Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Aftur og aftur „ENDURTEKIÐ efni, aftur og aftur“ gæti verið einkunnarorð reiðhallar- sýningarinnar árlegu sem haldin var á fostudags- og laugardagskvöld í Reið- höllinni í Víðidal. Þessi sýning og lík- lega allai- þær sýningar sem haldnar hafa verið síðustu árin eru nánast bergmál hver af annarri og mætti líkja því við að sama leikrit væri sýnt ár eft- ir ár en skipt um leikara jafnt og þétt. Það sem ber þessar sýningar uppi eru góðir hestar og snilldar reiðmennska í mörgum tilvika en hugmyndaflugið og sköpunargleðin heft við gerð atrið- anna með örfáum undantekningum. Auðvitað eru hestarnir og reið- mennskan mikilvægustu þættimir í hestasýningu og víst er að margt gladdi augað í þeirri sýningu sem hér skal fjallað um. Hestakosturinn var býsna góður og enn og aftur undir- strikar reiðhallarsýning mikla grósku í hestamennsku, bæði ræktun og reið- mennsku. Framfarir kannski ekki svo stórstígar á toppnum en nýliðun knapa og hesta á góðum vegi og breiddin virðist mikil. Hefðbundin hringekja A laugardagssýningunni var allt með hefðbundnum hætti, klárhestar, klárhryssur, unglingar að norðan og að sunnan í skrautreið, fjöldi stóð- hesta og ýmiskonar sóló eða dúettar voru meðal atriða og svo framvegis. Það sem skar sig úr þessari venju- bundnu hringekjureið var framlag Fríðu M. Halldórsdóttur og fóður hennar Halldórs Sigurðssonar frá Efri-Þverá. Stutt atriði þar sem þau í sameiningu létu hina 16 vetra Glóeyju leggjast með Fríðu á baki og gekk hún síðan á milli fóta hryssunnar þeg- ar hún var staðin á fætur. Reynir Að- alsteinsson og Atli Guðmundsson voru með huggulegt fímiatriði þai- sem hraði og þembingsreið var sett til hliðar og riðnar penar fimiæfingar með ágætum útskýringum þular. Þama gætti áhrifa frá nýafstaðinni afmælissýningu Félags tamninga- manna. A sýningunni gat að líta fjölda góðra hesta og er að sjálfsögðu erfitt Sljama reiðhallarsýningarinnar var að margra mati stóðhesturinn Smári frá Skagaströnd, knapi er Unnsteinn Jóhannsson. að gera upp á milli. Ræktunarbússýn- ingamar vora flestar í góðu lagi þar sem Miðkotshópurinn var hvað frísk- astur og vissulega vöktu fjórir góðir stóðhestar frá Miðsitju verðskuldaða athygli. Það era ekki mörg bú sem geta teflt fram svo mörgum stóðhest- um í þessum gæðaflokki sem þama var. í afkvæmasýningu Odds frá Sel- fossi var brotið upp hið hefðbundna hringreiðaiform og sýningin góð með Odd sjálfan í broddi fylkingar. Hins- vegar varð ég heldur fyrir vonbrigð- um með framgöngu og atgervi af- kvæmanna sjálfra sem slíkra án þess að því sé haldið fram að þau hafi verið léleg, síður en svo. Vera kann að von- irnar hafi verið full hátt stemmdar. Þá komu fram sex afkomendur Ófeigs frá Flugumýri honum föllnum til heiðurs og vora þar á meðal afbragðs- góð hross eins og Gná frá Vindási sem Albert Jónsson sýndi en lítið hefur farið fyrir honum á reiðhallarsýning- um gegnum tíðina. Af öðram hrossum sem þama vöktu athygli undirritaðs má nefna rauðskjóttan hest sem Stígandi heitir, en honum var riðið í sýningu unglinga frá Suðurlandi af Heklu Katarínu Kristinsdóttur. Stígandi er frá Kirkjulæk í Fljótshlíð, væntanlega undan Stíg frá Kjartansstöðum og Glettu frá Kirkjubæ. Þama fór myndarlegur hestur á áreynslulausu úrvalstölti. Einum sýningargesta varð að orði að ef hann ætti eða gæti ræktað hundrað svona hesta þyrfti Stdðhestasýningin á Víðivöllum Afram trónir Númi á toppnum Númi frá Þóroddsstöðum er hinn ókrýndi sigurvegari, alltaf verið toppnum hvar sem hann hefur komið fram og engin breyting varð á því nú. Knapi er Daníel Jónsson. Askur frá Kanastöðum, sonur Svarts frá Unalæk, er