Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ hann ekki að hafa frekari áhyggjur af fjármálum sínum í þessari jarðvist. Þá má geta stóðhestsins Randvers frá Nýjabæ sem hefur verið mikið í um- ræðunni í vetur allt frá því hann kom fram í töltkeppni í Reiðhöllinni í vet- ur. Fyrst og fremst var það jarp- skjótti liturinn sem kom honum í um- ræðuna til að byrja með en sér- staklega er það toppurinn á faxinu sem setur afar skemmtilegan svip á hestinn. En hann hefur fleira til brunns að bera og sýndi vel í höllinni gangrými og góðan fótaburð. Verður spennandi að sjá hvemig knapanum Vigni Jónassyni tekst til með hann í dómi í vor. Annar stóðhestur, Smári frá Skagaströnd, vakti ekki síðri athygli. Fjallmyndarlegur hestur þótt ekki hafi hann fengið hátt fyrir sköpulag í þau fjögur skipti sem hann hefur farið fyrir dóm. Annar tveggja eigenda, Unnsteinn Jóhannsson, reið hestin- um með gamla laginu og fóru þeir mikinn. Smári, sem er 7 vetra undan Safír frá Viðvík og Sneglu frá Skaga- strönd, er geysi rúmur með miklum fótaburði og fasi. Flehi góðhross mætti til nefna svo mörg sem þau nú vora en þetta látið nægja. Hressandi skeiðsprettir Ekki er hægt að skilja svo við sýn- inguna að ekki sé getið um skeið- sprettina undir lokin þar sem nokkrir vaskir sveinar mættu ásamt tveimur meyjum á víðáttuvökrum jálkum. Nú í fyrsta sinn var skeiðað inn á tveimur Hvort um má kenna tilfærslu sýning- arinnar skal ósagt látið en veður var heldm' leiðinlegt meðan á sýningunni stóð. Þá er þess að geta að mjög erfitt er að halda utan um aðstreymi fólks inn á vallarsvæðið og kann það að vera ein skýringin á færri seldum miðum. En það sem stendur upp úr á þess- ari sýningu er sú góða staðfesting að ekkert lát virðist á miklu framboði á stöðugt batnandi stóðhestum. Til- koma fetsins inn í dóm setti svip sinn á sýninguna nú og eins það hversu mikla áherslu knapar leggja orðið á að sýna hægt tölt. Þessi tilhögun eyk- ur kröíúr til knapanna og ljóst má öll- um vera að það er orðinn lítill munur á að fara með hest í kynbótasýningu, gæðinga- eða íþróttakeppni. Hyllir kannski undir að hægt verði að sam- hæfa kröfuraar þegar búið verður að gera eina keppni úr íþrótta- og gæð- ingakeppni? Átján hross tryggðu sér rétt til þátttöku í kynbótasýningu á lands- móti en þai' eru stóðhestar sex vetra og eldri flestir eða 12 með 8,15 eða hærra. Af stóðhestum fimm vetra og eldri náðu fjórá' lágmarkseinkunn, 8,05. Tvær hryssur sjö vetra og eldri, sem er nýr flokkur, náðu einkunn yfir 8,05 sem er lágmaridð. Niðurstöður dóma fimm efstu hrossa í hverjum flokki urðu sem hér segir en hægt er að sjá dóma allra hrossanna og ýtarlegri upplýsingar á heimasíðu Bændasamtakanna á bondi.is. Stóðhestar 4 vetra 1. Jöfur fi'á Blesastöðum, Ásgeir S. Herbertsson, f.: Sproti, Hæli, m.: Kol- brún, Brattholti, sköpulag.: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 7,5 - 7,5 - 7,0 - 8,0 = 7,74, hæfileikar: 8,5 - 8,0 - 6,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 7,0 = 7,99, a.e.: 7,89, hægt tölt: 8,5, kn.: Logi Laxdal 2. Þráinn frá Sigtúni, eig.: Haf- steinn Einarsson, f.: Ófeigur, Flugu- mýri, m.: Þrá, Hala, s.: 7,0 - 7,5 - 8,0 - 7.5 - 8,0 - 9,0 - 8,5 - 6,5 = 7,80, h.: 8,5 - 8,0 - 6,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 7,5 = 7,85, a.e.: 7,83, h.t.: 8,0, kn.: Leó G. Arnarson. 