Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kræfur kammerkór
TOJVLIST
S a 1 ii r í n ii
KÓRTÓNLEIKAR
Inn- og erlend lög eftir m.a. Gunn-
stein Olafsson, Bárdos og Rautav-
aara. ÁgústaS. Ágústsdóttir súpr-
an; Kristinn O. Kristinsson, píanó;
Kammerkór Kópavogs. Stjórnandi:
Gunnsteinn Ólafsson. Sunnudaginn
7. maí kl. 20:30.
HINN aðeins tveggja ára gamli
Kammerkór Kópavogs vakti fyrst at-
hygli með íslenzkum frumflutningi á
Árthur konungi eftir Purcell í fyrra-
vor undir stjórn stofnanda hans,
Gunnsteins Olafssonar. Sl. sunnu-
dagskvöld var að vísu ekki jafnmikið
færzt í fang, en dagskráin var engu
að síður fjölbreytt og um margt eftir-
tektarverð.
Fyrri hálfleikur var helgaður níu
kórlögum án undirleiks eftir Gunn-
stein. Flest voru samin 1979-81 þeg-
ar höfundur var enn á táningsaldri.
Þó oftast væru strófísk, fremur hó-
mófónísk og að jafnaði hefðbundin að
gerð mætti samt kalla þau dæmi um
óvenjulegan bráðþroska, enda báru
sum með sér að höfundur hefði legið
töluvert í kórbókmenntum frá ekki
sízt gullaldarskeiðinu á 16. öld, og
geri aðrir jafnaldrar betur. Kannski
þekktast var hið geðþekka Gömul
vísa um vorið (1979), sem MK-kvart-
ettinn söng inn á disk fyrir um 17 ár-
um. Það var hér flutt án „swing“-
ítrekunar MK, er kann að hafa stuðl-
að að vinsældum á sínum tíma, þótt
frjálsleg viðbótamálgun hafi verið,
enda komu vestrænar synkópur
hvorki nærri hér né í öðrum dag-
skrárliðum. Af eldri lögum var
kannski frumlegast hið hlutfallslega
kröfuharða I vor (1981) og síðasti
hluti Vikivaka (1980). Hið nýja Veiði-
kló (1999), þar sem heyra mátti öllu
nútímalegra tónamál, bar þó af í
þeim skilningi, og sérkennilegur
þokki var einnig yfir míníatúrunni
Tíminn og vatnið (18. kvæði; 1979) og
ekki sízt Söknuði (1981) sem var end-
urflutt í uppklöppun. Öll voru lögin
kunnáttusamlega smíðuð og yfirleitt
ágætlega sungin, þó að einstaka sinn-
um hefðu ögn fleiri æfingar og yfir-
lega getað komið að gagni, miðað við
smáörður hér og þar, sem hinn ofurs-
kýri en fremur þurri kórhljómburður
Salarins dró miskunnarlaust fram.
Yfirskrift fyrsta hluta seinni hálf-
leiks var „Fuglar alheimsins", og
voru þar saman komin erlend fomlög
sem öll fjölluðu á einn hátt eða annan
um fiðursöng úr forsal vinda. Fyrst
um gauldnn í elztu varðveittu keðju
Vesturlanda, Sumer is icumen in eða
„Reading Rota“ frá um 1200, sem
kórinn söng allhressilega. Hinar
tæru íslenzku þjóðlagaútsetningar
Hróðmars I. Sigurbjömssonar,
Draumkvæði og sérstaklega Einsetu-
maður einu sinni, voru vel mótaðar, og
madrígalar Arcadelts og Gibbons um
svaninn á banastundu tókust einnig
vel. Hinn síðari var þó ögn óstöðugur á
efstu sóprannótum; e.t.v. vegna upp-
hækkunar á frumgerð, svo nýta mætti
kvenraddayfirvikt kórsins betur (úr
SATTB í SSATB). Kerskni Lassos í
Audite nova um Marteinsgaglið lán-
lausa hefði líka mátt vera kraftmeiri,
og almennt virtist söngurinn oft full
varfæmislegur og hefði ósjaldan mátt
sleppa meir fi-am af sér beizlinu.
