Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dómsmálaráðherra vill spyrna við fótum og auka umferðaröryggi Mannfórnir eru ekki óhjá- kvæmilegar Morgunblaðið/Jim Smart BÆTT umferðarmenning - burt með mannfórnir er yfirskrift ráðstefnu sem dómsmálaráðherra hefur boðað til á morgun. Þar verða fluttir fyrir- lestrar um umferðarslys, tryggingar og löggæslu og málin rædd í pall- borði. En hver er ástæða þess að Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráðherra boðar til ráðstefnu sem þessarar: „Umferðarslys eru alvarlegt þjóð- félagsmein. Margir látast eða slasast alvarlega á ári hverju, og fjárhags- legt tjón samfélagsins er gífurlegt," segir ráðherra. „Við getum ekki litið svo á að þessar fómir séu óhjá- kvæmilegar. Þvert á móti ber okkur að spyrna við fótum og grípa til að- gerða sem stuðla að auknu umferðar- öryggi.“ Islensk umferðarmenning ekki til sóma „Yfirskrift ráðstefnunnar, „Bætt umferðarmenning", ræðst ekki síst af því að við, sem ökum í umferðinni, stjórnum því fyrst og síðast sjálf hversu öruggt er að fara um götur og vegi landsins, og staðreyndin er sú að íslensk umferðarmenning er ekki að öllu leyti til sóma. Ég er þeirrar skoð- unar að við þurfum á þjóðarvakningu að halda í þessum efnum. Víðtæk samstaða í þjóðfélaginu er forsenda þess að árangur náist og umferðar- slysum fækki. Boðað er til þessarar ráðstefnu til þess að vekja umræðu um umferðarmálefni, ræða þau vandamál sem blasa við og þær lausnir sem grípa ber til.“ Hver eru að þínu mati brýnustu viðfangsefnin til að draga úr umferð- arslysum? „Brýnustu viðfangsefnin eru að mínu mati þau að auka notkun bfl- belta, sporna gegn ölvunarakstri og ólöglegum hraðakstri. Niðurstöður rannsóknanefndar umferðarslysa fyrir árið 1999, en þær verða kynntar ítarlega á ráðstefnunni, sýna að al- gengustu orsakir slysa eru vanhöld á bflbeltanotkun, áfengisneysla og hraðakstur, en nefndin komst að sambærilegum niðurstöðum árið 1998. Við verðum að beina sjónum sérstaklega að ungum ökumönnum í þessu samhengi sem eiga of oft hlut að máli í umferðarslysum. Nefna má sem dæmi að árið 1999 voru 33% þeirra sem létust í banaslysum á aldrinum 15-24 ára. Þetta er alvar- legt og sýnir hve mikil þörf er á því að undirbúa unga fólkið betur fyrir um- ferðina. Við höfum ekki aðeins áhrif á það með bættu eftirliti og viðurlög- um, heldur jafnvel enn fremur með áróðri og fræðslu.“ Mun ráðherra fylgja ráðstefnunni eftir með einhverjum hætti? „Á ráðstefnunni verða kynnt ýmis verkefni sem hrinda á í framkvæmd á næstu misserum. Án efa verða einnig ræddar hugmyndir sem hugsanlega verður ákveðið að hrinda í fram- kvæmd að henni lokinni og væri ein- mitt þarft að heyra viðhorf hins al- menna borgara á ráðstefnunni um hvað betur megi fara. I burðarliðnum er einnig kynning- ar- og fræðsluherferð sem beinast mun að ungum ökumönnum og sem verða mun í þeim anda sem lagt er upp með á ráðstefnunni.