Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐ JUDAGUR 9. MAÍ 2000 41 um mikla ista minnst Kúrsk og markaði ■maður rússnesku rétt- saði einnig bjöllu, sem esku þjóðanna, við tíðahöldum í tengslum við „sigurdaginn" þegar Rússar minnast þess að 55 ár eru liðin frá ósigri nasista. Leonid Kuchma, forseti Ukraínu, Vladímír Pútín, forseti Rússlands, og Alexander Lúka- shenko, forseti Hvíta-Rússlands, fylgjast hér með hermönnum leggja blómsveiga að minnis- merkinu. þegar hann hélt ræðu í lávarðadeild þingsins hinn 20. desember 1959 og vék að störfum Stalíns á styrjaldar- tímum. Þegar metnar eru afleiðingar seinni heimsstyrjaldarinnar er nauð- synlegt að hafa fyrst og fremst í huga, að sigurinn á fasista-blokkinni táknaði skipbrot og endalok mann- hatursfullrar hugmyndafræði fasism- ans, sem var undirrót stjórnmála- stefnu Þriðja ríkisins og ýtti undir hugmyndir um heimsyfirráð. I kjölfar ósigurs ríkis Hitlérs og hernaðarvélar hans hrundi sú hug- myndafræði sem byggst hafði á kyn- þáttahatri, þjóðrembu, ofbeldi, her- væðingu á öllum sviðum þjóðfélagsins og ódulinni árásar- stefnu. Forsenda félagslegrar endurnýjunar Sigurinn skapaði forsendur og möguleika fyrir félagslega endurnýj- un í heiminum, fyrir að festa hug- sjónir um lýðræði og mannúð í sessi. Osigur hins fasíska Þýskalands og hins herskáa Japans varðaði leiðina til endanlegs hruns nýlendukerfisins. Einn mikilvægasti lærdómur sem draga má af seinni heimsstyrjöldinni er sá, að jafnvel við núverandi kring- umstæður verði þjóðir heims að vinna sleitulaust að því að efla traust og samvinnu sín á milli til þess að af- stýra nýrri styrjöld og leysa þau vandamál sem varða framtíð alls mannkyns. Stofnun víðtækra alþjóðasamtaka, Sameinuðu þjóðanna, verður að telj- ast mikilsverður árangur í þeim efn- um. Þau samtök hafa orðið grundvöllur sameiningar heimsbyggðarinnar og samþykktir þeirra eru einn af horn- steinum alþjóðaréttar. Tímabilið eftir heimsstyrjöldina hefur fært heiminum miklar framfar- ir á sviði vísinda, tækniþekkingar og í menningarmálum. Maðurinn hefur ferðast út í geiminn, hefur beislað kjarnorkuna. Undir lok 20. aldar var tímaskeið kalda stríðsins á enda. Vonir kviknuðu um framþróun mann- kynsins í átt að almennri velmegun, að stöðugum og traustum friði. En á vegi framfaranna urðu nýjar hindr- anir, viss áhætta og ógnir; deilur milli landsvæða og ríkja eru teknar að breiðast út, alþjóðleg hryðjuverk og skipulögð glæpastarfsemi er tekin að færast í aukana, gereyðingarvopn eru að komast á æ fleiri hendur. Eftir lok kalda stríðsins er heimur- inn orðinn fjölskiptur og hefur sú skipting endurspeglað hlutlægar kröfur um þróun alþjóðlegra sam- skipta og nýtur stuðnings fjölmargra landa í öllum heimshlutum. Megininntakið í hinum lýðræðis- lega fjölskipta heimi er að ekki komi til einræðis eins ríkis eða ríkjasam- steypu, að í milliríkjasamskiptum verði tekið fullt tillit til skoðana allra þjóða, burtséð frá stærð þeirra, hern- aðarmætti og efnahagsstyrk, að til verði traustur lagalegur grunnur fyr- ir þróun milliríkjasamskipta og til að veita sameiginlegt viðnám gegn ögr- unum nýrrar aldar. í því skyni þarf að koma á fót sam- hæfðu stofnanarkerfi til að stjórna þróunarferli heimsins, kerfi sem gætu sameinað hagsmuni heimsins sem og heimabyggðar. Þessi leið gæti orðið alhliða gi-und- völlur til að tryggja öryggi og stöð- ugleika í samskiptum milli ríkja og landsvæða, þrátt fyrir að hin heim- spólitísku markmið séu