Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 67 SKAK B a 1 i, I n d 6 n e s f u JAPFA CLASSIC 2000 22. apríl -2. maí 2000 STERKASTA skákmóti sem hald- ið hefur verið í Indónesíu lauk 2. maí með sigri Judit Polgar. Mótið var í 16. styrkleikaflokki. Meðal þátttak- enda voru Anatoly Karpov (2.696), fyrrverandi heimsmeistari, og Alex- ander Khalifman (2.656) heims- meistari FIDE, sem deildu 2.-3. sæti. Einna mesta athygli vakti þó þátttaka stigahæsta skákmanns Burma (Myanmar), Zaw Win Lay (2.633). Þótt Burma eigi engan heimsmeistara eiga þeir þó heims- met í stigahækkunum og fjölgun skákmanna á stigalista FIDE. Marga grunar að skákmenn frá Burma hafi óhreint mjöl í pokahorn- inu, en þeir hafa á mjög stuttum tíma eignast sex skákmenn í hópi 100 stigahæstu skákmanna heims. Um mitt ár 1998 voru 73 Burmamenn með skákstig og sá stigahæsti (Zaw Win Lay) var með 2.465 stig. Einu og hálfu ári síðar hafði þeim fjölgað í 202 og hækkað meira á stigalistan- um en dæmi eru til og þar var Zaw Win Lay ekkert einsdæmi. Mótið á Bali var fyrsta skákmót Burmamanns gegn sterkum vest- rænum skákmönnum, en stigahækk- unina á undanförnum árum má að öllu leyti rekja til skákmóta sem Bunnamenn einir tóku þátt í. I mörgum tilfellum skortir reyndar töluvert á að góðar upplýsingar um mótin séu aðgengilegar. Það var því beðið með mikilli eftirvæntingu eftir viðureign Alexander Khalifman við Zaw Win Lay í fyrstu umferð Japfa Classic-skákmótsins. Khalifman setti skýringar við þessa skák og hefur veitt leyfi til þess að birta skýringarnar í skákþætti Morgun- blaðsins. Skýiingar Khalifmans voru gerðar strax eftir fyrstu umferð mótsins. Hvítt: Zaw Win Lay Svart: Alexander Khalifman Þátttaka mín í Japfa Classic-mót- inu í Denpasar á Bali markaði þátta- skil í tvennum skilningi. í fyrsta lagi var þetta í fyrsta skipti sem ég steig fæti á suðurhvel jarðar - Eg hef aldrei áður farið suður yfir miðbaug, en það er að vísu viðburður sem ein- ungis hefur persónulegt gildi fyrir mig og mína nánustu. I öðru lagi, og langt frá því að takmarkast við pers- ónulegan áhuga minn, þá stóð fyrir dyrum viðureign sem skákheimur- inn hefur lengi beðið eftir. Stiga- hæsti skákmaður Burma „undra- maðurinn“ Zaw Win Lay (2.633) tók nú í fyrsta skipti þátt í stórmeistara- móti þar sem allir tefla við alla. Reyndar er þetta fyrsta skákmótið í 16. styrkleikaflokki í Asíu. Það hefur mikið verið skrifað um „skákundrið“ í Burma og ég ætla ekki að endur- taka það sem aðrir hafa þegar skrif- að. Ég sé eina leið til að stöðva (eða a.m.k. draga úr) umræðunni um stig skákmanna frá Burma (6 þeirra birt- ust skyndilega á listanum yfir 100 stigahæstu skákmenn heims í janúar á þessu ári). Skákmótin þar sem þessir skákmenn hækkuðu svona gríðarlega á stigum voru reiknuð til stiga af FIDE og því hljóta skorblöð- in frá mótunum að vera til. Ég vil því biðja FIDE að leyfa skákmönnum heimsins að skoða þessar skákir, eða skyldi skáksamband Burma þurfa að tilkynna að því miður hafi þessum skákum ekki enn verið safnað sam- an? Það að þessar skákir skuli ekki hafa verið birtar gerðu mér nokkuð erfitt fyrir þegar ég var að undirbúa mig fyrir þessa skák. í skákskóla mínum, Stórmeistaraskólanum, höf- um við safnað saman skákum úr öll- um heimshornum. Gagnagnmnurinn inniheldur nú tæplega 2.000.000 skákir, en ég fann einungis 60 skákir með Zaw Win Lay, sem er afskap- lega lítill fjöldi fyrir skákmann með yfir 2.600 stig. Verra var þó, að ein- ungis 14 þeirra voru frá 1999 þegar stig hans hækkuðu úr 2.465 í 2.633. Flestar skákanna voru gegn stiga- lausum mönnum, eða skákmönnum með u.