Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
•LESIÐ í MALVERK
Þingvellir 1903-05, olía á léreft, 43 x 66 sm.
ÞINGVELLIR 1903-05
Asgrímur Jónsson (1875-1958)
ELST málverka á hinni stórmerku sýningu, Þrír málar-
ar á Þingvöllum, í Listasafni Islands, haldin í tilefni
þess að þúsund ár eru frá því að Islendingar tóku
kristni á staðnum, er málverk Ásgríms Jónssonar,
Þingvellir, málað á árunum 1903-5. Ég tek það sérstak-
lega fyrir, vegna þess að hér koma einna fyrst fram þau
megineinkenni í list Ásgríms, sem markast af Ijósinu og
birtuflæðinu í náttúrunni. Yfirbragðið er til muna létt-
ara en áður og jafnframt má kenna eins og annars í
myndinni sem átti eftir að þróast enn frekar í málverk-
um og vatnslitamyndum listamannsins. Birtist í fullu
veldi sínu í stóra málverkinu af Heklu, málað 1909, lyk-
ilverki í ferli hans og íslenzkri myndlist um leið. Þá
bjarmar einnig af þeim kristallstæru birtumögnunum
og ljósflæði, sem voru meginveigur hinna mörgu og
tæru vatnslitamynda sem Ásgrímur gerði á næstu árum
og sá svo greinilega stað á sýningu í safninu á liðnum
vetri.
Morgunkyrrð snemmsumardagsins og yndisþokka-
full Ijóðræna streymir í þeim mæli frá málverkinu og
beint á vit skoðandans, að hún fangar hann á auga-
bragði. Allt speglast á lognkyrrum fleti Öxarár; kirkj-
an, Þingvallabærinn gamli og konan sem stendur hjá
þvotti sínum á árbakkanum eins og spurul draumsýn.
Yfir gnæfir Hrafnabjörgin, að hluta til hulin skýjaslæðu
sem rímar fagurlega við reykinn úr strompi svarta úti-
hússins og er miðlægur í myndheildinni, sker hana í
tvennt eins og angi fallbaugs. Er ekki einungis reyk-
ur, sem Iíður hægt til himins, heldur mikilvægur þátt-
ur myndbyggingarinnar. Tíminn svo kyrr, að hann er
hvort tveggja og allt í senn; raunverulegur og afstæð-
ur, fjarlægur sem nálægur, jafnt þúsund ára sem
hliðstæða opinberunar og birtingarmyndar núliðinn-
ar tíðar. Kirkjan hefur yfir sér upphafinn og ófresk-
an svip, líkt og hún kallist jafnt á við eilífðina, fanna-
kisturnar í Hrafnabjörginni og hjarnbreiðuna sem
mótar fyrir í fjarska.Yfir öllu er hin höfga kyrrð sem
einkenndi landslagsstemmur í málverkum á þessum
árum, með áherslu á samanlögð náttúruhrifin. Ljósið
og birtumögnin að hluta til, en þó eftir krókaleiðum í
anda áhrifastefnunnar, impressjónismans, sem hann
mun ekki hafa kynnst augliti til auglitis nema að
mjög takmörkuðu leyti er hér var komið sögu. Horfið
frá hinum myrku tónum sem einkenndu hið fyrrum
akademíska vinnulag Ásgríms, til sannverðugri og
bjartari lita, stílfærðrar og skáldlegrar sýnar. Sumt
getur þannig naumast staðist í raunveruleikanum og
er því ýkjur og hugarsmíð málarans. Hér er og komið
sitthvað af því sem hrífur nútfmamannin á listasöfn-
um heimsins sem aldrei fyrr í sögu þeirra, hin full-
komna andstæða hraða, hávaða, loftmengun og firr-
ingu nútimans. Málverkið er afar einfalt í byggingu,
með hægum stígandi láréttra náttúruformana er
ganga þvert yfir allan myndflötinn, hlykkjast á köfl-
um óreglulega yfir hann, hvergi þráðbein lína, og þó
hérumbil í árbakkanum í forgrunninum.
Myndefnið blasir við úr Hallinum svonefnda, horft
yfir Öxará, rétt mótar fyrir árbakkanum nær og
fremst til hægri, hvers hlutverk er að halda uppi og
styrkja rýmisheildina til úrslita, líkast upphafsreit
sem gagnar og cflir víddarsýn inn í myndflötinn. Lit-
irnir eru staðbundnir og kallast á í hæðum, skvomp-
um og kvosum, það sama gerist um rauða pilsið stúlk-
unnar og þakið á Þingvallabænum, svo og skjann-
hvítan þvottinn sem breiðir úr sér við miðbik
árbakkans, treyju stúlkunnar, kirkjuna, fannakist-
urnar, snæbreiðuna og skýjabrigðin í hinu háa.