3. Fannar frá Auðsholtshjáleigu, eig.: Gunnar Amarson, f.: Orri, Þúfu, m.: Otur, Sauðárkróki, m.: Fjöður, Ingólfshvoli, s.: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 7,5 - 7,0 - 8,5 - 7,5 = 7,98, h.: 8,5 - 7,0 - 5,0 - 9,0 - 8,5 - 8,0 - 7,0 = 7,70, a.e.: 7,82, h.t.: 8,5, kn.: Sigurður V. Matthíasson 4. Gellir frá Árbakka, eig.: Jakob Hansen, f.: Heimdallur, Árbakka, m.: Ambátt, Stokkhólma, s.: 9,0 - 8,5 - 9,0 - 8.5 - 8,0 - 7,0 - 8,5 - 8,0 = 8,37, h.: 8,0 - 7.5 - 5,0 - 7,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 = 7,36, a.e.: 7,76, h.t.: 8,0, kn.: Magnús Benedikts- son Stóðhestar 5 vetra 1. Askur frá Kanastöðum, eig.: Bjöm Kristjánsson, f.: Svartur, Una- læk, m.: Askja, Miðsitju. s.: 8,5 - 8,5 - HESTAR stöðum og jafnmörgum út með til- komu nýrra dyra á suðurenda hall- arinnar. Þarna komu þeir vekring- arnir á fullri ferð hver á fætur öðrum og var hreint ótrúlegt hvað tókst að láta hestana liggja sprettina á enda í öllum þessum darraðardansi. Að end- ingu fækkuðu sumir knapanna fötum og komu síðustu sprettina ýmist berir að ofan eða jafnvel neðan. Stúlkumar voru þó ekki í þeim hópi og olli það ýmsum vonbrigðum en þama kom eitthvað nýtt sem vakti spennu og kátínu meðal sýningargesta og hressti verulega upp á stemmning- una. Þulir sýningarinnar, þeir Sigurður Sæmundsson og Trausti Þór Guð- mundsson, komust ágætlega frá sínu. Trausti var þama að stíga sín fyrstu skref í þessu hlutverki og má því segja að hann sé býsna efnilegur. Sig- urður er orðinn vel sjóaður þulur með húmorinn tiltækan hvenær sem færi gefst en tímabært er þó orðið að senda hann í endurhæfingu í fallbeyg- ingu nafnorða til að hann uppfylli ýtr- ustu kröfur. Vel kemur út að hafa tvo þuli og ekki spillir að hafa menn sem þekkja vel til allra hluta. Á hnignunarskeiði Eftir þessa síðustu sýningu mátti heyra raddir þess efnis að komið væri að stöðnun. Samanborið við fyrstu sýningar sem haldnar voru í Reiðhöll- inni eru síðari tíma sýningar lítilfjör- legar. Þær fyrstu voru sannkallaðar skrautsýningai' þar sem mikið var lagt 9,0 - 8,5 - 7,5 - 7,0 - 8,0 - 8,0 = 8,18, h.: 8,5 - 9,0 - 7,5 - 8,5 - 9,0 - 8,5 - 6,5 = 8,47, а. e.: 8,35, h.t.: 8,0, kn.: Þórður Þor- geirsson 2. Kjami frá Árgerði, eig.: Davíð Matthíasson, Sigurður V. Matthías- son, Magni Kjartansson, Egill Ágústsson. F.: Gustur frá Hóli II, m.: Brynja, Árgerði, s.: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 8,0 - 9,0 - 7,5 = 8,21, h.: 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 7,5 = 8,41, a.e.: 8,33, h. t.: 8,0, kn.: Sigurður V. Matth- íasson 3. Þymir frá Þóroddsstöðum, eig.: Bjami Þorkelsson, f.: Galdur , Laug- arvatni, m.: Hlökk, Laugarv., s.: 9,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 9,0 - 7,5 - 9,0 -10,0 = 8,59, h.: 8,0 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - б, 5 = 8,13, a.e.: 8,31, h.t.: 7,0, kn.: Daníel Jónsson 4. Frakkur frá Mýnesi, eig.: Haíliði Þ. Halldórsson og Ingólfur Jónsson, f.: Gustur, Hóli II, m.: Katla, Bár- eksst., s.: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,0 - 8.5 - 7,5 = 8,23, h.: 9,0 - 8,0 - 5,0 - 9,0 - 9,0 - 8,0 - 5,5 = 8,02, a.e.: 8,10, h.t.: 8,5, kn.: Hafliði Halldórsson 5. Gauti frá Reykjavík, eig.: Magn- ús Amgrímsson og Auður Samúels- dóttir, f.: Logi, Skarði, m.: Berta, Vatnsleysu, s.: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 7.5 - 8,5 - 8,0 = 8,06, h.: 8,5 - 8,0 - 5,0 - 8.5 - 8,0 - 8,5 - 7,0 = 7,77, a.e.: 7,89, h.t.: 8,5, kn.: Orri Snorrason Stóðhestar 6 vetra og eldri 1. Númi frá Þóroddsstöðum, eig.: Bjami Þorkelsson, f.: Svartur, Una- læk, m.: Glíma, Laugarvatni, s: 7,5 - 8,5 - 8,0 - 8,0 - 9,5 - 7,5 - 8,5 - 8,5 = 8,37, h.: 8,0 - 8,0 - 9,5 - 8,0 - 9,5 - 8,5 - 9,0 = 8,65, a.e.: 8,54, h.t.: 8,0, kn.: Daníel í búninga og æfingar og fjöldi manna lagði mikið á sig til að sem best tækist til. Æft var dögum og jafnvel vikum saman og hugmyndaflugið og sköpun- argleðin var óheft. Nú em aðrir tímar. Enginn virðist tilbúinn til að leggja á sig sjálfboðavinnu í margra daga æf- ingar, menn em jafnvel nískir á að lána hesta sína. Helst er að menn séu