Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 40
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR LIVING- STONES í LONDON ÞÓTT sigur Kens Livingstones í borgarstjórakosningun- um í London hafí blasað við allt frá því hann lýsti yfír framboði breytir það ekki þeirri staðreynd að niðurstaða kosninganna er verulegt áfall fyrir Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, og Verkamannaflokkinn. Raunar má færa fyrir því sterk rök að í fyrsta skipti frá því að Blair náði völdum hafí honum orðið alvarlega á í messunni. Forsenda sigurs Verkamannaflokksins á sínum tíma var annars vegar þreyta kjósenda á Ihaldsflokknum eftir tæp- lega tveggja áratuga stjórnarsetu en einnig að Blair hafði tekist að umbylta Verkamannaflokknum og stefnu hans. Fallið hafði verið frá róttækum vinstriáherslum og flokkm-- inn færður inn á hina pólitísku miðju. Livingstone, sem stundum er kallaður Rauði Ken, er að mörgu leyti persónugervingur þeirra afla sem Blair taldi sig vera búinn að úthýsa. Hann var gífurlega umdeildur er hann stjórnaði borgarráði Lundúna, frá árinu 1981 þar til ráðið var lagt niður árið 1986. Livingstone hefur setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn frá árinu 1987 og rekist fremur illa í þingflokknum. Hann hefur hins vegar alla tíð notið mikillar lýðhylli og einnig verulegra vinsælda á meðal flokksmanna, sem sást til dæmis árið 1997 er hann bauð sig fram gegn Peter Mandelson í framkvæmdastjórn flokksins á flokksþingi og hafði sigur. Blair hefur verið gagnrýndur fyrir harðan aga og mið- stýringu er hann beitir innan flokksins. Þegar ákveðið var að efna til beinna kosninga í embætti borgarstjóra varð snemma Ijóst að Blair og forysta Verkamannaflokksins gátu með engu móti sætt sig við að Livingstone yrði fram- bjóðandi flokksins. Þrátt fyrir að hann hafí hlotið langflest atkvæði í forvali meðal flokksmanna voru reglumar sniðnar þannig að hann átti ekki möguleika á sigri í baráttunni við Frank Dobson, fyrrverandi hejlbrigðisráðherra, sem settur hafði verið til höfuðs honum. í kjölfarið ákvað Livingstone að bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi, gegn hinum op- inbera frambjóðanda Verkamannaflokksins. Þegar atkvæði höfðu verið talin var ljóst að Livingstone hafði unnið sigur en Dobson varð að láta sér þriðja sætið lynda á eftir fram- bjóðanda íhaldsflokksins. Vissulega auðveldaði það leikinn að Ihaldsflokkurinn var í sárum framan af kosningabarátt- unni eftir að líklegasta borgarstjóraefni hans, Jeffrey Archer, varð að draga sig í hlé í kjölfar hneykslismáls. Hin formlegu völd hins nýja borgarstjóraembættis eru ekki mikil og ríkisstjórnin og þingið munu enn ráða miklu um stjórnun höfuðborgarinnar. Framhjá því verður hins vegar ekki litið að Livingstone hefur ólíkt ráðherrum ríkis: stjómar Bretlands hlotið umboð sitt í beinni kosningu. I skjóli þess mun hann geta beitt sér af vemlegu afli, jafnvel í málum, þar sem hann hefur ekki formleg völd. Hann stjórn- ar einni af helstu heimsborgum veraldar, miðstöð fjármála- lífs í Evrópu. Það hversu virkan þátt Blair tók í baráttunni gegn Livingstone, jafnt í kringum val frambjóðanda Verka- mannaflokksins sem og í kosningabaráttunni sjálfri, gerir að verkum að sigur Livingstones er að mörgu leyti pers- ónulegur, pólitískur ósigur Blairs. Við þetta bætist að Ihaldsflokkurinn náði töluvert betri árangri í sveitarstjórn- arkosningum víðs vegar um Bretland en búist hafði verið við. Vissulega er fátt sem bendir til að Verkamannaflokkur- inn sé líklegur til að bíða ósigur í þingkosningum í bráð. Hins vegar má telja líklegt að kosningarnar í síðustu viku verði til að forsætisráðherrann dragi að boða til nýrra kosn- inga á meðan flokkurinn jafnar sig á úrslitunum í London. VON Á NÝJAN LEIK YFIRLÝSINGAR írska lýðveldishersins í kjölfar sam- komulags helgarinnar um málefni Norður-írlands vekja vonir á nýjan leik um að bjarga megi friðarsamkomu- laginu, er náðist fyrir tveimur árum. Tregða IRA til að af- vopnast hafði leitt til þess að sambandssinnar hótuðu að segja sig úr heimastjórninni. Áður en af því varð ákvað rík- isstjórn Bretlands að.leysa heimastjórnina tímabundið frá völdum. Það hafa ávallt skipst á skin og skúrir í friðarum- leitunum á Norður-írlandi og oft hefur virst sem fátt gæti komið í veg fyrir að ástandið færi aftur í fyrra horf. Nú hef- ur IRA tekið mikilvægt skref í átt til sátta. Vonandi munu sambandssinnar einnig kyngja stolti sínu þannig að heima- stjórnin geti á ný tekið til starfa. 