í þá veru er málarinn orðinn myndskáld, að jafnt
meðhöndlun viðfangsefnisins sem litimir segja sögu,
lúta um leið sínum eigin lögmálum og hugmynda-
fræði myndskipuninnar.
Sú kyrrláta náttúrusýn sem blasti við málaranum
þegar hann hóf verk sitt, hefur bersýnilega gagntek-
ið hann, verið honum opinberun og hvati til annarrar
og nærtækari náttúmsýnar en hann hafði með í far-
teskinu frá Akademíunni í Kaupmannahöfn og hon-
um hafði raunar aldrei hugnast. Vottaði þó fyrir í
fyrstu málverkum sem hann gerði í heimalandinu að
loknu námi; Vestmannaeyjar 1902 og Tindafjallajök-
ull 1902-4.
Trúlega hefur ýmislegt komið upp í huga Ásgríms,
þessa gagnsæu og kyrrlátu morgunstund, eins og
málverk van Goghs frá St. Remy á Ríkislistasafninu í
Kaupmannahöfn, sem hann var einn um að taka eftir
og dáðst að af skólafélögum sínum í heimsóknum
þangað. Enn fleira, svo sem rómantíska málverkið í
meðförum Caspars Davids Friedrich, og svo við höld-
um okkur við næsta umhverfi; Gullaldarmálverkið
danska, og þá einkum Cristen Köbke. En hér er mál-
arinn í nýju umhverfi og finnur hugblæ landsins og
vitund þjóðarsögunnar streyma á móti sér, listaskáld-
ið anda á sig í öllum skilningi: Búðafjöldinn báða/
bakka fríða skrýðir/ Öxarár; - en vaxa/ eina þar um
steina/ mörður mjög og öðrum/ mjúk túnblæja
hjúkrar/ hunangsflugu holu/ hyggin marga byggir.
Málarinn finnur sig i sporum landnámsmannsins
með allt þetta í sjónmáli, að hér sé meiri þörf á endur-
varpi beinnar lifunar og hugsýnar en sannverðugri
túlkun einvörðungu. Skynjar og upplifir landið sem
innfæddur, er síður að kortlegja það og endurgera
eins og fylginautar könnuða; má hér helsta nefna
Auguste Mayer (1805-90) í Ieiðangri P. Gaimards, svo
og W.G. Collingwood (1854-1938) er ferðaðist um fs-
land með Jóni Stefánssyni, fræðimanni í London
(1862-1952). Viðfangsefnin sem allstaðar voru í beinu
sjónmáli voru Ásgrími sem ögrun um nýja og mynd-
rænni sýn. Hann hefur viljað draga fram þau mörgu
sérkenni landsins sem aldrei höfðu verið meðhöndluð
af innfæddum áður. Var fullur starfsvilja og mann-
dómsþrótti og sá fyrir sér óþrjótandi verkefni í þess-
um miklu andstæðum sem við blöstu vítt og breitt,
með Ijósi og veðrabrigðum sem naumast áttu sér hlið-
stæðu.
Á morgni nýrrar aldar er bar í sér svo margar
væntingar sem eins og lágu í loftinu, voru það ljósið
og hin kláru birtumögn sem helst höfðuðu til sköpun-
argáfu Ásgríms Jónssonar. Það voru þannig sam-
verkandi öfl utan frá sem innan sem fæddu af sér
þennan brautryðjanda si'gilda módernismans í ís-
lenzkri myndlist, engar kenningar, hópfeli né skóli,
þó hér hagnýti listamaðurinn sér Menntunarlega
undirstöðu sína til stórra verka.
Bragi Ásgeirsson
MYJVDLIST
Ga11er í Rej'kjavfk, SkóIa-
vörðuslíg I (i
MÁLVERK GUÐMUNDUR
BJÖRGVINSSON
Til 14. maí. Opið virka daga frá kl. 10 -18.
Laugardaga frá kl. 11 -16, og sunnudaga kl.
14-17.
GUÐMUNDUR Björgvinsson hefur haldið
yílr þijátíu einkasýningar frá því hann fór að
sýna upp úr miðjum áttunda áratugnum. Þá
hefur hann einnig þreifað fyrir sér sem rithöf-
undur. Guðmundur getur því ekki talist nýg-
ræðingur þótt einhverra hluta vegna kjósi hann
að koma sér á framfæri sem slíkur, eða viðhalda
þeirri ímynd um sig.
