Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Smábýlið Krókur í Garðaholti verður endurbætt í varðveisluskyni Fágæt innsýn í líf um og fyrir miðja öld Garðabær GARÐABÆR hefur ákveðið að hefjast handa við endurbæt- ur á smábýlinu Króki á Garða- holti á Alftanesi. Húsið er bárujámsklætt timburhús sem ber svipmót torfbæjar og þar þykja einstæðar minjar um heimili íslenskra útvegs- bænda á mörkum landbúnaðar og sjávarútvegs frá fyrri hluta aldarinnar. Síðustu ábúendur á Króki voru Vilmundur Gíslason og Þorbjörg Stefanía Guðjóns- dóttir, sem fluttust þangað 1934. Bærinn hefur staðið mannlaus frá 1986 og um 1990 gáfu afkomendur hjónanna Garðabæ húsið og óhreyft inn- bú af æskuheimili sínu. Jon Nordsteien arkitekt hefur unnið að því að undirbúa endurbyggingu bæjarins, sem hefst í sumar, en fyrir liggur m.a. skýrsla frá Þór Magnús- syni, fyrrverandi þjóðminja- verði, um varðveislugildi bæj- arins og innbúsins. Jon Nordsteien sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að Þór Magnússon hefði talið bærinn hafa umtalsvert varð- veislugildi. Samspil bæjar og landslags væri skemmtilegt og óspillt og settu gtjótgarðar og aðrar minjar svipmót á um- hverfið og gæíi góða mynd af lífí á fyrri tíð. „Þetta er timburhús, bursta- bær með þremur burstum sem snýr í norður og suður og ligg- ur mjög skemmtilega f lands- laginu,“ sagði Jon. „Bærinn stendur núna nánast óbreyttur frá um 1950. Miðburstin er frá 1923 og var byggð upp úr torf- bæ sem þar stóð. Eg tel að það hafi verið síðasta kynslóð torf- bæja sem staðið hafa á þessum stað. Það hefur ekki verið kannað með uppgreftri eða könnun sögulegra heimilda en það stendur til að gera það. Eystri burstin er frá 1934 og þá hafa grjót- og torfveggir sennilega verið fjarlægðir. Vestari burstin er frá 1945.“ Bærinn er nú allur úr timbrij klæddur bárujámi að utan. A lóðinni standa hlaða og fjós frá 1920-1930. Innbúið hef- ur verið flokkað og númerað með aðstoð Þjóðminjasafnsins og er í geymslu. Morgunblaðið/Porkell Smábýlið Krókur þykir hafa mikið menningarsögulegt gildi. Umhverfisnefndir Garðabæjar og Bessastaðahrepps gera ekki athugasemd við fyrirhugaðan Álftanesveg Takmörk fyrir því hvað hægt er að gera fyrir náttúruverndarsinna Garðabær UMHVERFISNEFND Bes- sastaðahrepps telur skýrsl- una „Frummat á umhverfis- áhrifum nýs Álftanesvegar," vel og fagmannlega unna. Þetta kemur fram í fundar- gerð nefndarinnar frá 27. apr- íl, en auk þess var bókað að enginn fyrirhugaðra valkosta um vegastæði væri gallalaus, en að nefndin teldi valkost A, sem Vegagerðin mælir með og liggur í gegnum Gálga- hraunið norðanvert, ásættan- legan. Hreppsráð Bessastaða- hrepps tók málið fyrir á fundi sínum á fimmtudaginn og samþykkti að senda Skipu- lagsstofnun umsögn umhverf- isnefndar, sem umsögn hreppsráðs um málið. „Það er ekki hægt að stoppa allt“ Einar Guðmundsson, for- maður umhverfismálanefndar Garðabæjar, sagði að nefndin hefði ekki fjallaðum fyrirhug- aða lagningu Alftanesvegar um Gálgahraun í rúm þrjú ár, eða síðan unnið hefði verið að nýju aðalskipulagi í Garðabæ. Hann sagði að á þeim tíma hefði umhverfismálanefndin ekki gert athugasemd við veg- arlagninguna að öðru leyti en því að hún hefði ekki viljað fá veg eða byggð nálægt Skóg- tjörn og Lambhúsatjörn „Þetta hraun er komið alla leið úr Búrfelli og það er varð- veitt á fleiri stöðum en hér,“ sagði Einar. „Það eru tak- mörk fyrir því hvað hægt er að gera fyrir fólk sem er nátt- úruvemdarsinnað. Það er ekki hægt að stoppa allt og við töldum að vegurinn hefði ekki áhrif á Gálgaklettana, sem eru merkasti staður hrauns- ins.