Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Hundalíf
Smáfólk
Veit Monsieur flugás að í næstu viku Hún hefur rétt fyrir sér. Til dæmis.
er afmæli Rauða barénsins. Ég ætti að senda honum póstkort. „Hafðu það gott í dag“.
Eitthvað viðeigandi.
HfatgggMafrift
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Kaupmaðurinn
á horninu
Frá Guðnýju Sigurðardóttur:
ÁSTÆÐA mín fyrir skrifum þessum
er reynsla mín af svokölluðum „kaup-
manninum á horninu". Þar sem ég
hef haft bíl til umráða öll mín búskap-
arár hef ég ætíð átt helstu innkaup
mín í stórmörkuðunum, en stundum
þurft að grípa til þess að hlaupa „út á
hom“ til að kaupa smáhluti eftir lok-
un stórmarkaðanna. Aldrei hef ég
lent í neinum vandræðum með það og
ekkert nema gott um viðmót og þjón-
ustu að segja. Nema hvað að fimmtu-
daginn 4. maí sl., fyrir yfirvofandi
mjólkuríræðingaverkfall, var ég full-
sein að gera matarinnkaupin og
greip í tómt í mjólkurhillum stór-
markaðanna. Þar sem ég á 11 mán-
aða gamalt pelabam og 6 ára mjólk-
ursvelg spyr ég afgreiðslustúlku eins
stórmarkaðanna í öngum mínum
hvar í ósköpunum ég geti nálgast
mjólk. Hún bendir mér á að prófa hjá
einhveijum af „kaupmönnunum á
horninu“, það sé helsta vonin. Himin-
lifandi þakka ég fyrir og held af stað í
einu slíku verslunina sem ég man eft-
ir í hverfinu mínu, Vesturbænum,
þar sem ég hef eins og fyrr segir
þurft einstöku sinnum að grípa til
þess að versla þar. Þar sem þessi
verslun er frekar áberandi staðsett í
alfaraleið átti ég svo sem ekki von á
að þar væri mjólk að fá. En þegar ég
geng að kælinum og sé næstum fulla
grind af mjólk byrja ég í fljótfæmi að
tína hvern pottinn á fætur öðrum í
fangið. Allt í einu heyri ég sagt hast-
arlega fyrir aftan mig: „Ekki meir!“
Eg lít við og er þar sennilega sjálfur
kaupmaðurinn kominn og bendir
mér á að það sé skömmtun. Allt gott
og blessað með það, ég tek kvótann
minn; þrjá mjólkurpotta og skila hin-
um. En þá bætir blessaður maðurinn
við að „hann verði nú að eiga eitthvað
eftir fyrir fastakúnnana sína!“ Þetta
sló mig dálítið, því ég hélt að ekki
væri gert upp á milli viðskiptavina
sem, eins og nafnið gefur til kynna,
kæmu í þeim erindum að eiga við-
skipti. Ekki nógmeð það, heldur þeg-
ar ég er að greiða fyrir vörurnar seg-
ir maðurinn við viðmælanda sinn, þar
sem hann var að tala í síma meðan
hann afgreiddi mig, að hann væri
búinn að vera að fá alls konar fólk inn
í dag sem hann hefði aldrei séð áður,
allir að kaupa mjólk og voða góðir
vinir hans aÚt í einu, og þessum orð-
um beindi hann til mín. Ef ég ætti
ekki fyrmefnd böm sem þurfa á sop-
anum sínum að halda hefði ég hik-
laust gengið út án mjólkurinnar.
