Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Endurvinnslan hf. á Akureyri Nýtt hús byggt á gömlum grunni FRAMKVÆMDIR við byggingu nýs verksmiðjuhúss fyrir Endur- vinnsluna hf. við Réttarhvamm á Ak- ureyri hefjast innan skamms en nýja húsið verður reist á grunni þess húss sem skemmdist í bruna í byrjun mars sl. Niðurrif á eldra húsinu er þegar hafíð en stefnt er að því að hefja starfsemi í nýju húsi um mitt sumar. Heildarkostnaður við fram- kvæmdirnar er um 16 milljónir króna. Nýja húsið verður ah'slenskt, að sögn Gunnars Garðarssonar, for- stöðumanns Endurvinnslunnar á Akureyri, en gerður hefur verið samningur um Límtréshús með Yl- einingum. Grunnflötur hússins er um 540 fermetrar en vegghæðin í nýja húsinu verður um helmingi meiri en í gamla húsinu. Aðstaðan mun því batna til mikilla muna og möguleikarnir aukast á komandi ár- um, að sögn Gunnars. Endurvinnslan var að hefja til- raunaframleiðslu á koxi íyrir Jám- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga, úr pappír, plasti og kolum, þegar húsnæði fyrirtækisins skemmdist í eldsvoða í byrjun mars sl. Að sögn Gunnars er stefnt að því flytja þrýstipressu fyrirtækisins tímabundið suður á Grundartanga, eða á meðan unnið er að bygginga- framkvæmdum á Akureyri, þannig að hægt verði að halda tilrauninnni áfram og prófa koxið í ofnum verksmiðjunnar. „Það veit enginn hvað út úr þessu kemur en þetta er vissulega spennandi verkefni. Enn fer allt sorp á haugana Akureyringar hafa verið iðnir við að flokka heimilissorp sitt og sett plast og pappír í sérstaka gáma, sem Endurvinnslan endumýtti m.a. til framleiðslu á vörubrettakubbum. Fyrirtækið hefur þó ekki tekið við slíku sorpi frá því í haust og ekki er útlit iyrir að slíkt verði gert næstu vikur og mánuði. Allt sorp, flokkað og óflokkað er því urðað á sorphaug- unum á Glerárdal. Bæjarbúar era margir hverjir mjög ónægðir með þá stöðu mála og skilja ekki tilganginn með því að flokka sorpið meðan þetta ástand varir. Gunnar hvetur fólk til að halda áfram að flokka sorpið, enda sé aðeins tímaspursmál hvenær farið verður að nota það á annan hátt. Karlakórinn Þrestir var með tónleika í Glerárkirkju um helgina. Morgunblaðið/Kristj án Þrastasöngur í Glerárkirkju KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnar- firði, elsti starfandi karlakór lands- ins, hélt tónleika í Glerárkirlqu á Akureyri sl. laugardag. Tónleik- amir voru nokkuð vel sóttir og var góður rómur gerður að söng kórs- ins. Sungin voru hefðbundin fslensk karlakórslög og lög eftir erlenda höfunda. Einsöngvari var Þorgeir J. Andrésson, undirleikari Sigrún Grendal en stjómandi kórsins er Jón Kristinn Cortes. Skólanefnd stendur við ákvörðun sina um að loka gæsluvöllum í lok sumars Eyrarvöllur opinn þar til nýr leikskóli verður tilbúinn SKÓLANEFND Akureyrar telur ekki ástæðu til að breyta þeirri ákvörðun sinni að loka gæsluvöllum í bænum í lok sumars. Nefndin leggur þó til að einn völlur, Eyrarvöllur, verði opinn til loka ágúst á næsta ári þar sem nýr leikskóli, Iðavöllur, verður ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2001. Skólanefnd telur farsælast að bjóða einungis upp á eitt úrræði fyrir börn á leikskólaaldri, þ.e. leikskóla, og er ákvörðunin m.a. hugsuð til að hægt sé að efla starfsemi þeirra enn frekar. Skólanefnd tók þessa ákvörðun í febrúar síð- astliðnum, en í kjölfar hennar var efnt til undir- skriftasöfnunar meðal bæjarbúa þar sem fyrir- hugaðri lokun gæsluvalla var mótmælt. Erindið barst því skólanefnd aftur til umfjöllunar, en af- staða nefndarinnar til málsins hefur ekki breyst. Lítil aðsókn Á fundi skólanefndar fyrir skömmu þar sem fjallað var um málið að nýju voru lögð fram gögn þar sem fram kemur að aðsókn að þeim tveimur gæsluvöllum