Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 f----------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigríður Birna Guðmundsdóttir fæddist 30. mars 1944. Hún lést á Landsspítalanum í Fossvogi 30. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Kristjáns- son, prentari, f. 17. júlí 1910, d. 26. des- ember 1946, og Sig- ríður Eyja Péturs- dóttir, f. 22. des- ember 1921 d. 23. október 1997. Síðari maður Sigríðar Eyju var Kristján Agnar Ólafsson, verslunarmaður, f. 24. desember 1922, d. 12. febrúar 1996. Sigríður Bima átti einn bróður, Sigurð Guðmundsson, endurskoðanda, f. 1. febrúar 1942, hans kona er Ás- laug Benediktsdóttir, leikskóla- kennari. Árið 1963 giftist Sigríður Birna eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðbjarti Vilhelmssyni, f. 26. . mars 1944, blikksmið og verslun- armanni. Hans foreldrar: Vilhelm Elsku mamma mín, Þú lést mig finna að ég var einstök, mitt í því vanabundna og hversdagslega. Hvað sem gerist í lífi mínu veit ég að ég er einhvers virði - vegna þín. ■ (PamBrown) Hvað geri ég án þín. Astarkveðja, þín Eydís. Ég sá hana fyrst fyrir rúmum fjörutíu árum. Hún var ung og fal- leg, full af lífsgleði og smitandi hlátri. Verðandi mágkona, ævin- lega kölluð „Birna systir“ af bróður sínum, með stolti og væntumþykju í rómnum. Og þó hann stríddi henni auðvitað stundum, eins og eldri bræðrum einum er lagið, og hún tæki því að sjálfsögðu illa, spillti það engu. Hún leit upp til stóra bróður, þó að einungis tvö ár skildi þau að. Siggi og Birna (sem gjarnan voru nefnd í sömu andránni), voru á þriðja og fimmta ári, þegar sorgin knúði fyrst dyra í þeirra litlu ver- öld. Pabbi dó á jólunum og sorgin settist að. Fyrir hálfri öld var öldin önnur. Því miður ekki allt betra, eins og mönnum hættir til að finn- ast eða halda. Ung stóð ekkjan uppi Davíðsson, blikk- smiður, og Kristín Magnúsdóttir. Sig- ríður Birna og Guðbjartur eignuð- ust þijú börn: 1) Vil- helm, rekstrarstjóra, f. 1964, í sambúð með Guðnýju Rún- arsdóttur og eiga þau fjögur böm. 2) Guðmund Örn, raf- virkja, f. 1966, í sam- búð með Ingifríði Rögnu Skúladóttur og á hún fjögur börn. Guðmundur á tvö börn með Ágústu Andrésdóttur. 3) Eydísi Emu, verslunarkonu, f. 1972, í sambúð með Sigurbergi Loga Benediktssyni og eiga þau tvö börn. Sigríður Birna lauk hefðbund- inni skólagöngu og að henni lok- inni stundaði hún verslunarstörf mestan sinn starfsaldur, nú siðast hjáKaupási íMosfelIsbæ. Útför Sigríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. með tvö lítil börn og nú varð hver að hjálpa sér sem best gat og „stóri“ bróðir að taka við ,hlutverki karlmannsins' á heimilinu. Enginn talaði um áfallahjálp, enda ekki búið að finna hugtakið upp. Kannski mundi heldur enginn eftir að taka sérstaklega utan um börnin og leyfa þeim að halda áfram að vera börn. Öldin var önn- ur; ekki bera tilfinningarnar á torg, vera sterk og dugleg. Lífið hélt áfram. Litla systir veiktist. Oft lá hún lengi, stundum milli heims og helju. Meðan börnin voru ung vann mamma þeirra heima, við sokkavið- gerðir. Þegar þau stækkuðu fór hún að vinna utan heimilis og börn- in hjálpuðu til, unnu með skólanum til að létta undir. Bernskan leið og æskan. Þegar ég kom í fjölskylduna var Birna átján ára yngismær. Nokkr- um árum áður höfðu systkinin eign- ast nýjan pabba. Ábyrgðin hafði dreifst á fleiri herðar. Lífið var fallegt, fullt af von og vori. Nú hófst nýr kafli, ný alvara. Ári eftir að ég og Siggi giftumst, fylgdi Birna systir fordæmi bróður síns og gekk í hjónaband með Bjarti sínum. Nú voru það Birna og Bjartur. Og tíminn leið, við barnauppeldi og bústang. Fyrst fæddist Vilhelm, svo Guðmundur tveim árum