Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MYNPBONP
^Bláa bómullar-
teppið
Ævintýri Elmo litia
(The Adventures ofElmo in
Grouchland)
It r ú (1 ii in y n d
Leikstjóri: Gary Halvorson. Hand-
rit: Joseph Mazzarino og Mitchell
Kriegman. Aðalhlutverk: Mandy
Patinkin, Vanessa Williams og Kev-
in Clash. (83 mín.) Bandaríkin,
1999. Skífan. Öllum leyfð.
HÉR ER komin kvikmynd í fullri
lengd með brúðunum úr sjónvarps-
þáttunum Sesamstræti. Þar segir frá
litla skrímslinu
Elmo sem þykir
ákaflega vænt um
bláa bómullarteppið
sitt. Þegar teppið
lendir óvart í ösku-
tunnunni fer Elmo
niður í Ruslaland til
að leita að því og
lendir þar í hinum
mestu ævintýrum. Þessi litla brúðu-
kvikmynd er vel í samræmi við
kennslustíl Sesam-strætis, bent er á
jnikilvægi þess að deila með öðrum,
að standa saman og líta undir yfir-
borð hlutanna. Myndin er jafnframt í
virku sambandi við krakkana sem
horfa á, en Ernie og Bert hika ekki
við að grípa inn í þegar útlitið verður
hvað svartast hjá Elmo litla. Þessi
inngrip eru hugvitssamlega útfærð
og gefa heildinni skemmtilegt yfir-
bragð. Líkt og titill myndarinnar gef-
ur til kynna er hér um mjög sígilda
ævintýrafrásögn að ræða en klisjurn-
ar eru þó ekki notaðar án þess að
gera dálítið grín að þeim um leið. Þar
"íer húmorinn sem einkennir alla Jim
Henson framleiðslu skammt undan.
Þannig bætir myndin upp skort á
fi-umleika í grunnatburðarásinni með
skemmtilegum smáatriðum, söng-
atriðum, sprelli og glensi. Því má vel
mæla með Ævintýrum Elmo litla sem
indælli og skemmtilegri barnamynd.
Heiða Jóhannsdóttir
Ur öskunni
í eldinn
Gervilöggan
(Blue Streak)
(■ u in a ii iii v n il
★★
Leikstjóri: Les Mayfíeld. Handrit:
Michael Berry og John Blumenthal.
Aðalhlutverk: Martin Lawrence og
William Forsythe. (94 mín.) Banda-
ríkin, 1999. Skífan. Bönnuð
innan 12 ára.
INNBROTSÞJÓFUR (Martin
Lawrence) er staðinn að verki. Hann
nær að fela fenginn í nýbyggingu áð-
ur en handjárnin
smella og þangað
beinir Miles för
sinni tveimur árum
síðar þegar hann
hefur afplánað dóm-
inn en uppgötvar að
nýbyggingin var
lögreglustöð. Sögu-
þráðurinn er nokk-
uð glúrinn og býður myndin upp á þó
nokkur skemmtileg atriði þar sem
þjófurinn bregður sér í gervi rann-
sóknarlögreglumanns til að nálgast
fjársjóðinn í loftræstikerfinu. Sam-
starfsmenn Miles eru flestir möppu-
dýr og skrifstofurottur en ólíkt þeim
er hann villtur og trylltur, fer ekki
eftir neinum reglum og nýtur því
mikillar velgengni í lögguhlutverk-
inu, gómar hvern krimmann á fætur
"fcðrum. Hagsmunaárekstrarnir sem
fylgja í kjölfarið eru á köflum
skondnir. Það hallar þó undan fæti í
seinni helmingi myndarinnar þegar
hún umbreytist úr gamanmynd í
spennumynd en hasarinn er mjög
formúlukenndur og lítið æsilegur.
Fyrri hlutinn er þó sæmilegasta af-
Heiða Jóhannsdóttir
Burt Lancaster hóf nánast nýjan feril á efri árum með stórleik sinum í Atlantic City og Susan Sarandon, ein
skærasta stjarna samtíðarinnar, vann hér sitt fyrsta afrek á hvíta tjaldinu.
Louis Malle
Louis Malle
ar, sem hann sannar-
lega vann undir hand-
Ieiðslu heimildar-
myndasnillingsins. Að
því samstarfi loknu
kúventi Malle, hélt
upp á yfirborðið sem
aðstoðarleikstjóri
Roberts Bresson og
lauk síðan við sina
fyrstu leiknu mynd
1967, Ascenseur Pour
L’Echafaud (’57).
