Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Góður og
öruggur kostur
Anna Rut Ingibjörg Th.
Sverrisdóttir Hreiðarsdóttir
FÆÐINGAR í vatni eru engin
nýlunda. Fyrsta skráða vatnsfæð-
ingin var árið 1803 í Frakklandi.
Kona sem var orðin úrvinda af
þreytu eftir langdregna fæðingu fór í
heitt vatn til þess að slaka á og ól
barn sitt í vatninu skömmu síðar. Ig-
or Charkovshy hóf tilraunir með
notkun vatns við fæðingar í Rúss-
.^►landi í kringum 1960 og árið 1978 fór
þekktur franskur fæðingarlæknir
dr. Michel Odent að bjóða konum að
ljúka fæðingu ofan í vatni vegna
ítrekaðra óska þeirra. Áður hafði
konum verið uppálagt að fara uppúr
baðinu fyrir fæðingu barnsins.
Ekki eru nema um 3 ár síðan kon-
um fór að standa til boða að nota böð
við fæðingar hér á landi. I dag bjóða
7 fæðingardeildir á landinu vatnsböð
við fæðingar en einungis 3 þeirra
leyfa að fæðingu sé lokið í vatni, þ.e. í
Keflavík, á Akranesi og Selfossi. Nú
hafa 180 böm fæðst í vatni á þessum
þremur fæðingardeildum. Okkur
langar að kynna þennan valkost við
fæðingar.
Af hverju vatnsfæðing?
fmyndið ykkur hve gott það er að
slaka á eftir langan og strangan
vinnudag í heitu baði. Vöðvarnir
mýkjast og spennan í kroppnum
hverfur. Á sama hátt getur verið
slakandi að vera í vatni í fæðingu.
Flestar konur sem það hafa reynt
segjast finna minna fyrir hríðunum
og hafi því ekki/eða síður þörf fyrir
verkjalyf. Þegar sársaukinn minnk-
ar dregur úr kvíða þeirra og þar með
úr adrenalín-framleiðslu líkamans.
-^Við það eykst magn hríðarhormóna
og endorfína (náttúruleg verkjalyf
líkamans) í líkamanum. Vegna slök-
unar verður öndun kvenna rólegri og
minni orka tapast af hennar hálfu.
Þá er meiri orka eftir til að vinna
með hríðunum. Vegna þyngdarleysis
í vatninu eiga konur auðveldara með
að hreyfa sig og skipta um stellingar.
Það hjálpar til við að opna mjaðma
grindina og greiða leið barns niður á
við. Vatnið auðveldar einnig slökun á
vöðvum grindarbotns þannig að þeir
mýkjast og gefa betur eftir sem
dregur úr hættunni á að þeir rifni.
Óþægindi í grindarbotni eftir fæð-
ingu eru minni hjá konum eftir
vatnsfæðingu. Af ofangreindu er
ljóst að fæðingar í vatni ganga oft
auðveldar og betur fyrir sig.
Meira næði er við fæðingar í vatni.
Það er heldur ekki viðtekin venja að
maður sé með mikið af fólki í kring-
um sig þegar maður fer í bað. Það á
einnig við með notkun
vatns í fæðingu. Heil-
brigðisstarfsfólk ber
meiri virðingu fyrir
næði við þessar að-
stæður en ef kona er
liggjandi í rúmi. Kona
sem er í baði hefur
sjálf mun meiri stjórn
á aðstæðum auk þess
sem þetta rólega um-
hverfi hefur áhrif á
hormónaflæði líka-
mans eins og að ofan
greinir. Gagnvart
baminu má jafnvel
segja að það að fæðast
í baði sé mýkri leið. I
móðurkviði er barn við
37°C hita, baðað legvatni. Það fæðist
ofan í vatni við líkamshita sem eru
minni viðbrigði en að fæðast við
stofuhita. Börn sem fæðast í vatni
virðast verða fyrir minna áreiti við
fæðingu, gráta minna, eru jafnvel
betur vakandi fyrstu mínúturnar og
sýna brjóstagjöf meiri áhuga.
Er vatnsfæðing hættuleg?
Þónokkrar heimildir eru til um
vatnsfæðingar. Enn hefur ekkert
komið fram sem mælir gegn þeim.