Það sem slær mann í Gallerí Reykjavík er
nefnilega reikul afstaða Guðmundar til við-
fangsefnisins. Á meðan hann hefur til sýnis
stórar pastelmyndir á efri hæðinni, sléttar og
felldar undir gleri, sýnir hann akrýlverk á sýn-
ingunni í kjallara gallerísins sem eru í allt öðr-
um stíl, allt öðrum dúr, líkt og þar færi allt ann-
ar listamaður. Pastelmyndirnar eru, „nota
bene“, einhvers konar módelmyndir sem virð-
ast hafa h'tið inntak annað en lokkandi sölugild-
ið.
Málverkin eru hins vegar unnin með allþykk-
um, ofmettuðum litum og gefa einhvers konar
Rey kj avíkur sögur
Ljósmynd/Halldór
Fangar farsímans á „kiefersku" baðstofulofti er dæmi um ádeilukennt
myndefni Guðmundar Björgvinssonar í kjallara Gallerí Reykjavík.
allegoríska mynd af
samtímanum í
Reykjavík.
Siðfræðilegar
áherslur eins og
þær sem einkenndu
skrif fyrstu Reykja-
víkurhöfundanna
má lesa - ef grannt
er skoðað - út úr
flestum myndanna.
Allir eru einir og
einangraðir af því
þeir eru á kafi í
gemsanum sínum,
eða allir eni hengd-
ir upp á þráð því
klukkan tifar stöð-
ugt í hraðfara sam-
félagi nútímans (í of-
urþorpinu Reykjavík). Svo eru það hin vanalegu
upplifunarvandamál saklausra ungra manna
sem lenda í klónum á veraldarvönum konum á
mölinni.
Svo þunnt var þessi ádeila yfirleitt smurð í
bókmenntum fyrri tíðar að hún hljómaði miklu
fremur sem spennandi dulúð en ógurleg véfrétt.
Siðfræðin í Undirheimum Parísarborgar eða
Manninum með stálhnefana varð ekki beinlínis
til þess að lesendur pökkuðu saman og flýttu
sér aftur heim í sveitina sína. Guðmundi tekst
heldur ekki að brynja sig gagnvart lokkandi
dulúð ólifnaðarins í Reykjavík. Hann gefur
sjálfum sér lausan tauminn í málverki sem heit-
ir þeim langa og lýsandi titli: Dansað í takt við
tímann á torginu við Seðlabankann.
Annar hver listsölumálari virðist í seinni tíð
vera með hringdans á heilanum þar sem dans-
ararnir snúa út úr hringnum. Trúlega er hér
komið minnið úr Ráðhúsinu í Siena - eftir
krókaleiðum, þreytt og úrætt - en Ambrogio
Lorenzetti málaði einmitt dansandi stúlknafans
í borgarlýsingu sinni frá öndverðri 14. öld. En
Lorenzetti er ekki eini listamaðurinn sem Guð-
mundur dregur saklausan inn í myndir sínar.
Hann er afar upptekinn af síteringum í þýska
málarann Anselm Kiefer, en eins og aðrir lista-
menn sem fallið hafa fyrir þeim ágæta Svart-
skógara veldur hann engan veginn áhrifunum.
Eftirlíkingamar eru í skötulíki og hálfvand-
ræðalegar fyrir þá áhorfendur sem þekkja
frumverkin. Sama er að segja um brúna, eða
bryggjuna hans Munch, sem laumað er með
kauðskum hætti inn í eina málverkið á jarð-
hæðinni.
Guðmundur þarf að taka sig taki og stúdera
mun betur þær lausnir sem tilfinningabræður
hans í listinni hafa fundið og vænlegar eru til
einhvers árangurs. I þeim hópi má nefnilega
finna jafnfjölbreytilega málara og Philip Gust-
on, Lenu Cronqvist, Francis Bacon, Ron B. Kit-
aj og Leon Golub. Munurinn á þeim og okkar
manni er sá að þar fara listamenn sem ekki
hamast við að troða myndlist sinni í bókmennta-
legt fangelsi. Frásögn í myndlist þarf ekki að
tákna að listamaðurinn falli ofan á hugsanalaust
myndskreytingarplanið eða kasti til höndunum
við útfærsluna af því honum finnist að fram sé
komið það sem hann vildi sagt hafa.
Guðmundur verður að læra þá lexíu að það að
segja sögu er ekki sama og að kyija hráan sögu-
þráðinn.
Halldór Björn Runólfsson