Kórfélaginn Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir söng þamæst tvö ein-
söngslög eftir Gunnstein við lipran
undirleik Kristins Ö. Kristinssonar á
píanó. Hið iðandi Tálsýn frá 1979 við
eigið ástarljóð var einfalt en ákaft, en
Vertu (1997) við kvæði Valgerðar
Benediktsdóttur aftur á móti fjöl-
breyttara, hægara og íhugulla. All-
nútímalegt lag, hugvitsamlega samið
og skínandi vel flutt af Ágústu, sem
hefur augljóslega alla burði til að
gera sig gildandi meðal hinna beztu
hér á landi í lýrískum ljóðasöng, enda
röddin í sérflokki, hlý og jöfn á öllu
sviðinu, textinn skýr og túlkunin
músíkölsk fram í fingurgóma.
Lokaatriði kórsins vom afar for-
vitnileg og vel valin. Hin nýklassískt-
þjóðlega lagasvíta Lajosar Bárdos
frá Ungverjalandi (1968) var bráð-
skemmtileg áheymar, leikandi létt
og full af dansandi rytmík, sem kór-
inn ætti að geta lagt hvaða áheyrend-
ur sem er að velli með eftir innlifun
hans að dæma. Hið framsækna en þó
einkennilega tímalausa meistaraverk
Rautavaaras, Lorca-svíta frá 1973,
var ekkert minna en frábært í flutn-
ingi Kammerkórs Kópavogs, sem
þrátt fyrir nokkurn skort á fyllingu í
karlaröddum náði að draga fram
músíkalskt hugvit finnska meista-
rans undir nákvæmri og innsærri
stjórn Gunnsteins Ólafssonar svo
glampaði af.
Ríkarður Ö. Pálsson
Ljósmvnd/Paul Kolnik
„Prismu æft í New York
BALLETTVERK Helga Tómassonar, „Prism“, fékk
svo sem fram hefur komið frábærar viðtökur þegar
það var frumflutt af dansflokki New York-borgar í
liðinni viku. Þetta er fyrsta verkið sem Helgi semur
fyrir þessa fyrrverandi vinnuveitendur sfna.
Á meðfylgjandi mynd sést höfundurinn leiðbeina
dönsurunum Sébastien Marcovici og Benjamin Mil-
lepied á æfingu í New York fyrir skemmstu. Millep-
ied dansaði aðalhlutverkið á frumsýningunni.
Helgi er væntanlegur til Islands síðar í þessum
mánuði með dansflokki sínum, San Francisco Ballet,
til að sýna Svanavatnið á Listahátíð í Reykjavík.
Utsýnið af
kasthólnum
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
„FOR THE LOVE OF
THE GAME“ ★
Leikstjóri: Sam Raimi. Handrit:
Dana Stevens, byggt á sögu
Mitehells Saara. Kvikmynda-
taka: John Bailey. Aðalhlutverk:
Kevin Costner, Kelly Preston,
Brian Cox, John C. Reilly. 1999.
ER Kevin Costner gersamlega
hættur að geta valið almennilegar
myndfi til þess að leika í? Þessi
nýjasta, hafnaboltadramað „For
the Love of the Game“, er svo inni-
lega væmin og hallærisleg að það
hálfa væri kappnóg. Hún fjallar
um íþróttahetju um fertugt, nánai’
tiltekið kastara í hafnaboltaliði,
þegar faiið er að halla undan fæti.
Verið er að selja liðið hans og jafn-
vel hann sjálfan en hann á einn
stórleik framundan og á þeim leik
mun hann taka ákvörðun um hvort
hann heldur baráttunni áfram eða
pakkar saman.
