Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNPBONP ^Bláa bómullar- teppið Ævintýri Elmo litia (The Adventures ofElmo in Grouchland) It r ú (1 ii in y n d Leikstjóri: Gary Halvorson. Hand- rit: Joseph Mazzarino og Mitchell Kriegman. Aðalhlutverk: Mandy Patinkin, Vanessa Williams og Kev- in Clash. (83 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. HÉR ER komin kvikmynd í fullri lengd með brúðunum úr sjónvarps- þáttunum Sesamstræti. Þar segir frá litla skrímslinu Elmo sem þykir ákaflega vænt um bláa bómullarteppið sitt. Þegar teppið lendir óvart í ösku- tunnunni fer Elmo niður í Ruslaland til að leita að því og lendir þar í hinum mestu ævintýrum. Þessi litla brúðu- kvikmynd er vel í samræmi við kennslustíl Sesam-strætis, bent er á jnikilvægi þess að deila með öðrum, að standa saman og líta undir yfir- borð hlutanna. Myndin er jafnframt í virku sambandi við krakkana sem horfa á, en Ernie og Bert hika ekki við að grípa inn í þegar útlitið verður hvað svartast hjá Elmo litla. Þessi inngrip eru hugvitssamlega útfærð og gefa heildinni skemmtilegt yfir- bragð. Líkt og titill myndarinnar gef- ur til kynna er hér um mjög sígilda ævintýrafrásögn að ræða en klisjurn- ar eru þó ekki notaðar án þess að gera dálítið grín að þeim um leið. Þar "íer húmorinn sem einkennir alla Jim Henson framleiðslu skammt undan. Þannig bætir myndin upp skort á fi-umleika í grunnatburðarásinni með skemmtilegum smáatriðum, söng- atriðum, sprelli og glensi. Því má vel mæla með Ævintýrum Elmo litla sem indælli og skemmtilegri barnamynd. Heiða Jóhannsdóttir Ur öskunni í eldinn Gervilöggan (Blue Streak) (■ u in a ii iii v n il ★★ Leikstjóri: Les Mayfíeld. Handrit: Michael Berry og John Blumenthal. Aðalhlutverk: Martin Lawrence og William Forsythe. (94 mín.) Banda- ríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. INNBROTSÞJÓFUR (Martin Lawrence) er staðinn að verki. Hann nær að fela fenginn í nýbyggingu áð- ur en handjárnin smella og þangað beinir Miles för sinni tveimur árum síðar þegar hann hefur afplánað dóm- inn en uppgötvar að nýbyggingin var lögreglustöð. Sögu- þráðurinn er nokk- uð glúrinn og býður myndin upp á þó nokkur skemmtileg atriði þar sem þjófurinn bregður sér í gervi rann- sóknarlögreglumanns til að nálgast fjársjóðinn í loftræstikerfinu. Sam- starfsmenn Miles eru flestir möppu- dýr og skrifstofurottur en ólíkt þeim er hann villtur og trylltur, fer ekki eftir neinum reglum og nýtur því mikillar velgengni í lögguhlutverk- inu, gómar hvern krimmann á fætur "fcðrum. Hagsmunaárekstrarnir sem fylgja í kjölfarið eru á köflum skondnir. Það hallar þó undan fæti í seinni helmingi myndarinnar þegar hún umbreytist úr gamanmynd í spennumynd en hasarinn er mjög formúlukenndur og lítið æsilegur. Fyrri hlutinn er þó sæmilegasta af- Heiða Jóhannsdóttir Burt Lancaster hóf nánast nýjan feril á efri árum með stórleik sinum í Atlantic City og Susan Sarandon, ein skærasta stjarna samtíðarinnar, vann hér sitt fyrsta afrek á hvíta tjaldinu. Louis Malle Louis Malle ar, sem hann sannar- lega vann undir hand- Ieiðslu heimildar- myndasnillingsins. Að því samstarfi loknu kúventi Malle, hélt upp á yfirborðið sem aðstoðarleikstjóri Roberts Bresson og lauk síðan við sina fyrstu leiknu mynd 1967, Ascenseur Pour L’Echafaud (’57). ÞEKKTASTUR fyrir að vera einn leiksljór- anna sem hrintu af stað „frönsku nýbylgjunni" (nouvel- le vague) náði Louis Malle (1932-1995) einnig lengra en flest- ir landar hans í leik- stjórastétt í Banda- ríkjunum og hvikaði hvergi frá listrænum kröfum frekar en endranær. Malle var jarðbundnari en þremenningarnir, gagnrýnendur Cahiers de Cinema, Truffaut, God- ard og Chabrol; byggði frá grunni persónulegan, tilfinningaríkan, oft lostafullan stfl. Sem jafnan hélt velli þegar nýbylgjufélagar hans áttu það til að gerast ofvirkir í listinni og skjóta yfir markið. Varð þeirra vin- sælastur. Malle sótti sér efnivið í allar greinar kvikmyndanna og forðaðist frá fyrstu tíð að endurtaka sig. Verk hans fjalla oftar en ekki um þjóðfé- lagslega útskúfun