Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI l, 103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 2000 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK. Elton John á Laugardals- velli 1. júní SIR Elton John heldur tónleika á Laugardalsvelli hinn 1. júní næst- komandi. í til- kynningu frá aðstandendum tónleikanna kem- ur fram að þeir verði þeir stærstu sem haldnir hafí verið á ís- landi. Miðasala hefst á föstudag og fer fram í öllum hraðbönkum Is- landsbanka. Miðaverð er 5.600 krónur í stæði og 6.600 krónur í stúku. Gert er ráð fyrir að rúmlega 6.000 manns komist fyrir í stúku og allt að 12.000 manns í stæði. r-'v Stærstu/75 Vandi landsbyggð- arhótela HEILSÁRSHÓTEL á landsbyggð- inni búa við mikla rekstrarerfiðleika. Meðalnýting þeirra er um 39% yfir írið en til samanburðar er hún um 70% á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Fosshótelum er til skoðunar hvort hægt sé að hafa annað form á rekstrinum þar sem heilsársrekstur á landsbyggðinni gangi ekki upp vegna mikils taps. Fosshótel voru rekin með tapi á síðasta ári. I gær skráði fyrsti gesturinn í 21 dag sig inn á Fosshótel á Reyðarfirði. ■ Off ramboð gistirýmis/22 Lyfjaþróun í Dublin undir stjórn ís- lensks lektors UNGUR íslenskur vísindamaður, dr. Þorfinnur Gunnlaugsson, lektor í lífrænni efnafræði við Trinity Coll- ege-háskólann í Dublin á Irlandi, vinnur nú að þróun lyfja sem hægt er að beita gegn sjúkdómum líkt og krabbameini. Einu þeirra lyfja sem er í þróun er ætlað að hindra deoxyr- ibósakjarnsýru líkamans (DNA) í að koma erfðaefnum sínum áfram með þeim afleiðingum að krabbameins- frumur fjölgi sér í líkamanum. Þor- finnur hefur byggt upp eigin rann- .j^sóknarstofu við skólann og stýrir þar sjö manna rannsóknarhópi og hefur hlotið á þriðja tug milljóna króna í styrki á síðastliðnum tveimur árum. ■ Vinnur að þróun/41 Rekstur Norðuráls gengið framar vonum STARFSEMI Norðuráls á Grundar- tanga skilaði hagnaði tíu af fyrstu tólf mánuðunum eftir að álverið tók formlega til starfa á síðasta ári. Að sögn Bjöms Högdahl, forstjóra Norðuráls, hefur framleiðslan geng- ið betur en menn áttu von á, en hag- stætt álverð á síðasta ári hefur einn- ig hjálpað til við að ná góðum árangri. Þessi árangur er eftirtekt- arverður í ljósi þess að óvænt vanda- mál varðandi endingartíma kera settu strik í reikninginn, en tekist hefur að vinna bug á því vandamáli. Auk þess sem framleiðslan hefur skilað hagnaði tiltölulega fljótt hefur náðst betri árangur í gæðum fram- leiðslunnar en vonir stóðu til. Hög- dahl segir að framfarir starfsmanna Norðuráls hafi verið ótrúlega miklar á þessum stutta tíma og að tekist hafi að uppfylla hærri gæðastaðla en hann hafi vænst, en nokkrir erfið- leikar sköpuðust vegna vandkvæða varðandi gæði framleiðslunnar í upphafi. Framkvæmdir við 50% stækkun verksmiðjunar eru nú í fullum gangi og hefur stefnan verið sett á að tvö- falda framleiðslugetu álversins á næstu árum. ■ Framkvæmdir/15 Morgunblaðið/RAX í vorhug á sæþotu ÞAÐ var vorhugur í mönnum í Hafnarfjarðarhöfn þeg- ungi maður naut þess að spreyta sig á sæþotunni sinni ar ljúsmyndari átti þar leið um fyrir skemmstu. Þessi innan um fiskibátana. Stjúpætt- leiðing samkyn- hneigðra samþykkt ALÞINGI samþykkti í gær breytingar á lögum um stað- festa samvist en breytingin felur í sér að samkynhneigðir í staðfestri sambúð fái rétt til stjúpættleiðinga en nokkrar deilur hafa verið um þetta ákvæði. Afhenti hópur, sem kallar sig áhugafólk um vel- ferð bama og málefni fjöl- skyldunnar, forsvarsmönnum Alþingis mótmælaskjal með 1.050 undirskriftum í gær- morgun. Það var allsherjarnefnd Al- þingis sem hafði frumkvæði að því að sú breyting var gerð á upprunalegu frumvarpi dóms- málaráðherra að stjúpættleið- ingar samkynhneigðra yrðu leyfðar. Breytingartillaga alls- herjarnefndar var samþykkt við aðra umræðu um málið í gær en