þ.b. 2.200 stig. Það var því erf- itt að gera sér grein fyrir hvers kon- ar skákmaður Zaw Win Lay var. Fyrstu niðurstöður mínar, sem byggðust á skákum frá 1997-9, voru þær að hann væri sókndjarfur skák- Heimsmeistarar á Bali maður af styrkleika alþjóðlegs meistara (u.þ.b. 2.450 stig). Því mið- ur, ágætu lesendur, þrátt fyrir nið- urstöðu þessarar skákar (0-1 í 21 leik) þá gefur hún ekki svarið við því hvort stig hans séu of há, eða (sem ólíklegra er) að styrkleikinn sé meiri en stigin gefa til kynna. Við verðum að bíða eftir framvindu mótsins. Engu að síður sýnir þessi skák tvær staðreyndir: 1) Zaw Win Lay hefur góða þekkingu á nútíma byrjunum. 2) Eftir slaka frammistöðu mína með svörtu í einvíginu við Peter Leko reyndi ég mitt besta til þess að bæta byrjanaval mitt með svörtu. Franska vörnin, sem hafði reynst mér nokkuð vel í Linares, dugir hér loksins til vinnings. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Nd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. 0-0 Rf6 8. Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10. Rxd4 a6 11. Hel Dc7 12. Bb3 Bd6 Satt að segja átti ég í nokkru sál- arstríði þegar hér var komið sögu. Að leiða taflið inn á langa og flókna leið þar sem góð þekking á „opin- bem“ teoríu gat dugað til jafnteflis gegn nær óþekktum andstæðingi (2.633?? en hver veit hinn raunveru- lega styrkleika hans? 2.300? 2.800?) var örlítið vafasamt. Hvað sem því h'ður, þá minntist ég vituriegra orða hins gamla rússneska meistara Vassily Panov: „Ég tel sérhvern and- stæðing minn vera sterkan skák- mann þar til hann sýnir mér fram á annað“ og ákvað að tefla eðlilega - nákvæmlega eins og ég hefði gert í Linares. 13. Rf5 Hið hógværa framhald 13. h3 0-0 14. Bg5 Bh2+ 15. Khl Bf4 er svört- um hættulaust. 13. ...Bxh2+ 14. Khl 0-0 15. Rxg7 Hd8 16. Df3 Kxg7 17. Bh6+ 17. g3? b5! er alveg jafnslæmt fyr- ir hvítan - nokkrar skákir í byrjun tíunda áratugarins sýndu þetta svo ekki var um villst. 18. Kxh2 (18. Bf4 Bb7 19. Bxc7 Bxf3+ 20. Kxh2 Rg4+ -/+; 18. Bh6+ Kg6 19. Kxh2 Bb7 20. Df4 Dc5 -+) 18. ...Bb7 A) 19. De2 Hd4 20. Kh3 (20. Bg5 Rg4+ 21. Kh3 He4 22. Df3 Dc5 -/+) 20. ...He4 21. Be3 Rg4 -/+; B) 19. Df4 Dc6 20. Hgl Hdl 21. Be3 (21. Dh6+ Kg8 22. Dg5+ Kfó 23. Be3) 21. ...Hxal 22. Dg5+ Kf8 23. Dc5+ Ke8 24. Dxc6+ Bxc6 25. Hxal Rg4+ 26. Kh3 Rxe3 27. fxe3 Hd8 -/+ Wolff, P. - Gulko, B. /Bandaríska meistaramótið 1992. 