Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 45

Morgunblaðið - 09.05.2000, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 45 -----------------------1 INGVELDUR JAKOBÍNA G UÐMUNDSDÓTTIR Hún hafði að leiðarljósi bænina. Trúðu á tvennt í heimi. tign sem æðsta ber, Guð í alheims geymi, Guð í sjálfum þér. Elsku Ingveldur, hafðu þökk fyrir allt og allt, megir þú hvíla í friði. + Ingveldur Jak- obína Guðmunds- dóttir fæddist á Víf- ilsmýrum í Onund- arfirði 21. júní árið 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 29. aprfl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Mikael Einarsson, bóndi á Vífilsmýrum og kona hans Theodóra Jakobs- dóttir. Systkini hennar, sem öll eru látin, voru Þorgerður Elfn, f. 1898; Guðmunda Valdís, f. 1900; Kristín Guðjóna, f. 1902; Gyða Sigurrós, f. 1904; Einar Ingiberg, f. 1909 og Kristinn Jón, f. 1909. Ingveldur giftist 1939 Sigur- bergi Hjaltasyni, f. 10.11. 1910 í Folafæti við Isafjarðardjúp, son- ur hjónanna Hjalta Einarssonar og Sigurborgar Þórðardóttur. Sigurbergur lést 6. nóvember 1982. Ing- veldur og Sigur- bergur bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík og eign- uðust þau ijóra syni: 1) Valur, f. 5. maí 1940, kvæntur Hólmfríði Guðjóns- dóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Theó- dór, f. 19. maí 1943, d. 24.2. 1971, kvænt- ur Maritu Hansen og eignuðust þau einn son. 3) Hjalti, f. 21. nóvember 1944, d. 24. febrúar 1971, unnusta hans var Kristín Þóroddsdóttir og eignuðust þau einn son. 4) Örn, kvæntur Krist- ínu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Og alls eru langömmubörn- in orðin níu. Utfór Ingveldar Jakobínu fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskuleg tengdamóðir mín, Ing- veldur J. Guðmundsdóttir, er látin, hún var einstök kona, sérlega elskuleg. Hún var glaðvær, létt í lund og horfði alltaf á björtu hlið- arnar í lífinu, fann ætíð það góða út úr hlutunum sama hvað gerðist. Einnig hafði hún góða frásagnar- hæfileika og ákveðnar skoðanir. Hún var æðrulaus og kvartaði aldrei, en var afar þakklát fyrir allt sem fyiir hana var gert. Hún var mjög skýr og fylgdist vel með öllu sem gerðist bæði innan fjöl- skyldunnar og úti í þjóðlífinu, jafnt innanlands sem utan, allt fram til síðustu daga. Hún var alþýðukona sem lifði tímana tvenna, fædd vest- ur á fjörðum árið 1910. Hún horfði til ársins 2000 bæði með tilhlökkun og ótta í huga, tilhlökkun vegna þess að það var hennar mesta ánægja að fagna og vera með fjöl- skyldunni, en ótta vegna þess að hún var hrædd um að hún næði ekki að vera með, þar sem heilsu hennar hafði hrakað mikið frá arverksmiðju ríkisins í Gufunesi, hann sigldi á stríðsárunum, það voru oft erfiðir tímar, það kom því í hlut Ingveldar að sjá um heimilið og uppeldi drengjanna, hún var alltaf til staðar og það var alltaf allt á sínum stað, þeir þurftu bara að kalla, mamma, réttu mér þetta eða viltu gefa mér eitthvað að borða, þá var það komið. Hún var dæmigerð húsmóðir þess tíma, seinna fór hún að vinna utan heim- ilsins fyrst við ræstingar síðan við fiskverkun á meðan hún hafði heilsu og aldurinn leyfði. Hún var mjög trúuð kona og leitaði huggunar í bænum sínum og þar fékk hún sinn mikla styrk. Vonandi líður þér betur nú og ert búin að hitta fólkið þitt. Ég vona að við, sem söknum þín nú, getum leitað huggunar Guðs og fáum styrk í bænum okkar og megum breyta eins og þú gerðir, að breyta hinu illa í hið góða. * Hólmfríður Guðjónsdóttir. Þá hefur hún amma fengið hvíld- ina, sem hún var búin að bíða eftir svo lengi. Jólagjafirnar voru veglegar á hverju ári því hún talaði alltaf um að þetta yrðu síðustu jólin sem hún lifði. Hún var farin að þrá að hitta