síðar. Þá voru strákar systkinanna orðnir fimm, því að við Siggi áttum þrjá; oft var glatt á hjalla! Nokkrum ár- um síðar eignuðumst við stelpu og rúmu ári síðar kom Eydís í heim- inn. Fjölskyldan fluttist um skeið til Svíþjóðar og undi vel hag sínum. Heim komin á ný settist hún að í Garðabæ og Birna gaf sig að garð- ræktinni, sem hún sinnti af alúð og natni, löngum stundum. Börnin fluttu að heiman. Enn tók við nýr kafli. Birna og Bjartur fluttu í Borgar- nes um hríð. Þaðan fóru þau, eins oft og þau gátu, í sumarbústaðinn við Þingvallavatn. Þar hafa þau átt sitt griðar- og gleðiathvarf til fjölda ára. Og hér var ræktað svo undrum sætti, jafnvel sandurinn er orðinn grænn! En það var ekki aðeins ræktað, Birna var líka mikil veiði- kló. Tfmunum saman gat hún staðið á vatnsbakkanum - og veitt! Þvílík þolinmæði! Eitt sumarið fékk hún svo stóran fisk að hún setti met og komst í annála. Birna mín var orðin veik og þreytt. Hún talaði ekki um það og hirti ekki um lækna; sagði ævinlega „allt ágætt“. Tíminn eirir engu og Birnu tími leið of fljótt. Góð kona er gengin langt um ald- ur fram. Elskulega mágkona, allar góðar vættir fylgi þér. Þeim sem næst þér stóðu bið ég blessunar. Hvíldu í friði. Áslaug. Elsku hjartans Birna. Þegar sím- inn hringdi og ég fékk þær sorg- legu fréttir að þú værir dáin grét ég, ég grét vegna þess að þú fórst allt of snemma. Ég grét Éydísar, Gumma og Villa vegna sem hafa misst móður sina og besta vin. Ég grét Guðbjarts vegna sem hefur misst ástkæra eiginkonu sína og lífsförunaut og ég grét vegna þess hversu lífið getur stundum verið óútreiknanlegt. Elsku hjartans Birna! Það er svo óskiljanlegt að þú sért farin, þú sem alltaf hefur verið til staðar, og þið bæði, elsku Guðbjartur og Birna. Þið voruð ein heild sem við vinkonurnar gátum alltaf leitað til á hvaða tíma sem var. Alltaf vorum við velkomnar á heimili ykkar, einnig á mestu fjölskyldu- og hátíð- isdögum ársins var okkur alltaf boðið að vera með. Á þeim fimm ár- um sem ég hef búið í Danmörku hef ég oft leitt hugann að skemmtileg- um atvikum sem komu upp á ungl- ingsárunum, þegar við vinkvenna- hópurinn vorum hjá ykkur, ýmist í sumarbústaðnum eða heima. Og eins þegar ég fór að læra hár- greiðslu og spurði þig hvort ég mætti ekki klippa þig í fyrsta sinn, SIGRÍÐUR BIRNA GUÐMUNDSDÓTTIR + Hulda Bemdsen Ingvarsdóttir fæddist í Birtingar- holti í Vestmanna- eyjum 10. maí 1927. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ 28. aprfl síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 5. maí. Sjá, synir eru gjöf frá Drottni, " ávöxtur móðurkviðarins er umbun. (Sálm. 127:3.) Þetta fékkst þú að reyna, börnin þín sex voru svo sannarlega um- bun þín, hvemig þau öll önnuðust þig var meira virði en gull eða silf- ur. Biblían segir „ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatiu ár“. Þú náðir ekki að fylla þín 73 og þegar dauðann ber að þá finnum við svo glöggt hve ævin er raunverulega stutt. En þannig var þessu aldrei ætlað að vera hjá skapara okkar. Megi bömin þín finna styrk í þeirri von og fullvissu að tilgangur hans nái fram að ganga, eins og við biðjum í faðirvorinu „verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ En þú varst líka elskuleg tengdamóðir mín. Hvað skal segja, ég ætla ekki að segja frá því hvernig þú bauðst mér alltaf kaffi, jafnvel fimm tímum áður en þú lést bauðst þú mér það, þó vissir þú að ég drykki það aldrei og hef aldrei gert, hvernig þú röltir við hjá okkur eftir að við fluttum í Steinagerði, komst inn og m.a. strauaðir fyrir mig meðan ég sinnti öðru, og þá varst þú ánægð. Ég ætla ekki heldur að segja frá því hvernig þú sýndir alltaf börn- unum mínum einlægan