Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR9. MAÍ 2000 47
+ Gunnlaugur
Kristjánsson
fæddist í Reykjavík
28. apríl 1957. Hann
lést á heimili sínu 30.
apríl síðastliðinn.
Hann var sonur hjón-
anna Helgu Þórðar-
dóttur, f. 2.9. 1926 og
Krisljáns Gunnlaugs-
sonar tannlæknis, f,
13.5. 1925, d. 25.4.
1971. Systkini Gunn-
laugs eru: 1) Anna
meinatæknir, f. 19.8.
1950, gift Jóni H. Jón-
assyni, búsett í Kópa-
vogi. Þau eiga þrjár dætur. 2) Unn-
ur Dóra hjúkrunarfræðingur, f.
19.12. 1951, búsett í Danmörku.
Hún á þijú börn. 3) Þórður skrif-
stofumaður, f. 14.1. 1959, kvæntur
Tinu Krisljánsson, búsett í Dan-
mörku. Þau eiga 2 syni.
Gunnlaugur ólst upp á Sóleyjar-
götu 5 til sextán ára aldurs, en þá
flutti íjölskyldan í Álfheima.
Gunnlaugur kvæntist 1977
Brynhildi Bergþórsdóttur. Þau
skildu. Seinni kona Gunnlaugs er
Sigríður Kristjánsdóttir skrif-
Okkur langar í nokkrum orðum að
minnast elskulegs mágs okkar hans
Gulla.
Við kynntumst þessum stóra góð-
lega manni fyrir um þremur árum
þegar Sísí systir kynnti hann fyrir
fjölskyldunni. Með okkur tókust
strax góð kynni, enda ekki annað
hægt því Gulli var sérstaklega barn-
góður og auðveldur í umgengni.
Hann var ætíð íyrsti maður til hjálp-
ar ef það þurfti að greiða götu
manns.
Það var eftirtektarvert hvað hon-
um gekk vel að ganga drengjunum
hennar Sísí í föðurstað og er missir
þeirra stór. Hann miklaði ekki fyrir
sér að skutlast með þá landshorn-
anna á milli eða eyða kvöldunum
með þeim í heimalærdómnum þar
sem hann var á heimavelli.
Það var mikil gleðistund í lífi allr-
ar fjölskyldunar þegar Gulli og Sísí
gengu í hjónaband. Athöfnin var á
Grundarfirði hjá Diddó og Kollu í
blíðskaparveðri.
Mikil stemmning var í veislunni á
eftir og sérlega gaman þegar öll fjöl-
skyldan brá undir sig betri fætinum
og fór á dansleik þá um kvöldið. I
þessum hátíðarhöldum sáust hvergi
öll þau svörtu ský sjúkdómsins sem
var farinn að herja á Gulla.
Hjónakornin fóru í brúðkaupsferð
til Kanada og var gaman að fá fréttir
af þeim meðan á því stóð. Meðan þau
voru í Kanada eignuðust Asrún og
Kristján son og var mikill spenning-
ur í þeim að koma heim til að sjá
hann, sérstaklega þar sem hann var
sem fyrsta barnabarn þeirra.
Reiðarslagið kom síðan fyrir
tveimur mánuðum þegar ljóst var að
sjúkdómurinn hafði ágerst til muna.
Þetta var gífurlegt áfall því við vor-
um öll, leikir sem lærðir, orðin
bjartsýn á að meinið væri í rénum.
Sísí og Gulli vildu bæði að hann
væri heima eftir síðustu aðgerðina
þar sem hún annaðist hann. Þessa
tvo mánuði skiptust á skin og skúrir
en Gulli var duglegur við að hressa
okkur hin og tók öllu þessu með
miklu æðruleysi.
Það er með miklum söknuði sem
við kveðjum Gulla og biðjum Guð að
aðstoða Sísí og drengina í þessari
miklu sorg. Við sendum einlægar
samúðarkveðjur til móður hans og
systkina.
Kristófer Kristjánsson,
Kolbrún Dröfn Jónsdóttir,
Kristján Þór Finnsson, Ásrún
Óladóttir, Kristófer, Kristrún,
Krislján Amar og Óli.
