Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 49 styrkleika og fallegu framkomu. Minningamar skjóta upp kollinum hver af annarri um samverustundir af ýmsu tagi. Hún var mikil félags- vera og vildi hafa fólk og gleði í kring- um sig. Hún var líka hrókur alls fagn- aðar hvar sem hún kom. Boðin hennar ftú Elísabetar voru engum öðrum lík, hvort sem um fjölskyldu- boð, leikaraboð eða aðrar stórveislur var að ræða, líf og fjör var inngangs- orðið og virkaði það alltaf. Eg vil nú samt sérstaklega minnast fjölskyldu- boðanna ú sunnudögum, þegar böm hennar, tengdaböm og bamabörn komu i hádegisverð. Þar ræddu allir málin af mikilli snilld. Eftir mat með- an við hin fullorðnu fengum kaffi und- irbjuggu barnabörnin leikrit en amma hafði tekið til allskonar föt, hatta, húfur og slæður sem þau máttu nota í leikritinu. Hún átti það líka til að vera hvíslari hjá þeim ef leikritið hafði fengið texta og góða æfingu inni í svefnherberginu hennar. Þetta var fastur siður á hverjum sunnudegi í mörg ár og bamabörnin nutu þessara sunnudagsleikritsferða til ömmu. Upp koma líka minningar um skemmtilegar ferðir um landið yfir sumartímann og ýmsa skemmtilega atburði tengda þeim sem bömin mín og ég munum geyma í minningunni. Við eigum mikið af minningum um skemmtilega, fróða og umfram allt góða ömmu og vinkonu sem við kveðjum núna og óskum góðrar ferð- ar. Blessuð sé minning frú Elísabetar Waage. Þórdís K. Pétursdóttir. Amma kvaddi þennan heim með brosi. Sem var henni líkt. Hún var nýbúin að halda upp á níræðisafmæl- ið sitt með pompi og prakt; bauð í flotta hvítvínsveislu á sólríkum sum- ardegi, söng finnska slagara með systkinum sínum, skrafaði og hló, var „grand old lady“ sem átti daginn. Tveimur vikum síðar vaknaði hún, brosti til starfsstúlknanna á Skjóli sem ætluðu að hjálpa henni fram úr rúminu, lagðist svo út af og sofnaði. Hún hafði lag á að gera hlutina með reisn hún amma. Ég vissi svo sem alltaf að ég væri lánsöm að eiga hana að og var ekki jafn stolt af neinu þegar ég var lítil eins og að fá að bera nafnið hennar. Hún var líka frábær amma sem gaf okkur bamabörnunum sínum enda- lausan tíma, ástríki og hlýju; fór með okkur í leikhúsið, talaði við okkui', sagði okkur sögur, trakteraði pönnu- kökur og ís og gerði allt það sem manni finnst einhvem veginn að góð- ar ömmur geri. Þegar ég fór að kom- ast til vits og ára gerði ég mér enn betur grein fyrir hvílíka gullömmu ég átti; þegar ég fór að átta mig á öllum kostunum sem prýddu hana og gerðu hana að einstakri ömmu - og kannski ennþá frekar að einstakri manneskju. Hún amma var nefriilega líka heimskonan, lífskúnstnerinn, fegurð- ardísin, fagurkerinn, húmoristinn, sagnaþulurinn og sjarmatröllið. Hún var pjattrófa fram undir það síðasta - horfði hugsi á mig viku fyrir níræðis- afmælið sitt og sagði að hún ætti nú kannski að fá sér göt í eyrun við tæki- færi. Hún hafði lifandi áhuga á bókstaflega öllu í kringum sig, fylgd- ist með stjórnmálum og menningu fram á síðasta dag, las mikið, og átti sæg af vinum. Hún var samkvæmis- ljón og gleðinnar dís - mér finnst ekkert svo langt síðan hún hringdi í mig hálfskömmustuleg