17. ...Kg6 18. Radl? „Fersk hugmynd" samkvæmt stórmeistaranum Lev Psakhis þar sem hann skýrir skákina Ponomar- iov-Sadvakasov (sjá síðar). Þessi leikur var einnig talinn athyglisverð- ur af stórmeistaranum Sergey Ivan- ov í ítarlegri umfjöllun hans um þetta afbrigði í nýjasta tölublaði New in Chess „árbókarinnar“ . Það er óhætt að segja, að þetta sé ferskt og athyglisvert, því leikurinn hefur einungis sést tvisvar áður sam- kvæmt gagnagrunni Stórmeistara- skólans. í bæði skiptin í stórmeist- araskákum og í bæði skiptin sigraði hvítur. Einhvern veginn hef ég á til- finningunni, að ekki eigi eftir að sjást fleiri skákir með hinum „ferska og athyglisverða" leik 18. Hadl eftir þessa skák. Leikurinn hefur einung- is einn galla - skákin tapast sam- stundis. 18. c3 Rh5 er aðalafbrigðið sem minnst var á hér að framan og hefur á sér jafnteflisyfirbragð. 18. ...Rxdl 19. Rxdl 19. ...e5! Nýjungin. í reynd má segja að skákinni sé lokið eftir þennan leik. Svartur opnar fyrir franska biskup- inn á c8 og er einfaldlega manni yfir án þess að hvítur hafi nokkrar bæt- ur. Það verður að teljast stórmerki- legt, að hvorugur stórmeistarinn sem hafði þessa stöðu fyrir framan sig, eða (sem er jafnvel enn merki- legra) stórmeistararnir sem skýrðu þessar skákir skyldu veita þessum leik athygli. 19. ...Bd7 20. Hd4 De5 21. Be3 Bc6? 22. Hg4+! Rxg4 23. Dxg4+ Kf6 24. Dh4+ Kg7 25. Bd4 og hvítur stendur betur, Komeev, O. - Vakhidov, T./Ubeda op 1997; 19. ...De5 20. Be3 Dh5 Það er erfitt að finna betri leik, en nú fær hvítur skýra og örugga yfirburði í endatafl- inu. 21. Dxh5+ Kxh5 22. Kxh2 Rg4+ 23. Kg3 Rxe3 24. fxe3 og hvítur stendur betur, Ponomariov, R. - Sadvakasov, D/Lausanne 1999; 19. ...Be5 20. De3 Re4! leiðir einungis til jafnteflis eftir 21. Dxe4+ Kxh6 22. Dh4+ Kg623. Dg4+ Kf6] 20. Kxh2 Zaw Win Lay hugsaði u.þ.b. 40 mínútur um þennan leik, en aðrir leikir leiða ekki til neins. Svartur lýkur einfaldlega liðsskipan sinni og vinnur. Að vísu lítur staðsetning svarta biskupsins einkennilega út á h2 eftir 20. g3 Rg4, en honum líður ágætlega þar sem hann er og maður er maður, þrátt fyrir allt. 20. c3 Bf4 21. Bxf4 exf4 22. Bc2+ Kg7-+; 20. g3 Rg4 A) 21. Be3 Bf5 22. Bd5 (22. c3 e4 23. De2 Hd8 -+) 22. ...Dxc2 23. Bxf7+ Kxf7 24. Dxb7+ Kg6 25. Hd6+ Kh5 26. Df7+ Bg6-+; B) 21. Bf8 Bf5 22. Bd6 Dc6-+. 20. ...Ng4+ 21. Kgl Kxh6 Nú gafst Zaw Win Lay upp. Var uppgjöfin ótímabær? Sennilega ekki. Þegar ég sýndi stórmeistaranum Al- exey Lugovoi 19. ...e5! í Linares þá var hann hissa og fannst ótrúlegt að hægt væri að hrekja 18. Hadl svo auðveldlega. I lokastöðunni prófaði hann því ýmsa leiki, en sagði svo að lokum: „Hvers vegna ættum við að vera að skoða þetta? Svartur er ein- faldlega manni yfir.“ Þessi niður- staða virðist vera hárrétt. 21. ...Kxh6 A) 22. Dh3+ Kg7 Al) 23. Dh5 h6 24. Hd6 (24. Hd3 e4 -+) 24. ...De7; A2) 23. Dg3 23. ...a5!?-+; B) 22. Dg3 Bf5 23. Hd4 Kg5!-+; C) 22. Bd5 Kg7 23. c4 (23. Dg3 Dxc2-+) 23. ...a5 24. Dg3 Ha6 25. f3 Dc5+ 26. Kfl De3-+; D) 22. Bxf7 e4 23. Dh3+ Kg7 24. Bh5 (24. Dh4 De5 25. Hd8 Rf6 -+) 24. ...Rf6 25. Dh4 De5 -+; 21. ...Rxh6? 22. Dg3+ Bg4 23. f3-/+ 0-1 Yfirburðir Guðjóns Heiðars og Guðmundar Tveir af okkar efnilegustu skák- mönnum, Guðmundur Kjartansson og Guðjón Heiðar Valgarðsson, unnu báðir öruggan sigur á Landsmótinu í skólaskák sem fór fram um helgina í Borgarfirði eystra. Báðum tókst þeim að sigra alla andstæðinga sína, níu að tölu. I eldri flokki urðu þeir Bjöm Ivar Karlsson og Halldór Brynjar Karlsson í 2.-3. sæti með 7 vinninga. í 2.