Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT AP Reomel Ramones, fyrir miðju myndarinnar, sést hér í fylgd filippseysku rannsóknarlögreglunnar. Ramones, kærasta hans og systir hafa öll verið handtekin vegna „ástarvírussins.“ Þrennt handtekið vegna „ástarvírussinsu Manila, Washington. AP, AFP. LÖGREGLA á Filippseyjum hand- tók þrjá í gær vegna tölvupóstsvið- hengisins „ástarvírussins" svo nefnda sem olli miklum usla víða um heim fyrir helgi. Fyrr um dag- inn hafði filippseyska lögreglan, í samstarfi við bandarísku alríkis- lögregluna FBI, gert húsleit á heimili fólksins þar sem fjöldi tölvugagna var gerður upptækur. Talið er að „ástarvírusinn", sem telst skæðasti vírus sem greinst hefur til þessa, eigi rætur sína að rekja til Filippseyja og hafa þar- lend netfyrirtæki þegar staðfest að þau hafi verið notuð við að senda vírusinn. Fólkið sem lögregla handtók í gær eru bankastarfs- mennirnir og sambýlisfólkið Reom- el Ramones og Irene de Guzmann, sem bæði eru á þrítugsaldri, og systir Ramones, Jocelyn, barn- fóstra parsins. Að sögn AFP-frétt- astofunnar neitar Ramones allri aðild að málinu. „Málið er enn í rannsókn," sagði Federico Opinion, yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar og gaf í skyn að fleiri handtökur kynnu að fylgja í kjölfarið þar sem lögregla hug- leiddi nú að æskja fleiri húsleitar- heimilda. „Fleiri kunna að eiga að- ild að málinu,“ sagði Opinion. Talið er að ástarvírusinn hafi náð að sýkja 10 milljónir tölva víðsveg- ar um heiminn, m.a. í Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneyt- inu, breska og bandaríska þinghús- inu og hjá hundruð fyrirtækja. Bandaríska fyrirtækið Computer Economics áætlaði í gær að það tjón sem vírusinn hefur valdið nemi þegar nærri fímm milljörðum dollara, eða um 350 milljörðum króna og eigi sú tala enn eftir að hækka. „Það er ljóst að þegar fjár- hagslegar afleiðingar ormsins verða endanlega teknar saman, eft- ir að tekist hefur að útrýma hon- um, mun kostnaðurinn reynast yfir 10 milljónir dollara [700 milljónir króna],“ sagði Michael Erbschloe, aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, en fjöldi nýrra afbrigða hafa komið upp í kjölfar „ástarvírusins". Höfundurinn í Ástralíu? Lengi var talið að höfundur „ást- arvírusins" væri 23 ára karlmaður, sem búsettur væri í Pandacan á Filippseyjum, eða þar til rannsókn- arlögreglan greindi frá því í gær að höfundurinn væri kona. Því hefur þó einnig verið haldið fram að höf- undurinn sé þýskur skiptinemi, Michael að nafni, sem búi í Ástralíu þó dreifingaraðilinn sé á Filipps- eyjum. „Þó vírusinn hafi verið gerður virkur á Filippseyjum, þá er eng- inn ástæða til að ætla að höfund- urinn hafi verið staddur þar,“ sagði Fredrik Björk tölvusérfræðingur við háskólann í Stokkhólmi, sem er sannfærður um að Michael sé sökudólgurinn. Við rannsókn málsins hefur lög- regla á Filippseyjum notið aðstoð- ar FBI, Interpol og sænska menntaskólanemans Jonathan James, sem áður hefur aðstoðað FBI við að hafa uppi af höfundi töluvírus. Þá er ekki ljóst hvernig yfirvöld á Filippseyjum munu fara að því að lögsækja þá sem ábyrgð bera á vírusnum, en lög í landinu henta illa til þess að taka á tölvu- glæpum og kann að sögn AFP svo að fara að Bandaríkjamenn æskji þess að fá sökudólgana framselda. Ekkert lát á ofbeldisverkunum í Zimbabwe Bóndi deyr eftir barsmíðar land- tökumanna Harare. AP, AFP. HVÍTUR bóndi í Zimbabwe lést á sjúkrahúsi í gærmorgun eftir að hafa orðið fyrir hrottalegri árás landtökumanna sem hafa lagt bú- garð hans undir sig. Bóndinn, Alan Dunn, hafði verið í dái á sjúkrahúsinu og þjáðst af inn- vortis blæðingum eftir að landtöku- mennirnir höfuðkúpubrutu hann og brutu báðar hendur hans á sunnu- dag. Landtökumennirnir réðust á bóndann þegar hann sneri aftur í búgarð sinn nálægt bænum Beatr- ice, um 56 km sunnan við Harare, eftir stutta fjarveru. Dunn var stuðningsmaður helsta stjórnarand- stöðuflokks landsins, Hreyfingar fyrir lýðræðislegri breytingu (MDC). Framkvæmdastjórn samtaka bænda í Zimbabwe var boðuð á skyndifund í gær vegna málsins. Landtökumenn rændu einnig tveimur veiðieftirlitsmönnum á laugardag og gengu í skrokk á þeim. Hópur hvítra manna réðst í gær á svartan landbúnaðarverkamann ná- lægt Beatrice, að því er virðist til að hefna drápsins á Dunn. Að minnsta kosti 18 manns hafa verið drepnir frá því ofbeldið hófst í febrúar, þegar tillaga stjórnarinnar um breytingar á stjómarskránni var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörg