Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ * Kennaraháskólinn - Háskólaráð Kennaraháskóla Islands hefur samþykkt nýtt skipulag á almennu kennaranámi í grunnskólaskor. Gunnar Hersveinn kynnti sér það og ræddi við forsvarsmenn um breytingarnar, lenfflngu námsins og sérhæfínffu kennara. Breytt kennara-, nám í KHI / / • Igildi fjórða árs kennaramenntunar í KHI verður viðbótarnám með fjarnámssniði • Kennaranemar sem byrja í haust í KHÍ munu taka 25 einingar á kjörsviði í einni grein ALMENNT kennara- nám í grunnskólaskor Kennaraháskóla ís- lands hefur verið end- urskoðað. Nýbreytnin felst m.a. í því að nú gefst nemend- um kostur á að sérhæfa sig í kennslu yngri bama. Einnig verður hægt að taka 25 einingar í bókleg- um greinum eins og íslensku og stærðfræði líkt og verið hefur árum saman í verklegum greinum. Aður tóku nemendur í bóknámsgreinum 12,5 einingu í tveimur greinum. Jafnframt hefur nám í sameiginleg- um kjama verið minnkað og frjálst val kennaranema aukið. Háskóiaráð KHÍ hefur samþykkt nýjan skipuiagsramma iýrir grunn- skólaskor og hefur nú þegar verið gengið frá skipulagi námsins fyrir háskólaárið 2000-2001. Unnið verð- ur að nánari útfærslu í sumar og mun endanlegt skipulag liggja fyrir í haust. Kennaranámið verður áfram 90 einingar og verður því skipað í eftir- farandi meginsvið: Menntunar- fræði 24. ein., greinasvið: kjarni 16 ein. og kjörsvið 25 ein., vettvangs- nám 12 ein., lokaritgerð 3 ein. og frjálstval 10. ein. Sérhæfing kenna- rans fer fram á kjörsviðum, en þau em íslenska, stærðfræði, upplýs- ingatækni, erlend mál, náttúra- fræði, samfélagsgreinar, list- og verkgreinar, heimilisfræði og kennsla yngri bama. Yngri bama kjörsvið mun taka mið af kennslu barna í 1.-6. bekk og verður fléttað saman námskeiðum um nám og kennslu ungra barna og námskeiðum á greinasviðum. Upp- lýsingatækni fær sérstöðu sem 10 eininga kjörsvið. Breytingin á skipulagi námsins er m.a. gerð vegna nýrrar aðalnámskrár. Sveigjanleg leið fyrir alla Á fyrri hluta yfirstandandi há- skólaárs var reiknað með að kenna- ranámið spannaði fjögur ár eða 120 einingar frá og með næsta skólaári. Horfið var frá þeirri hugmynd þeg- ar nýr rektor Kennaraháskólans, dr. Ólafur Proppé, lagði til aðra leið í janúar 2000. I framhaldsdeild skólans verður í stað lengingar á grannnáminu boðið upp á 15-30 ein- inga framhaldsnám til dýpkunar á kjörsviðum í fjamámi bæði fyrir nýútskrifaða og starfandi kennara í landinu. Nemendur geta svo haldið áfram og lokið M.Ed.-námi með því að taka 30 einingar til viðbótar. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort þetta 30 eininga viðbótarnám verði síðar gert að fjórða árinu í grunn- námi kennara. „Eg tel þetta góða og sveigjan- KHI í hnotskurn ► Kennaranám í Kennaraháskóla íslands er skipulagt sam- kvæmt lögum sem tóku gildi 1. janúar 1998. Með lögum þessum voru Fósturskóli íslands, íþróttakennaraskóli fs- Iands, Kennaraháskóli íslands og Þroskaþjálfaskóli fslands sameinaðir í eina stofnun og er nú stjórnað af háskólaráði KHÍ. Rektor er Ólafur Proppé. ► Markmiðið skólans er m.a. að efla uppeldis- og kennaramenntun á Islandi. U.þ.b. 1.300 nemendur eru í KHÍ og um 140 kennarar. ► KHÍ skiptist í tvær deildir, grunndeild og fram- haldsdeild, auk Símenntunarstofnunar. Nám leikskólakennara, grunnskólakennara, fram- haldsskólakennara, iþróttakennara og þroskaþjálfa fer fram í grunndeild. Námi í deildinni lýkur með B.Ed.