aðeins Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði gegn henni. Þrír aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokks sátu hins vegar hjá, þeir Tómas Ingi Olrich, Gunnar Birgisson og Guðjón Guðmundsson. Hjálmar Jónsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokks, sagði er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu, að hann styddi þessar breytingar, en að hann væri ekki reiðubúinn til að ljá frek- ari breytingum í þessa átt liðsinni sitt að svo stöddu. Var frumvarpið síðar sam- þykkt sem lög frá Alþingi og sem fyrr var einn á móti en þrír sátu hjá. Gerir utanríkismálanefnd grein fyrir viðræðunum um varnarsamstarfíð Frumvarpið verður að lögum í þessari viku HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist ekki eiga von á öðru en að frumvarp um framkvæmd til- tekinna þátta í vamarsamstarfi ís- lands og Bandaríkjanna verði að lög- um í þessari viku, en frumvarpið hefur valdið talsverðri óánægju í Bandaríkjunum. Málið var rætt á Gateway. Gateway Profíle - nýr skjár með innbyggðri tölvu Skipliolti 17og2í Simí 5301800 Fax 530 1801 v/ww.aco.is Aco er vidurkenndor söiuaðili á Gateway vörum fundi embættismanna Islands og Bandaríkjanna í bandaríska utanrík- isráðuneytinu í gær, en í dag ætlar Halldór að gera utanríkismálanefnd Alþingis grein fyrir viðræðum þjóð- anna sem fram fóru í Washington. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri Ijóst að ákveðnir aðilar í Bandaríkjunum legðu ekki jafnmikið upp úr varnarsamstarfinu við ísland og áður var. Halldór átti sl. þriðjudag fund með Strobe Talbott, varautanríkisráð- herra Bandaríkjanna, þar sem ágreiningur íslands og Bandaríkj- anna um frumvarpið var ræddur. Þeir hafa verið í símasambandi síð- an, en einnig hafa embættismenn fjallað um málið, síðast í gær. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort einhver lausn væri í sjónmáli, en hann myndi gera utanríkismála- nefnd Alþingis grein fyrir stöðu málsins á fundi í dag. Halldór sagðist ekki hafa neina trú á að þetta frumvarp kæmi til með að spilla fyrir viðræðum Islands og Bandaríkjanna um bókun um fram- kvæmd vamarsamstarfsins, en þær hefjast formlega síðar á þessu ári. „Ég tel að viðræðumar í Washington hafi verið gagnlegar og að þær muni auðvelda okkur það starf sem er framundan á næstu mánuðum. Ég tel ekkert efnisatriði í þessu fmm- varpi vera með þeim hætti að það sé hægt að vísa í það mál ef menn kjósa að breyta um stefnu í þessum mála- flokki. Ég tel að vamarsamstarf ís- lands og Bandaríkjanna hafi verið mjög farsælt í tæpa hálfa öld. Mér er hins vegar ljóst að það hafa orðið ýmsar breytingar í heiminum og við þurfum að fá skýrar línur í þeim við- ræðum sem em framundan. Það liggur alveg ljóst fyrir að það em ákveðnir aðilar í Bandaríkjunum sem leggja ekki eins mikið upp úr þessu samstarfi og áður var, en ég tel ekki rétt að blanda þessum tveim- ur málum saman, þ.e. fmmvarpinu og viðræðunum um bókunina." Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur komið fram í viðræð- unum í Washington, af hálfu banda- ríslo-a stjórnvalda, að það sé slæmt að Islendingar setji lög sem leiði til þess að Bandaríkjamenn fái það á til- finninguna að verið sé að reyna að stöðva þá þróun sem átt hefur sér stað í fijálsræðisátt í viðskiptum verktaka við varnarliðið. Hafnar því að frumvarpið stöðvi aukið frelsi í verktöku „Það er alveg fráleitt að álykta sem svo. Allt þetta mál byggist á þeim samningum sem við höfum gert. Utanríkisráðuneytið telur að við þurfum að fá styrkari aðstöðu til að framfylgja þeim samningum sem við höfum gert m.a. vegna breytinga sem orðið hafa hér innanlands og ekki síður vegna þess að við erum að ganga í gegnum mjög miklar breyt- ingar í frjálsræðisátt í verktöku. Þess vegna er þetta frumvarp lagt fram.“ Frumvarpið var á dagskrá fundar Alþingis í gær en kom ekki til um- ræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.