Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 51
 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KARL KRISTINN KRISTJÁNSSON + KarI Kristinn Kristjánsson fæddist á Akranesi 17. febrúar 1979. Hann lést af slysför- um 10. aprfl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 19. aprfl. Elsku KalK minn. Það var í lok maí í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar sem ég hitti þig síðast. Bæði vorum við á leið í útskriftarferð, þú með þínum skólafélögum úr Fjölbrauta- skóla Vesturlands til Benidorm en ég með fjölskyldu minni og skólafélögum úr Samvinnuháskólanum til Costa del Sol. Við lentum í sömu röð við innrit- un og þegar þú komst auga á mig gekkst þú rakleitt til mín og heilsaðir mér imiilega eins og þinn var vandi. Ávallt þegar ég hitti þig hvort sem þú varst með fjölskyldu þinni, félögum eða einn fékk ég fallega kveðju frá þér, faðmlag, koss, bros eða þétt handtak. Þú hafðir alveg einstaka framkomu, varst glaðlegur, kurteis, eðlilegur og hlýr. Þú varst bam sem allir foreldrar hefðu verið stoltir af að eiga. Ég hef oft hugsað til þess við uppeldi bama minna hvað það var í uppeldisaðferðum foreldra þinna sem gerði þig og systkini þín, Alfhildi og Svein, svo alúðleg í framkomu. Þið er- uð að sjálfsögðu að endurspegla ykk- ar yndislegu íoreldra. Mér fannst þú sérstaklega bam- góður og bömin mín hændust mjög að þér. Þegar ég sagði þeim frá því að núna væri Kalli frændi þeirra af Skaganum kominn til Guðs sagði Ernir Steinn: „Kalli í sjoppunni, hann var svo góður.“ Þegar við komum í Skútuna til að kaupa bensín voru þau svo glöð ef þú varst á vakt, þú bankað- ir í rúðuna hjá þeim, spjallaðir við þau og sprellaðir. Mikið var ég stolt þegar mamma þín sagði mér að þú hefðir sótt um nám við Samvinnuháskólann og veit ég að þú beiðst spenntur eftir svari frá skólanum. Ég veit að þú hefðir staðið þig með sóma þar eins og í öðru sem þú tókst þér fyrir hendur. Þitt já- kvæða viðmót og fæmi í mannlegum samskiptum em einmitt eiginleikar sem skipta miklu máli. Ég hlakkaði til að fá að fylgjast með þér þar. Elsku Kalli minn, það er erfitt að sætta sig við það að ungum, yndisleg- um og heilbrigðum dreng, sem á allt lífið framundan, sé kippt úr þessu h'fi en við verðum að trúa því að þér sé ætlað að sinna mikilvægu verki ann- ars staðar. Megi Guð styrkja foreldra þína og systkini en ég veit að þau sakna þín sárt og missir þeirra er mikill. Þín frænka Daðey. Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, simi 5544433 Elsku Kalli okkar. Á þessari stundu þegar við loksins áttum okkur á því að það verður ekki aftur snúið viljum við fyrst og fremst þakka þér fyrir að fá að hafa þekkt þig, því þó að við séum nú svo miklu fá- tækari eftir að hafa misst þig, þá erum við þá svo óendanlega rík- ari vegna þess tíma sem við áttum með þér. Fyrstu samveru- stundimar okkar krakkanna ná lengra aftur en minningarnar. Ekki óraði okkur fyrir því að þær yrðu ekki fleiri. í þau fjölmörgu skipti sem fjöl- skyldur okkar hittust og vináttan óx þá horfðum við til þess tíma þegar lítil kiíli myndu bætast í hópinn og við gætum sagt þeim frá öllum búðarleikjunum, He-man, AD&D, tölvuleikjunum og öllum þeim leikjum sem við lékum. Þú varst okkur svo yndislegur vin- ur og félagi, svo góður og einlægur vinur er vandfundinn. Ég (Björg) man sérstaklega eftir því þegar við vorum um 5-6 ára og þú ákvaðst upp á þitt eindæmi að safna öllum vasapeningunum þínum sem voru nú ekki miklir í þá daga, svo þú gætir keypt fyrir mig hlunkasúper- bolta sem þú vissfr að mig langaði mikið í. Minningin um þetta, sem svo margar aðrar, mun alltaf hlýja mér um hjartarætumar, þetta sýnir svo vel hvernig hjartalag þú hafðir, ávallt reiðubúinn að hjálpa hveijum sem var. Við vitum að Jón Þór hefði viljað minnast svo margs og segja svo margt að skilnaði í þessari grein og að þið eigið minningar um ýmis stráka- pör, en við vitum að þó að það sé ekki skrifað hér þá mun það komast til skila. Elsku Kalli, hversu gaman það var að sjá hve vel þú þroskaðist og varðst að ungum og fallegum manni. Hversu ánægður þú varst, brostir