Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yerkfalli sjómanna aflýst eftir samninga á laugardagskvöld Samkomulag um mönnun leigu- skipa liðkaði fyrir samningum SAMKOMULAG náðist á laugar- dagskvöld í kjaradeilu Sjómannafé- lags Reykjavíkur vegna farmanna á kaupskipum og Samtaka atvinnulífs- ins og var verkfalli sem hófst 1. maí frestað. í gær var unnið að því að koma ferðum skipafélaganna í samt horf, en búist er við að það taki allt að viku að ná réttri áætlun. Samningurinn gildir til 31. desem- ber 2003 og svipar í mörgu til þeirra samninga sem gerðir hafa verið á vinnumarkaðnum að undanfömu. Samkomulag um mönnun leiguskipa mun hafa liðkað fyrir samningum, en að auki náðu farmenn fram kröfu sinni um hundrað þúsund kr. byrj- unarlaun. Ákvæði varðandi bættar trygg- ingar, frídaga, fæði og fatnað Jónas Garðarsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sagði að heiðursmannasamkomulag hefði ur enn óræddur FULLTRÚAR verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hafa setið á fundum undanfarna daga. Enn er eftir að ræða launaþátt nýs kjara- samnings, en nokkuð hefur miðað í ýmsum sérmálum. A fundum aðila undanfama daga var m.a. rætt um gerð sérkjara- samninga við Baug og Kaupás, auk samninga íyrir starfsfólk í gestamót- töku og sölutumum. Hins vegar er búist við að athyglinni verði nú í auknum mæli beint að kjarasamn- ingnum í heild. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, sagði í gær að góður gangur væri í viðræðunum og fljótlega ætti að koma í ljós hvort saman gengi. verið gert varðandi mönnun á er- lendum leiguskipum og líklega mundi áhrifa þess taka að gæta á næstunni. Jónas kvaðst ánægður með samn- inginn, enda hefðu þær kjarabætur náðst fram sem krafist var í upphafi. Ákvæði era í samningnum varðandi bættar tryggingar, frídaga, fæði og fatnað. Að undanteknum taxta- hækkunum, sagði Jónas að samning- urinn væri að flestu leyti svipaður þeim kjarasamningum sem gerðir hefðu verið að undanfömu. Fram eftir laugardeginum bárast misvísandi fréttir af gangi mála í samningaviðræðunum og á tímabili leit út fyrir að upp úr viðræðum slitnaði. Jónas sagði að það væri að miklu leyti Þóri Einarssyni ríkis- sáttasemjara að þakka að samningur væri í höfn; erfiðleikarnir hefðu tengst mönnun leiguskipa og sátta- semjara væri að þakka að lausn GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, vakti at- hygli á því við upphaf þingfundar í gær að Samfylkingin hefði í vetur sent út 16-18 þúsund bréf til kjós- enda á bréfsefni og með póststimph Alþingis. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokksformaður Samfylkingar, sagðist hins vegar tilbúin að verja þessar bréfasendingar ó fundi þing- flokksformanna með forseta Alþing- is. Guðmundur rifjaði upp að Mörður Ámason, núverandi varaþingmaður Samfylkingar, hefði gagnrýnt sig harðlega fyrir kosningar í fyira vegna bréfa sem hann sendi út í febr- úar og mars það ár til íbúa Breið- holtshverfa þar sem íbúarnir voru hefði fundist á þeirri deilu. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að Sjó- mannafélagið hefði lagt mesta áherslu á launaþáttinn í kröfum sín- um og þar lægi því stærsti hluti kostnaðarins. Ari sagði að byrjunarlaun far- manna hækkuðu úr 78 þús. kr. upp í 94 þús. kr. á samningstímanum og að auki kæmi sex þúsund kr. hækk- un gegn ákveðinni hagræðingu. Byrjunarlaunin hækkuðu því í ein- hverjum tilfellum upp í 100 þúsund kr. Að auki nefndi hann að byrjunar- laun viðvanings hækkuðu á samn- ingstímanum úr ríflega 70 þúsund kr. upp í um 80 þúsund kr., en þar væri um að ræða taxta fyrir viðbót- armenn í áhöfn og væri hugsunin að skapa þannig vettvang til að þjálfa uppþyrjendur í starfinu. „Ég tel að náðst hafi að vinna úr boðaðir til fundar með sjálfstæðis- mönnum í Reykjavík. Fundarboðið hefði haft póststimpil Alþingis og hefði upplagið verið 2.505 eintök. Nú hefði Guðmundur hins vegar heimildir íyrir því að Samfylkingin hefði sent út tvö bréf í Reykjanes- kjördæmi undanfarin misseri á bréfs- efni Alþingis, umslegin og merkt Al- þingi. Ónnur sendingin hefði póststimpil Alþingis og heildarapp- lag væri 16-18 þúsund eintök. í bréf- unum væri m.a. ráðist á ríkisstjóm- ina. „Hér er nákvæmlega það sama að gerast og ég var harðlega gagn- rýndur fyrir af félagslegum réttlætis- sinnum Samfylkingarinnar," sagði Guðmundur. „Að liggja svo undir ámæli þessa fólks er með ólíkindum." þessari launakröfu með viðunandi hætti á þessum samningstíma," sagði Ari. Unnið að