á páskadags- morgun, börn og barnabörn væntan- leg í hádegismat og hún trúði mér íyrir því að hún væri fremur rislág því hún hefði setið með vinkonum sín- um í gleðskap til hálfsjö um morgun- inn. Enda talaði hún tæplega níræð af mikilli samúð um „aumingja gamla fólkið" sem hún taldi sig greinilega ekki eiga neina samleið með á nokk- urn hátt. Sem var auðvitað laukrétt hjá henni. Hún var líka sympatískasta amma sem hægt var að hugsa sér, sú sem hafði gefandi viðmótið, hlýja augna- ráðið, sú sem hlustaði á allt og skildi allt. Núna finnst mér ekki sá hlutur til sem ég ekki leitaði til hennar með og trúði henni ekki fyrir. Vegna þess að hún var ekki bara besta amma sem völ var á, hún var líka besta vinkona sem hægt var að finna. Og þegar ein manneskja sameinar þá kosti er ekki hægt að fara fram á meira. Eg kveð einstaka ömmu með þakk- læti fyrir að hafa átt vináttu hennar og yndislegheit í öll þessi ár. Elísabet Indra Ragnarsdóttir. Fyrsta minningin um elstu föður- systur mína tengist leiðinu hans afa í kirkjugarðinum við Suðurgötu og er raunar miklu eldri en ég sjálf. Þar stendur Eh'sabet, 17 ára gömul, um- kringd ókunnugu fólki, í órafjarlægð frá móður og systkinum sex en horfir á eftir föður sínum ofan í kalda gröf. Honum hafði hún, augasteinninn hans, fylgt frá Spáni til lækninga hér heima. Engan hafði órað fyrir hinum snöggu endalokum. Með föðurnum hverfur öryggi og áhyggjuleysi æskuáranna en við gröfina hans er það umfram allt heldjúp sorg sem m'stir og tímanum tekst aldrei að græða til fulls á hamingjuríkri ævi. En þrátt fyrir þessa skýru mynd, sem einhvem veginn varð til í huga mér, vai- Beta frænka einhver mesti gleðigjafi sem ég hef kynnst. Þeim sáru breytingum, sem urðu á högum fjölskyldunnar, tók hún með sálar- styrk sem móðir hennar og yngri systkini nutu þegar þau komu sjóleið- is frá Spáni til að vitja grafarinnar og hefja nýtt líf við erfiðar aðstæður. Yngsti sonurinn var aðeins tveggja mánaða þegar höggið reið yfir og yngsta systirin á öðru ári. En með þeim öllum sjö þróaðist slíkur kær- leikur og virðing að með fádæmum er og ftnnst mér auðsætt að þar hafí Beta gefið tóninn enda var hún jafnan sameiningartákn fjölskyldunnar, sem kallaði sig „crazy family“ á góð- um stundum. Þar voru gjarnan ástunduð skringilegri uppátæki en tíðkuðust á meðal betri borgara í Reykjavík og hláturinn var innilegur, tær og mannbætandi. Þetta var arfur sem þeim tókst að skila til næstu kynslóða. Ættliðimir voru þrír sem gerðu sér glaðan dag út á Tíu litla negrasti-áka, sem afi og Muggur, mágur hans, höfðu skapað í samein- ingu. Þá voru tæp 50 ár liðin frá láti afa, útgáfuréttur fjölskyldunnar að renna út og bókin ófáanleg. Að sjálf- sögðu var úr því bætt og haldin veisla fyrir ágóðann. Hvernig hefði líka ver- ið hægt að ávaxta hann betur? Við lyftum ótal skálum fyrir afa, ömmu, Muggi og Negrastráknum og hlátra- sköllin glumdu langt inn í vomóttina. Hárprúðm- menntaskólastrákur kvaðst aldrei hafa skemmt sér eins konunglega en kátust af öllum var Beta frænka. „Old Jolivon“ eins og pabbi kallaði hana stundum með til- vísun í Sögu Forsyteættarinnar. Hún