í eðli sínu all mismunandi. Það væri viss virðingarvottur sam- tímamanna við hetjudáðir sigurveg- aranna í heimsstyrjöldinni síðari að ná fram þessum markmiðum og myndu þeir þá um leið uppfylla þær vonir sem lágu að baki afrekum þeirra. Höfundur er sendiherra Rússlands á íslandi. Dr. Þorfinnur Gunnlaugsson stýrir sjö manna rannsóknarhópi við Trinity College Dr. Þorfinnur Gunnlaugsson, fyrir miðju, ásamt samstarfsfólki sínu við Trinity College í Dublin á frlandi. Vinnur að þróun krabba- meinslyfja á Irlandi Dr. Þorfínnur Gunnlaugsson hlaut lektors- stöðu við Trinity College í Dublin fyrir tveim- ur árum. Hann hefur byggt upp eigin rann- sóknarstofu í skólanum og fengið á þriðja tug milljóna króna í rannsóknarstyrki. Hann sagði Örlygi Steini Sigurjónssyni frá rann- ______sóknum sínum á sviði læknis- og______ lyfj aefnafræðinnar. MIKILL uppgangur er á sviði efnaiðnaðarins á írlandi nú um stundir, sem og víðar í heimin- um, en til marks um það má nefna að írska ríkið hefur nú um fimmtung allra tekna sinna frá efnaiðnaðinum sem gaf af sér 9 milljarða punda tekjur árið 1998. Meira fé er enda varið til grunnrannsókna á ýmsum sviðum efnafræðinnar þar í landi en oft áður. Einn þeirra sem komið hafa ár sinni vel fyrir borð í þeim fræðaheimi - sem sýnist leikmönn- um æði flókinn við fyrstu sýn - er dr. Þorfinnur Gunnlaugsson efna- fræðingur. Hann stýrir sjö manna rannsóknarhópi við Trinity College- háskólann í Dublin á Irlandi þar sem hann hlaut lektorsstöðu í líf- rænni efnafræði í mars 1998. Þorfinnur hefur byggt upp eigin rannsóknarstofu við skólann og hlot- ið á þriðja tug milljóna króna í rann- sóknarstyrki á síðastliðnum tveimur árum. Það þykir þó ekki ýkja hátt, enda veltir lyfjaefnaiðnaðurinn á því sviði, sem Þorfinnur vinnur á, hundruðum milljarða dollara á ári. Þorfinnur er Hafnfirðingur, fædd- ur árið 1967, sonur hjónanna Gunn- laugs Þorfinnssonar húsgagnasmíða- meistara og Sigrúnar Gísladóttur en sambýliskona Þorfinns er dr. Hazel M. Moncrieff efnafræðingur. Hún starfar við þróun og framleiðslu á hjarta- og krabbameinslyfjum hjá lyfjafyrirtækinu Bristol Mayer Squibb, sem á stórt útibú í Dublin. Þorfinnur lauk B.Sc.-prófi í efna- fræði frá Háskóla íslands árið 1992 og doktorsprófí frá Queens Univers- ity í Belfast árið 1996 og vann í framhaldinu að rannsóknum í Dur- ham-háskóla í Bretlandi þangað til hann fékk lektorsstöðuna í Trinity. En um hvað snúast rannsóknir Þorfinns og hverjir koma til með að hafa gagn af þeim? „Við vinnum mjög fjölbreytt starf hér í Trinity, en aðalrannsóknir okk- ar eru á sviði læknis- og lyfjaefna- fræði,“ segir Þorfinnur. „Við erum að reyna að þróa nýjar tegundir flúrljómandi efnaskynjara sem hægt er að nota til að segja til um líðan sjúklinga, en að undanförnu höfum við verið að reyna að þróa ný lyf sem hægt er að beita gegn sjúkdóm- um eins og krabbameini,“ segir hann. Lyf úr lífrænum og ólífrænum efnum Lyfin sem um ræðir eru af tvenn- um toga, annars vegar úr lífrænum efnum og hins vegar málmlífrænum efnasamböndum. Þau fyrrnefndu eru búin eru til úr litlum peptíðum og arómatískum efnum, sem unnt er að tengja sam- an. Peptíðunum er ætlað að þekkja ákveðin svæði innan deoxyribósa kjarnsýranna (DNA). Þau eru smíð- uð á þann veg að þau geta bundist kjarnsýrunum og síðan klofið þær. „Það sem við erum að reyna að gera er að þróa þessi efni á þann hátt að þau kljúfi eingöngu óæskileg DNA, líkt og þau sem stuðla að myndun krabbameins. Þannig vonumst