Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nú get ég NÝSKÖPUN og ný atvinnutækifæri - þetta eru orð sem falla ekki vel að íslensku samfé- lagi. Það virðist vera af- ar erfitt fyrir marga að sjá hvað þarf til að koma af stað nýjum fyr- irtækjum eða atvinnu- tækifærum. Það er nú þannig að ekki er öllum gefið að hafa þá fram- sýni og þor að koma með nýjar hugmyndir ^oð atvinnutækifærum. En að minnsta kosti þegar frumkvöðlamir eru búnir að basla ein- hverju af stað og gera að fyrirtæki þá koma gammamir og segja „nú get ég“! Við skulum helst sparka þessum jeppum sem byrjuðu og helst ekki greiða þeim neitt eða sem allra minnst, það gerum við með því að bera út illt orð um þá eða jafn- vel saka þá um þjófnað eða fjárdrátt. Einnig getum við sagt að þeir hafi ekki gert neitt til að koma af stað fyr- irtækinu og bara klórað sér og verið í forstjóraleik, nú eða setið á hinum og þess- um stöðum í kaffi og spjalli. Þeir dubba síðan upp einhverja, og segja þeim sem koma til með að fjárfesta og gerast hluthafar að þarna séu þeir með frumkvöðla eða þá sem vom í upp- byggingunni. Síðan taka þeir stjórnina í sín- ar hendur. Þetta er hið viðtekna ferli á íslandi, en hvað gerist? Þegar búið er að hrekja frum- kvöðlana á brott fer öll þekking út með þeim. Jú, það voru þeir sem voru vaknir og sofnir yfir verkefninu frá fyrsta degi, jafnvel í nokkur ár, áður en nokkuð var farið að framkvæma eða að þeir þyrðu að segja nokkrum frá. Eins og ég hef alltaf sagt er kom- inn tími til að fjárfestar og frum- kvöðlar fari að virða hvorir aðra og vinna saman, það þarf jú báða aðilatil í „geimið“. Ragnar Sigurðsson Atvinnutækifæri Það er ekki öllum gefíð að hafa framsýni og þor, segir Ragnar Signrðs- son, til að koma með nýjar hugmyndir að at- vinnutækifærum. Af hveiju halda menn að við höfum misst svo margar hugmyndir úr landi og jafnvel hugmyndasmiðina með? Það hefur alltaf verið sagt að það sé enga aðstoð að fá frá því opinbera með styrkjum eða lánum. Til hvers þarf alltaf að vera að seilast í vasa ríkissjóðs, er ekki alveg eins gott að frumkvöðlar og fjárfestar fari að vinna saman? Frumkvöðlar, ekki líta á fjárfesta sem einhverjar grýlur sem hirða allt af ykkur, reynið frekar að fá þá til samstarfs. Þið þurfið á peningunum og reynslu þeirra að halda, þeir vita hvar fjármagnið er og hvemig á að gera sem mest úr því, en jafnframt vilja þeir fá góða ávöxtun, ekki kannski skyndigróða á einni nóttu heldur sanngjama ávöxtun. Það þurfa jú allir að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þeir geta líka skapað þá að- stöðu sem þið þurfið, frumkvöðlar eiga að vinna að hugmyndinni og verkefninu, ekki vera með áhyggjur af peningamálum, þetta tvennt getur aldrei farið saman. Fjárfestar, þið verðið að virða frumkvöðulinn, hann er nú einu sinni þannig að vera svolítill sérvitringur og ekki alltaf að hugsa um þetta ver- aldarvafstur, af hverju? Hann er jú alltaf að hugsa um hugmyndina og hvernig megi gera betur. Þið skuluð ekki reyna að fara í hans skó, það á ekki við ykkur. Nú hef ég fjallað um fjárfesta og frumkvöðla. Það falla þó ekki allir undir þessa tvo hópa, aðrir eru „gammamir“, þeir sem halda að þeir geti verið í öllu og geti allt. Oft era þetta aðilar sem eiga tiltölulega lítið hlutafé en reyna þó að koma sér í stjórn og ná völdum. Þeir reyna yfir- leitt að koma sínum nánustu að og þá helst í stjómunarstöður. Sjálfir reyna þeir að komast í sem valda- mest embætti eða stöður einhvers staðar þar sem hægt er að komast í sem flest ferðalög eða í flestar veislur þar sem hægt er að láta sem mest á sér bera og blaðra um eigin getu og hæfni. Þessir menn valta yfir frum- kvöðulinn og fjárfestinn og, það sem verst er, þeir bera illt orð á milli frumkvöðla og fjárfesta, þannig að allt logi í illdeilum. Helst að hafa það á þann veg að þeir séu númer eitt og fyrir rest stjórni þeir öllu. Alltaf ala þeir á ósættinu, það heldur þeim gangandi, en að lokum fer annað- hvort framkvöðullinn eða fjárfestir- inn út. Oftar er það framkvöðullinn, en þá eram við aftur komin að fyrir orðum mínum: einhver er dubbaður upp í staðinn fyrir framkvöðulinn. Og hvar er fyrirtækið þá? A núll- punkti, og ekkert gengur, allt