svo mikið og fallega, enda full ástæða til; búinn að finna ástina þína, ákveða hvað þú vildir læra og sumarið framundan. Og hversu sorglegt og óréttlátt sem okkur kann að finnast að þú skul- ir þurfa að fara þegar lífið lék við þig, þá erum við samt sem áðui’ þakklát fyrir að síðustu stundirnar þínar voru hamingjuríkar. Við getum ekki lokið þessari grein án þess að minnast á hversu yndisleg- an og smitandi hlátur þú hafðir, og ómar hann enn í hugum okkar. Elsku Rúna, Stjáni, Álfhildur og Sveinn, ömmur og afi og Guðrún, við biðjum góðan guð að styrkja og styðja ykkur í þessari miklu sorg, svo og alla aðra nákomna. Elsku Kalli, við biðjum góðan guð að blessa þig og gangi þér ávallt vel. Margrét, Björg og fjöl- skyldan Neðstabergi 18. KIRKJUSTARF Safnadarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 10- 14. Léttur hádegisverður fram- reiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 14- 16. Dómkirkja. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Langholtskirkja. Kirkjan er op- in til bænagjörðar í hádeginu. Laugarneskirkja. Morgunbænir í kirkjunni kl. 6.45-7.05. Fullorðins- fræðsla kl. 20, lokasamvera. „Þriðjudagur með Þorvaldi“ kl. 21. Lofgjörðarstund. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30 í um- sjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónassonar. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrð- arstund í hádeginu á morgun, mið- vikudag, kl. 12-13 í kapellunni. Súpa og brauð á eftir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgn- ar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Breiðholtskirkja. Bænaguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur málsverður, helgistund og sam- vera. Sr. íris Kristjánsdóttir kem- ur í heimsókn. Sýning á verkum geðfatlaðra stendur yfir á opnunar- tíma kirkjunnar í maí. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænarefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrðar- stund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. Æskulýðs- starf fyrir unglinga 15 ára og eldri kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í dag kl. 12.30. Fyrir- bænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Fredcriksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorg- unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 fundur um sorg og sorgar- viðbrögð. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Hvalsnessókn. Altarisganga fermingarbarna í 8. ÞG kl. 20.30. Fermingarbörn ásamt foreldrum ganga til altaris. KEFAS, Dalvegi 24. Þri: Bæna- stund kl. 20.30. Mið: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Föst: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir velkomnir. Borgarneskirkja. TTT, tíu til tólf ára starf, alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetrinu. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimil- inu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Bibl- íuskóli í kvöld kl. 20. ÞUMALÍNA fyrir mæður og börn Pósthússtræti 13 s. 5512136 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 51 fáh'tn öapðsHom v/ Possvogsl<iiAl<jwgat*ð Simii 554 0500 cd Guðmundur Jónsson ■ F. 14.11.1807 D. 21.3. 1865 r ■Jímf- Qraníí HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 HEIMASÍÐA: www.granit.is © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið op séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina í 10 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á líkkistum og þjónustu við útfarir. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is EHF. r$ - ~ 1 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri Crfíséyííjur Upplýsingar í símum 562 7575 & 5050 925 HOTEL LOFTLEIÐIR O ICflANOAI * MOTÍtS Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA T SÓLSTEINAR Legsteinar í Lundi við Nýbýlaveg, Kópavogi Sími 564 4566 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti utfararinnar. Við Úlfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Va! á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja £ £ 'Þgav&' UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.