ÞEKKTASTUR fyrir
að vera einn leiksljór-
anna sem hrintu af
stað „frönsku
nýbylgjunni" (nouvel-
le vague) náði Louis
Malle (1932-1995)
einnig lengra en flest-
ir landar hans í leik-
stjórastétt í Banda-
ríkjunum og hvikaði
hvergi frá listrænum
kröfum frekar en
endranær. Malle var jarðbundnari
en þremenningarnir, gagnrýnendur
Cahiers de Cinema, Truffaut, God-
ard og Chabrol; byggði frá grunni
persónulegan, tilfinningaríkan, oft
lostafullan stfl. Sem jafnan hélt velli
þegar nýbylgjufélagar hans áttu
það til að gerast ofvirkir í listinni og
skjóta yfir markið. Varð þeirra vin-
sælastur.
Malle sótti sér efnivið í allar
greinar kvikmyndanna og forðaðist
frá fyrstu tíð að endurtaka sig. Verk
hans fjalla oftar en ekki um þjóðfé-
lagslega útskúfun og stóðst Malle þá
freistingu að halla sér að Holly-
woodframleiðslu, er honum bauðst
það, en hélt ótrauður áfram að
vinna að smum persónulegu við-
fangsefnum. Honum var umbunað;
er Malle dó, á besta aldri (úr krabba-
meini), var hann hvarvetna virtur
fyrir ómetanlegt framlag sem leik-
stjóri og handritshöfundur til kvik-
myndalistarinnar.
Malle fæddist inn í auðuga fjöl-
skyldu og naut því þeirra for-
réttinda að sækja góða skóla. Nam
stjórnmálafræði við Sorbonne 1951-
53 og kvikmyndagerð við IDHEC
1953-54. Eignaðist dreng og stúlku
með fyrri konu sinni, sem hann
skildi við 1967, sú seinni var leik-
konan Candice Bergen, sem ól hon-
um dóttur.
Að námi loknu varð Malle skjól-
stæðingur landa síns, neðansjávar-
myndagerðarmannsins Jeans Cou-
steau. Var titlaður kvikmynda-
tökumaður og leikstjóri lista-
verksins Þögull heimur - Le Monde
de Silence (’56), fyrstu myndar sinn-
Malle fór vel af stað, spennumyndin
þótti leikstjómarlega sterk, sömu-
leiðis tónlist Miles Davis og leikur
Jeanne Moreau einkar kraftmikill.
Með Les Amants (’59) vakti Malle
mikil viðbrögð með óvenju djörfum
kynferðislegum atriðum sem voru á
siðferðismörkunum, sérstaklega í
Bandaríkjunum. Til allrar hamingju
fór undirliggjandi ádeilan á franskt
stéttakerfi ekki framhjá gagnrýn-
endum, sem björguðu myndinni og
höfundi hennar frá útskúfun og
myndin vann til sérstakra dómn-
efndarverðlauna í Feneyjum. Næsta
verk, Zazie Dans le Metro (’60), var
hinsvegar jafn hógvært og það
næsta á undan var ögrandi. Segir
sögu stúlku (Catherine Demongeot),
sem strýkur að heiman og upp-
lausnarinnar sem fylgir í kjölfariö.
Rósemin sveif ekki lengi yfir vötn-
unum. Malle setti bókstalega allt á
annann endan með La Vie Privée -
Algjört einkamál (’62). Kynbomban
Brigitte Bardot fór með aðal-
hlutverkið í mynd sem sögð er
byggð á ævi leikkonunnar sjálfrar.
Gagnrýnendur urðu hrifnari af Le
Feu Follet (’63), átakanlegri lýsingu
á síðustu dögum áfengissjúklings
(Maurice Ronet). Enn skipti Malle
um gír, hélt til Indlands og dró upp
óglæsilega en raunsanna mynd af
fátæktinni í landinu í heimildar-
myndinni L’Inde Fantome (’69), við
litla þökk þarlendra yfirvalda.
Fyrsta stórvirkið, Lacombe Lucien,
kom 1974.
Kynlífið var enn og aftur í brenni-
depli í Pretty Baby (’78), fyrstu
mynd Malles í Vesturálfu. Brooke
Shields fór vel með aðalhlutverk 12
ái'a stúlku sem móðir hennar (Susan
Sarandon) selur á vændishús í New
Orleans. Myndin vakti að vonum
nokkurt fjaðrafok, þó svo að leik-
stjórinn velti meira fyrir sér eðli
girndarinnar en erótík. Atlantic
City (’80), ein besta mynd Malles,
fylgdi í kjölfarið. Hin fáséða My
Dinner With André (’82), kvikmynd-
aðar samræður leikhúsleikstjórans
Andrés Gregorys og leikarans,
leikritaskáldsins og furðufúglsins
Wallace Shawn, þykir litlu síðri.