-4. sæti í yngri flokki urðu Dagur Arngrímsson, Stefán Ingi Arnarson og Agúst Bragi Bjömsson með 6!/2 vinning. Eftir aukakeppni náði Dagur öðm sæti og Stefán Ingi því þriðja. Lokaúrslit urðu sem hér segir: Eldri flokkur: 1. Guðjón Heiðar Valgarðsson Rvk. 9 v. 2. -3. Bjöm í. Karlsson Suðurl. 7 v. 2.-3. Halldór B. Halldórss. Nl. eystra 7 v. 4. Birkir Örn Hreinsson Reykjan. 6!é v. 5. Sigurjón Kjæmested Rvk. 4!é v. 6. -7. Grímur Daníelsson Rvk. 3 v. 6.-7. Arnljótur Sigurðsson Rvk. 3 v. 8. Steingrímur J. Steingrímss. Vestf. 2 v. 9. -10. Olgeir Pétursson Austurl. 1 'k v. 9.-10. Hallgrímur I. Ólafss. Austurl. Vk v. Yngri flokkur: Guðmundur Kjartansson Rvk. 9 v. 2. Dagur Arngrímsson Rvk. 6!4v. 3.Stefán Ingi Arnarson Reykjan. 6V2 v. 4. Ágúst Bragi Bjömsson Nl. eystra 6V2 v. 5. Benedikt Om Bjarnason Rvk. 5'k v. 6. Sölvi Guðmundsson Reykjan. 5 v. 7. -8. Sigurður Max Jónsson Austurland 2 v. 7.-8. Sæþór Tryggvason Vestf. 2 v. 9.-10. Agnar Logi Rristinsson Suðurl. 1 v. Þórarinn Páll Andrésson Austurl. 1 v. Ögmundur sigrar á Öðlingamóti Skákmót öðlinga fór fram 15. mars - 3. maí og voru þátttakendur átta, sem tefldu allir við alla. Um- hugsunartími var IV2 klst á 30 leiki og síðan 30 mínútur til að ljúka skák- inni. Urslit urðu þau að Ogmundur Kristinsson bar sigur úr býtum, en hann hlaut 6 vinninga af 7, jafn- marga og Sverrir Norðfjörð en var hærri á stigum. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Ögmundur Kristinsson 6 v. 2. Sverrir Norðfjörð 6 v. 3. Bemard J. Scudder 4 v. 4. Bjami Magnússon 4 v. 5. Halldór Garðarsson 3!ó v. 6. Kristján Örn Elíasson 3 v. 7. Grímur Grímsson 1!4 v. Skákstjórn annaðist sem fyiT Ólafur Asgrímsson. Verðlaunaaf- hending og hraðskákmót fer fram 10. maí kl. 19:30 í félagsheimili TR og er öllum sem náð hafa 40 ára aldri heimil þátttaka. Góð byijun Þrastar á New York Open Stórmeistarinn Þröstur Þórhalls- son er meðal þátttakenda á New York Open-skákmótinu, sem fram fer 5.-11. maí. Það er óhætt að segja að Þröstur hafi byrjað vel á mótinu. í fyrstu umferð mætti Þröstur Joseg Basas Gamazo (2104) og sigraði. í annarri umferði sigraði Þröstur síð- an Albert C. Chow (2291) og var þar með kominn í hóp 32 skákmanna sem enn höfðu fullt hús. Þá fór róð- urinn að þyngjast hjá Þresti, endg^. eru á fimmta tug stórmeistara með á' mótinu. Þröstur mætti einum þeirra í þriðju umferð, bandaríska stór- meistaranum Alexander Shabalov (2592). Þröstur gerði sér lítið fyrir sigraði þennan sterka meistara. í fjórðu umferð var andstæðingur hans svo einn af allra sterkustu skákmönnum heims, Vladimir Ep- ishin (2667), en hann er í 23. sæti á styrkleikalista FIDE. Þröstur lét það ekki koma sér úr jafnvægi og hélt jöfnu í skákinni, þrátt fyrir að vera með svörtu mennina. Eftir þessi úrslit var Þröstur í 2.-13. sæti.c I fimmtu umferð mætti Þröstur brasilíska stórmeistaranum Rafael Leitao (2.565) og hafði hvítt. Þröstur tapaði skákinni og er nú með 314 vinning og er í 24. sæti ásamt fleiri skákmönnum. í 6. umferð teflir Þröstur með svörtu gegn bandaríska stórmeistaranum Joel Benjamin. Daði Orn Jónsson Alexander Khalifman UTS/ALfl EGGERT feldskeri Sími 551 1121 - efst á Skólavörðustígnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.