fólkið sitt hinum megin, sem hún var svo viss um að biði hennar. Samt sem áður hefði hún gjarna viljað vera með okkur á þessu merkisári í fjölskyldunni, hvert stórafmælið á fætur öðru og ferm- ing hjá næstelsta langömmubarni. Hún var orðin mikið veik þegar Viktor Þór var fermdur, en því miður náði hún ekki að lifa afmæl- ið hans pabba sem varð sextugur á föstudaginn var. Þrátt fyrir mikil veikindi var hún búin að panta sér permanett fyrir ferminguna og hafði orð á því að hún þyrfti að fá sér kápu og kjól fyrir veisluna. Hún vildi alltaf vera fín og hefur vafalaust fylgt okkur prúðbúin og brosandi á föstudaginn. Hún var mikið ljúfmenni og vildi allt fyrir alla gera. Fjölskyldan var henni mikils virði og fylgdist hún með því sem við gerðum, hún var mjög næm og vissi ef eitthvað bjátaði á. Þegar við rifjum upp gamlar minningar kemur margt upp í hug- ann, en einhvern veginn er matur ofarlega í huga, nestið hans afa þegar hún stóð við brauðbrettið og smurði hnausþykkar brauðsneiðar með þykku lagi af smjöri. Það var alltaf nóg til af meðlæti, kleinur, pönnukökur og vöfflur með þeytt- um sykruðum rjóma var uppáhald- ið okkar. Einnig hafði hún mjög gaman af að ferðast þó hún hafi kannski ekki alltaf séð mikið af landinu, því hún var frekar bílhrædd og hljómuðu þá setningar eins og bíddu Bergur minn, og bíll, beygja, brekka, brú. ágúst á sl. ári. Það var mikið fram- undan á árinu, ferming næstelsta langömmubarnsins hennar og svo hvert stórafmælið á eftir öðru í fjölskyldunni, bæði hjá börnum og barnabörnum, þannig náði hún ekki að vera með nema í anda, hvorki í fermingunni né afmælinu hans Vals á föstudaginn, því viku áður en fermingin var fékk hún blóðtappa og lamaðist fóturinn vinstramegin frá mitti og niður, síðan var hún rúmliggjandi og hrakaði heilsu hennar mjög hratt eftir það. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum, sorgin fór ekki fram hjá henni. Það var mikið áfall hjá þeim hjónum Ingveldi og Sigurbergi og fjölskyldunni allri, þegar þau misstu tvo syni sína á sama sólar- hring hvorn í sínu slysinu, þá Theodór og Hjalta, miðsynina báða þannig að eftir voru sá elsti og yngsti, líklega náði hún sér aldrei að fullu eftir þetta mikla áfall sem varð 24. febrúar 1971. í framhaldi af því veiktist hún og fékk slæmt magasár og gekkst undir uppskurð þannig að fjar- lægja þurfti % af maganum. Aftur knúði sorgin skyndilega dyra, þeg- ar Sigurbergur, sem virtist vera í fullu fjöri tiltölulega nýhættur að vinna og þau hefðu getað farið að njóta lífsins saman, hné örendur niður fyrir utan heimili þeirra við bílinn sinn 6. nóvember 1982, það var á afmælisdegi elsta barna- barnsins og elstu dóttur okkar Vals, Ingveldar, það var því ein- kennileg tilviljun að Ingveldur tengdamóðir mín skyldi svo kveðja þennan heim 29. apríl á afmælis- degi yngsta barns okkar, sonarins Theódórs Hjalta. Sigurbergur var sjómaður lengst af, en vann á seinni árum í Aburð- ELINBORG HALLDÓRSDÓTTIR + Elínborg Hall- dórsdóttir fædd- ist á Akureyri 15. aprfl 1952. Hún fékk heilablóðfall og lést á heimili sinu hinn 29. aprfl síðastlið- inn. Ilún var dóttir hjónanna Halldórs B. Jónssonar, f. 29.8. 1931, og Rósu Eð- valdsdóttur, f. 26.5. 1934, systkin Lára S. Halldórsdóttir, f. 12.8. 1960, Halldór S. Halldórsson, f. 23.1. 1969, og Rósa Bóel Halldórsdóttir, 1976. Elínborg lauk námi í hár- greiðslu frá Iðnskólanum á Siglufirði og starfaði við iðn sína lengst af. Elísabet giftist Ingólfi Jónssyni og eignuðust þau börn- in Onnu Rósu, f. 24.10. 1970, og Jón Óskar, f. 1.1. 1976. Þau skildu. Elínborg giftist Oddgeiri Þór Árna- syni og eignaðist með honum dæturn- ar Katrínu Sif og Kolbrúnu Ýri, f. 2.9. 