Uppi hafa verið gagnrýnisraddir
sem telja hættu vera á drukknun
bama við vatnsfæðingar svo og að
hætta sé á að börn fæðist með sótt-
hita vegna of þess að hitastigs vatns-
ins sé of hátt. Eitt tilvik drukknunar
er skráð í heiminum eftir fæðingu í
vatni. Við þá fæðingu var hvorki ljós-
móðir né læknir viðstaddur og var
drakknunin rakin t.þ.a. barnið var
látið vera í kafi í baðinu í 20 mínútur
eftir fæðingu (Robinson, 1993). Bam
byijar ekki að draga andann fyrr en
það kemur í snertingu við súrefni og
er ekki hætta á dmkknun sé það tek-
ið upp úr vatninu að fæðingu lokinni.
Af 19.000 vatnsfæðingum í öllum
heiminum hefur ekki verið greint frá
einu tilfelli ofhitunar bams. í þessu
sambandi er athyglisvert að benda á
að 14,5% kvenna sem fá mænurótar-
deyfingu við fæðingar fá hita. Ef
fæðing stendur lengur en í 18 klst.
em 36% þessara kvenna komnar
með hita. Þá em auknar líkur á hita
og sýkingu hjá nýbumm sem með-
Vatnsfæðingar
Fæðingar í vatni,
segja Anna Rut Sverris-
ddttir og Ingibjörg Th.
Hreiðarsddttir, ganga
oft auðveldar og betur
fyrir sig.
höndla þarf með sýklalyfjum
(Lieberman o.fl., 1997). Það vekur
furðu að bamalæknar víða í heimin-
um hafa verið fljótir að lýsa áhyggj-
um sínum um hættu á hita barna í
tengslum við notkun vatns við fæð-
ingar en hafa verið ótrúlega þöglir
um sömu hættu hjá börnum eftir
notkun mænurótardeyfinga (Beech,
1998).
Vegna þeirra athugasemda að
ekki sé konum eiginlegt að fæða
böm í vatni má spyrja hvort það sé
eðlilegra að nota sterk verkjalyf og
deyfingar við fæðingar eða að fæða í
flóðlýstu herbergi umkringdur
ókunnugu fólki. I sumum tilvikum
getur notkun verkjalyfja og deyfinga
verið nauðsynleg til að hjálpa konum
í gegnum fæðingarferlið. Því miður
hefur ekki enn komið fram á sjónar-
sviðið kjörlyf til að lina sársauka
kvenna við fæðingar, lyf sem hefur
litlar sem engar aukaverkanir fyrir
móður og barn. Með tilkomu vatns-
baða við fæðingar hefur sýnt sig að
notkun verkjalyfja er minni og
sömuleiðis inngripa við fæðingar.
Reglur við vatnsfæðingar
Ákveðnar reglur hafa verið settar
við notkun vatns við fæðingu. Ef
kona íhugar þann kost skulu engir
áhættuþættir vera til staðar. Með-
ganga skal vera a.m.k. 37 vikur, bam
í höfuðstöðu, legvatn tært og stærð
barns eðlileg. Áður en kona fer ofan í
vatn þarf fæðing að vera komin vel af
stað svo sótt detti ekki niður. AIls ör-
yggis er gætt í fæðingunni eins og „á
landi“. Hjartsláttur bams er hlust-
aður reglulega í vatninu. Kona sem
ákveður að nota bað við fæðingu get-
ur notað glaðloft í baðinu en getur
ekki farið í baðið eftir að hún hefur
fengið önnur verkjalyf eða deyfing-
ar.
Niðurlag
Bameign er náttúrulegt ferli en
ekki sjúkdómur. Með óþarfa og
ótímabærum inngripum getum við
sjúkdómsgert fæðingarferlið. Við
getum fækkað þessum inngripum
m.a. með notkun vatns við fæðingar.
Reynsla okkar af að vinna með kon-
um sem hafa kosið að fæða í vatni
hefur verið afar jákvæð og gefið okk-
ur tækifæri til að upplifa fæðingar-
ferlið á annan hátt. Það er vilji Ijós-
mæðra að skapa konum íleiri
valmöguleika og draga úr hinu
tæknivædda umhverfi fæðingarinn-
ar. Notkun vatns við fæðingar er
góður og ömggur kostur. Það er
okkar ósk að sem flestar konur hafi
þann valkost að nota bað við fæð-
ingu.
Höfundar eru Ijðsmæður og
hjúkrunurfræðingar á fæðingar-
deild Heilbrigðisstofnunar Suður-
nesja í Keflavík.
Skjöldóttir hestar
FYRIR rúmum ára-
tug bar það til tíðinda
í Líbanon að tveir
Evrópumenn féllu í
ræningjahendur.