hló og grét í senn og fullyrti að þama hefði crazy family slegið öll met. Löngu fyrir kvennabyltinguna svo- nefndu hafði Elísabet Waage haslað sér völl í atvinnulífinu. í störfum sin- um fyrir Ferðaskrifstofu rfldsins naut hún bæði góðrar tungumála- kunnáttu og sinna einstæðu persónu- töfra. Að henni drógust jafnt aðals- menn sem furðufuglar af ýmsu þjóðemi og sumir þeirra urðu heimil- isvinir hjá henni. Hún tengdist líka samstarfsfólkinu sterkum böndum. Ungar stelpur trúðu henni fyrir skrautlegum ástarævintýrum og virðulegir menn viðurkenndu gömul skammarstrik í návist hennar. Ég held að hún hafði ekki kunnað þá iðju að hneykslast á öðram en var í senn sérfræðingur í græskulausu gamni og næmur þátttakandi þar sem sorg- in knúði dyra. Hún átti þá náðargáfu að geta hlegið og grátið í sömu andrá. Það var skærasti bjarminn í ííkulegu litrófi hennar. Árið 1963 missti hún eiginmann sinn, Indriða Waage, eftir farsæla sambúð. Á þeirri kveðjustund var hún ekki ástvinalaus. Bömin þeirra elskuleg, Kristín og Hákon, stóðu þétt við hlið hennar ásamt systkinun- um sex. Og þó að Indriði væri horfinn af vettvangi dagsins rækti fjölskyld- an minningu hans af slflcri alíð að hann var aldrei langt undan. Þannig kynntust barnabörnin „afa sínum á himnum“ eins og þau kölluðu hann lengi. Afmælisdagurinn hans var jafnan hátíð. Þegar skyggja tók á að- fangadag vitjaði Elísabet ævinlega tveggja grafa, mannanna sem hún hafði unnað mest og verið svipt alltof snemma. En lífið heldur áfram og því vildi hún lifa með reisn. Það var sem lífsorka hennar og styrkur yxi með áranum ólíkt því sem gerist hjá öðra fólki. Samt var hún svo mikil dama að hámenntuð kona í kvenlegum dyggð- um sagði mér eitt sinn að þessi föð- ursystir mín drægi ávallt að sér at- hygli sína fyrir smekkvísi og fágaða framkonu. Lífskraftur hennar kom hvergi betur fram en í viðureigninni við sjúkleika og elli kerlingu en henni tókst að lifa fleiri banalegur en dæmi era um. Hún fékk hvert áfallið á fæt- ur öðra en var innan komin á fulla ferð aftur með sinn hatt og staf, hjartagangráðinn og yndislega brosið sem hún hafði erft frá ömmu Egilson, fylgdist með öllum, mundi allt og gerði gott úr öllu. Það glampaði jafn- vel alltaf á brosið við erfiðustu sjúkralegumar. „Nú héldu allir að ég væri að deyja, Guðrún mín,“ sagði hún veikum rómi. „Þeir spurðu hvort ég vildi tala við prest en ég hef engar syndir að játa. Séra Árni Bergu veit hins vegar vel að ég er næsti kúnni.“ Svo hlógum við báðar og grétum. Þetta var fyrir tæp- um tveimur árum og enn átti hún eft- ir að lifa margar hamingjustundir þótt þrekið dvínaði stöðugt. Síðasta banalegan var sú besta. Beta frænka hafði einsett sér að lifa aldamótin og níræðisafmælið. Hvort tveggja tókst. 