“ Ráðstefnan hefst klukkan 13.15 á morgun, miðvikudag, í Borgarleik- húsinu í Reykjavík. Sólveig Péturs- dóttir flytur í upphafi erindi um bætta umferðarmenningu og síðan greinir Símon Sigvaldason, formaður rannsóknamefndar umferðarslysa, frá banaslysum á síðasta ári. Sigurð- ur Guðmundsson landlæknir ræðir um ábyrgð við akstur og Gunnar Fel- ixson, varaformaður Sambands ísl. tryggingafélaga, fjallar um slys og tryggingar. Þá ræðir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri um stöðu og framtíðarsýn umferðarlög- gæslu og síðasta erindið flytur Kate McMahon, sérfræðingur frá Bret- landi, um markmið í umferðaröryggi til ársins 2010. í ráðstefnulok stýrir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir frétta- maður hringborðsumræðum fram- sögumanna og fleiri. Ráðstefnan er ætluð öllum sem koma að umferðar-, löggæslu- og slysamálum í starfi sínu og öðrum að- ilum sem láta sig slík mál varða. Annir á Alþingi Þrettán nýlög samþykkt ÞRETTÁN lög voru samþykkt frá Alþingi í gær en miklar annir eru nú í þinginu enda er stefnt að þinglokum á fimmtu- dag. Auk þess voru samþykkt- ar þrennar þingsályktunartil- lögur og verða þær sendar ríkisstjórn sem ályktanir Al- þingis. Meðal þeirra frumvarpa sem urðu að lögum í gær var frum- varp menntamálaráðherra um breytingar á útvarpslögum. Einnig voru samþykkt lög um breytingar á lögum um stað- festa samvist, en löggjöfin fel- ur í sér að stjúpættleiðingar samkynhneigðra verða heimil- ar. Ennfremur voru samþykkt lög um skipti á upplýsingum um tæknilegai’ reglur um vör- ur og fjarþjónustu, aukatekjur ríkissjóðs, skyldutryggingar lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, vegalög, lög- reglulög og höfundalög. Loks voru samþykkt lög um hópupp- sagnir, innheimtustofnun sveitarfélaga, orkunýtnikröfur og almannatryggingar. Alþingi samþykkti einnig sem þingsályktanir staðfest- ingu ýmissa ákvarðana sameig- inlegu EES-nefndarinnar og fullgildingu Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakadómstólinn og að síðustu má nefna að sam- þykkt var þingsályktunartil- laga samgönguráðherra um flugmálaáætlun 2000-2003. SKIPTAR skoðanir voru um það á Alþingi í gær, þegar fram fóru um- ræður um Evrópuskýrslu utanríkis- ráðherra, hvort rétt væri fyrir ís- lendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Nokkrir þing- menn töldu ljóst að hag Islendinga væri betur komið utan sambandsins en aðrir lögðu áherslu á að skoða þyrfti kosti og galla hugsanlegrar aðildarumsóknar til hlítar. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra lagði áherslu á að Islendingar stæðu frammi fyrir tveimur valkostum en Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að það lægi alveg ljóst fyrir hvað Islendingum myndi bjóðast ef þeir færu út í aðildarviðræður. Halldór sagði í framsöguræðu sinni að Evrópuskýrslan sýndi að EES-samstarfið hefði skilað góðum árangri og stuðlað að framförum í íslensku þjóðfélagi. Jafnframt varp- aði hún íjósi á að veikleikar væru fyrir hendi og blikur á lofti um frek- ari breytingar sem enn gætu breytt stöðu Islendinga í Evrópusamstarf- inu. Sagði Halldór að ekki væri víst að íslendingar gætu ráðið hvenær nauðsynlegt reyndist að bregðast við þeim breytingum sem þegar hafa orðið og eru fyrirsjáanlegar á næstunni. „Við getum hæglega lent í þeirri aðstöðu að eiga fárra kosta völ en enginn þeirra sé góður,“ sagði Hall- dór. „Það má ganga út frá því að enginn þeirra möguleika sem bjóð- ast verði fullkominn eða sjálfgefinn. Við munum því standa frammi fyrir mikilvægum en jafnframt erfiðum ákvörðunum á næstu árum þótt ekki sé hægt að tímasetja þær á þessari stundu." Halldór sagði að eins og staðan væri í dag bæri ekki knýjandi nauð- syn til að taka ákveðna eða endan- lega