Ræningjarnir settu
fram kröfur sem ekki
þóttu aðgengilegar.
Mönnunum var haldið
.-^föngnum í 10 mánuði.
Þó aðbúnaður væri
sæmilegur, var vistin
líkust kviksetningu,
því gíslarnir vom al-
gerlega einangraðir
frá umheiminum. Það
bjargaði þeim frá ör-
vilnun að hafa hvor
annan.
En það var minna gagn í þeim
félagsskap en ætla mætti: þeir
gátu ekki talað saman. Gíslarnir
voru vel menntaðir Vestur-
Evrópubúar, starfsmenn alþjóða-
stofnunar og störfuðu erlendis á
hennar vegum. Þeir vom fæddir og
aldir upp í sama landi, Sviss. En
^jþeir kunnu ekkert tungumál sam-
an. Annar kunni nefnilega enga
frönsku, hinn var „lítill málamað-
ur,“ eins og það er stundum kallað
þegar menn ekki kunna ensku.
Samskiptamálin
leystust þó farsællega
um síðir. Hinum for-
hertu ræningjum rann
eymd málleysingjanna
til rifja, og á endanum
fór einn þeirra út í
bókabúð og keypti
þeim þýsk-franska
orðabók, svo þeir
gætu haft vitrænan
félagsskap hvor af
öðmm.
Hinn hnattvæddi
heimur er að verða
sem eitt kálfskinn
hvað varðar upplýs-
ingatækni. Afskekkt-
ustu kimar renna í hið
samfellda rúm sem ofið er saman
með ljósleiðurum og gervitunglum,
þar sem hægt er að tengjast jaðra
á milli með ofurlitlum farsímum.
Internetið gerir íslendingi kleift
að skoða auglýsingu jafnharðan og
hún er sett fram í Kína, enda var
nýlega bent á, að internetið væri
það í dag, sem víkingaskipin voru í
upphafi árþúsundsins.
I einu mikilsverðu efni hafa þó
litlar framfarir orðið síðan við upp-
haf aldarinnar sem senn er á enda:
Esperanto
Esperanto er sérlega
reglulegt og rökrétt
tungumál, segir
Steinþór Sigurðsson,
en er í senn óvenjulega
„lífrænt“.
mannkynið á enn ekki sameigin-
legt tungumál til samskipta. Ef
tveir jarðarbúar em valdir saman
af handahófi em hverfandi líkur á
að þeir gætu frekar rætt veðrið en
læknarnir svissnesku. Þar koma
sæstrengir og gervitungl að litlum
notum, og sjálft internetið hjálpar
ekki fremur en víkingaskipin gerðu
á sinni tíð, þegar sverð og örvar
urðu að duga sem alþjóðamál.
Algengar aðferðir til þess að
ráða bót á þessum vanda em
margvislegar, en em ýmist dýrar
eða óskilvirkar, nema hvort
tveggja sé.
Fyrsta má nefna algengustu að-
ferðina, að menn tali saman á einni
þjóðtungu, oftast ensku, sem ýmist
er móðurmál sumra þátttakenda
eða engra. Þetta er ódýrt og fljót-
legt. Gallinn er hins vegar sá, að
tiltölulega fáir eru sleipir í öðru
tungumáli en sínu eigin, sem gerir
samskiptin óhjákvæmilega stirð.
Og sérstaklega kemur upp mikið
ójafnræði þegar samskipti, hugs-
anlega samningaviðræður, fara
fram á móðurmáli annars aðilans,
sem hinn aðilinn hefur mun verr á
valdi sínu.
Hér væri vert að segja frá könn-
un frá árinu 1989, sem almanna-
tengslafyrirtæki gerði á enskukun-
náttu í Evrópusambandslöndum
(utan Bretlands og írlands). í
þessari könnun var ekki látið
Steinþór
Sigurðsson
nægja að spyrja viðmælendur
hvort þeir kynnu ensku, heldur var
kunnáttan prófuð með spurning-
um. Niðurstaðan var sú að um 6%
skildu ensku sæmilega. Sem ekki
kemur þeim Islendingum á óvart
sem hafa ferðast um álfuna og
reynt að bjarga sér á tungu Fras-
iers og Taggarts.
Andstæð aðferð er að gera allar
tungur jafnar, eins og oftast er
gert hjá Evrópusambandinu. Þar
er að öllu jöfnu túlkað og þýtt milli
allra tungumála sambandsins.
