Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Athugasemdir við síðbúna gagnrýni I MORGUNBLAÐINU hinn 27. apríl s.l. birtist grein eftir Garðar Jóhann Guðmundsson undir fyrir- sögninni: Síðbúin gangnrýni. Þar gagnrýnir hann eitt og annað í bók minni Prent eflir mennt sem birtist á ^bókamarkaði skömmu fyrir jól árið 1994. Bókaumsagnir birtast sjaldan jafn langt frá birtingu bókar _og hér um ræðir. Eg vil koma nokkrum at- hugasemdum á fram- færi við grein Garðars eftir því sem minni leyfir, en nú eru liðin hátt í sjö ár frá því sá kafli var ritaður er Garðar gerir að um- talsefni. Gagnrýni Garðars snýr aðallega að fyrstu pffsetprent- 4*%miðju á íslandi, Lithoprent, og þátt föður hans, Guðmundar A. Jó- hannssonar, í stofnun þess fyrir- tækis. Gagnrýni hans má skipta í tvennt: 1) Óvönduð vinnubrögð við vinnslu bókarinnar, svo sem að óvíða sé leitað heimilda, rang- færslur í málflutningi o.fl. 2) Rangar upplýsingar um föður hans og lítið gert úr þætti hans við inn- leiðingu offsetprentunar á Islandi. Eg vil fyrst víkja að fyrra atriðinu. Það er alkunna að mikill vandi er að rita sögu fyrirtækja og ■^starfsgreina í sögulegu tilliti þar sem skráðar heimildir eru af skornum skammti. Það átti sér- staklega við um sögu offsetprent- unar hér á landi. Mun fleiri heim- ildir voru t.d. til um prentun og bókband hérlendis. Þegar ritaðar heimildir eru af skornum skammti er vanalega reynt að leita annarra heimilda, t.d. að taka viðtöl við fólk sem lifað hefur slíka tíma og er til frásagnar. Um upphaf off- setprentunar var leitað fanga hjá syni Einars Þorgrímssonar, Þor- grími Einarssyni offsetprentara, en Einar var einn stofnenda Litho- prents. Þorgrímur rekur í bókinni stofnun og rekstur fyrirtækisins "%rstu árin og lagði fram ýmis skjöl máli sínu til stuðnings. Enn- fremur lásu nokkrir fyrrverandi lærlingar Einars Þorgrímssonar pg fyrstu sveinar í offsetprentun á íslandi kaflann um offsetprentun yfir og veittu gagnlegar upplýsing- ar. Þá má geta þess að einnig var leitað fanga í tímaritum og dag- blöðum. Sérstaklega vil ég geta þess að upplýsingar um æviatriði Guðm.undar A. Jóhannssonar, þar á meðal menntun hans, eru fengn- ar úr stéttartali bókagerðarmanna, Bókagerðarmenn frá upphafi prentlistar á íslandi (Reykjavík 1976.) Iðulega hefur það verið tal- in góð og áreiðanleg heimild um •ífcnenntun íslenskra bókagerðar- manna. Ég tel að ég hafi leitað víða fanga við ritun sögu prentlistar á íslandi en ég viðurkenni fúslega að alltaf má gera betur, eins og skrif Garðars gefa til kynna. Við ritun sögunnar grennslaðist ég eftir því meðal eldri bókagerðarmanna hvort þeir könnuðust við afkom- endur Guðmundar A. Jóhannsson- ar en því miður skilaði það litlum árangri. Næst vil ég víkja að þætti Guð- mundar A. Jóhannssonar við inn- ^eiðingu offsetprentunar hérlendis. Markmið bókarinnar er að gera grein fyrir sögu prentunar á Is: landi og er því ekki persónusaga. í bókinni kemur hins vegar skýrt og greinilega fram að upphafið að stofnun Lithoprents og kaupa á fyrstu offsetprentvélinni er frá ^ýuðmundi komið. Um það efast Ingi Rúnar Eðvarðsson enginn. Hins vegar kom það í hlut Einars Þorsgrímssonar að berjast fyrir löggildingu iðnarinnar hér- lendis og útskrifa fyrstu sveinana í offsetprentun. Nánast allir núlif- andi offsetprentarar geta rakið fræðslu sína í iðninni til þess- ara manna. Því nefni