réttri áætlun í gær var unnið að því að koma áætlun skipa Eimskips í rétt horf. Viðkomu í Kaupmannahöfn og Hels- ingborg verður sleppt í þessari viku til að gera þetta mögulegt. Verkfall stendur enn yfir í Noregi og því verður ekki að sinni um að ræða lest- un í Fredriksstad. Jóhann Þór Jónsson, forstöðu- maður markaðsdeildar millilanda- flutninga, sagði að reynt væri að gera allt til að koma vöram til og frá landinu eins fljótt og kostur er. Hins vegar væri ljóst að þegar til stöðvun- ar á flutningum kæmi með þessum hætti, kæmi það niður á þjónustunni. Til að bæta úr hefði verið farið yfir stöðu mála og línur lagðar um hvern- ig best væri að ná upp réttri áætlun. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lagði orð í belg er hann sagðist einmitt hafa saknað þess í íyrra, þegar Guðmundur Hall- varðsson var gagnrýndur íyrir sið- leysi, að um þessi mál giltu skýrar reglur. Sagði Pétur að menn yrðu að vera samkvæmir sjálfum sér. Davíð Oddsson forsætisráðherra kvaddi sér einnig hljóðs við þessar umræður í gær er hann spurði for- seta hvort það væri raunveralega svo að senda mætti út 18 þúsund bréf á kostnað Alþingis. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sagðist telja að þing- flokkamir hefðu nægilega fjármuni til að kosta bréfasendingar sínai1 í þeim mæli og í þeim tilgangi sem lýst hefði verið. Líst illa á álit dönsku sérfræð- inganna STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segist lítið geta sagt um álit danskra sérfræðinga um að ein flugbraut nægi til að sinna innan- landsflugi um Reykjavíkurflugvöll, þar sem hann hafi enn ekki séð dönsku skýrsluna. Segir hann að sjálfsagt sé að skoða alla kosti, ekki síst ef strax megi spara nokkra milljarða króna ef hægt sé að sleppa tveimur flugbrautum en honum lítist illa á hugmyndina. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir það ekki raunhæfa hugmynd að reka Reykjavíkurflugvöll með einni flugbraut vegna breytilegra vinda á Reykjavíkursvæðinu. Miðstöð innanlandsflugs Sagði hann að hugmyndin hefði komið til umræðu áður en að taka yrði tillit til þess að Reykjavíkur- flugvöllur væri miðstöð innanlands- flugs. 95% allra farþega sem ferð- uðust innanlands færu um völlinn. „Eðli málsins samkvæmt er nauð- synlegt að sá flugvöllur, sem er miðstöð samgöngukerfisins, sé með hærri nýtingu en nokkur annar flugvöllur í samgöngunetinu," sagði hann. „Það má helst ekki gerast, að aðalflugvöllurinn lokist vegna veð- uraðstæðna þó slíkt geti alltaf gerst. Það er staðreynd að flugvell- ir úti á landi eru margir hverjir með mjög hátt nýtingarhlutfall og er athyglisvert að á undanförnum árum hafa komið ár, þar sem ekk- ert áætlunarflug til Sauðárkróks hefur fallið niður vegna veðurs þar. Aðrir flugvellir, t.d. á Akureyri og á Egilsstöðum, eru einnig með mjög hátt nýtingarhlutfall. Annað er að menn hafa spurt hvort ekki sé nóg að hafa eina braut í Reykja- vík úr því það er ein á Akureyri og á Egilsstöðum, en það sem skiptir gífurlegu máli er að vindar á þess- um stöðum mótast af fjöllunum og dölunum. Aðstæður eru því t.d. allt aðrar á Akureyri en í Reykjavík." -----------*-++------ Nýbreytni í kennara- menntun í KHI Meiri sér- hæfing KENNARANEMUM sem hefja nám við Kennaraháskóla íslands í haust gefst kostur á að taka 25 ein- ingar í bóklegum greinum líkt og verið hefur í list- eða verklegum greinum í skólanum. Háskólaráð KHÍ hefur samþykkt þetta með nýju skipulagi grunnskóladeildar- innar. Áður tóku nemendur í bók- námsgreinum 12,5 einingar á tveimur sviðum. Kennaranemar munu nú einnig geta sérhæft sig í kennslu yngri barna og kennslu eldri barna. ígildi fjórða árs kennaramenntunar í KHÍ verður viðbótarnám með fjarnámssniði. ■ Breytt kennaranám/38 Bráðum kemur betri tíð... GÖTUR borgarinnar og nágranna- bæjarfélaga komu óvenjulega illa undan vetri að þessu sinni og því eru það mörg verkin sem bíða bæj- arstarfsmanna á næstunni. Huga þarf að malbiksviðgerðum þótt ekki viðri sem best. Þessir heiðurs- menn, sem voru að störfum í Kópa- vogi í gær, bíða þess eflaust óþreyjufullir að hægt verði að skiija regnfötin eftir heima þegar haldið er til vinnu. ♦ ♦ ♦ Viðræður SA og versiunarmanna Launaþátt- Malbiksviðgerðir á Urðarbraut í Kópavogi. Morgunblaðið/Ómar 18 þúsund bréf frá Alþingi Sérblöð í dag mmmmi Heimili Á ÞRIÐJUDÖGUM rnsmmm Ingibergur hlaut grettisbeltið fimmta árið í röð/B2 Grindavík og Valur mætast I úrslitum deildarbikarsins/B3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.