Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunbiaðið/Porkell
Leifur Örn Svavarsson og Guðjón Marteinsson.
Klífa Forel-fjall á Grænlandi
V er ðugt verk-
efni fyrir fjall-
göngumenn
TVEIR íslenskir fjallgöngumenn;
Leifur Öm Svavarsson og Guðjón
Marteinsson leggja í dag af stað
áleiðis til austurstrandar Grænlands
þar sem þeir hyggjast freista þess að
klífa Forel-fjall. Fjallið er rétt norð-
an við heimskautsbaug, 3.400 metra
hátt. Leifur Öm segir leiðangurinn,
sem kenndur er við útivistarverslun-
ina Nanoq, verðugt verkefni fyrir
fjallgöngumenn því fjallið sé gríðar-
lega einangrað og afskekkt, það hafi
heldur aldrei fyrr verið klifið svo
snemma árs né sama leið farin og
ráðgert er.
Leifur og Guðjón em ekki alls
óvanir fjallaklifri á þessum slóðum
því síðasta sumar klifu þeir við þriðja
mann hæstu fjallstinda Grænlands.
Leiðangursmennirnir taka sér far
með flugvél frá Flugfélagi íslands til
Kulusuk í dag. Þaðan taka þeir þyrlu
til Tasiilaq, höfuðstaðar Austur-
Grænlands, og síðan til þorpsins Is-
ortoq sem er við rætur Grænlan-
dsjökuls.
Farið með hundasleðum
að f jalliini
Þar hafa fjallgöngumennimir
mælt sér mót við tvo grænlenska
veiðimenn sem ætla að aðstoða þá yf-
ir jökulinn að Forel-fjalli. „Okkur er
sagt að þeir tali ekki dönsku, bara
grænlensku," sagði Leifur í samtali
við Morgunblaðið. Hann bíður því
spenntur eftir að sjá hvemig tjá-
skipti milli þeirra muni ganga.
Áætlað er að leiðangurinn ráðist
til atlögu við jökulinn á fimmtudag.
Farið verður á hundasleðum og gert
er ráð fyrir að ferðalagið að fjalla-
klasanum sem geymir Forel-fjall
taki fimm til sex daga. Þar skilur
leiðir með fjallgöngumönnunum og
grænlensku veiðimönnunum og
fjallaklifrið hefst.
Talið var að Forel-fjall væri hæsta
fjall Grænlands fram á miðja þessa
öld. Á annan tug leiðangra hefur klif-
ið fjallið fil þessa, flestir eftir 1970 en
þá varð heimilt að lenda skíðaflug-
vélum í nágrenni fjallsins.
Mikill kuldi og vindur
Vegna þess hve snemma árs er af
stað farið eiga fjallgöngumennimir
von á strekkingsvindi og miklum
kulda, allt að 20 gráða frosti, sem
geti gert þeim erfitt fyrir en á móti
kemur að líklega verða aðstæður
fyrir ferðina til byggða ákjósanlegar.
Leifur og Guðjón vonast til að jök-
ulsprungur á leið þeirra frá fjallinu
til þorpsins Kuummiit verði að
mestu lokaðar en leiðin þangað er
150 km löng ef miðað er við loftlínu
og er gengið um þéttriðið net skrið-
jökla og fjallaskarða. Frá Kuummiit
halda leiðangursmenn með báti til
Kulusuk þar sem þeir ná áætlunar-
flugi til Islands á ný. Leifur segir
stefnt að því að ferðinni ljúki í lok
júnímánaðar.
konan
OO SVNOUfl
OUÐMUNDSSON
Þríkynja
skáldsaga
Ný bók eftir
Sigurð Guðmundsson,
höfund Tabúlarasa,
um konuna,
kallinn og hulstríð
i okkur öllum - fyndin,
djúp og Ijóðræn.
iMí
Mál og menninglfejflB
malogmenning.is I JvJ I
Laugavegi 18 • Síml 515 2500 • Síöumúla 7 • Slml 510 2500
Una Björk Omarsdóttir, unnusta Haraldar Arnar
pólfara, sækir mann sinn á norðurpólinn
Mikils virði að fá að hittast
á þessum óvenjulega stað
Morgunblaðið/Sverrir
Una Björk Ómarsdóttir, unnusta Haraldar Arnar Ólafssonar pólfara,
var í óða önn að pakka niður í gær fyrir ferðalagið á norðurpólinn, en
þar ætlar hún að hitta mann sinn á fimmtudag eða föstudag.
