Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 5 7 Áfengiskaup fyrir unglinga og skyldur uppalenda ÁFENGISNEYSLA íslenskra unglinga er mikil og hefur færst neðar í aldursflokka undanfama áratugi. Ölvunardryklqa bama er einnig algeng. Kannanir á áfengis- neyslu unglinga hér á landi benda til þess að hlutfall þeirra sem nejda áfengis hafi hækkað verulega eftir 1970. í könnun árið 1970 sögðust 39% 15 ára pilta og 24% stúlkna hafa prófað að drekka, en árið 1980 var hlutfall 15 ára pilta sem hafa drukkið 80% og 76% stúlkna. Samkvæmt könnun sem gerð var á síðasta ári sögðust u.þ.b. 80% nem- enda í 10. bekk grunnskóla hafa smakkað áfengi einhvem tímann um ævina og hefur það hlutfall verið óbr- eytt síðustu ár og enginn munur á milli kynja. Hið sama má segja um Unglingadrykkja Neikvæð afstaða for- eldra til drykkju barna sinna, segir Árni Ein- arsson, er þeim nauð- synlegur hemill eða jafnvel styrkur gegn utanaðkomandi. hlutfall 10. bekkinga sem segjast hafa orðið ölvaðir einhvem tímann um æv- ina. Því svara 63-64% játandi og hefur þar ekki orðið breyting á síðustu ár. Kannanir á undanfómum árum benda til þess að böm hefji nú áfeng- isneyslu yngri en áður en síðustu ár virðist hafa hægt á þróun í þá vem. Margar skýringar em mögulegar á þessari þróun. Ein er sú að unglingar geri nú yngri en áður kröfu um sömu réttindi og fullorðnir. Einnig verður að taka með í reikninginn aukna og almennari áfengisneyslu fullorðinna og aukna undanlátssemi og umburð- arlyndi gagnvart áfengisneyslu og ölvun unglinga. Unglingum sérstök hætta búin vegna reynsluleysis Unglingar pukrast ekki lengur með áfengi sem þeir hafa undir hönd- um né reyna að fela fyrir öðmm að þeir séu ölvaðir. Þvert á móti veifa þeir áfengi opinskátt framan í aðra og láta mikið með ölvun sína. Almennri ölvun unglinga íylgja gífurleg vanda- mál, afbrot, slys og ofbeldi eins og al- þekkt er. Börn era í sérstakri áhættu vegna reynsluleysis síns og þroskaleysis. Ölvun unglinga er því ekki sambæri- leg við ölvun fullorðinna af þessum sökum og einnig þeim að okkur ber að tryggja öryggi barna og unglinga í hvívetna. Að kenna góða siði Margir foreldrar láta undan þrýst- ingi frá bömum sínum um að kaupa áfengi fyrir þau eða horfa í gegnum fingur sér vegna áfengisneyslu þeirra á þeÚTÍ forsendu að þeir neyti sjálfir áfengis og geti því ekki bannað börn- um sínum það. Þetta er varasamt við- horf. Það gildir alls ekki það sama um böm og fullorðna að þessu leyti. Foreldi-ar gefa stundum þá skýr- ingu á linkind gagnvart áfengisneyslu bama sinna að með því að hafa hönd í bagga með neyslunni, t.d. með því að kaupa bjór eða léttvín fyrir börnin til þess að koma í veg fyrir að þau kaupi eða drekki sterkt áfengi eða landa, hafi þeir jálcvæð áhrif á neysluna. Jafnvel að með því séu þeir að kenna barninu „rétta" drykkjusiði. Hér verða foreldrar að fara varlega. Hvað felst í því að kaupa áfengi fyrir bam sitt? Hvaða áhrif kann það að hafa á viðhorf og venjur bamsins? í íyrsta lagi felst í því viðurkenning á drykkju bamsins. Fyrst pabbi og mamma kaupa iyrir mig áfengi hlýtur þeim að vera sama þó að ég drekki. Þau gera mér það meira að segja auð- veldara. Er ekki líklegt að barnið líti á áfengis- kaupin frekar sem hvatningu en hitt? Við skulum hafa í huga að neikvæð afstaða for- eldra til drykkju bama sinna er þeim nauðsynlegur hemill eða jafnvel styrkur gegn utanaðkom- andi þrýstingi til þess að neyta