ég Einar frumkvöðul offsetprentunar og kemur það heim og saman við ríkjandi skoðun innan off- setprentarastéttar- innar. I grein sinni nefnir Garðar jafnframt að ranglega sé farið með föðurnafn einstakl- inga. Því miður er það svo þegar umfangs- mikil ritverk eru sam- in að slíkar missagnir geta slæðst í texta. Við vinnslu bókarinnar var víða leitað fanga, sérstaklega með myndatexta. Þar voru eldri bóka- gerðarmenn beðnir að bera kennsl á fólk og einnig var stuðst við myndir úr tímaritum bókagerðar- Sagnaritun Tilefni þessara skrífa, segir Ingi Rúnar Eð- varðsson, er að bera af mér áburð um óvönduð vinnubrögð. manna. Að gefnu tilefni vil ég einnig nefna að það var meðvituð ákvörðun að láta flestar manna- myndir snúa inn í bókina, þannig að nokkrar myndanna eru spegil- snúnar. Nú er mál að linni. Tilefni þess- ara skrifa er að bera af mér áburð um óvönduð vinnubrögð. Við vinnslu bókarinnar var það ásetn- ingur allra sem að útgáfunni komu að vanda til verksins eins og frek- ast var kostur. Mér þykir mjög miður ef eitthvað skortir á heim- ildir mínar og vonandi gefst mér færi á því að bæta úr því síðar. Enn miður þykir mér að valda aðstandendum þeirra sem við sögu koma sárindum. Höfundur er dóaent við Háskólann á Akureyri. „Fjármagn og vinnuafl“ I MORGUNBLAÐINU 3. maí sl. birtist leiðari undir þessari yfir- skrift, þar sem réttilega er bent á, að ströng haftastefna í fjármagns- flutningum og hömlur á frelsi til at- vinnurekstrar séu liðin tíð. Nú flytji fyrirtæk- in eftir mörkuðum og öðrum aðstæðum og að á þessu öllu saman græði íslenskur al- menningur ómælt í formi vaxandi lífeyris- sjóða. Allt er þetta gott og blessað. En leiðarahöfundi MBL sést yfir ýmis meginat- riði i alþjóðlegum sam- skiptum, sem enn eru í hávegum höfð, sem og að efnahagskerfi heimsins byggist að verulegu leyti á trúnni á velgengni verðbréf- anna. Sú trú hefur á stundum verið leyst af hólmi af trú- leysi, og þá hefur spilaborgin hrun- ið, fjöldi fyrirtækja orðið gjald- þrota, tugþúsundir manna misst vinnu sína og þjóðfélög riðað á barmi upplausnar. Það er mikil skammsýni hjá leiðarahöfundi stærsta og virtasta dagblaðs lands- manna að líta alfarið framhjá þess- um atriðum í skrifum sínum. Það er ekki lengra síðan en nokkrir dagar, að á sama tíma og forseti ís- lands lofaði frelsi lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í útlöndum að hinir sömu lífeyrissjóðir töpuðu milljón- um vegna lækkunar hlutabréfa í fyrirtækjnum á borð við Microsoft. Við hjá Sjómannafélagi Reykja- víkur viljum vinsamlegast benda leiðarahöfundi MBL á nokkur atriði sem enn eru í fullu gildi á vinnumarkaði heimsins og eru í raun grundvallarforsenda efna- hagslegrar framþróunar samfélag- anna: 1. í föstum áætlunarsiglingum á Norðurlöndum og víða um Evrópu er gerð sú meginkrafa að um þær gildi kaup og kjör sem ríkja í þess- um löndum. Þetta á við um sigling- ar í Eystrasalti og á Ermarsundi. Sjómannafélagið telur að þessi krafa sé eðlileg í föstum siglingum milli íslands og Evrópu og milli ís- lands og Ameríku. Við viðurkenn- um að svo illa getur farið að skort- ur verði á íslenskum farmönnum. Margt bendir til að svo geti farið. En við krefjumst þess að ef erlend- ir menn verða ráðnir til slíkra starfa á skip á vegum íslenskra að- ila, þá gildi um þá okkar kjör. Þannig er því farið með þá íslend- inga sem leiðarahöfundur MBL