UNA Björk Ómarsdóttir, lögfræð-
ingur og unnusta Haraldar Arnar
Óiafssonar pólfara, var í óða önn að
pakka niður í gær fyrir ferðalagið á
norðurpólinn, en þar ætlar hún að
hitta mann sinn á fímmtudag eða
föstudag.
„Ég er full eftirvæntingar og það
verða fagnaðarfundir eftir allan
þennan tíma. Við höfum ekki sést
síðan 1. mars. Það verður auðvitað
mikið ævintýri fyrir mig að fá tæki-
færi til að fara alla leið á norðurpól-
inn til að taka á móti Haraldi. Ég
hlakka mikið til,“ sagði Una Björk í
samtaii við Morgunbiaðið.
Hún heldur til Boston í Banda-
ríkjunum í dag og áfram til Ottawa
en þaðan fer hún til Resolute í
Norður-Kanada á miðvikudag. Hún
verður sfðan í för með Twin Otter-
skíðaflugvél kanadíska flugfélags-
ins First Air sem fer frá Resoiute á
Norðurpólinn á fímmtudag, ef veð-
ur ieyflr, til að sækja Harald Öm.
„Fjárfestingarbanki atvinnu-
lífsins var svo rausnarlegur að láta
mér eftir sæti sitt í kanadísku flug-
vélinni sem fer á norðurpólinn og
Flugleiðir buðu mér flugfarið til
Boston. Það er auðvitað mjög mikils
virði fyrir okkur Harald að fá tæki-
færi til að hittast á þessum óvenju-
lega stað - norðurpólnum. Ég
hlakka mikið til,“ sagði Una Björk.
Orðin vön fjarvistum bóndans
Hún er ekki óvön því að sjá ekki
bónda sinn í svona langan tfma.
Þegar hann gekk á suðurpólinn
1997 var hann jafnlengi í burtu og
nú, eða tvo og hálfan mánuð. „Ég er
orðin vön þvíað hann sé í burtu
svona lengi. Ég reyni að láta þetta
sem minnst á mig fá.“
- Þessi leiðangur er kannski
öðruvísi en aðrir sem Haraldur hef-
ur tekið þátt í vegna þess að nú hef-
ur hann verið einn úti á ísnum eftir
að Ingþór Bjamason fór heim. Þú
hlýtur að hugsa oft til hans?
„Já, hugur minn er stöðugt hjá
honum. Ég treysti honum vel til að
fara varlega og ég veit að hann er
varkár og yfirvegaður. Ég hef
reynt að hafa ekki miklar áhyggjur
af honum. Það var óneitanlega áfall
þegar Ingþór þurfti að snúa við. En
mér fannst ekki annað koma til
greina en að Haraldur héldi áfram
því hann var við mjög góða heilsu.
Ég studdi hann alveg heilshugar í
því að halda áfram þegar ljóst var
að Ingþór yrði að fara heim vegna
kals.“
Mun kannast við nefbroddinn
- Var ekki erfiðara að vita af hon-
um einum út á heimskautaísnum?
„Jú, en það hefur hjálpað mikið
að geta talað við hann reglulega í
gegnum Iridium-gervihnattasíma.