áfeng- is. í öðm lagi er það rangt af foreldr- um að stuðla með þessum hætti að því að áfengi berist inn í raðir bama og unglinga. Almennt gera foreldrar hvað þeir geta til þess að spoma gegn áfengisneyslu bama sinna. Hvers eiga þeir að gjalda að foreldrar ann- arra bama kaupi áfengi sem berst til þeirra með félögum bamanna? í þriðja lagi em áfengiskaup til barna og unglinga ólögleg. í raun er enginn munur á því hvort foreldri kaupir áfengi fyrir bam sitt eða ann- ar ftillorðinn. Báðir hafa gerst brot- legir við lög. Það getur ekki talist góð fyrirmynd að bijóta lög með þessum hætti né að gera lítið úr þeirri al- mennu viðleitni að vinna gegn áfeng- isneyslu bama og unglinga. í fjórða lagi bendir ekkert til þess að foreldrar hafi með einhveijum hætti jákvæð áhrif á áfengisneyslu bamanna með því að kaupa áfengi fyrir þau. Sumir kunna að kaupa áfengi fyrir böm sín í þeirri trú að með því séu þeir að koma í veg fyrir að þau drekki eitthvað annað, t.d. landa. Engar vísbendingar em um að sú sé raunin. Mikill ávinningur Með því að koma í veg fyrir áfeng- isneyslu bama og unglinga vinnst margt. Kannanir sýna til að mynda að því fyrr sem böm fara að neyta áfeng- is þeim mun meira drekka þau sem fullorðin (Áfengisvamaráð, 1994). Það á bæði við um magn og tíðni. I því felst aukin áhætta á ýmsum skakka- follum vegna áfengisneyslu svo og aukin hætta á fíknmyndun. Með öðr- um orðum nær ávinningur þess að taka fast á bama- og unglinga- drykkju allt til fullorðinsára. Uppeldisskylda að sporna gegn unglingadrykkju Uppeldisskylda foreldra gagnvart áfengisneyslu bama sinna ætti að vera augljós. Sú áhætta sem felst í bama- og unglingadrykkju er svo Ijós að hvert foreldri ætti að líta á það sem sjálfsagða skyldu sína að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir hana með það í huga að því leng- ur sem tekst að fresta því að bömin hefji áfengisneyslu þeim mun minni líkur em almennt á að illa fari. Það er ekkert athugavert við það að foreldi-- ar banni bömum sínum áfengisneyslu og fylgi því eftir. í slíkri afstöðu felst umhyggja fyrir velferð barnsins en ekki óeðlileg afskipti af lífi þeirra og ákvörðunum. Gamalt íslenskt máltæki segir að betra sé heilt en vel gróið. Það sann- ast betur en flest annað á börnum og unglingum sem misstíga sig í við- skiptum við áfengi og önnm- fíkniefni. Þá reynslu vilja ömgglega allir for- eldrar vera lausir við. Sársaukinn sem fylgir því að sjá líf barna sinna verða að rjúkandi rúst vegna áfengis og annarra fikniefna er e.t.v. óskiljan- legur öðmm en þeim sem sjálfir hafa upplifað hann. Kannske er það ástæð- an fyrir andvaraleysi okkar. Þetta kemur ekki fyrir bamið mitt. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivömum. Ámi Einarsson Einelti á vinnustöðum ÞEGAR orðið einelti kemur upp í hugann tengjum við það flest við skóla og böm. En þessu „samskipta- formi“ er ekki eingöngu beitt- í skól- um hjá óþroskuðum einstaklingum, börnum, heldur einnig á vinnustöðum hjá full- orðnu fólki. Erlendar kannanir sýna að einelti er mun algengara en í fyrstu var talið, og hef- ur í för með sér meiri vandamál en margan gmnar. Viðvarandi ein- elti skapar spennu á vinnustað, getur valdið starfsþreytu og streitu hjá þolandanum og haft traflandi áhrif á sam- starfsmenn. Þetta kem- ur fram í meiri starfs- mannaveltu og veikindum. Einelti er þannig ekki eingöngu vandamál starfsmann- sins heldur einnig vinnuveitandans. Það