áhuga, þú varst amma á Búsló og naust þess t.d. að fá Aron til þín í frímínutum er hann var í Réttó eða þegar Sandra spurði af hverju heitir amma amma á Búsló eða þegar Ingvi Reynir hljóp til þín með kústinn og sköfuna til að pússa gluggana þína. Nei ég ætla heldur ekki að segja frá því þegar þú veiktist og þurftir að flytja frá Bústaðaveginum og vildir að við tækjum rósirnar þína og létum þær í garðinn okkar, og hvernig við brostum að bóndarósinni, hvernig hún fór í fýlu að vera flutt og hætti að blómstra og hvað við urðum kátar þegar við vissum að hún er alltaf svona og á það til að vera í fýlu í þrjú ár. Við vorum sannfærðar um að hún myndi blómstra í sumar, af því hún var svo blaðfalleg í fyrra, hvernig þú kipptist við er þú vissir að hún var farin að skjóta öngum sínum upp í vor og þú ætlaðir sko að koma og sjá hana, en náðir því ekki. Nei það er margs að minnast, þú HULDA BERNDSEN INGVARSDÓTTIR og þú sagðir já, þótt þú vissir áhættuna á afleiðingunum gerðir þú það bara fyrir mig. Já ég á svo sannarlega góðar minningar um þig, alveg síðan ég kynntist henni Eydísi, gullmolanum þínum. Sjald- an hefur maður séð svo náið sam- band milli móður og dóttur eins og á milli ykkar tveggja, það var alveg sérstakt. Á unglingsárunum var heimili , ykkar helsti samastaður okkar vinkvennanna og þú varst bæði vinkona og „mamma" okkar allra. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þín verður sárt saknað. Elsku Guðbjartur, Eydís, Gummi og Villi. Guð styrki ykkur í gegnum þessa gífurlegu sorg og erfiðleika. Sólin blessuð hnígur til viðar glóa á lofti gullin ský grátklökk áin niðar. Himinn yfir. Huggast þú sem grætur stjömur tindra, geislar Guðs gegnum vetrar nætur. (Stefán frá Hvítadal.) Guðný Anna Bragadóttir, Danmörku. Elsku vinkona mín Birna er látin. Birna lést þann 30. apríl sl., langt um aldur fram, aðeins 56 ára að aldri. Við Birna kynntumst fyrst í húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði haustið 1961 og höfum allt frá þeim tíma verið bestu vin- konur. Mennirnir okkar, Bjartur og Guðjón, kynntust þegar við Birna fórum í jólafrí 1961 og tókst strax með þeim góður vinskapur. Guðjón fékk Bjart með sér í Karlakór Reykjavíkur árið eftir að þeir kynntust og starfa þeir þar enn. Margar minningar koma fram í hugann þegar leiðir skiljast um sinn. Við Birna vorum á árum áður heimavinnandi húsmæður eins og þá tíðkaðist meðan börnin voru lítil. Hittumst við þá oft og fórum með krakkana í bæinn og niður á tjörn og svo pössuðum við fyrir hvor aðra ef þannig stóð á. Við störfuðum mikið í kvenfélagi Karlakórs Reykjavíkur og var Birna m.a. fyrsti formaður kvenfélagsins. Með Karlakórnum fórum við margar skemmtilegar ferðir bæði innan- lands og utan. Ég gleymi ekki öll- um stundunum sem við fjölskyld- urnar áttum í sumarbústaðnum við Þingvallavatn, en þangað buðu Birna og Bjartur okkur oft. Karl- arnir nutu þess að fara út á vatnið og veiða meðan við vinkonurnar fórum í langa göngutúra og spjöll- uðum saman og eftir góðan kvöld- verð var venjan að taka lagið. Birna var mikill bókaunnandi og notaði hún hvert tækifæri sem gafst til lestrar. Við gáfum hvor annarri alltaf bækur í jólagjöf og oft kom það fyrir að við gáfum hvor annarri sömu bókina. Birna var mikið nátt- reyndist okkur alltaf vel og ég veit að hjá drottni er miskunn, því hann geldur sérhverjum eftir verkum hans og hann þekkir eðli vort og minnist þess að við erum mold (Sálm. 62:13,103:14.). Guð geymi þig. Þín tengdadóttir Ólína. Elsku amma búsló. Við munum sakna þín mikið. Við höfum marg- ar góðar minningar t.d. þegar við gistum hjá þér og sváfum hjá þér í hjónarúminu og um nóttina poms- aði Fannar á