Þetta gæti kannski gengið sem
saga um miðaldra mann á tíma-
mótum er Iíka gæti verið saga allra
miðaldra manna á tímamótum,
sem eru hræddfi við breytingar,
en illu heilli hitti Costner blaða-
konuna Kelly Preston á einu
keppnisferðalagi sínu til New York
nokkrum árum áður og ástarsagan
sú, sögð í endurliti af kasthólnum,
er eitthvert það vemmilegasta píp
sem blessað hvíta tjaldið hefur
þurft að þola í langan tíma.
„For the Love of the Game“ er
enn ein af þessum ofurlöngu
Costner-myndum sem engan endi
ætla að taka og allan tímann eru
þau tvö að byggja upp sitt róman-
tíska samband, hún fer frá honum í
einum löngum kafla og hann ýtfi
henni frá sér í öðrum löngum kafla
og svo er það spumingin hvort þau
ná saman áður en myndinni lýkur.
Það er að sjálfsögðu aldrei nein
spuming af því að við vitum öll
hvemig mynd þetta er - Kevin
Costner-mynd. Samtöl þeirra eru
með eindæmum hversdagsleg og
óspennandi undfi klaufalegri
stjórn Sams Raimis, sem hingað til
hefur mest gert hrollvekjur. Efna-
sambandið sem reynt er að byggja
á milli þeirra verður aldrei að
neinu.
Ef það er eitthvað sem hægt er
að horfa á í langhundi þessum án
þess að láta sér leiðast er það
hafnaboltinn, svo langt sem hann
nær. Þar er þó ekkert kjaftæði á
ferð heldur nokkuð sem Raimi
tekst að gera að tilfinningahlaðinni
og spennandi keppni. Þai- er
Costner í hetjuhlutverkinu kominn
á aldurinn og þar er að fmna blik af
sæmilegri mynd. Annað er drasl.
Arnaldur Indriðason
Hugmyndin g’óð en
ekki árangnrinn
HEIMILDAR-
MYND
Iláskólabfó
SILFRIÐ SALTA
„DETSALTES0LVET“
Heimildamynd um síldveiðar Norð-
manna við Island. Leikstjórn:
Brynjar Stautland o.fl. Framleið-
andi Nordisk Film Norge. Sýning-
artími 50 mínútur.
Laugardagur 6. maí.
MEIRI ijómi hvílfi yfir síldveiðum
en veiðum á nokkurri annarri fiskteg-
und á Islandsmiðum. Þetta er eðlilegt
þegar þess er gætt að lengi vel kröfð-
ust veiðar á síld meiri athygii veiði-
manna en annars konar fiskveiðar.
Göngur sfldarinnar gerðu það að
verkum að hún var ekki við landið
nema ákveðinn tíma á ári hveiju og á
þeim tíma, 2-3 mánuðum, reið á að ná
henni. Það var þó ekki alltaf heiglum
hent. Brælur gerðu sjómönnum
stundum lífið leitt og jafnvel þótt veð-
ur væri gott og sjór stilltur, gátu veið-
amar verið erfiðleikum háðar. Sfldin
gekk í torfum og ef hún hélt sig þó
ekki væri nema nokkra faðma undfi
yfirborðinu, náðu menn henni ekki
fyrr en fiskleitartæki komu til sög-
unnar á árunum eftfi síðari heims-
styijöld. Þegar sfldin óð í sjólokunum
var hún á hinn bógin næsta auðveld
bráð, og þá var gaman að iifa. Þá afl-
aðist mefia og á skemmri tíma en í
öðrum veiðum og eftirtekjan varð
mefii en í flestum öðrum störfum til
sjósoglands.
Þannig var sfldin. Gamla fólkið
sagði að hún væri óútreiknanleg og
sumarsfldveiðamar fyrir Norðurlandi
vora svipaðar rómantískri duiúð. Víst
var vinnan erfið; en tekjumar gátu
orðið miklar og stemmningin, sem
sfldinni fylgdi, var engu lík. Flestum,
sem þátt tóku í sfldveiðum við Norð-
urland, munu ógleymanlegar vökum-
ar á lognværam hásumamóttum,
hvort sem var á sjó eða landi.