55 ár frá sigrin s Osigurs nas FORSETAR Rússlands, Hvíta-Rússlands og Ukraínu komu saman í síðustu viku í þorpinu Prokhorvovka í suðvesturhluta Rússlands, þar sem mesta skriðdrekaorrustan í síðari heims- styrjöldinni var háð, til að minnast ósigurs þýskra nasista. Forsetarnir afhjúpuðu minnis- merki um þá sem féliu í orrustunni, sem hefur verið kennd við borgina þáttaskil í stríðinu. Alexy II patríarki, yfir trúnaðarkirkjunnar, bles á að tákna einingu slavn minningarathöfnina. Athöfnin var Iiður í há eftir Anatolí Zaítsev MINNINGIN um Föðurlandsstríðið mikla á árunum 1941-1945 hefur ekki bliknað í tímans rás. Við minnumst sigurdagsins í þessari mannskæðustu styrjöld 20. aldar djúpt snortnir og um leið haldnir margþættum tilfinn- ingum. Framar öllu erum við stolt yf- ir þessum mikla sigri og yfir því að vera hluti þess volduga stórveldis og eiga hlut að herafla þeim sem bjarg- aði mannkyninu frá villimennsku fas- ismans, gersigraði einn öflugasta og harðskeyttasta herafla í heiminum, sem vonska glæpamanna hafði rekið af stað til að leggja undir sig land vort og þjóð. Jafnframt hörmum við manntjón okkar þar sem herhlaup þetta kostaði milljónir mannslífa þriggja kynslóða með þjóð okkar, en meirihluti þeirra var þá í blóma lífs- ins, framtíð okkar lands. Við vitum hver örlög Hitler-fas- isminn hafði ætlað þjóðum heims. Uppi voru áætlanir í Mið-Evrópu um ýmist að gereyða eða hneppa í þræl- dóm milljónir og aftur milljónir manna af ýmsu þjóðerni í þágu ógn- vænlegra hugmynda um heimsyfir- ráð. Aðdragandi styrjaldarinnar, stríðsátökin sjálf og stríðslokin eru enn þann dag í dag efst á baugi í hug- myndafræðilegum og pólitískum átökum. Sem dæmi má nefna að vest- rænir sagnfræðingar og stjómmála- menn hafa þagað um það geypimikla framlag, sem land okkar hafði veitt allt fram að upphafi stríðsins, til að hindra sókn fasismans og við að mynda samstæða vörn gegn ásælni árásarliðsins. Á Vesturlöndum segja jafnvel sumir að svokallaður sáttmáli milli Ribbentrops og Molotovs, sem undirritaður var eftir að allar tilraun- ir Sovétríkjanna til að semja við Bretland og Frakkland um sameigin- legar varnir gegn útbreyðslu fasism- ans höfðu endanlega mistekist, hafi veitt Hitler frjálsar hendur til að hefja heimsstyrjöldina síðari. Til- raunir sumra ákafra „endurskoðenda sögunnar" til að „heyja stríðið upp á nýtt“ og gera sér þannig vafasaman pólitískan mat úr því efni vekja manni furðu. Komið er á framfæri óskammfeilnum ósannindum um að ekki hafi átt sér stað nein frelsun þjóða undan oki fasismans, heldur hafi verið um hernám sigursælla stórvelda að ræða. Það kemur ósjald- an fyrir að minnisvarðar um hetjur og fórnarlömb styrjaldarinnar eru eyðilagðir og svívirtir, samkomur nýnazista og þjóðernis öfgamanna eru haldnar við grafir fallinna í bar- áttunni gegn fasisma og við minnis- merki um drýgðar hetjudáðir. Komið í veg fyrir heimsyfirráð fasismans Það verður að teljast sagnfræði- lega rétt að þjóðum Sovétríkjanna og herafla þeirra hafi ekki eingöngu tek- ist að verja sjálfstæði föðurlandsins heldur var einnig komið í veg fyrir að hið fasíska innrásarlið næði heimsyf- irráðum. Það var á sovésk-þýsku víg- stöðvunum sem aðal orustur heims- styrjaldarinnar síðari voru háðar og meginhluta herafla andstæðinganna var eytt. Staðreyndir bera þess vott á óyggjandi hátt. Á stríðsárunum var 507 þýsk-fasískum herdeildum og 100 herdeildum bandamanna Þýska- lands, þ.e.a.s. samtals 607 herdeild- um, ýmist gjöreytt eða þær teknar til fanga og gjörsigraðar á sovésk-þýsku vígstöðvunum. Aðrir þátttakendur í hernaðarbandalaginu gegn Hitler höfðu hins vegar á öllum sínum vig- stöðvum fellt og sigrað alls 176 her- deildir