-gráðu. ► I framhaldsdeild er nám til meistaragráðu m.a. á svið- um kennslufræða, sérkennslufræða, stjórnsýslufræða og uppeldisfræða. Hið nýja viðbótarnám á kjörsviðum verður í franthaldsdeild skólans. ► Á vegum sfmenntunarstofnunar er fjölbreytt starfsemi, s.s. sumarnámskeið ýmiskonar, ráðgjafastarfsemi og styttra nám fyrir ólíka hópa. ► Fjarnámsleiðir eru boðnar við flestar námsbrautir KHÍ. Yfir 400 nemendur stunda nú nám sitt með ijar- námssniði. ► Brautskráning við KHÍ fer fram þrisvar á hverju skólaári. Á árinu 1999 brautskráðust 370 kandídatar, 320 úr grunndeild og 50 úr framhaldsdeild. Breytingin í hnotskurn Aðalbreytingarnar eru: ► Áður lærðu allir að kenna 6 til 16 ára börnum. Núna geta kennaranemar sérhæft sig í kennslu yngri barna 1.-6. bekk jeða eldri barna 5.-10. bekk. ► Áður var frjáist val nemenda 3 einingar en nú er frjálst val 10 einingar, auk bundins vals. ► Áður tóku nemendur í bóknámsgreinum 12,5 einingar í tveimur greinum. Núna taka nemendur 25 einingar á kjörsviði, hvort sem um bóklega grein, list- eða verkgreinanám er að ræða. ► Aður hafði upplýsingatækni ekki sérstöðu sem kjör- svið. Núna er hún kjörsvið með 10 einingum og 15 eining- um af öðru sviði. ► Margar smærri breytingar verða einnig gerðar, en frá næsta hausti verður nám í grunnskólaskor eftirfarnandi: Menntunarfræði (lágmark 24 einingar). Greinasvið (lágmark 41 ein.): Kjarni 16 ein. og kjörsvið 25 ein. Kjörsviðin eru: íslenska, Stærðfræði, Erlend mál, Nátt- úrufræði, Samfélagsfræði. List- og verkgr. Heimilisfræði. Yngri barna svið. Upplýsingatækni (10 ein.). Frjálst va.110 ein. Vettvangsnám 12 ein. Lokaritgerð 3 ein. ► I framhaldsdeild verður svo boðið upp á 15-30 eininga viðbótarnám fyrir bæði nýútskrifaða kennara og starfandi kennara. Nám þetta verður með fjarnámssniði og má líta á það sem ígildi fjórða árs kennaramenntunar. lega leið, hún gefur öllum kennur- um kost á að bæta við sig námi,“ segir dr. Börkur Hansen skorar- stjóri grannskólaskorar. Breyting- una á kennaranáminu telur hann gefa kennaranemum aukið svigrúm til að móta nám sitt. „Kennaranemi sem t.d. ætlar að starfa við lítinn skóla á landsbyggðinni getur skap- að sér meiri breidd með því að nota frjálst val sitt til að taka fleiri grein- ar,“ segir hann, „og kennaranemi sem býst við að kenna í stóram skóla, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, getur ákveðið að sérhæfa sig að mestu leyti í einni kennslugrein." Börkur segir að þótt breytingin á kennaranáminu sé ekki byltingar- kennd, geri hún kennaranemanum betur fært en áður að laga námið að eigin hæfileikum og áhuga. „Vilji hann verða t.d. stærðfræðikennari getur hann lokið 25 einingum á því sviði, sem er tvöföldun frá því sem áður var. Hafi hann áhuga á breiðu kjörsviði getur hann valið t.d. nátt- úrafræðakjörsvið, sem rúmar líf- fræði, eðlis- og efnafræði og landa- fræði, þar sem 15 einingar era í boði í hverri grein auk 5 eininga sameig- inlegs kjörsviðskjarna, og svo notað frjálst val sitt til að taka námskeið t.d. á samfélagssviði." Baráttan fyrir 4. árinu Nokkur vatnaskil verða með breytingunni vegna forsögunnar. Árið 1988 setti Alþingi lög um Kennaraháskólann þar sem mælt var fyrir um að kennaranámið yrði fjögur ár í stað þriggja. Lengingu námsins var hinsvegar ítrekað frestað af hálfu yfirvalda. Árið 1997 vora svo samþykkt ný lög um Kennaraháskólann þar sem engin ákvæði vora um lengd námsins. Áfram var þó unnið að skipulag- ningu fjögurra ára kennaranáms af hálfu skólans. Kennarasamband Is- lands studdi einnig lengingu kenna- ranámsins. Þá hafa margir þriðja- árs nemendur við skólann verið hlynntir lengingu námsins. Kenna- ranám í viðmiðunarlöndum okkar er fjögur til sex ár. Það er því vissu- lega eftirtektarvert að háskólaráð KHÍ skuli nú samþykkja áfram- haldandi þriggja ára nám. ,AHar götur frá