gólfið og vaknaði ekki og þú hélst að það væri jarð- skjálfti. Þú varðst að segja okkur frá því um morguninn því við vöknuðum ekki. Síðan bauðstu okkur alltaf í kvöldkaffi áður en við fórum að sofa en það var eins og hlaðborð. Síðan fórum við oft að gramsa í skápunum og fundum margt gamalt dót og þú gafst okk- ur stundum af þessu dóti og við skiptum því á milli okkar. Það var svo gaman hjá þér á kvöldin, því við máttum vaka eins lengi og við vildum. Við skiljum ekki hvernig við eigum að lifa án þín, við elsk- um þig heitt. Þín barnabörn Fannar og Sandra. úrubarn og listunnandi. Hún fylgd- ist vel með fuglalífinu við Þingvalla- vatn. Hún teiknaði sjálf vel og sat oft fyrir framan bústaðinn og teikn- aði það sem fyrir augu bar. Birna var mjög söngelsk og söng um tíma með Skagfirsku söngsveitinni. Ég kveð þig um sinn elsku Birna mín eða Diddý eins og ég kallaði þig stundum, far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Bjartur og fjölskylda, megi minningin um Birnu vera með okkur um ókomin ár. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stef.) Þín vinkona, Ernrny. Hún Birna okkar er dáin, á besta aldri. Okkur finnst ekki vera nema örfá ár síðan við hittumst fyrst á Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1961-62. Þar mættum við 36 ungar meyjar, sem þekktust lítið eða ekki neitt. Það tók þó ekki langan tíma að kynnast og verða eins og ein stór fjölskylda. Eftir að skóla lauk myndaðist sam- heldinn hópur sem haldið hefur saman síðan. Birna var með frá byrjun, með smá hléum þegar fjöl- skyldan bjó í Svíþjóð um tíma og síðar í Borgarnesi. Það er margs að minnast. Birna var höfðingi heim að sækja, hvort sem það var bara saumaklúbburinn eða allar skólasysturnar. Okkur er minnisstætt þegar haldið var upp á 20 ára skólaafmælið, þá tók hún á móti hópnum á sinn frábæra hátt. Einnig kemur í hugann jólafundur saumaklúbbsins fyrir nokkrum ár- um, við allar í heita pottinum, nema Birna sem bar í okkur jólaglögg og góðgæti, síðan beið okkar fínasta hlaðborð er inn var komið. Síðasta samverustund okkar var í desem- ber sl. þar sem allir voru hressir og glaðir. Nú er Birna horfin en minning- una um hana munum við geyma. Elsku Bjartur, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu sam- úð. Guð gefi ykkur styrk. Saumaklúbburinn. Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast vinkonu okkar Sig- ríðar Birnu Guðmundsdóttur sem lést sunnudaginn 30. apríl, langt fyrir aldur fram. Vinátta okkar byrjaði við Þing- vallavatn, þar sem við áttum marg- ar ánægjulegar stundir með Birnu og Bjarti í bústað þeirra eða okkar. Á þessum stundum kynntumst við Birnu og þeim góðu mannkosti sem hún hafði til að bera. Aldrei heyrð- um við hana tala illa um nokkurn mann, frekar að hún tæki upp hanskann fyrir aðra. Birna var ekki allra, en hún var vinur vina sinna. Hún var mjög barngóð og nutu strákarnir okkar oft góðs af. Þegar hún stóð á tang- anum sínum og veiddi voru þeir ekki ósjaldan þar og alltaf var hún tilbúin að hjálpa þeim og kenna í sambandi við veiðar. Birna var mik- ið fyrir að veiða enda góður veiði- maður en stutt að minnast þegar hún veiddi urriðan fyrir fjórum ár- um. Um leið og við kveðjum þig, kæra vinkona, þökkum við þér fyrir ógleymanlegar samverustundir. Elsku Bjartur, Vilhelm, Guð- mundur og Eydís, tengdabörn og barnabörn. Þið eigið alla okkar samúð. Guð veiti ykkur styrk til að takast á við erfiðar stundir sem í hönd fara. Svo hvíldu rótt í húmi blíðrar nætur þér hjartans kveðja fylgi grafar til. Við biðjum þann, er lífið vaka lætur um leiði þitt að vefja hlýjum yl. (Hallfreður.) Unnur og Eiríkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.