Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 1
105. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ástand fer versnandi í Sierra Leone og talið að landið rambi á barmi nýrrar borgarastyijaldar Breskir þegnar flutt- ir á brott Freetown, Abuja. AP, AFP. UTANRÍKISRAÐHERRA Bret- lands, Robin Cook, tilkynnti í gær- kvöldi að breska ríkisstjórnin hefði ákveðið að láta flytja breska þegna frá Afríkuríkinu Sierra Leone vegna ástandsins sem þar ríkir. Fullyrt er að landið rambi nú að nýju á barmi borgarastyrjaldar. Ráðlagt að halda sig innandyra Liðsveitir Sameinuðu Þjóðanna í landinu hafa ekki getað tryggt að friðarsamkomulag sem gert var milli andstæðra fylkinga á síðasta ári væri virt. Enn er nokkur hundr- uð friðargæsluliða saknað og er tal- ið að liðsmenn uppreisnarmanna, RUF-hreyfmgarinnar, hafi a.m.k. suma þeirra í haldi. Um 250 breskir fallhlífarher- menn lentu í gær í útjaðri höfuð- borgar landsins, Freetown. Nokkur hundruð hermenn til viðbótar, herskip og þyrlur á vegum Breta eru nú í nágrannaríkinu Senegal. Cook sagði í yfirlýsingu í breska þinginu að breskum ríkisborgurum í Sierra Leone hefði verið ráðlagt að halda sig innandyra og bíða þess að haft yrði samband við þá. Hermenn RUF skjóta á mótmælendur Að minnsta kosti fjórir létust og tugir slösuðust þegar hermenn RUF-hreyfingarinnar skutu á mót- mælendur sem safnast höfðu sam- an fyrir utan heimili Foday Sankoh, leiðtoga RUF, í Freetown í gær. Hópur um 5.000 mótmælenda var á leið að taka þátt í mótmælasam- komu gegn RUF þegar fólkið breytti skyndilega um stefnu og hélt að heimili Sankoh. Þar köstuðu mótmælendur grjóti og múrstein- um að heimili Sankoh og voru tugir friðargæsl'uliða Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), sem höfðu gætur á San- koh, bornir ofirliði. Hermenn RUF, sem einnig voru á staðnum, hófu við þetta skothríð á fjöldann og er vitað til þess að a.m.k. einni hand- sprengju hafi verið kastað. „Við er- AP Breskir fallhlífarhermenn í fylgd með friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna nálægt Freetown í gær. Erlendir ríkisborgarar hafa verið hvattir til að yfirgefa Sierra Leone vegna yfirvofandi borgarastyrjaldar í landinu. um ... að sýna heiminum að Foday Sankoh er skrímsli sem vill myrða íbúa Sierra Leone,“ sagði Abubak- arr Sillah, einn mótmælendanna. Átökin stóðu stutt yfir, en við Og við var skotið í átt að heimili San- koh úr nærliggjandi götum fram eftir degi. ■ Bretar senda/26 Reynt að binda enda á verkföllin í Noregi Stjórnin reynir að liðka fyrir Fjármálaráðherrar EMU funda vegna stöðu evrunnar FULLTRÚAR norska alþýðusam- bandsins, LO, hófu fund um þrjúleyt- ið í gær með fulltrúum öflugustu samtaka vinnuveitenda, NHO, til að reyna að leysa vinnudeiluna sem nú er að lama mikinn hluta atvinnulífs í Noregi. Stóð fundurinn enn er síðast fréttist en Ijóst var að líkur voru tald- ar á að deilan leystist og yrði þá verk- fallinu samstundis hætt. Náist ekki samningar munu enn fleiri leggja niður vinnu í dag og er áætlað að alls verði þá liðlega 102 þúsund manns í verkfalli. Fullyrt er að ríkisstjórn Jens Stoltenbergs hyggist liðka fyrir samningum með því að tryggja með lagasetningu að vinnuveitendur í NHO þurfi ekki, einir vinnuveitenda, að taka þátt í kostnaði við víðtækar umbætur á endurmenntunaraðgerð- um í þágu félagsmanna LO. Að sögn talsmanna LO var ætlun- in að leggja áherslu á kröfur um að tímakaup hækkaði að jafnaði um tvær krónur, rúmar 17 íslenskar krónur, láglaunafólk fengi tvöfalda þá hækkun, bætt yrði við tveim sum- arleyfisdögum