1987. Þau slitu sam- vistum. Sambýlismaður Elínborgar síðustu árin var Baldur Matthiasson, f. 13.10. 1941. Þau bjuggu í Sand- gerði. Útfór Elínborgar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 29.10. Elínborg Halldórsdóttir æsku- vinkona mín hafði marga kosti til að bera. Hún var glaðlynd og skemmtileg stelpa, ótrúlega list- ræn og hefði án efa náð langt í teiknun og listmálun hefði hún kos- ið það. Ella Bogga ákvað að nýta hæfileika sína í hárgreiðslu og náði mjög góðum árangri í þeirri iðn. Mér er minnisstætt hvernig ég tók fyrst eftir Ellu Boggu. Hún var þá nýflutt í Hafnarfjörð, á Hellisgötuna, sem í mínu ungdæmi hét Hraunbrekka. Ella Bogga var lagleg og hlý í viðmóti og hafði til að bera mikla forystuhæfileika. Það var þó ekki þetta sem vakti at- hygli mína, heldur hversu góður hlaupari og sundkona hún var. Hún vann til ýmissa verðlaun á þessum sviðum og er mér sérstak- lega minnisstætt þegar hún vann Víðavangshlaupið sem þótti mikið afrek í huga flestra krakka í Hafn- arfirði á þessum tíma. Það var þó í sundinu sem við kynntumst vin- konurnar þrjár, Ella Bogga, Sigga Jóns, og ég. Þar hófst vinskapur sem aldrei bar skugga á og var þeirrar gerðar að þótt liðu ár og á milli okkar væru stundum höf og lönd þá var alltaf eins og við hefð- um hist í gær. Hraunið var okkar staður, Norðurbærinn að mestu Árið 1993 fórum við saman í mjög skemmtilega ferð öll fjöl- skyldan í einni rútu, synir, tengda- dætur, barnabörn og langömmu- börn á ættarmót vestur í ísafjarðardjúp. Þessi ferð gleymist aldrei. Þarna naut hún sín elst allra og með öllu sínu fólki. Hennar verur sárt saknað, ekki síst af langömmubörnum sem elsk- uðu hana mjög mikið. En eftir lifir minningin um allt sem hún hefur kennt okkur og all- ar þær dýrmætu stundir sem við áttum saman. Guð gefi okkur öllum styrk í sorginni. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Inga, Björg og fjölskyldur. Tímans tönn hefur nú bitið fastar í mig en nokkru sinni, og það á afmælisdaginn minn, þegar þú kvaddir þennan heim elsku amma mín. Þá gast þú loksins farið til móts við þá sem þú hafðir sakn- að svo lengi, afa og syni þína tvo Theodór og Hjalta. Það sýnir manni að um leið og tíminn læknar öll sár sigrast hann á öllu og öllum. Ein af mínum fyrstu minningum um þig er þegar ég fór í fyrsta skipti einn í strætó að heimsækja ykkur afa vestur í bæ. Allan tím- ann á leiðinni var ég svo skelkaður um að hafa tekið vitlausan vagn eða farið í öfuga átt. Því var það ólýsanlegur léttir að sjá þig standa allt í einu á einni stoppustöðinni, brosandi að bíða eftir mér. Brosinu þínu gleymi ég aldrei. Það var alltaf svo gaman að heim- sækja ykkur afa í vesturbæinn, því það mátti gera ýmislegt, sem ekki mátti heima eins og að setja sykur í appelsínuna. Síðan var alltaf til Sinalco í ísskápnum hjá ykkur þeg- ar maður kom í heimsókn. Eins var það þegar frændsystk- in mín komu í heimsókn til ykkar utan af landi þá reyndi ég alltaf að smygla mér með sem næturgestur líka, sem var alltaf auðsótt mál af þinni hálfu. Seinna þegar þú fluttir í kjalla- rann til okkar í Beykihlíðina fann ég hvernig húsið fylltist af öryggi, því þú varst svo oft heima þegar ég kom heim úr skólanum. Það voru forréttindi fyrir mig að haíjj^ þig þar. Því að læsa sig úti, sem kom frekar oft fyrir, var allt í einu orðið eitthvað jákvætt því að þá fékk maður bara að stinga sér inn hjá ömmu sem átti næstum alltaf til rojólk og kleinur til að bjóða upp á og ef ekki voru kleinurnar, var bara slegið í pönnukökur eða vöffl- ur með rjóma. Amma mín varð næstum því 90 ára, hún hefði orðið það á miðju sumri komandi, þrátt fyrir það var hún hress og ern fram eftir öllu. Það var ekki fyrr en undir það síð-. asta að