líklega föðurbetr- ungur hvað varðar einstaklingsdóm þótt ekki hafi hann enn náð fóður sínum í hæfileikum. Knapi er Þórður Þorgeirsson. Morgunblaðið/Valdimar Markús frá Langholtsparti hækkaði I hæfileikum og hafnaði í' þriðja sæti í sínum flokki, en Sigurbjörn Bárðarson segir þá félaga eiga nokk- ur tromp á hendi sem verða dregin fram á landsmótinu í sumar. EKKERT lát er á sigurgöngu Núma frá Þóroddsstöðum í kynbótadómum og nú þegar hann kom í fjórða skipti í dóm stóð hann efstur í sínum flokki og eins og alltaf hækkar einkunn hans. Ferill Núma er einstakur en þrátt fyrir það örh'tið umdeildur og menn vissulega ekki jafn hrifnir af honum. Helstu kostir hans eru mikið rými og afköst á gangi og nú kom það fram að hann býr yfir afbragðs góðu feti sem nú er í fyrsta skipti tekið inn í hæfi- leikaeinkunn. Númi hækkar veralega fyrir sköpulag, úr 8,23 í 8,37, en þar ■ veldur hækkun úr 9 í 9,5 fyrir fóta- gerð og svo bætist 8,5 fyrir prúðleika sem er nú í fyrsta sinn í sköpulag- seinkunn. Fyrir hæfileika hækkar hann úr 8,50 í 8,65 og þar veldur fetið, (9,0) einhverju, þótt vægi þess sé ekki mikið. Hann hækkar fyrir vilja og geðslag í 9,5; hafði áður 9 fyrir vilja og 8 fyrir geðslag og fyrir fegurð í reið fær hann 8,5 sem er mjög umdeilan- leg einkunn. Hann lækkaði úr 10 fyrir skeið í 9,5 en þessi toppeinkunn var á sínum tíma mjög umdeilanleg því klárinn er mjög hár í höfuðburði, allt að því upp úr beisli á skeiði og svo virðist þurfa að hjakka mikið í honum á spretti til að hemja hann. Helstu gallar Núma era stii’ðleiki í tölti sem gerir það að verkum að hann hefur aldrei fengið hærra en 8,0 fyrir tölt og einnig er hann mjög ókyrr í höfuð- burði og virðist einhver stirðleiki vera í kverk. Númi er mikill afkastahestur og vel skapaður gripur en svo geta menn deilt um hvort hann verðskuldi svo háar tölur eða ekki og ræður þar sjálfsagt smekkur hvers og eins. Næstur Núma kom Keilir frá Miðs- itju sem hefur verið mildð mærður í umræðunni allt frá landsmótinu á Melgerðismelum, stórmyndarlegur hestur í framgöngu. Mikill fótaburður og falleg frambygging setur mikinn svip á þennan ágæta hest. Hann býr yfir góðu og hægu tölti og svona upp að milliferð en þá fer að örla á skeið- takti þegar greitt er úr honum og þessi veikleiki hamlar honum í hærri einkunn en 8,5. Vantar hann einnig meiri fjöðran í afturpart. Brokkið hef- ur verið afar tæpt í Keili sem fær nú ,7,5 sem hann verðskuldar fyllilega. Það er hinsvegar áhyggjuefni hversu brokkið er veikt í annars ágætum hestum frá Miðsitju sem vora áber- andi á sýningunni. Keilir fær 8,44 fyr- ir sköpulag og skipar sér þar í röð hæst dæmdu afkvæma Ófeigs frá Flugumýri. Er hann með 9 fyrir háls og herðar og bak og lend. I hæfileik- um er hann með tvær níur, fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið. Ekki er því að neita að Keilir olli undirrituð- um nokkram vonbrigðum og er hann líklega gott dæmi um hest sem hefur verið upphafinn í miklar vinsældir í umræðunni og því eðlilegt að byggðar séu upp miklar væntingar. í þriðja sæti hafnaði Markús frá Langholtsparti sem einnig hefur hlot- ið sinn skerf af umræðunni síðustu tvö árin. Hér er á ferðinni ólík hest- gerð. Er til að mynda með 7,5 fyrir háls og herðar og samræmi en aftur 9,5 fyrir hófa og 9,0 fyrir fótagerð. Þarna er greinilega verið að taka á hinum gilda hálsi. Markús lækkar fyrir sköpulag úr 8,05 en hefur lengst af fengið 7,99 í því. í hæfileikum er annað upp á teningnum; hann fær 9 fyrir tölt og sömu einkunn fyrir hægt tölt og 9,5 fyrir vilja og geðslag. Hann bætir sig í hæfileikum úr 8,53 í 8,61 en þrátt fyrir það fannst mörgum í brekkunni að klárinn væri