Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 3 7 „Brot“ MYJVDLIST Listasafn ASÍ LÁGMYNDIR GUÐJÓN KETILSSON Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 14. maí. Aðgangur 300 krónur MENN fara ýmsar krókaleiðir í skúlptúr samtímans, og meðal þess sem telst fullgilt á póstmódemiskum tímum er afturhvarf til fortíðar. Nefna þetta gjarnan nýjar og ferskar hugmyndir á gömlum grunni, eða svo við grípum til nærtækari líkingar, nýtt vín á gömlum belgjum. Þessu er hvort tveggja slegið upp af listrýnum heimsblaðanna sem fulltrúum hátísk- unnar, og vel að merkja var hér um náin tengsl að ræða alla síðustu öld, og einstaka módemistar miklir áhrifavaldar í tízkuheiminum, eins og til að mynda Sophie Taeuber Arp, sem hafði sömuleiðis dijúg áhrif á eiginmann sinn Hans (Jean) Arp og hollenska málarann Theo van Does- burg. Dadaisminn hristi upp í hlutun- um og opnaði leiðir til margra átta. Ekki má gleyma. Soniu Delaunay- Terk sem á tímabili var vel virk í tískuheiminum, jafnt hvað efni í flík- ur snerti, hönnun þeirra og skreyti og gætir áhrifa þessa fólks enn í há- tískunni, Haute Coture, kannski aldrei meir en á síðustu ámm. Sonia var ásamt eiginmanni sínum Robert Delaunay með í að skapa Orphis- mann, nokkurs konar rafmagnað prismamálverk, og er innbyrðis sam- vinna þessa listafólks rómuð. Til gamans má geta þess, að listspíran úkmeska kom frá Pétursborg til Karlsruhe 1904, og féll þar fyrir lita- meðferðinni í málverkum van Gogh og Gauguin, sem urðu fyrirmyndir hennar næstu árin. Til Parísar hélt hún svo 1906, og er hún einn góðan veðurdag einhverntíma á árinu 1909 rakst á málarann Robert Delaunay í hinu þekkta listhúsi Wilhelms Uhde, sem hún hafði gifst nokkru áður, sá hún örlög sín ráðin, skildi við Uhde og handsamaði Robert! Bæði þessi listahjón sanna áþreifanlega, að lista- fólk getur unnið saman og haft farsæl áhrif á sköpunarferlið í list hvort ann- ars og það til stórra afreka, þurfa ekki að vinna hvert í sínu homi sem þó er sýnu algengara. - Má vera alveg rétt ályktað hjá T.S.Eliot um samspil fortíðar og samtíðar í framsækinni listsköpun, að þegar ný list lítur dagsins ljós hef- ur það áhrif á alla list sem sköpuð var á undan henni, svo sem fram kom í athyglisverðu viðtali Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur við Guðjón Ketilsson í Lesbók. Undarlegt hvað þetta hefur vafist fyrir mönnum, heilaþvegnum og blinduðum af díalektískri sögu- skoðun marxista, sem vilja rífa allt niður úr fortíðinni, hún af hinu illa, og sér helst stað í listum er svo er komið. Verið að hversdagsgera og ganga frá listinni eins og kóngafólkinu og aðlin- um forðum, en ryðja óafvitandi nýrri, til muna einsýnni og harðsnúnari yf- irstétt braut. Alit þetta og fleira kom upp í hug- ann við skoðun verka Guðjóns, sem hann nefnir Brot, og lýsir sér í því ferli að yfirfæra verk málara barr- okktímabilsins í áþreifanlegt rúmtak. Gera það með skurði miðalda hvers helstir meistarar voru Lorenzo Ghi- berti og Fillippo Brunelleschi, einnig víðfrægur húsameistari og verkfræð- ingur. Þessi mótunarlega árátta Guð- jóns hefur skipað honum á bekk með Sigurjóni Ólafssyni um formrænt næmi, sem glögglega kemur fram í frumlegum hausaskúlptúrum beggja. Þessi tilfinning varð mikið til eftir í núskúlptúr og hrárri hug- myndafræði undangenginna ára- tuga, þótti úrelt en hvarf raunar aldrei frekar en fígúran á sínum tíma, og er nú að koma aftur. Þannig séð er Guðjón í takt við nýja tíma bæði í handverki og hugmyndafræði og þessi brotabrot hans afar verðmætt innlegg í þróun íslenzkrar skúlptúr- listar og samræðunnar um leið. GRYFJA MYNDVERK GRETAR REYNISSON Til skamms tíma var Gretar Reyn- isson skilgreindur sem málari, en nú nálgast hann hröðum skrefum hið hreint hugmyndafræðilega. Ekki svo að skilja að málverk hans væru ekki einnig hugmyndafræðilegs eðlis, jafnvel sagnfræðilegs, var hér undir nokki-um áhrifum frá Anselm Kiefer, sem aftur sótti myndefni sín ekki svo lítið til fortíðarinnar og þýskrar sögu. Gretar var þar minna með á nótunum en hefði allt eins getað yfirfært þann þátt á heimaslóðir, af nógu að taka, fornsögurnar og handritin til að mynda. Oft