Á vordögum vaknar náttúran af
dvala vetrarins. Farfuglarnir flykkj-
ast til landsins og vaxandi birtan
miðlar þeirri orku sem allt líf byggist
á. Hin eilífa hringrás er að verki og
eins mótsagnarkennt og það kann að
stofumaður, f. 11.6.
1956, dóttir hjón-
anna Kristrúnar
Kristófersdóttur, f.
17.2. 1920, d. 31.12.
1985, og Kristjáns
Þóris Ólafssonar, f.
4.8.1924, d. 6.4.1999.
Synir Sigríðar, stjúp-
synir Gunnlaugs, em
Sveinn Þórir Erlings-
son, f. 29.5. 1981,
Pétur Þór Erlings-
son, f. 13.10.1982, og
Brynjar Ingi Erlings-
son, f. 12.4.1985.
Gunnlaugur gekk í
Menntaskólann í Reykjavík og
vann að því loknu á Veðurstofu ís-
lands í tólf ár, fyrst á spádeild og
síðar tölvudeild. En síðan vann
hann lengst af sem kerfisfræðing-
ur hjá GSS. Gunnlaugur sótti
fjölda námskeiða og tók þátt í
nefndarstörfum tengdum starfi
sínu, bæði hér heima og erlendis.
Einkum vann hann mikið fyrir
Decus Island og Decas Europe.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
hljóma boðar nýtt líf ævinlega einnig
endalok lífs því að eitt sinn skal hver
deyja. Á vorin virðist lífsaflið svo
sterkt að því fái ekkert grandað.
Samt hangir allt líf ævinlega á
bláþræði, sama hver árstíðin er. Á
síðasta degi einstaklega sólríks ap-
rílmánaðar kvaddi vinur okkar,
Gunnlaugur Kristjánsson. Við höf-
um þekkt Gulla frá þvi hann fæddist.
Hann, systkini hans og synir okkar
voru leikfélagar þegar þau voru lítil
enda mikil og góð samskipti milli
fjölskyldnanna. Minnisstæðar eru
afmælisveislurnar og þá ekki síður
jólaboðin á Sóleyjargötu 5 þar sem
jafnan var líf og fjör. Tíminn leið
fljótt og Gulli og öll hin börnin uxu úr
grasi.
Gulli var rólegt barn og sem full-
orðinn prúðmenni, kurteis og
skemmtilegur. Hann hafði góða frá-
sagnar- og kímnigáfu og jafnan var
stutt í brosið. Hann var vingjarnleg-
ur og barngóður. Náttúrubarn var
hann alla ævi og naut þess að ferðast
um landið sitt, meðal annars fótgan-
gandi, enda göngugarpur og kynnt-
ist landinu því náið.
Náttúrufegurðin umhverfis sum-
arbústað fjölskyldunnar í Bjarkan-
esi í Grafningi hefur áreiðanlega átt
sinn þátt í að örva náttúruskynjun
Gulla. Þar átti hann unaðslega æsku-
daga með fjölskyldu sinni og alla ævi
skipaði þessi staður sérstakan sess í
huga hans. Hann fékk að kynnast
lognkyrrð sumarmorgnanna þegar
vatnið var eins og spegill og engu lík-
ara en tíminn stæði í stað. Kyrrðin
og friðsældin allsráðandi. Á slíkum
morgnum er kall himbrimans það
eina sem rýfur þögnina og vekur
mann af dagdraumum. Á þessum
stað var gott að kynnast gangi árs-
tíða og náttúru og samspilsins þar á
milli. Á vorin er skógurinn grár en
farfuglarnir engu að síður að helga
sér óðal með fallegum söng. Skógur-
inn skrýðist grænum skrúða um það
leyti sem ungar skríða úr eggi og
krían flýgur fram og aftur meðfram
strönd vatnsins í fæðuleit. Bleikjan
leitar á grunnslóð og þá er gaman að
vera strákur með áskapað veiðieðli.