Svona viðmót hef ég aldrei upplifað á
ævi minni. Þama er ég að koma inn í
verslunina í fyrsta skipti í langan
tíma, hugsanlega fastakúnni í fram-
tíðinni, aldrei að vita! En í staðinn
fyrir að finnast ég velkomin og fá
hlýjar móttökur fæ ég þau skilaboð
að ég sé tækifærissinnuð og hjartan-
lega óvelkomin þar sem ég heyri ekki
til fastakúnna verslunarinnar. Og ég
sem hef alltaf staðið í þeirri trú að
blessaður kaupmaðurinn væri í út-
lýmingarhættu vegna gleypigangs
stórmarkaðanna. Eg vona bara
þeirra vegna að þeir hafi betra við-
skiptavit en þessi tiltekni maður, þvi
ef hann hagar sér svona við alla nýja
viðskiptavini sem koma inn af göt-
unni spái ég honum ekki langlífi í við-
skiptum.
GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Víðimel 58, Reykjavík.
Samfylking krata
Frá Rúnari Kristjánssyni:
NÚ stefnir í að hið óútskýrða póli-
tíska fyrirbæri, sem kallast Sam-
fylking, komi sér upp formanni.
Augljóst er á bak við tjöldin hefur
verið ákveðið að Össur Skarphéðins-
son verði þessi formaður. Allir þeir
sem talið var að gefa myndu kost á
sér ákváðu að draga sig til baka.
Ekki mátti hætta á illvíga kosninga-
baráttu fyrir hið viðkvæma flokks-
barn sem skapast hefur í gegnum
ólýsanlegar fæðingarhríðir. Til þess
að Össur gæti þó hafist til valda með
lýðræðislegri aðferð varð samt að
koma kosningu á með einhverjum
hætti. Skuggaráðuneytið hefur pælt
í þessu og loks hafa menn séð lausn á
málinu. Fenginn var mótframbjóð-
andi sem engan veginn gat talist
hættulegur eða líklegur til að valda
miklu róti, enda er hann sammála
Össuri um flesta hluti. Vafalaust á
umræddur mótframbjóðandi eftir að
komast langt í Samfylkingunni fyrir
þennan samstarfsvilja sinn, því auð-
vitað á að verðlauna menn eftir því
hvernig þeir standa sig! Ljóst er að
Samfyikingin er fyrst og fremst
krataflokkur og verður aldrei annað.
Undirlægjuháttur gagnvart ágangi
Evrópusambandsins mun því vafa-
laust innbyggt stefnuatriði í þessum
flokki og þjóðleg stefnumið gamla
Alþýðubandalagsins er nú með sitt
bakland hjá Vinstri grænum og það
mun áreiðanlega koma æ betur í
ljós. Vonir Samfylkingarsinna um
stórsigur í síðustu kosningum
brugðust algerlega, enda var í raun
verið að bjóða kjósendum upp á svik-
inn héra. Til liðs við Samfylídnguna
úr röðum alþýðubandalagsmanna
hafa fyrst og fremst gengið þeir sem
þegar höfðu ákveðið að snúa baki við
fyrri stefnumálum og gerast kratar.
Sennilega er ekki mikil eftirsjá að
því liði þegar allt kemur til alls. Ég
viðurkenni þó að mér þótti afleitt að
sjá að Jóhann Arsælsson skyldi hafa
lent á þeirri línu, en ef til vill á hann
eftir að sjá að félagsskapurinn sé
ekki við hans hæfi. Samfylkingin
virðist í raun ósamstæður grautur
og mikla orku þarf vafalaust til að
samræma sjónarmið. Dapurlegt er
að vita til þess að merkir forystu-
menn sósíalista, eins og Ragnar
Arnalds og Svavar Gestsson, skuli
hafa gengist inn á það við lok ferils
síns, að styðja flokk sem seint verð-
ur þeim hugsjónum til brautargeng-
is sem þeir töldu sig lengstum
standa fyrir. Ekki hefði ég trúað
þeim til slíks að óreyndu. Ég ber
ekki traust til Samfylkingarinnar, en
tel að fyrirfram ákveðinn formaður
komi til með að hæfa flokknum, þar
sem hann er einmitt alþýðubanda-
lagsmaður sem ákvað á sínum tíma
að segja skilið við hugsjónir sínar
sem sósíalisti og gerast krati.
RÚNAR KRIST JÁN SSON,
Bogabraut 21,545 Skagaströnd.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.