Norðmenn urðu fyrstfi til að hefja
að marki sfldveiðar hér við land. Það
gerðist á ofanverðri 19. öld og allt
fram að fyrri heimsstyijöld voru þefi
leiðandi í sfldveiðum hér við land. Eft-
fi stríðið vora veiðar Norðmanna hér
hlutfallslega minni en Islendinga, en
þó miklar lengi vel, og nokkrar veiðar
stunduðu þefi hér allt framundfi það,
að sfldveiðar við í sland vora bannaðar
skömmu fyrfi 1970.
Kvikmyndinni Det salte splvet er
ætlað að sýna þróunina í sfldveiðum
Norðmanna hér við land á liðlega
áttatíu ára skeiði og segja söguna frá
sjónarhóli Norðmanna. Til þess nota
höfundar að nokkra leyti gömui
myndskeið, en einnig nýlegar tökur
og viðtöl við heimildarmenn. Þefi era
flestfi norskfi, úr hópi manna, sem
stunduðu sfldveiðar við ísland. Ef
marka má lengd myndarinnar er hún
einkum ætluð tii sýninga í sjónvarpi.
Hugmyndin að myndinni er góð, en
það sama verður því miður ekki sagt
um árangurinn. Sjálft myndefnið er í
sjálfu sér bærilegt, en þó er völ á
betra eldra myndefni, a.m.k. hér á
landi. Frásögn heimildarmannanna
var einnig skýr og á köflum hressileg,
en bætti litlu við þekkingu okkai- á
sögu sfldveiðanna og frásagnfi af
brennivínssölu og banni við henni
voru staglkenndar og hvimleiðar.
Stærsti gallinn við myndina sem
heimildamynd er þó sá að hún er yfir-
borðskennd og ekki er gætt nægjan-
legrar nákvæmni í frásögninni. Af
þeim sökum verður söguþráðurinn
losaralegur og truflar þá áhorfendur
sem þekkja aðstæður og meginatriði
sögunnar fyrfi. Þannig var t.d. hvim-
leitt að horfa á mynd af sfldarskipum
á Siglufirði á meðan þulurinn talaði
um Akureyri og frásagnfi af búferla-
flutningum íslendinga vegna sfldveið-
anna vora rangt tímasettar og fá ekki
staðist í sögulegu samhengi. Þá var af
einhverjum ástæðum (e.t.v. vegna
skorts á myndefni) h'tið sem ekkert
sagt frá landnótaveiðunum,sem þó
voru fyrsta stig veiðanna.
Skýrasta dæmið um ónákvæm
vinnubrögð höfunda myndarinnar var
þó frásögnin af Galdra-Villa. Hann er
leiddur fram í upphafi myndar og
sagður hafa lagt bölvun á sfldveiðam-
ar og á að hafa óskað þess að síldin
hyrfi. 1 myndarlok - þegar sfldin var
horftn vegna ofveiði - er Villi leiddur
fram á ný, svo sem til að sýna að
áhrínsorð hans hafi komið fram.
I grandvallaratriðum mun sögnin
um Galdra-Villa vera sönn og víst er
að hann var til. Höfundar kjósa hins
vegar að sleppa því hvers vegna hann
formælti og segja aldrei söguna eins
og hún var. Það er í sjálfu sér skiljan-
legt, sagan af Galdra-Viila er Norð-
mönnum til lítils vegsauka. Útkoman
úr því hvemig farið er með söguna í
myndinni er hins vegar afbökun á
góðri þjóðsögu, söguleg rangfærsla.
Galdra-Villi formælti aldrei sfldveið-
um sem slíkum, heldur norskum sfld-
veiðimönnum sem meiddu hann.
Síldveiðar Norðmanna við ísland
vora stórmerkur þáttur í íslenskri og
norskri atvinnu- og fiskveiðisögu og
væri vissulega þarft að gera þeim
verðug skil í heimildamynd. Það tókst
hins vegai' ekki í þetta sinn.
Jón Þ. Þór