17. apríl síðastliðinn sat hún, umvafin ástvinum, á fallegu heimili Hákonar sonar síns og Mar- grétar konu hans og gladdist með glöðum; höfuð ættarinnar, borið með reisn. Kannski hefur hana rennt grun í að þetta væri í síðasta sinn er hún hitti systkini sín sem hún hafði alltaf borið svo mikla umhyggju fyrir og systkinabörnin sem hún fylgdist svo vel með. Að minnsta kosti var hún bæði sæl og þreytt er hún kom heim á Skjól að kvöldi afmælisdagsins. Og tveimur vikum síðar sofnaði hún svefninum langa - með bros á vör. „Hún var vorbarn. Hún fæddist inn í vorið og dó inn í vorið,“ sagði Helga systir hennar. Það vora orð að sönnu. Hún bar birtu inn í líf okkar og birta mun ævinlega leika minningu Elísabetai’ Waage. Guðrún Egilson. Elísabet móðursystir mín hélt upp á níræðisafmæli sitt á heimili sonar síns 17. apríl síðastliðinn. Hún hafði verið mjög lasin undanfarið og syst- urnar kviðu því að þrekið mundi bila, en það var eitthvað annað; auðvitað stóð hún sig eins og hetja. Það gerðist ævinlega þegar á reyndi. Viljastyrk- urinn og lífsgleðin, vakandi áhugi á fólki og öllu sem var að gerast í kring- um hana hafði oftar en einu sinni fleytt henni í gegnum veikindi sem hefðu bugað eða brotið flesta aðra. Hún var farin að líkamskröftum, en andlegu atgervi hélt hún óskertu til hinsta dags. Og þama sat hún í heið- urssæti og naut stundarinnar og horfði á hópinn þessum fallegu bláu augum sem hafa vafalaust raglað margan ungan mann í ríminu hér fyrr á áram. Hálfum mánuði eftir afmælið leið hún allt í einu út af á koddann og var dáin. Eins og andað væri ofur- hægt á skæran, flöktandi loga. Elísabet Waage átti að baki langa og viðburðaríka ævi. Hún var eigin- kona leikara og móðir leikara svo að leikhúsið varð snar þáttur af lífi hennar með sínum stóra sveiflum þar sem allt er lagt undir í sérhvert sinn við undirbúning hveirar framsýning- ar. Hún lifði og hrærðist með því sem gerðist í leiklistarheiminum og í bernskuminni mínu era hún og leik- húsið einhvem veginn órjúfanlega tengd. Mér er Beta frænka minnisstæð- ust frá þeim tíma þegar hún vann í Baðstofunni við TYyggvagötu, sem fyrir löngu hefur verið jöfnuð við jörðu. í Baðstofunni var minjagripa- sala Ferðaskrifstofu ríkisins; útibú hennar var á Keflavíkurflugvelli áður en einkaframtakið sölsaði þetta undir sig eins og reynslan er um gróðafyr- irtæki í ríkiseign. Auk ferðamanna úr öllum heimshornum laðaðist þangað hið íjölbreyttasta samsafn fólks. Leikaramir úr Þjóðleikhúsinu litu inn þegar þeir komu af æfingum; á sófanum við dyrnar sat löngum sjálf- ur Indriði Waage umluktur tyrk- nesku reykskýi, þarna kom Ferða- skrifstofufólkið, menntaskólakrakk- ar eins og ég, skrifstofufólk í matar- tíma, sendiráðsfólk og sérvitringar. Öllum tók Beta af gestrisni og örlæti milli þess sem hún var frammi í búð og afgreiddi ferðamennina á ótrúlega mörgum tungumálum. Spænsku, ensku og Norðurlandamál talaði hún reiprennandi en bjargaði sér líka á frönsku, ítölsku og þýsku. „Ég hef aldrei heyrt eins margar kynvillur," sagði Indriði að vísu einu sinni þegar hún hafði afgreitt þýskan ferðahóp. Líf Elísabetar Waage var enginn dans á rósum. Hún missti mann sinn 1963 eftir erfiða sjúkdómslegu. Sjálf lenti hún í slysi fyrir fjóram áratug- um sem háði henni alla tíð upp frá því. Síðustu tíu árin var hún mjög heilsu- tæp og var nokkram sinnum vart hugað líf. í eitt skiptið kvaddi hún börnin sín með orðunum: „Þetta var indælt stríð!