Svo koma heitir sumardagar þegar
allt er í blóma. Síðdegisdemburnar
geta verið ævintýralegar á þessum
stað. Haustmorgnarnir eru svalir,
bláberjalyngið með gómsætum
ávöxtum sínum verður rautt og nátt-
úran býr sig undir vetrardvala. Gulli
var lánsamur að fá að kynnast nátt-
úrunni á þessum yndislega stað. Þá
góðu reynslu hafði hann í farteskinu
alla ævi. Hvergi var heldur betra að
kynnast foreldrum sínum og systk-
inum, fá að fara í bátsferð með pabba
sínum og fá nýsoðinn silung hjá
mömmu.
Við og strákarnir okkar fengum
líka að njóta samvista við Gulla og
fjölskyldu hans í Bjarkanesi. Það
voru sannkallaðir dýrðardagar sem
við erum mjög þakklát fyrir. Ein-
hverjar bestu æskuminningar sona
okkar tengjast einmitt veru þeirra í
Bjarkanesi. Þar nutum við gestrisni
Helgu og Kristjáns, foreldra Gulla,
og skemmtilegra samskipta við börn
þeirra, Önnu, Unni Dóru, Gulla og
Þórð og einnig við ömmu þeirra,
Önnu Kristjánsdóttur. Þetta voru
dýrmætar stundir.
Gulli greindist með krabbamein
fyrir tveim árum. Hann gekkst undir
aðgerð sem virtist hafa heppnast vel
og gaf okkur vonir um góðan bata.
Því miður fór það á annan veg. Gulli
tók veikindum sínum af æðruleysi og
stóð meðan stætt var. Hann var sönn
hetja. I veikindum sínum naut hann
stuðnings og ástríkis allrar fjöl-
skyldu sinnar. Mest mæddi þar á
eiginkonu hans, Sigríði Kristjáns-
dóttur, og sonum hennar sem Gulli
gekk í föður stað. Er þar nú skarð
fyrir skildi enda Gulli barngóður
mapur. Hans er nú sárt saknað.
Ástvinum Gulla vottum við okkar
dýpstu samúð og biðjum góðan guð
að blessa þá alla í sorg þeirra.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með guði,
guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Guðrún Þórðardóttir,
Guðmundur L.Þ.
Guðmundsson.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
égbiðaðþú sofirrótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þásælteraðvitaafþví
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þínveröld erbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þáauðnuaðhafaþighér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfmn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku Gulli. Takk fyrir að leyfa
mér að vera litla vinkona þín, ég veit
að nú ert þú stóri engillinn á himnum
sem gætir okkar allra, sérstaklega
Sísíar þinnar og strákanna ykkar.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Elsku Sísí, ég, mamma, Erna Þór-
ey og Gunnar Þórir sendum þér,
strákunum þínum og öðrum ástvin-
um innilegar samúðarkveðjur og
biðjum Guð að styrkja ykkur og
blessa.
Guð geymi þig, Gulli minn.
Þín
Ásrún Þóra.
Með þessum fátæklegu línum
langar mig að kveðja einn af mínum
bestu vinum, sem ég hef eignast á
lífsleiðinni, um leið og ég þakka hon-
um fyrir að hafa veitt mér þau for-
réttindi, að fá að verða honum sam-
ferða á hluta af okkar stutta
lífshlaupi.
Gulli hafði í nær því þrjá mánuði
beðið eftir að dauðinn sækti hann
heim. Hann tók því með slíku æðru-
leysi, sem enginn getur skilið. Hann
vissi trúlega hvenær sláttumaðurinn
kæmi.
Ég kynntist Gulla, eins og hann
var ætíð kallaður, árið 1980. Það var
sem örlögin hefðu ætlað okkur sam-
leið. Við áttum stórkostlegar stundir
saman næstu árin - á okkar mörgu
og árangursríku veiðiferðum. Bestu
minningar mínar um Gulla eru þó
ferðir okkar austur í Meðalland á
gæs, og lundaveiðar með háfi í
grennd við Reykjavík. Ferðir okkar í
Meðallandið urðu margar og góðar,
og nutum við þar einstakrar gest-
risni vina okkar. Þarna lærði Gulli að
skjóta gæs, og þarna eignaðist ég
minn besta veiðifélaga fyrr og síðar,
þó með fullri virðingu fyrir öðrum
góðum mönnum, sem ég hef veitt
með.