tíl- búnir að koma með hross sín þjóni það hagsmunum varðandi kynningu stóð- hesta eða jafnvel hross sem á að selja. Svo er að sjálfsögðu fjöldi ungra efni- legra knapa sem vill fá og þarf að koma sér á framfæri og þá em þessar sýn- ingai' kjörinn vettvangur. Nýafstaðin sýning er líklega sú hraðsoðnasta sem haldin hefur verið til þessa. Gótt dæmi þar um er auglýsingaspjaldið sem hengt var víða upp örfáum dögum fyr- ir sýningu. í dag háttar þannig til að auglýsa þarf og kynna hluti mun meira en tÚ dæmis fyrir 10 ámm. Aðsókn að þessum sýningum virðist fara minnk- andi og tímabært að farið sé yfir hlut- ina og kannað hvað valdi og hvort hægt sé að snúa þeirri þróun við. Nú vom sýningamir einungis tvær en vom fjónu' þegar hæst lét á vordögum Reiðhallarinnar. Á föstudagssýning- unni vom áhorfendabekkimir rétt ríf- lega hálfskipaðir en heita má að tekist hafi að fylla á laugardag en ekki var það meira en svo. Greinilegt er að reið- hallarsýningamar fljóta ekki lengm’ á fomri frægð, hnignunarskeið ríkir og snúa þarf vöm í sókn. ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 63 ISO 9000 árið 2000 “1 Staðlaráð fslands AÐLÖGUN AÐ NÝRRI ÚTGÁFU GÆÐASTAÐLAN NA NÁMSKEIÐ 18. maí • Meginbreytingar í nýju útgáfunni • Nýjar kröfur og breyttar kröfur • Hvað þýðir nýja útgáfan fyrir stofnanir fyrirtæki? • Hvernig er rétt að bregðast við? Námskeiðið ferfram hjá Staðlaráði, Holtagörðum, kl. 8.30-12.10. Þátttökugjald kr. 12.500. Upplýsingar og skráning í síma 520 7150. Einnig má skrá sig með tölvupósti: skraning@stri.is J Sumartilboo ] 12 tímar - kr. 5.900j Sigrun Jóhanna Stefanía > Æfingabekkir Hreyfingar Ármúla 24, sími 568 0677 • Er vöðvabólga að hrjá þig í baki, öxlum eða handleggjum? • Stirðleiki í mjöðmum og þreyta í fótum? • Vantar þig aukið blóðstreymi og þol? Pá hentar æfingakerfíð okkar þér vel! Reynslan hefur sýnt að þetta æfingakerfi hentar sérlega vel fólki á öllum aldri, sem ekki hefur stundað einhverja líkamsþjálfun í langan tima. Sjö bekkja æfingakerfið liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðvanna. Hver tími endar á góðri slökun. Við erum einníg með göngubraut, þrekstiga og tvo auka nuddbekki. Getur eldra fólk notið göðs af þessum bekkjum? Já, þessi leið við að hreyfa líkamann er þægileg, liðkar og gefur góða slökun og er þess vegna kjörin fyrir eldra fólk. Opið mánudaga og miðvikudaga frá kl. 9-12 og 16-20, þriðjudaga og fimmtiidaga frá kl. 9-18 „Ég er búin að stunda bekkina í 8 ár, en meó smá hléum, og þá strax fór ég að verða stiröari í öllum liðum. Mér finnst að bekkirnir séu nauðsynlegir, þó fólk stundi aðra líkamsrækt því þeir bæði styrkja og nudda. Mjög gott fyrir þá sem þjást af gigt, t.d. liða- og vefjagigt." Jóhanna Einarsdóttir „Ég hef stundað æfingabekkina í rúm 12 ér eða frá ■ því að þeir komu fyrst til landsins. Þær æfingar, sem bekkirnir bjóða upp á, eru einstaklega fjölbreyttar og góðar. Það fann ég best þegar ég stoppaði I nokkra mánuði. Vöóabólgur og stiröleiki létu ekki á sér standa. En nú er ég byrjuð aftur og er nú oröin öll önnur. Þvf mæli ég eindregiö með æfinga- bekkjunum." Sigrún Jónatansdóttir „Það eru iiðin 10 og Vi ár síðan dóttir mín sagði mér að hún hefði pantaö fyrir mig prufutíma í nuddbekki sem hún hélt að gætu verið mjög góðir fyrir mig. Ég hafði þá þjáðst lengi af liðagigt og vöövabólgu. Eg er ekki að orðlengja það en aliar götur síöan hef ég stundað bekkina allan ársins hring með mjög góóum árangri. Ef hlé hefur verió á æfingum finn ég mjög fljótt fyrir stirðleika í liöum og sársauka í vöðvum. Ég er sannfærð um að bekkirnir hafa hjálpað mér mikiö í mínu daglega lífi." Stefanía Davíðsdóttir Frír kvnningartínii__
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.