Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 73 FOLKI FRETTUM Einar Ágúst og Telma komin til Stokkhólms Einar Ágfúst gefur ungum aðdáendum eiginhandaráritun daginn fyrir brottför. Britney linnir ekki látunum NÝJASTA smáskífan með Britney Spears, „Oops!... I Did It Again“, kom út fyrir viku í Bretlandi og fór beint á topp breska smáskífulistans. Samnefnd breiðskífa kemur siðan út mánudaginn 15. maí. Þetta er í þriðja sinn sem hin unga Spears stekkur beint í efsta sæti breska listans. Á síðasta ári sló smáskífa hennar, „Baby One More Time“, af samnefndri breiðskífu öll sölumet í Bretlandi og lagið „Born To Make You Happy“ fylgdi í kjöl- farið. Platan er að nálgast gullsölu á íslandi en hún hefur þeg- ar selst í 4.900 eintökum en til að ná gulli þarf hún að seljast í 5.000 eintökum. „Ég er mjög ánægð með að hafa náð að koma lagi í þriðja sinn beint á toppinn," sagði Spears. „Ég vil þakka öllum aðdá- endum minum fyrir það traust sem þeir hafa sýnt mér.“ Britney Spears hefur tekist það enn og aftur: . . stokkið beint á toppinn i Bretlandi. Allir til í slaginn ÞÁ ERU fulltrúar íslendinga í Söngvakeppni evrópskra sjónvar- psstöðva komnir til Stokkhólms, en keppnin fer fram næsta laugardag í hinni glæsilegu Global-höll. Lagið sem þau Telma Ágústsdótt- ir og Einar Ágúst Víðisson flytja heitir Tell me og er eftir Örlyg Smára í samstarfi við Sigurð Örn Jónsson. Keppendurnh’ munu hafa nóg fyr- ir stafni í Stokkhólmi þessa vikuna; sviðsæfingar, blaðamannafundir, móttökur og fleira er á döftnni. Þau Einar Ágúst og Telma voru full til- hlökkunar áður en þau héldu út á sunnudag en efnt var til blaða- mannafundar þar sem dagskrá hóps- ins var kynnt. Selma Björns samdi danssporin Örlygur Smári sagði að hópurinn hefði verið við æfingar upp á hvem einasta dag undanfarinn mánuð. „Allt er tilbúið, búningar, sviðsfram- koma og annað er á hreinu,“ sagði hann. Það var Selma Bjömsdóttir, fulltrúi íslands í keppninni í fyrra, sem aðstoðaði Einar Ágúst og Telmu við sviðsframkomuna. Dýrleif og Margrét í versluninni Dýrinu vom stílistar og aðstoðuðu dúettinn við val á klæðnaði. Fyrsta æfingin var í gærkvöldi og í dag verður fyrsti stóri blaðamanna- fundurinn þar sem íslenski hópurinn svarar spurningum fjölmiðlafólks. „Það er miklu meira en stóra kyöldið 13. maí sem um ræðir,“ sagði Örlyg- ur. „Það er stanslaus dagskrá alla vikuna þar sem fulitrúar þeirra 24 þjóða sem keppa reyna að láta ljós sitt skína og við þurfiim náttúrulega að láta okkar ljós skína skærast.“ Veðbankar hafa spáð íslenska lag- inu góðu gengi og segir Örlygur að auðvitað sé stefnt á efstu sætin. „Við reynum auðvitað að vinna þessa keppni en við verðum að vera viðbúin því að hvað sem er getur gerst, það em ekki bara lögin sjálf sem skipta máli heldur líka framkoman á svið- inu, en við reynum auðvitað að gera okkar besta.“ Einar Ágúst og Telma virtust af- slöppuð fyrir brottför en vom full til- hlökkunar. „Ég er rétt að byija að finna íyrir stressi núna,“ sagði Éinar Ágúst daginn áður en haldið var til Stokkhólms. „Það eina sem ég hef áhyggjur af í augnablikinu er að ná ekki úr mér kvefinu. Annars verður þetta æðislegt. Mér finnst þetta lag eiga það íyllilega skfiið að lenda í ein- hverju af toppsætunum, svo er bara spuming hvað afganginum af Evrópu finnst." Sett hefur verið upp sérstök vefs- íða á slóðinni www.eurovision.is þar sem finna má allar upplýsingar um flytjendur, höfunda og lagið Tell me. Þar verða daglega settir inn pistlar með myndum um það sem drífur á daga hópsins í Stokkhólmi. BlaðauM Morgimblaðsins laugardaginn 20. mal Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 15. maí Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufidltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. fUðrpmilðMfr AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Þriðjudagstilboð ^ jM 0 ■ ■ ■* .3 á Ruby Tuesday <>$« Salatbar á með aðalrétti Skipholti 19, Reykjavík • Sími 552 2211 lue^ktu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.