sem voru opnir í febrúar og mars var lítil, en einungis tólf börn sækja vellina ýmist reglulega eða þá af og til, en um er að ræða börn sem ekki eru á leikskóla eða á biðlista eftir leikskólaplássi. Aftur á móti sóttu 46 börn gæsluvellina, sem ýmist voru á leikskóla eða á biðlista eftir leikskólaplássi. Skólanefnd segir því ljóst að þegar nýr Iða- völlur rís og biðlisti eftir leikskólaplássi tæmist ætti aðsókn að gæsluvöllum að dragast enn meira saman frá því sem nú er. Bent er á að að- sókn að leikskólum eftir hádegi hefur minnkað og því stefnir í að þeir geti sinnt þeirri þörf sem gæsluvellir uppfylla nú. Tilboð opnuð í viðbyggingu Oddeyrarskóla Arfell með lægsta tilboðið Hugsanleg saraeining Rarik og Yeitustofnana Akureyrarbæjar Forval vegna hag- kvæmni- athugunar SEX tilkynningar bárast Rík- iskaupum um þátttöku í for- vali vegna könnunar á hag- kvæmni þess að sameina rekstur Rafmagnsveitna ríks- ins og Veitustofnana Akur- eyrarbæjar og að staðsetja höfuðstöðvar sameinaðs fyrir- tækis á Akureyri. í flestum tilvikum er um fleiri en einn aðila að ræða á bak við hverja þátttökutil- kynningu. Könnunin er á veg- um iðnaðarráðuneytisins og Akureyrarbæjar en tilgang- urinn með forvalinu er að velja þátttakendur í fyrirhug- að lokað útboð. Þeir aðilar sem sendu inn tilkynningu eru VSO Ráðgjöf og Deloitte ■& Touche, Lands- banki íslands fjármálaráð- gjöf, PricewaterhouseCoop- ers ehf., KPMG endurskoðun - Kema Cons- ulting og EBH verkfræði- þjónusta, Hannarr ehf., Nýsir hf. og Verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen hf. Héldu hluta- veltu ÞESSAR dugmiklu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu og flóamarkað til stuðnings Rauða krossi Islands og söfnuðust 3.290 krónur. Þær heita Kolbrún Vignisdóttir, Þórdís Kelley, Herdís María Sig- urðardóttir og Stella Guðrún Arn- ardóttir. F JÖGUR tilboð bárast í viðbyggingu við Oddeyrarskóla á Akureyri ásamt innanhússbreytingum á núverandi húsnæði skólans. Tvö tilboðanna vora undir kostnaðaráætlun. Árfell ehf. á Dalvík átti lægsta tilboðið en fyrirtækið bauðst til að vinna verkið fyrir tæpar 160 milljónir króna, sem er 96,8% af kostnaðaráætlun. Þorgils Jóhannsson á Svalbarðs- strönd bauð 161,2 milljónir króna, eða 97,6% en kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á 165 milljónir króna. Fjölnir bauð 177,6 milljónir króna, eða 107,5% og SJS verktakar buðu 187 milljónir króna eða 113,2%. Grannflötur viðbyggingarinnar er um 740 fermetrar og kjallari um 105 fermetrar. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist fljótlega en þeim skal lokið 1. ágúst á næsta ári. Sumarbúðir KFUM og K á Hólavatni Innritun stendur yfir INNRITUN í sumarbúðir KFUM og K á Hólavatni í Eyjafirði stend- ur nú yfir. í sumar verða fimm dvalarflokk- ar á Hólavatni, tveir fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur, auk þess sem unglingaflokkur fyrir drengi og stúlkur verður í júlí. Starfið á Hólavatni hefst 9. júní næstkomandi en þá koma drengir á staðinn. Börn frá 8 ára aldri, fædd 1992 og eldri, geta dvalið á Hóla- vatni. Sumarbúðirnar era í skjólgóðum krika innarlega í Eyjafirði. Vatnið hefur upp á marga skemmtilega kosti að bjóða, hressandi bátsferðir, stangveiði og baðstrandarlíf á heit- um dögum. Kvöldvökur eru fastir liðir í starfinu og ýmsar íþróttir eru stundaðar. Þá fá börnin að fara í heimsókn á bóndabæ og kynnast störfum þar. Innritun fer fram í félagsheimili KFUM og K í Sunnuhlíð á Akureyri á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 17 til 18. Upplýsingar utan þess tíma gefur Jón Óddgeir Guðmunds- son en hann sér jafnframt um inn- ritun utan skrifstofutíma. Morgunblaðið/Kristján
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.