“ Einar var samþykkur þeirri skoðun Freysteins Jónssonar, formanns Hins ís- lenska náttúnjfræðifélags, sem fram kom í Morgunblað- inufimmtudaginn 28. apríl, að vegur um Gálgahraun myndi rjúfa þá heildarmynd sem hraunið hefði nú. Hann sagði hins vegar að það mætti líka segja sem svo að ef vegurinn yrði lagður um hraunið þá myndi fólk sem æki þar um fá að njóta þess betur en ella. Jon sagði að Garðabær hygðist gera bæinn upp og hugmyndir væru um að gera þarna annars vegar gestaíbúð bæjarins með vinnustofu fyrir listamenn eða sýningarhús- næði í fjósi og hlöðu. Hins veg- ar væri áformað að hafa bæinn til sýnis yfir sumartímann og setja upp sýningar úr búslóð Vilmundar og Þorbjargar Stefaníu sem dæmi um alþýðu- heimili á fyrri hluta aldarinnar. Jon sagði að hafist yrði handa við endurbætur utanhúss í sumar en nokkuð væri um fúa í húsinu vegna leka frá þaki. Að hluta til verði seinnitíma við- bætur fjarlægðar en áhersla þó lögð á að halda yfirbragðinu eins og það er. í vestustu burstinni, hinni nýjustu, verð- ur sett upp nútímahreinlætis- aðstaða. Svipmót torfbæjar Jon sagði að í skýrslu Þórs Magnússonar kæmi fram að Krókur hefði mikið menning- arsögulegt varðveislugildi og gæfi fágætt tækifæri til heild- arvarðveislu húss og innbús sem veitt geti mikla innsýn í líf frá því fyrir og um miðja þessa öld. Þótt þetta sé timburhús beri herbergjaskipan merki um svipmót torfbæjar en fátt sé um kotbæi meðal friðlýstra húsa. Mikilsvert sé að sýna bæinn með sem mestu af innbúinu fremur en safna þar saman hlutum víðs vegar að. Þá sé mikils virði að umhvei-fi bæjar- ins sé ósnert og taka þurfi tillit til bæjarins við skipulag svæð- isins. Jon sagðist hafa farið þess á leit við Þjóðminjasafnið að svæðið við Krók yrði skoðað og skráð með tilliti til gijót- garða og annarra hugsanlegra minja í nágrenninu. Jon telur að Krókur muni sóma sér vel í nágrenni nýrra íbúðarhverfa sem fyrirhugað er að reisa í Garðaholti, sam- kvæmt aðalskipulagi. Nýja tónlistar- skólahús- ið vígt Mosfellsbær NÝTT hús tónlistarskólans í Mosfellsbæ var vígt formlega í gær. „Þetta er allt annað starfsumhverfi fyrir nem- endur og kennara," sagði Herdís Oddsdóttir, skóla- stjóri í samtali við Morgun- blaðið. Nýja húsið er við Háholt 14 og var upphaflega byggt til annarra þarfa en hefur verið endurnýjað og innrétt- að með hinar sérstöku þarfir tónlistarskólans í huga. Áður starfaði skólinn í Brúnalandshúsinu svokall- aða og notaðist þá að hluta til við hálfónothæft húsnæði í risi og kjallara. Herdís sagði að í gamla húsinu hefði t.d. þurft að haga því þannig að helst væri ekki kennt á slag- verkshljóðfæri nema um helgar vegna hávaðans sem borist hefði þá milli her- bergja. Nú væri ekki aðeins rýmra um alla starfsemina heldur væri húsnæðið sér- hannað fyrir skólann og hljóðeinangrað milli her- bergja og hæða. „Þannig að það er ekki hægt að líkja þessu saman við það sem fyr- ir var. Þetta er gjörbreyting til hins betra,“ sagði Herdís. 