fer í þrot og vitleysu, „gammarnir" búnfr að fá sínar ferðir og auglýsingu og allir muna eftir þeim út af öllu blaðr- inu. Framkvöðullinn er í fýlu út í fjár- festinn af því hann stal af honum íyr- irtækinu en fjárfestirinn í fýlu út í framkvöðulinn af því hann er óalandi og óferjandi sérviskupúki. En hvoragur gat séð hvað var raunveralega í gangi. Nú má vel vera að sumum þyki ég taka stórt upp í mig, en þessi saga á sér stoð í raunveraleikanum. Þeir taka það þá tU sín sem eiga, aðrir líta á þessa grein sem fróðleik. Höfundur er framkvæmdastjóri og varaformaður atvinnumálanefndar Hafnarfjarðar. •x.::: 1 R A Ð A U G LÝ S 1 ISI G A R TIL SÖLU Pallanet Þrælsterk og meðfærileg. Hentug í skjólgirðingar. Rúllur 3x50 m og 2x50 m. Verð á fm 99,50 m. vsk. HELLAS, Suðurlandsbraut 22, s. 551 5328,568 8988, 852 1570, 892 1570. Svalalokanir Lumon svalalokanir úr hertu gleri og áli. Engir póstar sem spilla útsýni — 100% opnun. Formaco ehf., sími 577 2050. FUNOIR/ MANNFAGNAÐUR Skíðadeild KR Aðalfundur og uppskeruhátíð Skíðadeildar KR verður hald- in þriðjudaginn 16. maí nk. í Frostaskjóli. Uppskeruhátíð hefst kl. 19.00 og aðalfundur kl. 20.00 og er dagskrá hans samkvæmt lögum félagsins. Nánar á heimasíðu www.kr.is/skidi. Stjórnin. 50 armstólar til sölu Tilvaldir í fundarsal eða veitingasal. Upplýsingar í síma 862 3425. Rauði kross Isfands Hafnarfjaröardeild Aðalfundur Hafnarfjarðardeildar Rauða kross íslands verður haldinn í húsnæði deildarinnar í Bæjarhrauni 2 miðvikudaginn 17. maí kl. 17.15. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. " i s 1 FULLKOMINN BUNAÐUR FYRIR LJÓSMYNDAVINNSLU TIL SÖLU Góðar og afkastamiklar vélar til litmyndavinnslu fyrir atvinnuljósmyndara: Durst Optimo CL 4x5" stækkari (sjálfvirkur fókus, lýsingartími o.fl.) með 3 linsum: 50, 80 og 150 mm í fatningu. Rollma 50x75 S sjálfvirkt rúllupappirsborð með tengingu við stækkarann. Chris & Stan rúllupappírsborð fyrir 30 sm pappír. Durst ACS 501 litmyndaprentari fyrir allt að 20 cm pappírsbreidd og format allt að 20x27 sm. Ljósþétt rúllupappírsgeymsla/hnífur fyrir pappírsbreidd að 132 sm. Hope RA4 4429V litpappírsframköllunarvél fyrir pappírsbreidd allt að 105 sm. Sjálfvirkur pappirsskurðarhnífur fyrir rúllupappír upp að 51 sm. Efnisblöndunarvél fyrir 50 lítra. Upplýsingar eru veittar i símum 892 1012 og 864 6455 : ;§V genJs rtmtA úéM€AíO&/A /SLANOOAUM HA Til væntanlegra frambjóðenda í forseta- kosningum 24. júní 2000 Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis kemur sam- an til fundar á skrifstofu sýslumannsins í Hafn- arfirði, Bæjarhrauni 18,3. hæð, fimmtudaginn 18. maí 2000, kl. 15.30, til að gefa vottorð um meðmælendur forsetaframboða, skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 umframboð og kjörtil forseta íslands. Skila má listunum á fundinum eða senda þá til undirritaðrar. Hafnarfirði, 8. maí 2000. F.h. yfirkjörstjórnar Reykjaneskjördæmis, Sigríður Jósefsdóttir, Hraunbrún 38, Hafnarfirði. Efling - stéttarfélag Félagsfundur Félagsfundur verður haldinn í Eflingu-stéttar- félagi miðvikudaginn 10. maí nk. Fundurinn verður haldinn í Kiwanishúsinu við Engjateig og hefst kl. 20.00. Fundarefni: 1. Lagabreytingar 2. Breytingar á reglugerðum sjóða félagsins. 3. Önnur mál. Félagar: Mætum vel og stundvíslega! Stjórnin. FÉLA6SLÍF I.O.O.F. Rb. 1 - 149597-Lf.* DULSPEKI Skyggnilýsingafundur Margrét Hafsteinsdóttir miðill verður með skyggnilýsinga- fund á Sogavegi 108, Rvík, 2. hæð -X (fyrir ofan Garðs- apótek) fimmtu- dagskvöldiö 11. | maí kl. 20.30. Húsið opnað kl. 20. Miðaverð kr. 1.200. KENNSLA FULLORÐINSFRÆÐSLAN. SCHOOL OF ICELANDIC, GERÐUBERGI 1, 3. hæð, R. f-f@islandia.is-www.peace.is/ f-f 1) ÍSLENSKA F. ÚTLEND- INGA/ICELANDIC: Morgunn: 4-vikna námskeið 9—11:45; hefj- ast 22. maí, 19. júní, 17. júlí, 14. ág. og 18. sept. Kvöld: 5 vikur x þri./fim./fös. 18:30—19.50, hefst 22. maí. 2) TÖLVUGRUNNUR: Nám- skeið hefjast 22. maí og 26. júní: 5 vikur x þri./fim. 20—21:50. Kr. 21.800. 3) FRAMHALDSSKÓLAR og FORNÁM: Námsaðstod: STÆ, EÐL, ÞÝS, ENS, FRA o.fl. 4) FRUMGREINA- og HÁ- SKÓLASTIG: Námsaðstoð: Tf/HÍ: STÆ/EÐL. Skráning í síma 557 1155.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.