Ég hefði viljað sjá og heyra meira
af Gulla. Það skipti þó ekki máli
hvort dagur eða ár leið á milli okkar
funda. Við vorum samir fyrir því.
í Gulla fann ég sannan vin og
drengskaparmann, sem eru van-
fundnir. Ég votta ættingjum hans og
fjölskyldu mína dýpstu samúð og
vona að tíminn lækni hin djúpu sár,
sem fráfall Gulla skilur eftir í sál
okkar. Sé til Guð, þá mun Gulli ekki
verða langt frá hans sæti. Vonandi
eru leyfðar skotveiðar þar. Þá mun
ég ekki sakna Valhallar.
Björn Birgisson.
Við heilsuðumst varfærnislega
þegar við hittumst í fyrsta sinn, hann
sextán ára, ég fjórtán og hálfs. Það
var 17. júní 1973 og vinahópurinn
hafði ákveðið að við skyldum vera
saman þetta kvöld, enda áttum við
augljóslega eitt sameiginlegt. Við
gnæfðum bæði yfir jafnaldra okkar,
hann þó meira en ég. Sá Gulli sem ég
þekkti var langur og mjór, hæglátur
en sá oft skondnar hliðar á lífinu. Af
gagnkvæmu áhugaleysi hvort á öðru
leiddumst við um Melaskólaportið
þetta kvöld, bæði upptekin af því að
skima eftir þeim sem við raunveru-
lega höfðum augastað á. Áður en
ballið var búið höfðum við komist að
því að við áttum það líka sameigin-
legt að hafa verið skotin í fólki sem
virtist ekki vita að við værum til.
Þetta var upphafið af vináttu okkar.
í sjö ár var hann besti vinurinn
minn, þessi góði drengur. Við vorum
svo ung þá að við mældum aldurs-
mun í mánuðum og sáum heiminn
ýmist í svörtu ljósi eða hvítu. Við
nánast ólum hvort annað upp og
tókst bara merkilega vel. Það var
fátt sem haggaði Gulla, rósemi og
staðfesta einkenndu hann og á
stundum var hann óhemju þrjóskur.
Þrátt fyrir að vera afar ólík að skaps-
munum undum við okkur vel saman.
Við áttum ýmis áhugamál og líklega
var líf okkar óvenju rólegt miðað við
það sem jafnaldrar okkar lifðu.
Daglega lífið fólst í því að skiptast
á að dvelja á heimilum hvort annars,
oftar heima hjá mér því það var nær
skólanum. Þar varð Gulli sem sjálf-
sagður hluti af fjölskyldunni. Yngri
systir mín, þá fimm eða sex ára göm-
ul, gerði sér far um að skríða í kjöltu
þessa nýfundna stóra bróður og for-
eldrar mínir höfðu jafnan miklar
mætur á honum. Með glaðværð og
prúðmennsku vann hann hug þeirra
og hjarta og var ávallt aufúsugestur
á heimili þeirra. Skemmtistaðurinn
okkar var lítið hús við Þingvallavatn,
bústaðurinn sem pabbi hans byggði.
Þar vorum við vikum saman, án raf-
magns og rennandi vatns og þótti
það ljómandi gott. Við eignuðumst
fljótlega lítið heimili og gerðumst
ósköp hefðbundin hjón, þótt ung
vænim. En svo kom að því að önnur
viðfangsefni kölluðu, leiðir skildu og
við kvöddumst með söknuði.
Næstu tuttugu ár hittumst við
stundum á förnum vegi og tókum tal
saman. Við vissum oftast það helsta
sem á daga hins hafði drifið, höfðum
alltaf spumir hvort af öðru.
Það er ekki langt síðan að ég frétti
að Gulli væri alvarlega veikur og að
hann væri að fara að gifta sig. Þegar
ég hringdi tók hann glaður við ham-
ingjuóskum og sagði mér rólega frá
veikindum sínum og því að hann ætti
nokkra góða mánuði eftir. Hann
hafði ekki áhyggjur af sjálfum sér,
hugur hans var fyrst og fremst hjá
fjöjskyldunni.