árinu 1985 hefur krafan um lengingu kennaranáms- ins verið á dagskrá," segir Ólafur Proppé, rektor KHÍ, „meðal annars vegna þess að margbreytileiki nem- endahópsins í grannskólunum hef- ur aukist veralega á undanförnum áratugum og kröfur til kennara sömuleiðis, bæði á barna- og ungl- ingastigi." Eftir að lögin frá 1988 vora samþykkt gaf skólinn út nýja námskrá og auglýsti árið 1991 fjög- urra ára 120 eininga kennaranám. Þáverandi menntamálaráðherra stöðvaði framkvæmdina nokkram dögum áður en kennsla átti að hefj- ast. „Eg get einungis getið mér til um raunveralegar ástæður þeirrar ákvörðunar. Ef til vill fólst hún í því að þriggja ára kennaradeild við Há- skólann á Akureyri hafði þá verið stofnuð, eða að ráðherrann hafi ótt- ast að á ákveðnu tímabili væri ekki hægt að útskrifa nægilega marga kennara til að manna skólana. Ástæðan gæti líka verið sú að fram- kvæmdin hafi að mati yfirvalda ver- ið of dýr“. Ólafur segist vissulega vera hlynntur lengra kennaranámi og nefnir nokkrar starfsgreinar þar sem krafist er fjögurra ára háskóla- náms. „Hvers vegna telja menn að kennaranám þurfi einungis að vera þrjú ár, en t.d iðjuþjálfun og sjúkra- þjálfun fjögur ár? Er það ekki ósk foreldra að bömin þeirra fái vel menntaða kennarara sem hafi þekkingu og færni til að stuðla að betra skólastarfi og auknum náms- árangri? Áttar fólk sig ekki á hvað starf kennarans er mikilvægt fyrir fyrir böm og unglinga á mótunarár- um þeirra? Er kennarinn nógu vel að sér í kennslugrein sinni? Kann hann að beita mismunandi kennslu- aðferðum markvisst? Getur hann greint vandann hverju sinni? Kann hann að leysa úr honum? Það kem- ur betur og betur í ljós hvað kenna- rinn skiptir miklu máli varðandi nám nemenda. Er það ekki þess virði að efla kennaramenntunina og þannig óbeint að leggja grunn að betra skólastarfí? Það finnst Finn- um að minnsta kosti, því þeir leyfa engum að kenna bömum í grann- skólum nema vera með meistara- próf úr Kennaraháskóla." Fjöldi kennara í landinu Ólafur nefnir tvær hugsanlegar ástæður fyrir því að íslendingar hafi dregist aftur úr nánast öllum samanburðarlöndum sínum í kennaramenntun. Önnur ástæðan er vanmetið gildi kennslufræðinn- ar. „Hér telja margir að nóg sé að kunna fagið og vera góð manneskja til að geta kennt því allir viti hvem- ig börn eru og allir hafa verið í skóla,“ segir hann. „Gildi kennsluf- ræðinnar er oft ranglega metið og alvarlega misskilið. Hún er jafnvel af sumum sem lítt þekkja til talin skaðvaldur, þegar hún er í raun ekkert annað en verkfræði kenna- rans. Án kennslufræði kann hann ekki til verka og getur ekki stundað markvissa og árangursríka kennslu. Hin ástæðan er afstaða ríkis og sveitarstjórna sem þurfa að MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 39 Morgunblaðið/Sverrir Viðbótamám með fjarnáms- sviði er igildi fjórða árs. Ólafur Proppé og Börkur Hansen. „manna“ skólana á hveiju hausti og berjast hugsanlega þess vegna ekki fyrir lengingu kennaranáms. Slík afstaða byggist á mikilli skammsýni og jafnvel metnaðarleysi. Það gleymist oft að nýútskrifaðir kenn- arar leysa ekki kennaraskortinn. Fjöldi menntaðra kennara í landinu er nægur, en þeir era margir hverj- ir í öðrum og oft betur launuðum störfum," segir hann. Fet nær sænsku línunni Ólafur Proppé og Börkur Han- sen sjá sóknarfæri í nýju skipulagi í grannskólaskor KHI. Staðan hafi að ýmsu leyti verið erfið, en nú hef- ur Kennaraháskólinn undirritað þjónustusamning við ráðuneyti menntamála og fjármála sem gefur kost á að fjölga nemendum við skól- ann (sjá: Mbl. 12.2.00: Mælikvarð- inn skapar vandann). Nýja skipu- lagið er bæði svar við kröfum