Þannig er staða allra sem hlut eiga
að máli jöfnuð. Reyndar em sumar
tungur jafnari en aðrar, því þetta
nær eingöngu til opinberra þjóð-
tungna (annarra en gelísku), svo
tungumál eins og katalónska,
samamál, korsíska, próvensalska
o.s.frv. verða útundan. Árlegur
kostnaður af þýðingum og túlkun-
um er eins og hálf önnur Kára-
hnúkavirkjun, einhvers staðar á
bilinu 100-150 milljarðar króna,
auk þess sem þýðingar og túlkanir
hægja mjög á öllum samskiptum.
Þrátt fyrir þennan kostnað er
boginn ekki alltaf spenntur svona
hátt. Á svokölluðum óformlegum
fundum er slakað á túlkunarkröf-
unum, og varð það tilefni deilna sl.
haust. Þýska hafði um hríð notið
sömu forréttinda og enska og
franska, en missti þau þegar Finn-
ar tóku við forsæti í EBE-ráðinu.
Þjóðverjar bragðust ókvæða við,
og sniðgengu fundi. Þeir bentu
m.a. á, að það skaðaði hagsmuni
Þjóðverja í samningaviðræðum ef
þeir hefðu ekki sömu tungumála-
stöðu og Bretar og Frakkar. í
þessu felst auðvitað viðurkenning á
því, að linnulaust er hallað á hags-
muni Grikkja, Portúgala, Spán-
verja, ítala, Svía, Finna, Hollend-
inga og Dana með tungu-
málalegum yfirgangi.
Loks má nefna meðalveginn. Það
er aðferð alþjóðastofnana, s.s. Sþ,
sem er að túlka milli nokkurra val-
inna tungumála. Sú aðferð samein-
ar í mörgu galla beggja, þ.e. mik-
inn kostnað (skv. tölum frá 1980
kostar það 20 þúsund Bandaríkja-
dali að þýða 25 síðna plagg yfir á
vinnumálin 6 sem Alþjóða heil-
brigðisstofnunin notar), litla skil-
virkni og takmarkað jafnræði.
Engan þarf að undra að esper-
antistar hafa úrbótatillögu, tillögu
sem mjög kom til álita hjá Þjóða-
bandalaginu í kringum 1920, en
var stöðvuð með neitunarvaldi
einnar stórþjóðar. Sem er einfald-
lega að gera esperanto að alheims-
samskiptamáli. Einn ókostur blasir
við: allir þyrftu að læra esperanto.
En það er minna mál en ætla
mætti, því málið er ákaflega auð-
lært. Því valda fáir orðstofnar, ein-
föld og öflug uppbygging, málfræði
gersneydd undantekningum, og
tungumálið laust við óljósar og tor-
lærðar hefðir. Hjá esperantistum
eru hestar jafnskjöldóttir og kýr.
Það er til muna árennilegra að
læra esperanto til hlítar heldur en
framandi þjóðtungu. Kostirnir eru
hins vegar ærnir: það þarf enga
túlka eða þýðendur til almennra
samskipta. Og sér í lagi fara öll
samskipti fram á jafnræðisgranni.
Það era engir heimaleikir á esper-
anto.
Esperanto er tilbúið mál, búið til
af tæplega þrítugum pólskum
augnlækni fyrir rúmri öld. Það
hefur verið tungumál öflugs og
fjörugs málsamfélags næstum jafn
lengi. Á esperanto er gefinn út
fjöldi tímarita og blaða um aðskilj-
anleg efni, bóka, þýddra og fram-
saminna, og mikill fjöldi ráðstefna
og þinga haldinn ár hvert. Rúm-
lega 3000 manns frá 65 löndum
sóttu t.d. alheimsþing esperantista
í Berlín sl. sumar.
Esperanto er sérlega reglulegt
og rökrétt tungumál, en er í senn
óvenjulega „lífrænt". Sá sem tekur
þátt í samræðum á esperanto verð-
ur þess ekki var að hann sé að tala
„gervimál". Það er hannað til stöð-
ugrar endurnýjunar og nýyrða-
smíðar, sem er helsta tómstunda-
gaman margra esperantista. Ef
alþjóðasamskipti eiga í reynd að
verða víðtækari og almennari, er
esperanto valkostur sem ekki verð-
ur horft framhjá.
Höfundur er lífefnafræðingur og
formaður Auroro, esperantistafé-
lags Reykjavíkur.