Ég kvaddi hann aftur fyrir nokkr-
um vikum. Það var dýrmætt fyrir
mig að geta þakkað honum fyrir
þessi sjö góðu ár. Hann var góður
drengur, hann Gulli og ég kveð hann
nú með söknuði, í síðasta sinn.
Ég votta konu hans, Sigríði, og
sonum hennar, Helgu, Önnu, Dóru,
Didda og fjölskyldum þeirra innilega y'
samúð mína og ber þeim sömu
kveðju frá foreldrum mínum og
sysfrum.
Brynhildur Bergþórsdóttir.
Þögninni einni segjum okkar sorg.
Sungin var gleðin út í vind sem blés.
Spor lágu burt úr dalnum annan dag,
dögg féll af greinum lítils reynitrés.
Þögninni einni segjum okkar sorg.
Við Gulli áttum samleið í rúm sjö
ár. Hann var mætur maður og við
vorum góðir vinir. Mér þótti mjög'"
vænt um hann. Ég mun aldrei
gleyma honum og bið Guð að varð-
veita minningu hans.
Oddgeir.
Gulli, nú hafa bjöllur lífs þíns
hljóðnað, langt um aldur fram finnst
okkur sem höfum átt með þér góðar
stundir. Og víst er að ómur þeirra
mun hljóma í minningunni lengi enn.
Ég kynntist þér fyrir um átta ár-
um þar sem þú varst duglegur
tæknimaður hjá Veðurstofunni þeg-
ar ég vann að einhverjum verkefnum
fyrir stofnunina. Og það var með mig
eins og sjálfsagt svo marga aðra, að
eftir að hafa kynnst þér, hafði ég/
eignast góðan vin. Leiðir okkar hafa
síðan fléttast saman á ýmsa lund,
ekki hvað síst í DECUS, félagi Digit-
al tölvunotenda. Við sátum að vísu
ekki alltaf við sama borð, stundar-
hagsmunir okkar lágu ef til vill ekki
alltaf samsíða, en það var aldrei svo
að skugga bæri á vináttuna, það var
alltaf auðvelt að skilja þína hlið á
málunum.
Innan DECUS varðst þú fljótt
hálfgerð goðsagnapersóna, að öðr-
um ólöstuðum varðstu helsta drify
fjöður félagsskaparins hér heima og '
vel þekkt andlit í Evrópudeildinni.
Fólk hefur eflaust skynjað traust-
stilfinninguna sem þú geislaðir frá
þér og þú varst ekki vanur að fara
með neitt fleipur. Því var það svo að
þú varst kosinn til metorða í Evrópu-
deildinni, og varst tíðum á fundum
erlendis.
Hér heima nýttist það ágætlega
þegar þú komst að utan, fullur af
hugmyndum og eldmóði og með
sambönd sem hjálpuðu til við að
hrinda hugmyndunum í fram-
kvæmd. Það vildi því brenna við að
meðan þú hafðir tíma til að sinna
DECUS lenti gjarnan drjúgur skerf-
ur verkefna á þínum herðum.
Gulli, þær voru ófáar góðu stund-^ *
irnar sem við áttum saman, ýmist á
vinnufundum hér heima eða á veit-
ingahúsum í einhverri Evrópuborg-
inni með hópi fólks af ýmsu þjóðerni.
Þar varst þú góður vinur meðal vina.
Og það leyndi sér ekki að málefni
DECUS lágu þér nærri hjarta,
aldrei var langt í að þau bæri á góma
þegar maður hitti þig á fömum vegi.
En núna tilheyrir þetta endurminn-
ingunum og ég veit að það eru marg-
ir sem eins og ég hugsa til þín með
söknuði. Það era margir DECUS fé-
lagar og aðrir hér heima og erlendis
sem vilja koma á framfæri þakklæti
sínu fyrir að hafa átt þess kost að
kynnast þér og deila með þér stund-
um og áhugamálum og sem jafn-L--
framt vilja skila samúðarkveðju til
ástvina þinna. Vertu sæll, vinur.
Jóhann Ármann Fannberg.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í
tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/
sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
GUNNLAUGUR
KRIS TJÁNSS ON