt hljómsveitinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.