vís- ar til að séu starfandi erlendis að þessir menn vinna samkvæmt þeim vinnumarkaðsreglum sem gilda í essum löndum. Ekki eru þessir slendingar að ráðast inn á vinnu- markaði erlendis á lægri kjörum en heimamenn! Um erlent vinnuafl á íslandi gilda að jafnaði sömu reglur og þá sem í landinu búa. 2. í Maastricht samkomulagi ESB er það sérstaklega tekið fram að stéttarfélög og samtök atvinnu- rekenda viðkomandi landa ráði alfarið vinnuréttarlegum atriðum hvers lands fyrir sig í samvinnu við stjórnvöld heima- fyrir. Þetta ákvæði nær í dag til EES svæðisins alls. ís- lenskum atvinnurek- endum er því skylt að fara eftir þeim kjara- samningum sem ís- lensk stéttarfélög gera við þá, þó að um erlent vinnuafl sé að ræða. Jónas 3. Barátta vinnandi Garðarsson fólks um allan heim er óaðskiljanlegur hluti lýðræðis. Þeirra lýðsræðishugsjóna sem MBL hefur jafnan talið sig vera í forsvari fyrir. Alþjóða vinnu- málastofnun Sameinuðu þjóðanna, ILO, er sá vettvangur sem full- trúar atvinnurekenda, launafólks og ríkisstjórna skipa grundvallar- Hlutabréf Leiðarahöfundi Morg- unblaðsins sést yfír það, segir Jónas Garðarsson, að efnahagskerfí heims- ins byggist að verulegu leyti á trúnni á vel- ^ gengni verðbréfanna. málum í samskiptum aðilanna á vinnumarkaði. Þetta starf hefur jafnan einkennst af lýðræðislegum vinnubrögðum og skilningi á rétt- indum fólks til mannsæmandi lífs. Nýlega var staðfestur sáttmáli um bann við barnaþrælkun á Alþingi. Hann felur í sér að viðskiptalífið verður að ganga úr skugga um að vörur á íslenskum markaði séu ekki framleiddar með óviðunandi hætti og mannréttindabrotum. Vissulega er margur pottur brotinn í henni veröld, en það þýðir ekki að menn eigi að gefast upp frammi fyrir viðfangsefnunum. Ékki einu sinni þó að einhverjir lífeyrissjóðir gætu ávaxtað pund sitt betur við slíkar aðstæður. 4. Sú var tíð að samfélög hrundu í byrjun 20. aldar og drukknuðu í blóðugum byltingum þegar yfir- stéttirnar höfðu rakað til sín öllum auði samfélagsins og örsnauður lýður lét skeika að sköpum. Upp úr þeim hildarleik reis veldi kommún- ismans, sem stóð í um 70 ár, eitt umfangsmesta kúgunai-samfélag heims. Sjómannafélag Reykjavíkur var um áratuga skeið í broddi fylk- ingar lýðræðislegrar verkalýðsbar- áttu á Islandi. Félagið hvikar enn ekki frá þeirri kröfu sinni að um siglingar á vegum íslenski'a fyrir- tækja gildi íslensk kjör. í kröfum okkar er ekki verið að draga þjóðir í dilka. En Islendingar verða að fá að standa jafnfætis erlendum mönnum á íslenskum vinnumark- aði. Eða er leiðarahöfundur MBL þeirrar skoðunar að viðunandi sé að bjóða erlendum fyrirtækjum sem hingað koma betri kjör en ís- lenskum fyrirtækjum? 5. Nú stendur yfir eitt mesta verkfall í sögu Noregs. Kveikjan að þessu verkfalli var tilboð atvinnu- rekenda um 5 ísl.kr. hækkun á tím- ann, 5. sumarleyfisvikuna eftir tvö ár og vilyrði um símenntunarsjóði eftir 1-2 ár. A sama tíma hafa for- ustumenn stærstu fyrirtækja landsins verið að greiða sér út starfslokakjör sem skipta milljörð- um ísl. kr. á mann. Græðgi norskr- ar yfirstéttar er í dag með þeim eindæmum að félagsmenn í 17 af 18 aðildarsamböndum norska LO felldu tilboð atvinnurekenda í al- mennri atkvæðagi'eiðslu. Þar voru frá 52% til 85% félagsmanna á móti. Þess ber að geta að áður höfðu aðeins 4 samninganefndir að- ildarsambandanna af 18 hafnað til- boðinu og