er staðreynd sem verður vinnu- veitendum sífellt ljósari. Skilgreining Settar hafa verið fram nokkrar og misvíðtækar skilgreiningar á einelti, s.s. einelti er langvarandi og skipu- lagt ofbeldi í félagshópi, andlegt eða líkamlegt, sem beinist gegn einstakl- ingi sem er ófær um að veija sjálfan sig. Einelti er ýmist framið af ein- staklingi eða hópi. Einelti getur verið beint (líkamlegar árásir) eða óbeint (félagsleg einangmn og útskúfun að ásettu ráði). Nærri ömggt má teija að hérlend- is sé einelti á vinnustað nánast ein- göngu óbeint einelti. í sumum tilfell- um áttar gerandinn sig ekki sjálfur á alvarleika málsins og lítur á atburð- inn sem „saklausa stríðni". Hér ber að gæta hófs sem og í öðm. Þannig má ekki flokka sem einelti einstakar deilur eða átök - né stríðni á vinnu- stað sem ekki er í óþökk aðila. Er einelti á vinnustöðum alvarlegt vandamál? Ekki er mér kunnugt um að viða- mikil könnun hafi verið gerð um ein- elti á íslenskum vinnumarkaði. Það er mitt álit að einelti sé almennt ekki algengt vandamál en fyrirfinnist þó víðar en margan gmnar. Ljóst er að tölur um einelti koma ekki alltaf fram þar sem oftar en ekki yfirgefa þol- endur vinnustaðinn. Ég leyfi mér að draga í efa að einelti sem slíkt hafi aukist vemlega á vinnustöðum, held- ur hafi umræðan aukist, og er það af hinu góða. Sumir fræðimenn sem hafa kynnt sér málið era þó á því að einelti á vinnustöðum hafi aukist vegna aukinnar samkeppni og al- mennrar hörku á vinnumarkaðnum og umburðarlyndi gagnvart náung- anum hafi því minnkað. I umræðunni má ekki h'ta fram hjá þætti samstarfsmanna - viðbrögð þeirra við eineltinu geta skipt sköp- um. Sitja þeir og láta eineltið af- skiptalaust eða em þeir tilbúnir að rjúfa einangmn þolandans með því að vekja athygli á því sem fram fer? Vinnustaðurinn er fyrst og fremst fólkið sem þar dvelst. Hvemig starfs- mönnum líður á sínum vinnustað er mikið undir þeim sjálfum komið og því viðhorfi sem þeir hafa til vinnu- staðarins og vinnufélaganna. Eðli eineltis á vinnustöðum háði og kaldranalegum athugasemd- um, óvinsemd eða ástæðulausri stjómsemi og „njósnum". - Allt er þetta gert í þeim tilgangi að bijóta einstakling niður og valda skaða. Afleiðingar eineltis Hvemig einstakling- ar bregðast við einelti er mjög mismunandi og byggist fyrst og fremst á persónuleika einstakhngsins svo og bakgmnni hans. Ein- elti þarf ekki að hafa verið langvarandi eða gróft þegar það er farið að hafa áhrif á einstakl- inginn - sjálfsmynd hans og vinnuframlag. Vinnuafköst minnka, andrúmsloftið verður fjandsamlegt, mæting- ar versna og veikinda- dögum fjölgar. Streit- an á vinnustaðnum eykst og heilt yfir hlýtur einelti að koma niður á afköst- um og gæðum vinnunnar. Afleiðingar eineltis fyrir einstakhnginn geta orð- ið félagslegar og sálrænar. Algengar afleiðingar era þannig: félagsleg ein- angmn, andúð á vinnustað og vinnu- félögum, skortur á sjálfstrausti, tor- tryggni, skapsveiflur, skortur á frumkvæði, þunglyndi o.fl. Einelti segir mun meira um gerandann en þolandann - rétt eins og baktal segir meira um þann sem baktalar en þann sem talað er um. En þetta getur verið staðreynd sem þolandinn á erfitt með að koma auga á þegar vanlíðan hans er sem mest. Hafi á annað borð tekist að brjóta einstaklinginn niður þarf hann oft aðstoð til að brjótast út úr vítahringnum hvort sem slík aðstoð kemur frá samstarfsmönnum, yfir- manni eða utanaðkomandi