hefur mér fundist blý- verk Kiefers af bókum og bókahillum hafa yfir sér íslenzkt svipmót og ekki síður flugvélarnar, í mjög Ijósu minni er stór og myndrænn flugvélahrauk- ur sem var staðsettur við Skúlagöt- una í stríðslok, og hefði að ósekju mátt standa að hluta til áfram sem minnismerki um hemámsárin. Kief- er sækir annars einnig mikið í ljós norðurslóða og því eðlilegt að staðar- menn dragi dám af verkum hans. Gretar nefnir myndverk sín, sem samanstanda af 12 krossviðarplötum, sem raðað er hlið við hlið á norður- vegg og jafn margar litlar kaffidag- bækur sem raðað er í lítinn trékassa festan upp á miðjan austurvegg; tímaskúlptúr. Skrásetningu tímans, og er meira huglægs eðlis en sýni- legs, minnir ekki svo lítið á ýmislegt sem gert var í upphafi hugmynda- fræðilegu listarinnar á áttunda ára- tugnum, nema menn skynja að hér er sjóaður málari og hönnuður að verki. Auðvitað fullgilt að leita á þau mið sem önnur úr fortíð á tíma póstmód- emismans. Gretar gengur einnig út frá því að efnið sem hann vinnur í hafi ekkert fegurðargildi, en einfaldleiki efnisins þau áhrif að þetta verði fal- legt. Það að hafa gert hlutinn finnst honum fallegt, ekki endilega hlutur- inn sjálfur. I þessari yfirlýsingu felst ekki svo lítið af listheimspeki dagsins og mætti verða ýmsum sem sækja sýningar til umhugsunar. Á mig virk- aði litli kassinn með dagbókunum sem fullgild og forvitnileg innsetning, en hins vegar koma blýverkin ekki eins vel til skila á staðnum, gryfjan afar erfitt sýningarými. Þessar pæl- Tveir kórar í S ellj arnarneskirkj u LANDSBANKAKÓRINN heldur söngskemmtun í Seltjarnameskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Á efnisskránni em verk eftir R. Vaughan Williams, Þorkel Sigur- bjömsson, Johann Sebastian Bach, Jón á Fomasetri (John of Fornsete) og Evert Taube. Að auki flytur kór- inn nokkur þjóðlög frá Bretlandseyj- um. Einnig er á dagskrá kórsins Is- lenskir söngdansar (1994), en það em íslensk þjóðlög og söngvar við þjóð- vísur og fomkvæði, raddsettir og frumsamdir af Jóni Ásgeirssyni. I þessu verki nýtur kórinn fulltingis samkórs Rarik, en báðir kórarnir leggja fram samanlagða krafta sína í þessu verki. Kór Rarik skemmtir einnig áheyrendum upp á sitt ein- dæmi. Einsöngvarar á tónleikunum era Kristín Erna Blöndal og Guðlaugur Viktorsson. Með kórunum koma fram Pavel Smid, sem leikur á píanó, Eyjólfur Eyjólfsson flautuleikaii og Pétur Valgarð Pétursson gítarleikari. Stjómandi Landsbankakórsins er Guðlaugur Viktorsson. Stjórnandi kórs Rarik er Violetta Smid. Aðgangseyrir er 500 kr. Morgunblaðið/Jim Smart „Kaffidagbók" eins mánaðar síðasta árs. Morgunblaðið/Sigfús Pétursson Lágmynd af möttli Maríu úr málverki Velasques. ingar um tímann era mjög heim- spekilegs eðlis, og hér er spursmálið hvort heimspekin ein og sér geti ekki einnig átt sér fagurfræðilegar for- sendur, hin andlega meðvitund og tíminn um leið. Bragi Ásgeirsson Sparadu 30-60% í rafhitunarkostnaði O I L O N I) O N PÖNTUNARSÍMI 565 3900 OPIÐ KL. 9.00 TIL 22.00 Oliufylltu WÖSAB rafmagnsofnarnir Ef valdir eru olíufylltir WÖSAB ofnar geta lækkað hitakostnað um allt að með convektor og rafeindastýrðri 30% ef miðað er við venjulega raf- hitastillingu getur sparnaðurinn magnsofna. numið allt að 60%. Reiknaðu út hvað þetta þýðir fyrir þig! Margar stærðir og gerðir. Áralöng frábær reynsla. Einar Farestveit & Co. hff. Borgartúni 28 - Sími 562 2901 og 562 2900 Ársfundur Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 2000 verður haldinn miðvikudaginn 17. maí 2000 kl: 17:00 í Sal A á Hótel Sögu, Hagatorgi. Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál löglega upp borin Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundaboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 16. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og þar geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn fengið þær afhentar eða fengið þær sendar í pósti. Reykjavfk, 5. maí 2000. Stjóm Lífeyrissjóðsins Líiiðnar LÍFEYRISSJÓÐURINN Lifíðn Háaleitisbraut 68 ■ 103 Reykjavík Simi: 568 1438 • Fax: 568 1413 www.lifldn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.