andstæðinganna, það er að segja þrisvar og hálfu sinnum færri. Jafnvel eftir að önnur víglína mynd- aðist í Evrópu árið 1944 börðust enn- þá 233 þýskar herdeildir á sovésk- þýsku vígvöllunum en á sama tíma voru þær ekki nema 85 talsins á öðr- um vígstöðvum. Kunnur amerískur sagnfræðingur, L. Mort, hefur skrifað: Stríðið í Rússlandi var, sama hvaða mæli- kvarða er notast við, hinn mikilvæg- asti vígvöllur seinni heimsstyrjaldar- innar og réð þar úrslitum. I samanburði við það stríð voru öll átök vestrænna bandamanna dverg- vaxin. Sovétríkin réðu úrslitum í hernað- inum, ekki eingöngu í Evrópu, heldur einnig á öðrum vigvöllum, þar á með- al á Kyrrahafi og í Suðaustur-Asíu. Þegar við á hinn bóginn tölum al- mennt um lok heimsstyrjaldarinnar síðari, um sigurinn á Þýskalandi fas- ista og hinu hernaðarsinnaða Japan, þá metum við líka að verðleikum framlag bandamanna okkar gegn Hitler, þann skerf sem breiðfylking- ar framsækinna afla og þjóðfrelsis- hreyfinga lögðu fram til að sigur ynnist. Her Júgóslavíu og skæruliðar þeirra börðust hetjulega gegn fasísk- um innrásarherjum. Við hlið Rauða hersins barðist vasklega herafli Póll- ands, svo og tékkneska Stórdeildin. Aðgerðir föðurlandsvina í Búlgaríu, Rúmeníu, Albaníu, svo og andspyrn- uhreyfingin sem var afar virk í hin- um herteknu löndum Evrópu, hetju- dáðir þýskra andfasista - allt þetta mun ávallt geymast í annálum um hina sameiginlegu baráttu. Samt sem áður var það á sovésk- þýskum vígstöðvum sem óvininum var greitt náðarhöggið sem batt enda á styijöldina í Evrópu. Spyrja má: Hvað veitti þjóðum So- vétríkjanna og herafla þeirra siðferð- isstyrk í baráttunni gegn hinu fasíska Þýskalandi? Fyrst og fremst var það þjóðerniskenndin og ást á hinu fjöl- þjóðlega föðurlandi voru. í reynd litu allar þjóðfélagsstéttir á þessa styrj- öld gegn hinu fasíska Þýskalandi sem ægilega ógn við föðurlandið, við fjöl- skyldur sínar og töldu hana réttmætt frelsisstríð í þágu föðurlandsins. Öll þjóðin reis upp gegn fjandmönnun- um. Bæði á vígstöðvunum og eins að baki þeirra vöktu milljónir kommún- ista og verkalýðsforingja, kvenna- samtök og ungmennafélög eldmóð og einingu meðal hermanna og verka- manna. Fremstu vísindamenn okkar, menn á sviði tækni og hugvísinda, létu hvergi sitt eftir liggja til að sigur ynnist. Rússneska rétttrúnaðarkirkj- an lá heldur ekki á liði sínu né heldur önnur trúfélög, sem stóðu með þjóð- inni á örlagastund föðurlandsins. All- ar áætlanir hugmyndafræðinga þriðja ríkisins um að etja fólki af mis- munandi þjóðerni saman fóru með öllu út um þúfur. Einhugur þeirra tryggði sigurinn. í rás stríðsins var ekki til sú dáð sem einskorðaðist við hermenn einnar þjóðar eða nokkurra þjóða og ekki var heldur til nokkur þjóð sem ekki lagði til þær hetjur sem efldu orðstír Rauða hersins með dirfsku sinni og kjarki. Stjórnvöld landsins tryggðu ein- ingu milli vígstöðva og heimastöðva, sáu um öflugan aga í allri fram- kvæmd, snurðulausan gang þjóðar- búskapsins sem varð að framleiða allt sem til þarf til stríðsrekstursins. Meðan á styrjöldinni stóð voru fram- leiddir 103 þúsund skríðdrekar, 112 þúsund ftugvélar, 482 þúsund fall- byssur og fjöldi annarra vopna. Iðn- aður okkar framleiddi næstum því tvisvar sinnum meira af nútíma tæknibúnaði en iðnaður Þriðja ríkis- ins. Föðurlandsstríðið mikla gat af sér frækinn hóp herforingja sem tókst að sigra þýska herinn undir stjórn hinna marglofuðu herforingja Hitlers. Til er mismunandi mat á hlutverki J.V. Stalíns, bæði í sögu lands okkar og í Föðurlandsstríðinu. Alkunnugt er um ábyrgð hans á tilefnislausum refsiaðgerðum, þar með talið gegn meðlimum hersins, um alvarleg mis- tök hans og ranghugmyndir bæði fyrir stríð og eins við upphaf þess. Á hinn bóginn taldi sovéski marskálk- urinn G.K. Zhúkov að „Stalín hafi verið virðingarverður yfirforingi" og hafi sannað sig sem „afbragðs skipu- leggjara við framleiðslu allra nauð- synja til stríðsrekstrarins“. Og það var enginn annar en Winston Churchill sjálfur sem kallaði Stalín „snilling og staðfastan herforingja"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.