um að kennaranemar geti dýpkað þekk- ingu sína í aðalkennslugrein sinni og einnig kröfum um aukna viðbót- ar- og símenntun fyrir starfandi kennara. Kennaranámið hefur því frá ákveðnu sjónarhomi verið eflt og aukið. Kjörsviðin era efld, valið er aukið, yngri bamakennsla er styrkt og eldri kennarar geta bætt við sig þekkingu á kjörsviðum í fjamámi. Ólafur segir að hlutur milli- stjómenda í grunnskólum hafi vax- ið, teymisvinna aukist og fram- haldsnám fyrir kennara á breiðum grundvelli undirbúi þá fyrir slík störf, t.d. störf fagstjóra eða sviðs- stjóra. „Mest er þó um vert að um nýja skipulagið í grannskólaskor er ágæt samstaða og nýtur það stuðn- ings bæði menntamálaráðherra og kennarasamtaka. Það er full sam- staða um að stíga þetta skref,“ segir hann. Ólafur segir þetta skref einnig áhugavert í sögulegu Ijósi. „Segja má að Island hafi fylgt sömu stefnu og Danir (og Norðmenn) í kennara- menntun, það að hún sé heildstæð fyrir allan grannskólann, þ.e. kennslu 6 til 16 ára nemenda. Kenn- araháskólalögin frá 1971 vora t.d. beinlínis sniðin eftir þeim dönsku,“ segir hann. „Hina stefnuna á Norð- urlöndum má kenna við Svía (og Finna), en þar velja kennaranemar strax brautir eftir því hvort þeir ætla sér að kenna yngri börnum eða unglingum. Þetta skref okkar brúar á vissan hátt bilið milli þessara tveggja hefða.“ Nemendum kenndur sjálfsagi „Samkeppni kennir bömum að líta á aðra sem hindrun við að ná árangri." Þessi full- yrðing er óvænt. Hún var meðal þess sem rætt var á tveggja daga námskeiði í Foldaskóla 4. og 5. maí. Námskeiðið var um hugtakið „að byggja upp“. Upp- bygging er m.a. að skapa aðstæður fyrir manneskju til að leið- rétta mistök og að snúa aftur til hópsins sterkari en fyrr. Kennari á námskeiðinu var Diane Gossen frá Kanada. Hún lýs- ir uppbyggingarstefnunni svona: „Þegar við leiðum hugann að hugtakinu uppbygging, að byggja upp sjálfstraust, dettur flestum í hug að átt sé við þolandann - fórn- arlambið. Enda þótt þetta sé mikil- vægt er um annað að ræða hér. Megin áherslan er hér á sjálfsupp- byggingu gerandans. Uppbygging fjallar um gerandann, hvernig hann byggir sig upp til að verða aftur sá maður sem hann vill vera og telur sig fullsæmdan af eftir að hafa orð- ið á sú skyssa að hafa beitt rangind- um. Uppbygging fjallar þannig að mestu leyti um að ná aftur jafnvægi og sjálfstrausti. Öll höfum við myndir af því í kollin- um á hvem veg við viljum hafa hlutina. Verðmætasta myndin er af þeim lífsgildum sem við metum mest. Sú mynd er eins og segull sem dregur til sín þá hegðun sem svarar til hennar. Eg hef þá mynd af sjálfri mér að ég sé um- hyggjusöm, hæf í starfi, og ábyrg mann- eskja sem sé alltaf vaxandi og sjálfsmeð- vituð. Þegar ég skynja sjálfa mig úr jafnvægi leitast ég við að byggja mig aftur upp þannig að ég líkist þeirri mann- eskju sem ég vil vera. Þetta ferli endurappbyggingar er endalaust viðgerðarstarf. Fólk, sem gengur vel í lífinu, er í sífellu að byggja sig upp. Oft gerist þetta nánast sjálfkrafa, þegar fólk er orð- ið leikið í þessari Ust. Uppbygging- arferiið er skapandi list og er sér- staklega krefjandi þegar óljóst er hvemig hægt er að framkvæma viðgerðarstarfið." Gossen fjallaði um lífsgildi og reglur á námskeiðinu. Spurningar komu fram um hvað ráði hegðun fólks, sjálfsmyndir, refsingu og aga, en hugtakið sjálfsagi var í brennidepli. Segja má að hætta sé á Diane Gossen Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kennarar í Foldaskóla voru á íveggja daga námskeiði um hugtökin uppbygging og sjálfsagi. ofstjóm jafnt kennara og foreldra á bömum. Gossen segir: „Áherslan í uppbyggingu verður allaf