Arið 1987 var frumsýnd Au
Revoir Les Enfants, verkið sem
flestir telja hápunktinn á glæsileg-
um ferli og það verðlaunaðasta.
Síðustu árin hélt Malle heimili
með konu sinni og dóttur í Banda-
ríkjunum og Frakklandi og var mik-
ið á ferð og flugi á milli landanna.
Milou en mai (’89) var síðasta mynd-
in, gerð í heimalandinu, með
frönsku sórleikurunum Miou-Miou
og Michel Piccoli. Þá var röðin kom-
in að hinni óþægilegu og umdeildu
Damage (’92), þar sem ástamál föð-
ur (Jeremy Irons) og tengdadóttur
(Juliette Binoche), enda með fjöl-
skylduharmleik.
Þar með var litrikum lostakaflan-
um lokið, svanasöngur Louis Malle
var Vanya on 42nd Street (’94), sem
þykir frábær kvikmyndagerð Ieik-
rits Tsjekhovs, Vanya frændi. Fá-
séð, óhefðbundin mynd sem fylgir
eftir borgaralega klæddum Ieikur-
um á æfingu verksins undir sfjórn
Andrés Gregory, og félaga hans úr
My Dinner With André, Wallace
Shawn, sem er sagður fara á kostum
í titilhlutverkinu. Þá kemur Jul-
ianne Moore við sögu í aðal-
kvenhlutverki kvikmyndahandrits
Davids Mamet og André Gregory.
Þegar upp er staðið og ferill
Malles skoðaður í heild bendir fátt
til þess að rætur listamannsins liggi
í hinni umtöluðu og áhrifaríku bylt-
ingu nýbylgjunnar. Verk Malles eru
mun skyldari myndum áhrifavalda
leikstjórans eins og Tati, Cousteau
og Bresson en Melville og hinna
þriggja æðstupresta nouvelle vague.
Stutt
Spilling í
fangelsi
► FANGAR brugguðu sitt eigið
vín, keyptu sér vændiskonur og
voru með gæludýr þar til lögreglan
kom og tók aftur völdin í Modelo
fangelsinu í Kólumbíu en fangarnir
höfðu vaðið þar uppi með látum um
tíma.
Lögreglan sagðist hafa fundið
gufubað, leikfimisal, eiturlyf og
hunda í fangelsinu auk þess sem
vopn fundust víða. Lögreglunni
kom einnig á óvart að finna 511
konur í fangelsinu sem er eingöngu
ætlað körlum. Þetta voru þá vænd-
iskonur sem fangarnir höfðu fengið
í heimsókn. Lögi'eglustjórinn
Rosso Jose lýsti fangelsinu sem
„spillingarbæli“ þar sem ýmis ólifn-
aður viðgengist. Þá fundust einnig
útvörp, farsímar og tölvur í fanga-
klefunum sem fangarnir notuðu til
að komast í samband við glæpa-
menn utan fangelsismúranna.
Keyrði eigin-
manninn niður
► EIGINKONA, sem ásakað hafði
eiginmann sinn um að horfa á
aðra konu er þau voru við messu
hefur nú verið ákærð fyrir tilraun
til manndráps. Hún keyrði á
bónda sinn á fjölskyldubílnum.
Hinn slasaði, Jamel Thompson
og eiginkona hans, sem bæði eru á
þrítugsaldri fóru að rífast eftir að
messu lauk. Þar sakaði konan
mann sinn um að hafa rennt hýru
auga til annarrar konu. Þá rauk
hann út úr bflnum í fússi eftir að
hún hafði slegið hann. Hann gekk
af stað eftir götunni en þá reyndi
eiginkonan afbrýðisama að keyra
á hann. Hann komst undan en þá
snéri hún bflnum við og reyndi í
annað sinn en mistókst aftur. En i
þriðju tilraun tókst henni að slasa
eiginmanninn sem kastaðist
nokkra metra og út í skurð við
veginn.
Hvar eigum
við að búa?
► BANDARÍSKA söngkonan Ma-
donna og kærastinn hennar, breski
kvikmyndagerðarmaðurinn Guy
Ritchie eru víst að
hætta saman að
sögn breskra slúð-
urblaða. Ástæðan
er ágreiningur um
hvar þau skuli búa
í framtíðinni. Þau
hafa víst ekki hisst
í nokkrar vikur
eftir að Ritchie
neitaði að flytja til
Bandaríkjanna. Madonna er ófrísk
að barni Ritchie og vildi helst flytja
aftur til heimalandsins en hún hef-
ur búið í London um skeið.