Við höfum verið í talsambandi
þriðja hvern dag eftir að hann varð
einn. Það er stórkostleg breyting
frá fyrri ferðum hans að geta verið í
súnasambandi og það er Iridium-
símanum að þakka.“
Nú á Haraldur aðeins 60 kíló-
metra ófarna á pólinn og hillir und-
ir að hann nái takmarkinu á
flmmtudag. „Það er orðið mjög
stutt eftir og eftirvæntingin er mik-
il. Það er reiknað með að Haraldur
verði sóttur á fimmtudaginn ef veð-
ur leyfir. Það er ekki hægt að lenda
á pólnum nema það sé sólskin og
heiðríkja. Við verðum því að vona
að veðrið verði okkur hagstætt og
ég fái að sjá hann á fimmtudaginn.“
- Hvað verður það fyrsta sem þú
segir við Harald þegar þú hittir
hann á norðurpólnum? „Það verða
orð honum einum ætluð.“
- Haraldur er væntanlega orðinn
skeggjaður mjög, ertu viss um að þú
þekkir hann aftur?
„Já, ætli ég kannist ekki við nef-
broddinn á honum. Ég hef nú Iíka
séð hann með mikið skegg áður
þannig að það verður ekkert nýtt
fyrir mig.“
Stefnir að því að ná
pólnum á morgun
HARALDUR Öm Ólafsson pólfari
stefnir að því að komast á norður-
pólinn á morgun, miðvikudaginn
10. maí, eftir átta vikna göngu.
Hann átti 59,5 km eftir ófarna á
mánudagsmorgun og hugðist nota
þrjá göngudaga til að ljúka þeirri
vegalengd sem eftir er.
Á sunnudag gekk Haraldur 20
km og krækti fyrir margar vakir á
leið sinni. Ekki er útséð um hversu
mikill farartálmi þær gætu reynst á
siðustu kílúmetmnum og viðbúið að
Haraldur verði fyrir töfum af
þeirra völdum eða annarra hindr-
ana. Hann gerði bakvarðasveit
sinni ljóst í gær að hann teldi krók
betri en keldu og sagðist myndu
fara varlega á viðsjárverðum vaka-
svæðum nú sem fyrr.
Bakvarðasveitin heldur
utan í dag
Á sunnudag skein sólin á Harald í
fyrsta skipti í eina og hálfa viku og
kvaðst hann hafa verið mjög
ánægður með það eftir svo langan
tíma. Ský dró hins vegar fyrir sólu
seinnipart dagsins og var enn al-
skýjað og blint á mánudagsmorgun,
auk þess sem snjóað hafði þá um
nóttina.
„Ferðin gengur vel og maður
fyllist, gleði og spenningi þegar nær
dregur ferðalokum. Þetta eru létt
spor þótt dagarnir séu langir og
orkufrekir, því ánægjan er svo mik-
il yfir því að sjá vegalengdina
rninnka," sagði Haraldur í samtali
við bakvarðasveitina í gær.
Bakvarðasveit Haralds, skipuð
Ingþóri Bjarnasyni, Unu Björk Óm-
arsdóttur eiginkonu Haralds, Skúla
Björnssyni og Halli Hallssyni, flýg-
ur tii Boston í dag, þriðjudag, og til
Resolute Bay á morgun, miðviku-
dag. Þar verður ákvörðun tekin um
framhaldið en gróf áætlun gerir
ráð fyrir að flogið verði til birgða-
stöðvarinnar á Evreka á miðviku-
dagskvöld eða snemma næsta dags
og Haraldur þá sóttur út á ísinn.
Gert er siðan ráð fyrir að pólfarinn
komi með bakvarðasveitinni til ís-
lands á mánudag.
Norðmennirnir Rune Gjeldnes og
Torry Larsen hafagengið um 260
km frá pólnum áleiðis til Ward
Hunt-eyju og nálgast með degi
hveijum það takmark að ganga án
utanaðkomandi stuðnings þvert yf-
ir Norður-íshafið. Takist þeim að
komast til Ward Hunt-eyju í byijun
júnímánaðar eftir fjögurra mánaða
göngu verða þeir fyrstir til að ljúka
því tröllaukna verkefni að ganga
2.100 km á ísnum án stuðnings. Ni'u
leiðangrar hafa reynt hið sama en
ekki haft erindi sem erfiði.