190 nemendur, 6-55 ára gamlir, stunda nám við skól- ann þar sem starfa 17 kenn- arar, auk skólasijóra. Skólinn flutti inn í nýja húsið 18. mars en húsið var formlega opnað í gær með ávarpi bæjarstjóra og for- seta bæjarstjórnar, auk þess sem nemendur, kennarar og léttsveit skólans léku listir Morgunblaðið/Jón Svavarsson Nemendur Tónlistarskóla Mosfellsbæjar léku fyrir gesti við vígsluhátíðina í gær. Skóladagvist að- eins til klukkan 16 Vesturbær FORELDRUM barna í Vestur- bæjarskóla stendur aðeins til boða skóladagvist fyrir börn sín til kl. 16 skólaárið 2000 til 2001. Alls eru tólf nemendur á biðlista eftir skóladagvistinni. Kristín G. Andrésdóttir, skólastjóri Vestur- bæjarskóla, segir að draga haíl þurft skóladagvistina saman vegna skorts á fé til skóladagvist- ar í skólanum. Gerður G. Óskars- dóttir fræðslustjóri segir að vegna lengingar skóladagsins sé skólavistin styttri en áður og því ekki jafnkostnaðarsöm en fjár- munum hafi verið ráðstafað til skóladagvistar í Vesturbæjar- skóla í samræmi við áætlanir skólans, sem gerðu ráð fyrir fjölgun nemenda í dagvistinni. Kristín G. Andrésdóttir sagði að óskað hefði verið eftir upp- lýsingum frá foreldrum í tengsl- um við skólavistina fyrir 24. mars sl. Miðað hefði verið við þann fjölda í tengslum við starfsemi skóladagvistarinnar næsta vetur. Niðurstaðan hefði verið að ekki væri hægt að reka skóladagvist- ina lengur en til kl. 16 á daginn. Skólavistin hefur, eins og í flest- um öðrum skólum, verið til 17.15 frá upphafi. 101 nemandi í skóladagvist Alls fékk 101 barn skóladagvist næsta vetur samkvæmt áætlun Kristínar. Ekki var hægt að fá upplýsingar um fyrir hversu marga nemendur hefði verið sótt um vist til kl. 17.15. Tólf eru á biðlista eftir skóladagvistinni, enda skiluðu foreldrar barnanna ekki inn upplýsingum fyrir tilskil- inn frest, að sögn Kristínar. Hvort börnin fá skóladagvist fer eftir því hvernig aðrir nemendur skila sér og hvort skólinn fær aukið fjármagn til rekstrarins. Fræðslumiðstöð hefur veitt grunnskólum heimild til myndun- ar biðlista vegna skóladagvistar, segir Kristín. á upplýsingum frá skólanum Hún sagði að ákvörðun um nið- urskurð hefði verið tekin í sam- ráði við forstöðumann fjármála- sviðs Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Ákvörðunin væri í gildi fram að nýju fjárhagsári um næstu áramót. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, sagði að þegar fjárhagsáætlun fyrir skóladagvist væri undirbúin fyrir hvert almanaksár væri óskað eftir upplýsingum frá skólum um fjölda dvalarstunda barna í skóla- dagvist á yfirstandandi ári. „Áætlanir fyrir Vesturbæjarskóla byggjast því á upplýsingum frá skólanum um umfang skóladag- vistarinnar," sagði Gerður. Hún sagði að reiknað hefði verið með aukningu dvalarstunda í Vestur- bæjarskóla frá 1999 til 2000 þar sem gert hefði verið ráð fyrir að nemendum sem nýta sér þessa þjónustu fjölgaði og benti á að í fjárhagsáætlun fyrir Vesturbæj- arskóla væri gert ráð fyrir hádeg- isstund fyrir nemendur í 1.-4. bekk frá og með næsta hausti. „Það þýðir að skóladagurinn lengist um a.m.k. tvær og hálfa stund á viku eða meira ef frímín- útur fylgja á eftir. Því styttist skólavistin sem þessu nemur, þ.e. hún hefst síðar en áður.“ Gerður sagði að á síðasta ári hefðu verið samþykkt í fræðslu- ráði viðmið um skóladagvist. „Þessi viðmið taka mið af því að skóladagur barna hefur lengst mjög á undanförnum árum og skóladagvist styst jafnhliða. Það er eðlilegt að taka tillit til þess þegar inntak starfsins í skóla- dagvist er skipulagt. Því var gert ráð fyrir minni tilkostnaði en áð- ur var, að minnsta kosti í sumum skólum, með því að draga úr nið- urgreiðslum til skóladagvistar er unnt að nýta það fé sem sparast í lögbundið skólastarf.“ Gerður sagðist að öðru leyti ekki þekkja til þessa einstaka máls en kvaðst mundu ræða það við skólastjórann í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.