AU REVOIR, LES ENFANTS
(1987) ★★★★
Æskunni lýkur og alvaran tekur
við í magnaðasta verki Malle, sem
hann byggir á endurminningum sín-
um frá hörmungartímum síðari
heimsstyrjaldar í heimabæ hans. Að-
alpersónan er Julien (Gaspard Man-
esse), 11 ára skólapiltur sem skynjar
að ekíd er allt með felldu hvað snertir
Jean Bonnet (Raphael Fejito),
skarpgreindan strák sem bætist í
nemandahópinn. Jean er gyðingur,
sem þýðir dauðadóm ef upp kemst í
hersetnu landinu. Eftirleikurinn
snýst um hetjuskap og ragmennsku.
Þá sem þora að hætta öllu fyrir Jean
(og tvo aðra nemendur sem kaþólskir
stjómendur skólans hafa í felum
meðal nemendanna í bekknum) og
hina sem selja sál sína fyrir augna-
bliksöryggi í skjóli nasistaböðlanna.
Ógleymanleg, fógur og átakanleg í
senn og það verk sem flutti snilli leik-
stjórans/handritshöfundarins víðast.
Myndin vann til óteljandi verðlauna.
SIGILD MYNDBOND
LACOMBE, LUCIEN (1974)
★★★★
Vandfundin perla um baráttu illra
afla og góðra. Lucien er ungur og
herskár sveitapiltur er nasistar her-
taka Frakkland. Vill láta taka eftir
sér, verða hetja og sækist eftir að
ganga í neðanjarðarhreyfinguna, en
er hafnað. Fullur reiði og haturs kú-
vendir Lucien og gengur illu heilli í
lið með árum Hitlers.
Atburðarásin breytist í harmsögu
er pilturinn verður ástfanginn af gyð-
ingastúlku. Mögnuð mynd frá ein-
hverjum myrkustu tímum mann-
kynssögunnar, sem
handritshöfundurinn/leikstjórinn
Malle upplifði sjálfur. Á svipuðum
nótum og Au Revoir... og gefur henni
lítið eftir.
Ungu leikaramir Pierre Blaise og
Therese Giehse gleymast ekki svo
glatt sökum trúverðugs leiks æsku-
fólks undir ómennskum kringum-
stæðum, sem laða oftar illskuna fram
hjá mannfólkinu en hitt.
ATLANTIC CITY (1980)
★★★★
Ferill stórleikarans Burts Lanc-
aster, sem tekinn var að reskjast,
öðlaðist endurnýjun h'fdaga, líkt og hf
persónunnar sem hann leikur. Rosk-
inn mafíósi (Lancaster) grípur feginn
tækifærið er ástir ungrar stúlku og
skjólstæðings hans (Susan Saran-
don) standa honum til boða. Býður
örlögum sínum blákaldur birginn, at-
vinnunni (veðmangari), húsbændum
sínum og eiginmanni stúlkunnar.
Einföld en eftirminnilega vel skrifuð
persónuskoðun með Lancaster í svip-
uðum ham og í Óskarsverðlaunahlut-
verkinu Elmer Gantry (’60), ef ekki
betri. Susan Sarandon gefur honum
lítið, ef nokkuð, eftir í fyrsta stórsigr-
inum á tjaldinu. Þau, ásamt góðum
aukaleikui-um, túlka eftirminnilega
vel skrifuð hlutverk undirmálsfólks í
glæpaborginni á austurströndinni,
þar sem draumar og veruleiki renna
stundum saman í eitt.
Sæbjörn Valdimarsson
Dreginn
á tálar
► FRÖNSK yfirvöld felldu niður
fangelsisdóm sem fyrrum Ungfrú
„ber að ofan“ frá Belgíu og tveir
vinir hennar höfðu átt yfir höfði
sér eftir að hafa dregið fyrrver-
andi eiginmann Stefaníu Móna-
kóprinsessu á tálar og eyðilegt
þar með hjónaband þeirra. Fata-
fellan Muriel Houteman sást
daðra við eiginmanninn fyrrver-
andi, Daniel Ducruet við einka-
sundlaug en fundur þeirra var
tekinn upp á myndband. Fékk
daman sex mánaða dóm fyrir vik-
ið. En hugsuðurinn að baki upp-
tökunni De Lisiecki var dæmdur
til eins árs fangelsisvistar. Upp-
tökurnar komust í fjölmiðla og
urðu til þess að Rainier prins varð
foxillur og Stefanía skildi við pilt-
inn á stundinni.
De Lisiecki viðurkenndi að hafa
lagt gildru fyrir Ducruet en fata-
fellan sagðist ekki hafa haft hug-
mynd um hvað til hefði staðið.