hún var farin að þreytast. Hún fylgdist alltaf með því sem maður tók sér fyrir hendur hvort sem var í skóla eða félagsmálum. Það gekk svo langt meira að segja að eitt sinn þegar ég var að keppa í úrslitakeppni í handbolta var hún komin á kaf í beinu útsendingarnar í sjónvarpinu, jafnvel þótt hún fussaði alltaf og sveiaði þegar íþróttir voru í sjónvarpinu. Hún sagði nefnilega alltaf að ekki væri lengur hægt að horfa á sjónvarpið fyrir öllum þessum fótbolta, því amma mín kallaði allar íþróttir með bolta fótbolta. Elsku amma, ég vona að þér eigi eftir að líða vel á nýjum stað og þú hafir fengið að hitta alla þá sem þú þráðir svo mikið að fá að hitta, eins er ég viss um að þeir sem biðu eft- ir þér hafi verið jafn fegnir að sjá þig og brosið þitt aftur eins og ég var þegar ég kom með stætóinum forðum daga. Við sem eftir erum munum ylja okkur með minningum tengdum þér um ókomna framtíð, vitandi það að þú munt bíða eftir okkur brosandi. Þinn sonarsonur, Theódór Hjalti. > Góði Guð, viltu passa langömmu og láta henni líða vel hjá langafa og strákunum sínum. Henni leið alltaf svo illa síðustu dagana og ég vona að henni líði betur núna. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í Jesú nafni amen. Þín Hólmfríður. óbyggður svo athafnasvæði ungra, hressra stelpna var stórt og spenn- andi. Sigga átti heima í útjaðri bæjarins, á Eyi'arhrauni, og þær voru ófáar ferðirnar sem við Ella Bogga fórum hlaupandi um hraun- ið á leið til Siggu, fremur en að fara fram hjá fiskverkunarhúsun- um á Langeyrinni sem okkur þóttu óhugnanleg á kvöldin. A leið heim í myrkrinu fór Sigga með okkur fram hjá Langeyrinni, sterk og áræðin eins og alltaf. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp minningarnar frá þessum tíma sé ég að þessi þrenning hefur verið svolítið sérstök af svo ungum stelpum að vera. Það voru engin dægurmál sem við vorum að velta fyrir okkur. Við höfðum allar brennandi áhuga á andlegum mál- um og veltum mikið fyrir okkur til- gangi lífsins og tilverunnar. Okkur var afar hugleikin sú spurning hvað tæki við að þessu lífi loknu og héldum fram ýmsum tilgátum í því sambandi. Vitaskuld fundum við engan algildan sannleika þá, frem- ur en síðar, þrátt fyrir mikla leit oft á tíðum. En nú þekkja þær vin- konur mínar Sigga og Ella Bogga svörin við þeim spurningum sem svo mjög brunnu á okkur á þessum mótunarárum, því báðar eru látn- ar. Fyrst Sigga, svo ung, hæfileikarík og góð stúlka sem varð öllum mikill harmdauði er hún lést aðeins 16 ára gömul. Nú Ella Bogga, á besta aldri og margs að hlakka til á komandi mánuðum og árum. Ella Bogga var ung þegar hún fluttist aftur út á land. Við hitt- umst af og til í gegnum árin og fylgdumst hvor með annarri úr fjarlægð. Þegar hún fluttist á Akranes kom ég til hennar þangað og þótti mér ekkert tiltökumál að skreppa upp á Skaga til að fá góða klippingu. Eldri börnum hennar kynntist ég ekki mikið nema af frásögnum stoltrar móður en tví- buradætrunum kynntist ég ungum og enn betur þegar Ella Bogga kom stundum með þær í bæinn og þær mæðgur gistu hjá okkur. Eftir að þær fluttust síðar aftur í Hafn- arfjörð fóru dæturnar í gæslu hjá mömmu minni og systurdóttur þegar á þurfti að halda. Enn skildi leiðir okkar þegar ég flutti aftur til útlanda og Ella Bogga settist að í Sandgerði. Þeg- ar við hittumst var þó alltaf eins og við hefðum hist í gær. Fyrir það þakka ég nú þegar ég kveð þessa góðu stúlku sem gekk mér sam- stiga í gegnum mikil mótunarár ævinnar. Aðstandendum hennar öllum votta ég innilega samúð mína og fjölskyldu minnar. Guðný Þ. Magnúsdóttir. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- « eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.