á ári og samið til tveggja ára. Gangi þessar kröfur eft- ir verður launahækkunin um 5%, að sögn netútgáfu Aftenposten og norska ríkisútvarpsins. „Þetta er enn erfitt. Nóttin verður löng og við tökum okkur þann tíma sem við þurfum,“ sagði leiðtogi LO, Yngve Hágensen, er hann ræddi við fréttamenn eftir stutt hlé á funda- höldunum í gærkvöldi. Forseti NHO, Leif Frode Onarheim, vildi ekki svara því hvort hann væri vongóður og spáði löngum fundi. Meðal þeirra 10.000 sem bætast í hópinn í dag ef ekki semst eru rösk- lega 5.000 manns í trjávöruiðnaði en einnig munu 32 starfsmenn er sjá um eftirlit með orkuflutningum til papp- írsverksmiðja leggja niður störf. Um 160 starfsmenn hjá Nor-Cargo Thermo, er annast flutninga og dreif- ingu sjávarafurða, munu leggja niður störf en fyrirtækið annast um 30% af öllum fiskútflutningi Norðmanna til Evrópulanda. Norður-Irland Endurreisn undirbúin London. AP. PETER MANDELSON, ráð- herra bresku ríkisstjómarinnar í málefnum Norður-írlands, sagði í gær að hann hygðist senn hefja undirbúning að því að héraðsstjórn N-írlands yrði endurreist 22. maí nk. Mandel- son upplýsti einnig að von væri á Cyril Ramaphosa, fyrrverandi formanni Afríska þjóðarráðsins, og Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseta Finnlands, til Belfast á mánudag í næstu viku. Þau munu annast eftirlit með því að afvopnun vígasveita í héraðinu fari fram í samræmi við væntan- legt samkomulag deiluaðila. David Trimble, formaður Sam- bandsflokks Úlsters (UUP), segir að enn sé spumingum ósvarað varðandi fyrirheit Irska lýðveldishersins um afvopnum. ■ Staðfesting/27 MORGUNBLAÐIÐ 9. MAÍ 2000 Yfírlýsingar stöðva ekki frekari lækkun Brussel. AP, AFP. FJÁRMÁLARÁÐHERRAR 11 Evrópuríkja, aðildarríkja Efna- hags- og myntbandalagsins (EMU), lýstu í gær yfir áhyggjum vegna veikrar stöðu evrunnar, hinnar sam- eiginlegu myntar ríkjanna. Ráð- herrarnir komu saman til fundar í Brassel og ræddu aðgerðir til að styrkja stöðu gjaldmiðilsins sem hefur lækkað mjög í verði gagnvart öðmm myntum síðustu vikur. „Við lýsum áhyggjum okkar vegna stöðu evrunnar, sem endur- speglar ekki styrk efnahagslífsins á evrusvæðinu,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu ráðherranna og Evrópska seðlabankans (ECB) eftir fundinn. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að mikill vöxtur væri nú í evrópsku efnahags- og atvinnulífi og sögðust staðráðnir í að hraða efnahagsumbótum í ríkjum sínum til að sporna gegn neikvæðri gengis- þróun evmnnar. Þrátt fyrir yfirlýs- ingu ráðherranna hélt evran áfram að lækka á gjaldeyrismörkuðum í gær, féll úr rúmlega 0,9 dollumm í 0,897 dollara skömmu eftir að yfir- lýsingin var birt. Við lok viðskipta á mörkuðum í Evrópu var verð henn- ar komið niður í um 0,893 dollara. Á fundi fjármálaráðherranna í gær var ákveðið að tvöfalda gjald- eyrisforða Evrópska seðlabankans Fjármálaráðherra Spánar, Rodrigo de Rato, ræðir við fréttamenn í höfuðstöðvum ráðherraráðs Evrópusambandsins í gær. með því að færa þangað gjaldeyri frá seðlabönkum aðildarríkjanna. Ákvörðunin eykur getu ECB til að bregðast við gengislækkun evmnn- ar með því að verja hluta forðans til að kaupa evrur á markaði. Gjaldeyr- iskaupmenn hafa lengi búist við því að til inngripa kæmi en ekki er á valdi ráðherranna að ákveða slíkt því Evrópski seðlabankinn nýtur allmikils sjálfstæðis við ákvörðun peningamálastefnu. Á síðustu mán- uðum hefur bankinn reynt að hækka vexti til að vega upp á móti fallandi gengi evrunnar en án ár- angurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.