forusta LO hafði mælt með samþykki. Sú staða gæti einnig komið upp hér á íslandi, ef sú þróun sem nú er uppi heldur áfram og einstakir hópar nýríkra hagfræðinga hrifsa til sín ómældar upphæðir. Leiðara- höfundur MBL ætti að líta til þess- ara hættumerkja í stað þess að biðja íslenskt launafólka að leggja árar í bát og víkja til hliðar fyrir ódýru erlendu vinnuafli á íslensk- um vinnumarkaði. Við í Sjómanna- félagi Reykjavíkur teljum ástæðu til að hafa verulegar áhyggjur af fjárfestingum og samsulli íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja við aðila í fyrrverandi kommúnistaríkjum. Við teljum okkur hafa vissu fyrir því að um borð í slíkum samvinnutogurum sé kauptrygging háseta allt niður í 8 dollara á mánuði og hjá skip- stjóra um 100 dollarar. Telur leið- arahöfundur MBL slík kjör hvetja til mikillar efnahagslegrar fram- þróunar í Rússlandi? Af hverju virðast aðstæður vera verstar um borð í þeim rússnesku skipum sem íslenskt fjármagn virðist í tygjum við? Hví eru aðstæður mun skárri þar sem Þjóðverjar eða Norðmenn koma við sögu? Og telja íslensk stjórnvöld sig alfarið stikkfrí í þessum málum? Spyr sá sem ekki veit. Höfundur er formaður Sjómanna- félags Reykjavfkur. Félagsaðild án upplýsts samþykkis ÞAÐ ER greinilegt að grein okkar Sigfús- ar Ólafssonar frá 27. apríl síðastliðnum hef- ur snert viðkvæma strengi því viðbrögðin létu ekki á sér standa. í grein okkar fjölluð- um við um þau undar- legu vinnubrögð sem viðgangast innan Samfylkingarinnar, þar sem fjöldi fólks sem telur sig hafa sagt skilið við alla þá anga, sem spinna Samfylkinguna, hefur Drífa fengið kjörseðla í for- Snædal mannskjörinu. Laug- ardaginn eftir birtust greinar eftir þá Ara Skúlason og Jóhann Geir- dal þar sem þeir jusu úr skálum með tor- kennilegu innihaldi yfir okkur Sigfús og aðra flokksfélaga okk- ar. Við erum sökuð um athyglissýki, öf- und og ýmislegt fleira. Uppáhaldið mitt er þó að Ara verður tíðrætt um ljótu karlana í Vinstri-Grænum ann- ars vegar, sem ekki mega fá skeinu án þess að rjúka í fjöl- miðla, og hins vegar hugprúðar hvunn- dagshetjur Samfylk- ingarinnar sem bera harm sinn í hljóði og kveinka sér hvergi. Það Kjörseðlar Óska ég þeim sem með vitund og vilja eru aðilar að Samfylkingunni, seg- ir Drffa Snædal, til hamingju með nýjan flokk og vonast eftir vandaðri vinnubrögðum í framtíðinni. eina sem gæti mögulega toppað þessa dramatík er þegar Jóhann segir ekkert óeðlilegt við að segja sig úr Alþýðubandalaginu en vilja samt vera laumufarþegi hjá Sam- fylkingunni. Astæða þess að við Sigfús skrif- uðum þessa grein var sú að okkur ofbuðu þau vinnubrögð sem tíðkuð eru innan Samfylkingarinnar. Ég sagði mig skriílega úr bæði Grósku og Kvennalistanum snemmsumars 1998 og hef sannar- lega aldrei verið viðriðin Þjóðvaka, Alþýðuflokk eða Alþýðubandalag. Eigi að síður fæ ég sendan at- kvæðaseðil og glansmyndir af for- mannsefnum. Ef þetta væri eins- dæmi hefði ég sjálfsagt bara móðgast í hljóði, en svo er bara ekki. Staðreyndin er sú að fjöldi fólks hefur án árangurs reynt að segja skilið við Samfylkinguna. Að lokum óska ég þeim sem með vitund og vilja eru aðilar að Sam- fylkingunni til hamingju með nýj- an flokk og vonast eftir vandaðri vinnubrögðum í framtíðinni. Höfundur er tækniteiknari og félagi i Vinstrihreyfingunni - Grænu fram- boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.