við til að þau geti unnið eingöngu á þeim stöðum þar sem þeirra er þörf í lík- amanum í stað þess að herja á sýkt sem ósýkt svæði líkamans með til- heyrandi aukaverkunum. Lyfin úr málmlífrænu efnasam- böndunum eru hins vegar smíðuð úr lífrænum efnum sem geta myndað samband við ákveðnar málmjónir. Ólíkt því sem fyrr var lýst, þá get- um við bundið þessi efni inn í DNA án þess að þau vinni á því skaða. Þessi efni geta ekki klofið DNA auð- veldlega en þau geta hins vegar stuðlað að klofningi sameindar eins og ríbósakjarnsýru (mRNA) sem flytur boð frá DNA t.a.m. um pró- tínamyndun. Með þessum efnum getum því við komið í veg fyrir að óæskileg prótín myndist í líkaman- um. Með öðrum orðum er lyfinu ætl- að að hindra DNA í að koma erfða- efnum sínum áfram með þeim afieiðingum að krabbameinsfrumur fjölgi sér í líkamanum.“ Sum prótínin framleidd af HlV-veirunni Þorfinnur bendir einnig á að sum þessara óæskilegu prótína séu fram- leidd af HlV-veirunni og því ríki talsverð eftirvænting vegna rann- sóknanna, enda vilji margir vita hvort unnt sé að beita þessari tækni til að ná taki á alnæmi með því að stilla RNA upp við vegg eins og hér var lýst. „Við búum til þessar sameindir úr blöndu af peptíðum og ákveðnu hringlaga efni sem við getum látið ganga í efnasamband við svokallaðar lanþaníðjónir," útskýrir Þorfinnur. Hann segir lanþaníðjónirnar vera eitraðar og því mjög hættulegar líkamanum, en hringlaga efnin sem hann minntist á og nefnast tenglar; gegna einmitt því hlutverki að halda hinum hættulegu jónum í skefjum. „Tenglarnir koma þannig í veg fyrir að lanþaníðjónirnar leki út í blóðrás- ina þar sem þær myndu valda mikl- um skemmdum. Tenglarnir eru smíðaðir með það fyrir augum að halda lanþaníðjónunum „föngnum" á meðan þær kljúfa RNA og vinna sitt starf. Skyld hringlaga málmsam- bönd eru notuð sem lyf (Gado) sem fólki er gefið er það undergengst svokallaða ómun (Magnetic Reson- ace Imaging), og þess vegna vitum við að svo lengi sem þeim er haldið föngnum ættu þau að vera skaðlaus. Hins vegar með því að byggja þau inn í DNA getum við notað þau serrt hvata til að kljúfa hin óæskilegu RNA.“ Rannsóknirnar enn á grunnstigi Rannsóknir Þorfinns og félaga eru enn á grunnstigi og ekki það langt komnar að nokkuð sé unnt að sanna neitt enn. í raun er ekki víst að rannsóknir þeirra leiði nokkurn tíma til þess að fullmótað krabba- meinslyf verði til og komist á mark- að, enda eru þau lyf sem komast á markað aðeins toppurinn á ísjakan- um í þeirri lyfjaþróunarvinnu sem unnin er í heiminum. „Það sem við erum a.m.k. að reyna að gera er að búa til lyf sem til að byrja með mun- hafa sérhæfð áhrif á eyðingu RNA og DNA. Þetta er gert í viðamikilli samvinnu við lækna- og lyfjaefna- fræðideildir háskóla út um allt ír- land og reynist svo að lyfin geti klofið RNA eða DNA þá er unnt að koma í veg fyrir að erfðaupplýsing- ar berist frá DNA og þannig geta t.d. krabbameinsfrumurnar ekki fjölgað sér. Við erum að reyna að búa þessi lyf til á kerfisbundinn hátt, enda liggja fyrir geysimiklar upplýsingar um hegðun DNA og RNA sem við getum lært af og not-. fært okkur í þessari þróun. Lyf á tilraunastigi þurfa hins veg- ar að fara í gegnum geysistranga skoðun hjá lyfjafyrirtækjum og sjaldnast standast lyfin slík próf. Hins vegar er aldrei hægt að kom- ast að gagnsemi lyfja nema með því að vinna stöðugt að rannsóknum á þeim og láta prófa þau,“ segir Þor;. finnur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.