ekki alveg eins góður og hann ætti að vera en þá er það spumingin um hvaða vænting- ar eða kröfur era gerðar fyrirfram. Má segja um þessa þrjá hesta sem hér um ræðir að allir eru þeir fram- úrskarandi hestar sem eiga góða möguleika á að standa í fremstu röð á landsmótinu í sumar. Til þeirra era gerðar miklar kröfur þegar þeir koma fram. Brekkan er óvæginn en hafa skal í huga að þegar fremstu kynbóta- hestarnir eru lagðir á vogaskálamar er jafn mikilvægt að gera sér grein fyrir kostum jafnt og göllum hest- anna. Listin er að gera það á mál- efnalegan ogréttlátan hátt. Af fimm vetra hestum stóð efstur Askur frá Kanastöðum sem gaf tón- inn skemmtilega á síðasta ári. Tinnu- svartur hestur sem býður af sér mjög góðan þokka. Hann hlýtur 8,18 fyrir sköpulag, fær hæst 9 fyrir bak og lend en lægst 7 fyrir fótagerð. Fyrir hæfi- leika fékk hann frábæra einkunn 8,47 og þar á meðal 9 fyrir brokk og vilja og geðslag. Fyrir skeið fær hann að- eins 7,5 sem er lægra en reiknað var með en tilfinningin segir manni að hann eigi inni talsverða vekurð. Ask- ur er eins og Númi undan Svarti frá Unalæk og má segja að hann sé held- ur að rétta úr kútnum eftir að hafa átt erfitt uppdráttar eftir landsmótið ’98. Hefur sól Svarts verið rísandi síðan og líklegt að hann fari utan með gott orðspor í haust. Gustur frá Hóli I virðist stefna óð- fluga í sigursæti afkvæmahesta á landsmóti í sumar. Kjami frá Árgerði sem er undan Gusti gerði góða hluti á sýningunni. Fyrir sköpulag fékk hann 8,21 og þar á meðal 9 fyrir hófa. í hæfileikum hlaut hann 8,41 sem er einnig sérdeilis gott hjá fimm vetra hesti; allar einkunnir 8 til 8,5 nema fyrir fet 7,5. Með þessum fyrstu kyn- bótadómum ársins er Gustur búinn að tryggja sér sæti á landsmóti. Þymir frá Þóroddsstöðum sem hingað til hefur verið frægastur fyrir að vera albróðir hins sigursæla Hams, vann sér það til frægðar að fá 10 fyrir prúðleika og var hann vel að því kom- inn. Aðrar einkunnir Þymis fyrir sköpulag vora góðar og má þar nefna að fax- og taglprýði hestsins er ein- stök og prýðir hann mjög. Hann fær meðal annars 9 fyrir höfuð, fótagerð og hófa og 8,59 fyrir sköpulag alls. Hann hrífur ekki eins fyrir hæfileik- ana og er að svo komnu máli eftir- bátur stóra bróðurs en koma tímar og koma ráð. Enginn fjögurra vetra hestanna náði lágmarkseinkunn inn á landsmót en hæstur þeirra varð Jöfúr frá Blesastöðum með 7,89 en að öðra leyti vísast til listans í lok greinarinnar. Eins og fram hefur komið var þessi fyrram sýning stóðhestastöðvarinnar í Gunnarsholti nú haldin á Víðivöllum í Reykjavík eða Fákssvæðinu eins og það er nú oftast kallað. Dómar og sýn- ing fóra fram á beinu braut kapp- reiðavallarins þar sem gerðar hafa verið allnokkrar breytingar. Búið er að opna út úr beygjunni við dómpall- inn og hækka hina svokölluðu brekku- braut og setja hvítan vikur í efsta lag. Það hefur nú lengi verið svo að fjar- lægð áhorfendabrekkunnar frá kapp- reiðavellinum hefur verið of mikil. Grindverkið beggja vegna skeið- brautarinnar var of hátt og hefur nú verið lækkað. Þrátt fyrir það var kvartað yfir því að illa sæist til hross- anna. Bragðið var á það ráð að láta knapana ríða einnig á hinni endur- gerðu brekkubraut og varð hálfgerð- ur losarabragur á sýningunni af þess- um sökum. Mikilvægt er að fundinn verði rétti farvegurinn fyrir kynbóta- sýningar landsmótsins í sumar sem væntanlega fara þama en sá þáttur fór meira og minna fyrir ofan garð og neðan á síðasta landsmóti vegna fjar- lægðar við áhorfendur. Aðsókn að þessari sýningu virtist talsvert minni en verið hefur austur í Gunnarsholti á tmdanfomum áram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.