aðila. Vinnuréttarsambandið og úrræði vinnuveitenda á almennum vinnumarkaði Þegar starfsmaður hefur hafið störf er komið á réttarsamband á milh vinnuveitanda og starfsmanns- ins. Við mjög gróf eineltisbrot hefur gerandinn brotið svo vemlega á rétt- arsambandinu að vinnuveitanda er heimilt að rifta samningnum, þ.e. segja starfsmanninum fyrirvaralaust upp. Þá ber hann sönnunarbyrðina fyrir því að starfsmaðurinn hafi brot- ið af sér í starfi þannig að það réttlæti brottrekstur. Átvinnurekandi getur einnig sagt starfsmanninum upp með löglegum fyrirvara ef hann telur sig ekki geta sannað að um mjög gróft eineltisbrot hafi verið að ræða, en sönnunarvandkvæði koma mjög oft upp í þessum málum. I vægari eineltistilfellum myndi nægja að veita starfsmanninum tiltal eða skriflega áminningu, eða hugsan- lega færa gerandann til í starfi. I mörgum tilvikum, ef gripið er inn í atburðarásina nógu tímanlega, gæti dugað að setjast niður með aðilum og ræða málin af hreinskilni. Heiðrún Jónsdóttir Ofbeldi Mestu máli skiptir, seg- ir Heiðrún Jónsdóttir, að yfírmenn hafí næmi til að greina vandann og þor til að taka á honum. í einstaka tilfellum þekkist það að þolendur eineltis hafa verið færðir til í starfi. Það að „refsa“ þolandanum^' með þessum hætti getur aldrei talist ásættanleg lausn á vandanum. Flutn- ingur starfsmanns í starfi gæti hins vegar verið lausn þegar einstök átök eða deilur eiga sér stað á vinnustað, en það fellur ekki undir einelti. Mestu máli skiptir að yfirmenn hafi næmi til að greina vandann og þor til að taka á honum. Skilaboð vinnuveitenda verða að vera skýr: Einelti er ekki hðið á vinnustað. Sá aðili sem hefur komið sér upp þessu samskiptafonni verður annað tveggja, að láta af því eða yfirgefa vinnustaðinn. Láti hann ekki sjálf- vfljugur af eineltinu ber okkur vinnu- veitendum siðferðisleg skylda til að víkja einstaklingum af vinnustaðn-**** um. Höfundur er héraðsdómslögmaður og starfsmannastjóri Kaupfélags Eyfirðinga og dótturfyrirtækja. www.heimsferdir.is hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára frábær reynsla á þúsundum íslenskra heimila • 30/50/100/120/200 eða 300 lítra • Blöndunar- og öryggisloki fylgir • 20% orkusparnaður • Hagstætt verð ///'' Einar ______Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28, ® 562 2901 www.ef.is Það er mismunandi hvemig einelti kemui’ fram. Hvert einstakt atvik þarf ekki að vera stórvægilegt, getur í raun verið lítilfjörlegt en þegar það er endurtekið látlaust getur ástandið orðið óþolandi fyrir þolandann. Þannig felst einelti ekki í einstakri árás - fremur í því að þolandinn er brotinn hægt og rólega niður með endurteknum athöfnum - eða hugs- anlega athafnaleysi. Það form sem einelti birtist í er ekki hægt að telja upp tæmandi, en það getur t.d. birst í rógburði, úti- lokun frá verkefnum eða veislum, of- sóknum, t.d. tölvupósti eða símhring- ingum, persónulegum móðgunum, grófri og endurtekinni stríðni, sem augljóslega er ekki vel tekið. Einnig Viljum bæta við sjálfboðaliðum á öllum aldri Sjálfboðaliðar Rauða krossins koma að átaksverkefnum eða föstum verkefnum í 6-10 tíma á mánuði eða 1-2 tíma á viku. Með sjálfboðastarfi gefst tækifæri til að: • Láta gott af sér leiða. • Bæta við reynslu og þekkingu. • Vera í góðum féiagsskap. Vilt þú vera með? Leitaðu upplýsinga í Sjálfboðamiðstöð R-RKÍ, Hverfisgötu 105. Sími 551 8800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.