“ En svo hjamaði hún við og lifði mörg ár enn. Það er erfitt að átta sig á því nú að þessu indæla stríði sé endanlega lokið. Þorleifur Hauksson. Dagamir lengjast og dimman flýr í sjó, sungum við í æsku án þess að leggja í það dýpri merkingu. En síðar á ævinni, þegar áram fjölgar, er bjartur vordagur kærkominn tími til að vekja minningar hugans. í birtu vordaga kvaddi góð vin- kona, Elísabet Waage, hljóðlega og sátt við lífið og tilveruna. Hinn ein- stæði vilji Elísabetar til að taka þátt í lífi annarra og vera þátttak- andi í gleði og sorg hefir oft yljað sálinni. Lífsvilji hennar og kraftur til að yf- irstíga allar torfærur, sem á leið hennar urðu, reyndust vinum hennar oft óskiljanlegar. Persónulega töfra og sterka útgeislun átti Elísabet í rík- um mæli og miðlaði óaívitandi af. Ég kynntist Elísabetu innan við fermingu, er ég kom á heimili Guð- ránar móður hennar með Helgu, yngri systur hennar. Átti sú vinátta, er þá myndaðist, eftir að endast ævi- langt, og spanna fjóra ættliði. Elísa- bet var óvenju fögtu- og glæsileg kona, sem vakti athygli í bænum, sem þá var minni í sniðum en nú. Ég minnist bráðkaupsdags þeirra Elísa- betar og Indriða Waage leikstjóra. Þau vora glæsilegt par, og ástin leyndi sér ekki. Óskabömin þeirra, Kristín og Hákon, vora kærkomin. Kristín, sem ég kalla lýðveldisbarn (f. 1944), var mikil guðsgjöf. Ekki var gleðin minni þegar Hákon fæddist (1946), stór, gjörvulegur og góður drengur. Eftir þrjátíu ára hjónaband missti Elísabet mann sinn Indriða. Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. jTtillimiIiiiir Erfisdrykkjur *- P E R L A N Sími 562 0200 títixiim'mmnií Hún tregaði hann mikið en lét það aldrei uppi, en hann var maðurinn í lífi hennar. Á síðari áram lágu leiðir okkar Elísabetar saman við vinnu, og vai* auðsætt að hún átti hug og hjarta* þeirra er hún átti samskipti við, enda var hún vinmörg mjög. Þegar ég lít um öxl og hugsa um Guðránu móður hennar reyndist hún mér besti vinur alla tíð. Amma Elísabetar, sem þá bjó á heimili Guðránar, bauð mér oft í stofuna sína og fræddi mig á mörgu frá sínum ungu dögum, og fór með mörg skemmtileg ljóð, því hún var hafsjór af fróðleik. Þá hefir Kristín dóttir Elísabetar ávallt verið mér hollvinur. Við Elísabet áttum saman mörg ár, þar sem sorg og gleði vora oft á ferð-y_ inni. Þá var gott að þrýsta hönd, og sjá tár blika í himinbláu augunum hennar Betu minnar. Nú hefir hún kvatt í lok páskahátíðai’, haldið til himins, þar sem beðið er endurfunda ástvina og ættingja. Gamla fjölskylduvinkonan, Unnur Amórsdóttir. Það að kveðja hana Elísabetu Waage er ekki hægt. Því hún Beta frænka okkar er engill. Hún Beta er komin heim til himna. Hún Beta vildi samt ekki fara strax. Hún vildi - áður en hún færi - fagna nýju árþúsundi; fagna fimmtíu ára afmæli Þjóðleik- hússins (Beta var ætíð tengd leikhús-„ inu sterkum tilfinningaböndum); fagna og taka á móti okkur öllum á níræðisafrnæli sínu nú fyrir skemmstu. Við bræður þökkum fyrir okkur. Þór og Geir. Gróðrarstöðin ” Of Op mmtíÐ ♦ Hús blómanna Blómaskreytingar við öll tækifæri. Dalveg 32 Kópavogi sími: 564 2480 Varanleg minning er meitluð ístein. 8S. HELCAS0NHF STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.