fórnarlambanna voru félagar í MDC, sem barðist gegn stjórnar- skrárbreytingunni. Stuðningsmenn stjórnarflokks- ins, ZANU-PF, hófu jarðanámið skömmu eftir þjóðaratkvæðið og Reutars Hvíti bóndinn Alan Dunn fluttur á sjúkrahús í Harare eftir að hafa orðið fyrir barsmiðum landtökumanna. hafa lagt rúmlega 1.000 jarðir hvítra bænda undir sig. Að minnsta kosti þrír bændur hafa verið drepnir og sex hafa orðið fyrir hrottalegum líkamsárásum. Robert Mugabe forseti hefur réttlætt jarðanámið og kveðst stefna að því að taka helming búg- arða hvítu bændanna eignarnámi og úthluta fátækum blökkumönnum J jörðunum. Um þriðjungur besta ræktarlandsins er í eigu 4.000 hvítra bænda. Andstæðingar forsetans hafa sak- að hann um að hafa staðið fyrir jarðanáminu til að kúga stjórna- randstöðuna og afla sér atkvæða fá- tækra blökkumanna. Landið geng- ur nú í gegnum verstu efna- hagskreppu sína frá því að það fékk sjálfstæði fyrir tuttugu árum og fylgi MDC hefur aukist verulega vegna ástandsins. Búist er við að flokkurinn veiti ZANU-PF harða keppni í þingkosningum, sem gert er ráð fyrir að fari fram í sumar. Hvítu fólki með breskt vega- bréf verði vísað úr landi Leiðtogi landtökumannanna, Chenjerai Hunzvi, hvatti lands- menn um helgina til að leita að hvít- um íbúum Zimbabwe með breskt vegabréf og hrekja þá úr landi. Hunzvi sagði að þeir sem vildu vera áfram í Zimbabwe yrðu að deila jörðum sínum með blökkumönnum og fleygja vegabréfunum. Um 20.000 af 70.000 hvítum íbú- um Zimbabwe eiga rétt á bresku vegabréfí. Átök friðargæsluliða og uppreisnarmanna í Sierra Leone Bretar senda herlið eftir helgarinnar átök London, Freedora. AP, AFP. BRESKA varnarmálaráðuneytið sendi í gær 700-800 manna herlið til Senegal til að vera reiðubúið að aðstoða við brottflutning um 500 Breta frá Sierra Leone eftir að til átaka kom milli friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og liðsmanna uppreisnarhreyfingarinnar RUF á laugardag. Breska og bandaríska ut- anríkisráðuneytið hafa þegar hvatt þegna sína til að yfirgefa Sierra Leone í kjölfar átakanna um helgina, en talsmenn SÞ og RUF segja um óþarfa áhyggjur að ræða. „Það er mikilvægt í þeirri ringulreið sem nú ríkir að öryggi okkar eigin sveita sé ekki ógnað,“ sagði Geoff Hoon varnarmálaráð- herra Breta í viðtali við BBC. „Við verðum að tryggja að þeir geti varið sig og þá sem við flytjum á á brott.“ „Ég vil fullvissa almenning um að það er enginn ástæða til að óttast," sagði Mohammad Garba, Hðsforingi sveita SÞ eftir að hafa kannað átakasvæðið ásamt leið- togum RUF á sunnudag. Að sögn Laurence Wormandia, talsmanns RUF, hófust átökin á laugardag í kjölfar frétta um að Foday San- koh, leiðtogi RUF, væri í stofufangelsi og linnti þeim er Sankoh hafði samband við upp- reisnarmenn að beiðni Garba og bað þá að draga sig í hlé. Allt að 500 haldið í gíslingu Um 300 starfsmönnum SÞ hefur verið hald- ið í gíslingu af RUF eftir að til ágreinings kom vegna afvopnunarferlis RUF í upphafi síðustu viku. SÞ hafa auk þess misst samband við 200 manna friðarsveit, sem margir telja vera í haldi uppreisnarmanna. RUF neitar þó að svo sé. Að sögn Oluyemi Adenidji, sérstaks sendi- fulltrúa framkvæmdastjóra SÞ, var í gær enn unnið að því að fá gíslana leysta úr haldi og sagði Adenidji Sankoh hafa heitið því að gísl- unum yrði sleppt lausum. „Við leggjum mikið á okkur til að það sé öllum ljóst að gíslatakan er óviðunandi fyrir erlendar þjóðir" sagði Adenidji, en í gær voru uppi hugmyndir um að sérstök sendinefnd SÞ og RUF héldi á svæðið þar sem talið er að gíslarnir séu í haldi. Atök í Kosovo | Pristina. AP, AFP. EKREM Rexha, iyrrverandi skæruliðaforingi í Frelsisher Kos- ovo (UCK), var skotinn til bana við heimili sitt í gærmorgun. Kvöldið áður særðust fjórir Serbar, þar af tvö börn, í skotárás Albana. Rexha stjórnaði skæruliðum í fjallahéraði í suðurhluta landsins, við landamærin að Aibaníu, áður en | Frelsisher Kosovo var leystur upp. Hann starfaði sem umhverfis- og ör- yggismálafulltrúi bæjarstjórnarinn- ar í Prizren og sá þýskum hermönn- um í friðargæsluliðinu fyrir kortum af jarðsprengjubeltum UCK, eink- um við landamærin að Albaníu. Friðargæsluliðar sögðu að skotið hefði verið með rifflum á fjóra Serba, þar af tvær ellefu ára stúlkur, í almenningsgarði í Kosovska Vitina, um 35 km suðaustan við höfuðstað , héraðsins, Pristina. Bandarískir hermenn handtóku síðar þrjá Alb- ana sem eru grunaðir um árásina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.