að vera á að styðja nemandann við að styrkja sjálfan sig. Að valda nemendum sínum óþægindum er að stjómast í þeim. Þvinganir kenna ekki sjálfs- aga. Við gerum öll glappaskot. Þeg- ar svo fer eram við einfaldlega ekki þær marineskjur sem við viljum vera. Ef við horfumst í augu við mistökin og glappaskotin getum við farið í árangursríka uppbyggingu á okkur sjálfum, við eflumst með því að verða þær manneskjur sem við eram fær um að vera. Við græðum ekki aðeins á þessu sem einstakl- ingar, heldur græðir samfélagið í heild á því að við beitum þessu ferli.“ Magni Hjálmarsson námsráð- gjafi í Foldaskóla segir að bæði kennarar og foreldrar, sem fengu kynningu á námskeiðinu, hafi verið snortnir. Hugmyndin er að leggja áherslu á lífsgildi og sjálfsaga. Nemendur spyrji sig: Hvemig manneskja vil ég vera? Þeim sé hjálpað að stjórna sér sjálfir. Hér má nefna einn þátt úr nám- skeiðinu í lokin: Nemendur læra að... ...þeir hafi 5 grandvallarþarfir. ...þeir geti mætt þörfum sínum með góðri og vondri hegðun. Öll hegðun hefur tilgang. ...hegðun þeirra skiptist í 4 hluta. Þeir taka lífsgildi sín til íhugun- ar. Þeir gera verkefni í kring um „manneskjuna sem ég vil vera.“ Þeir semja bekkjarreglur. Þeir læra um 5 stöður stjómunar eða um 3 ástæður fyrir hegðun fólks. Þeir læra um mismuninn á ytri agastjóm og innri uppbyggingu. Þeir læra að það sé í lagi að mis- takast. Að tala um hegðun sína fremur en um hegðun annarra. Viðurkenn- ing í þágu verk- og tækni- menntunar „Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar á háskólastigi á Islandi" veit- ir 26. maí viðurkenningu fyrir gott framtak í þágu verk- og tæknimenntunar. Tilgangurinn er að beina athygli að framlagi er eflir verk- og tæknimenntun á háskólastigi. Björn Bjarna- son menntamálaráðherra afhendir viðurkenninguna á vinnustað verðlaunahafa. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er afhent og hefur stjórn Hags- munafélagsins ákveðið að hún falli í skaut þeim sem hefur unnið sérstakt fram- tak á sviði stærðfræði. Leit- að er eftir tilnefningum um skóla, kennara og nemend- ur á framhaldsskólastigi sem skarað hafa fram úr á sviði náms og kennslu í stærðfræði. Ábendingar berist fyrir 15. maí nk., merkt: Það er vit í verk- og tæknifræði Samtök iðnaðarins Hallveigarstíg 1 101 Reykjavík (Fax: 511 5566, netfang: mottaka@si.is) Fólk er hvatt til að benda á þá sem þykja viðurkenn- ingarinnar verðir. Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi olía Lærðu hótelstjórnun í Svise, I3andaríkjunum eða Astralíu Leggðu grunninn að alþjóðlegum starfsferli með námi í hótelstjórnun Diploma í hótelstjórnun. „Cesar Ritz Collegesu. Skólamir bjóða diplomu í hótelstjórnun. Um er að ræða 2 ára nám þar sem mikil áhersla er lögð á að þjálfa nemendur í hagnýtri hótelstjómun, sérstaklega hótel með veitingarekstur. Námið felur m.a. í sér tvö launuð lærlingstímabil. ...Og bœttu um betur: BA-gráða. Washington State University og háskólamiðstöðin „Cesar Ritz“ í Sviss. í háskóla- miðstöðinni „Cesar Ritz“ færðu heimsklassa menntun til lokaprófa (undergraduate/ graduate) í eftirfarandi greinum: / Svissnesk hærri diploma í hótelstjómun. / BA gráða frá Washington State University í hótel- og veitingastjómun. / MS gráða í alþjóðlegri hótel- og móttökustjómun. Öll námskeið eru kennd á ensku. KYNNINGARFUNDUR fimmtudaginn 11. maí kl. 17.30 í Kiwanis-húsinu, Engjateigi 11, 105 Reykjavík. Fulltrúi í Skandinavíu: Universal Studies, Parkveien 8, 5007 Bergen, Noregi. Sími 0047 5536 9300. Fax 0047 5536 9301. Veffang: www.unistu.com Netfang: office@unistu.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.