afstöðu til hvernig samskiptum og þátttöku í Evrópusamstarfi yrði hagað í framtíðinni. Enginn stjórn- málaflokkur hefði sett aðildarum- sókn á stefnuskrá sína og hann mæti það svo að enginn hefði heldur úti- lokað aðild um alla framtíð að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Eins og nú háttaði til væri því gott tæki- færi til að ræða málin. Skiptar skoðanir um ágæti ESB-aðildar Össur Skarphéðinsson, nýkjörinn formaður Samfylkingarinnar, sté í ræðustól á eftir utanríkisráðherra og sagði skýrsluna gagnmerkt plagg. Gerði hann þó athugasemdir við niðurstöður og orðalag í tiltekn- um köflum hennar og sagði að á stöku stað virtist sem skýrsluhöf- undar gerðu allt til að draga úr já- kvæðum hliðum ESB-aðildar. Össur fagnaði því að Halldór opn- aði fyrir frekari umræðu um ESB- mál. Tók hann undir að mikilvægt væri að fá umsögn og álit ýmissa að- ila í samfélaginu en sagði jafnframt eðlilegt að skýrslan yrði tekin aftur á dagskrá Alþingis í haust þegar þessar umsagnir hefðu borist. Ekki síst væri mikilvægt að þessi mál væru á dagskrá í ljósi þess að erfið- ara væri nú orðið að reka EES- samninginn sem skyldi. Öllu skipti fyrir íslendinga að skoða málin vel og rækilega, skilgreina samnings- markmið sín í hugsanlegum aðildar- viðræðum og ná sátt um málið með- al þjóðarinnar. Fullveldi og sjávarútvegs- stefna í brennidepli Tómas Ingi Olrich, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utan- ríkismálanefndar, tók til máls á eftir Össuri og var ekki eins jákvæður í garð ESB-aðildar og hann. Sagði Tómas Ingi t.a.m. að álitamálið um aðild íslands að ESB varðaði fyrst og fremst styrk og hæfni þeirra pólitísku stofnana, sem stýra ESB og þróun þess. Allar lægju þær nú undir mikilli gagnrýni um for- ystuleysi, áhugaleysi og getuleysi. „Aðild íslands myndi færa pólitísk örlög þjóðarinnar og hluta af full- veldi hennar inn á þennan vettvang óráðsíu, úrræðaleysis og ósamlynd- is, þar sem ESB hefur sjálft komist ALÞINGI að þeirri niðurstöðu að ríki veruleg- ur halli á lýðræðinu," sagði Tómas Ingi m.a. Þegar allt væri vegið og metið væri staða íslendinga ákjós- anleg og engin ástæða væri til að ala með sér hræðslu og fullyrða að við ættum ekki annan kost en að sækja um aðild að ESB. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, lýsti sig andsnúinn ESB-aðild en sagði Vinstri græna hlynnta tvíhliða samningum við ESB. Steingrímur sagði óvissu slæma í þessu efni og vildi að Al- þingi og stjórnvöld tækju af skarið og mótuðu þá stefnu að standa fyrir utan sambandið. „Endalausar vangaveltur virka truflandi," sagði Steingrímur, „það liggja allar upp- lýsingar fyrir“. Mönnum væri því ekkert að vanbúnaði að taka afstöðu til málsins. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, taídi sig ekki geta kveðið af eða á um ESB-aðild eins og Steingrímur hafði farið fram á. Líkaði honum ekki heldur hvernig Tómas Ingi Olrich hefði slegið málið út af borðinu. Sverrir vitnaði til orða í ræðu utanríkisráðherra þar sem segði að ESB væri samherji íslend- inga en ekki andstæðingur. Að vísu væri erfitt að sækja um aðild á með- an sjávarútvegsstefna sambandsins væri eins og raun ber vitni en skoða þyrfti valkostina vel og rækilega. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði skýrslu utanríkisráðherra sýna að Islendingar gætu ekki feng- ið annan samning um aðild að Evrópusamstarfínu en sjávarút- vegsstefna ESB gerði ráð fyrir. Sagði Davíð að skýrslan sýndi að mjög fáir lausir endar væru í aðild- armálum og umræðan ætti hér eftir að fjalla um hvort menn vildu aðild að sambandinu út frá þeim stað- reyndum sem lægju fyrir en ekki út frá einhverjum draumum um að hægt yrði að semja um hin og þessi mál sem koma íslendingum illa. Beindi Davíð orðum sínum til Sam- fylkingarinnar og sagði ekki ganga að tala um að skilgreina samnings- markmið því með því væru menn að gefa til kynna að enn væru lausir endar. „En skýrslan tekur af öll tví- mæli. Endarnir eru ekki lausir og pakkinn liggur fyrir,“ sagði Davið. Davíð sagði að skýrslan styrkti þá afstöðu að rétt hefði verið að ganga inn í EES-samstarfið og engar knýjandi ástæður væru til að gera breytingar. „ísland stendur vel, Isl- and stendur af styrk, og ísland þarf ekkert á því að halda eins og staðan er í dag að gera á því breytingar,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra um hugsanlega aðildarum- sókn að ESB. Margir fleiri þingmenn tóku þátt í umræðunum og m.a. sagði Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra að það væri stjórnskipulegt glapræði að ætla sér að færa þær fórnir sem ESB-aðild útheimti. Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og formaður sjávarútvegs- nefndar, sagði sjávarútvegsstefnu ESB algerlega óviðunandi, en Guð- jón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, var heldur jákvæður gagnvart því að málin yrðu skoðuð til hlítar. Ögmundur Jónasson taldi sjálfstæði íslensku þjóðarinnar aft- ur á móti skipta meginmáli. Lagði hann áherslu á að engum væri betur treystandi fyrir þessu fjöreggi þjóð- arinnar en Islendingum sjálfum. Sighvatur Björgvinsson, Samfylk- ingu, gerði hins vegar ræðu forsæt- isráðherra að umtalsefni og sagði augljóst að hann hefði alls ekkert verið að beina máli sínu til Samfylk- ingar heldur Halldórs Ásgrímsson- ar utanríkisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. íslendingar eiga valkosti í stöðunni Utanríkisráðherra sté aftur í ræðustól við lok umræðnanna í gær og ítrekaði þau orð sín að Islending- ar ættu val í þessum efnum rétt eins og þeir hefðu átt val þegar þeir gerðust aðilar að EES-samning- num. íslendingar ættu þann kost að byggja áfram á EES-samningnum með þeim kostum og göllum sem hann hefði. Sagði Halldór að þeir gallar sem á þeim samningi væru hefðu verið að koma betur og betur í ljós. Hvort sem íslendingum líkaði betur eða verr veitti ESB samning- num minni og minni athygli og til- hneiging væri til þess að færa ýmsa hluti undir framkvæmdastjórn ESB, sem að dómi íslendinga ættu að vera undir Eftirlitsstofnun EFTA. Halldór sagði að sama máli gilti um aðild að ESB. Á henni væru miklir gallar en það leysti menn hins vegar ekki undan þeirri skyldu að fjalla um málið. Sagði Halldór að á endanum væru það framtíðarhags- munir íslands sem leggja yrði til grundvallar. Yrði það niðurstaðan að íslendingar gætu ekki tryggt þá hagsmuni nema með aðild að ESB þá ættu menn ekki að hika við að sækja um aðild. Yrði niðurstaðan hins vegar sú að hagsmunirnir væru best tryggðir með áframhaldandi aðild að EES þá ættu menn ekki heldur að hika við að taka ákvarðan- ir í samræmi við það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.