og stóðst Malle þá freistingu að halla sér að Holly- woodframleiðslu, er honum bauðst það, en hélt ótrauður áfram að vinna að smum persónulegu við- fangsefnum. Honum var umbunað; er Malle dó, á besta aldri (úr krabba- meini), var hann hvarvetna virtur fyrir ómetanlegt framlag sem leik- stjóri og handritshöfundur til kvik- myndalistarinnar. Malle fæddist inn í auðuga fjöl- skyldu og naut því þeirra for- réttinda að sækja góða skóla. Nam stjórnmálafræði við Sorbonne 1951- 53 og kvikmyndagerð við IDHEC 1953-54. Eignaðist dreng og stúlku með fyrri konu sinni, sem hann skildi við 1967, sú seinni var leik- konan Candice Bergen, sem ól hon- um dóttur. Að námi loknu varð Malle skjól- stæðingur landa síns, neðansjávar- myndagerðarmannsins Jeans Cou- steau. Var titlaður kvikmynda- tökumaður og leikstjóri lista- verksins Þögull heimur - Le Monde de Silence (’56), fyrstu myndar sinn- Malle fór vel af stað, spennumyndin þótti leikstjómarlega sterk, sömu- leiðis tónlist Miles Davis og leikur Jeanne Moreau einkar kraftmikill. Með Les Amants (’59) vakti Malle mikil viðbrögð með óvenju djörfum kynferðislegum atriðum sem voru á siðferðismörkunum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Til allrar hamingju fór undirliggjandi ádeilan á franskt stéttakerfi ekki framhjá gagnrýn- endum, sem björguðu myndinni og höfundi hennar frá útskúfun og myndin vann til sérstakra dómn- efndarverðlauna í Feneyjum. Næsta verk, Zazie Dans le Metro (’60), var hinsvegar jafn hógvært og það næsta á undan var ögrandi. Segir sögu stúlku (Catherine Demongeot), sem strýkur að heiman og upp- lausnarinnar sem fylgir í kjölfariö. Rósemin sveif ekki lengi yfir vötn- unum. Malle setti bókstalega allt á annann endan með La Vie Privée - Algjört einkamál (’62). Kynbomban Brigitte Bardot fór með aðal- hlutverkið í mynd sem sögð er byggð á ævi leikkonunnar sjálfrar. Gagnrýnendur urðu hrifnari af Le Feu Follet (’63), átakanlegri lýsingu á síðustu dögum áfengissjúklings (Maurice Ronet). Enn skipti Malle um gír, hélt til Indlands og dró upp óglæsilega en raunsanna mynd af fátæktinni í landinu í heimildar- myndinni L’Inde Fantome (’69), við litla þökk þarlendra yfirvalda. Fyrsta stórvirkið, Lacombe Lucien, kom 1974. Kynlífið var enn og aftur í brenni- depli í Pretty Baby (’78), fyrstu mynd Malles í Vesturálfu. Brooke Shields fór vel með aðalhlutverk 12 ái'a stúlku sem móðir hennar (Susan Sarandon) selur á vændishús í New Orleans. Myndin vakti að vonum nokkurt fjaðrafok, þó svo að leik- stjórinn velti meira fyrir sér eðli girndarinnar en erótík. Atlantic City (’80), ein besta mynd Malles, fylgdi í kjölfarið. Hin fáséða My Dinner With André (’82), kvikmynd- aðar samræður leikhúsleikstjórans Andrés Gregorys og leikarans, leikritaskáldsins og furðufúglsins Wallace Shawn, þykir litlu síðri. Arið 1987 var frumsýnd Au Revoir Les Enfants, verkið sem flestir telja hápunktinn á glæsileg- um ferli og það verðlaunaðasta. Síðustu árin hélt Malle heimili með konu sinni og dóttur í Banda- ríkjunum og Frakklandi og var mik- ið á ferð og flugi á milli landanna. Milou en mai (’89) var síðasta mynd- in, gerð í heimalandinu, með frönsku sórleikurunum Miou-Miou og Michel Piccoli. Þá var röðin kom- in að hinni óþægilegu og umdeildu Damage (’92), þar sem ástamál föð- ur (Jeremy Irons) og tengdadóttur (Juliette Binoche), enda með fjöl- skylduharmleik. Þar með var litrikum lostakaflan- um lokið, svanasöngur Louis Malle var Vanya on 42nd Street (’94), sem þykir frábær kvikmyndagerð Ieik- rits Tsjekhovs, Vanya frændi. Fá- séð, óhefðbundin mynd sem fylgir eftir borgaralega klæddum Ieikur- um á æfingu verksins undir sfjórn Andrés Gregory, og félaga hans úr My Dinner With André, Wallace Shawn, sem er sagður fara á kostum í titilhlutverkinu. Þá kemur Jul- ianne Moore við sögu í aðal- kvenhlutverki kvikmyndahandrits Davids Mamet og André Gregory. Þegar upp er staðið og ferill Malles skoðaður í heild bendir fátt til þess að rætur listamannsins liggi í hinni umtöluðu og áhrifaríku bylt- ingu nýbylgjunnar. Verk Malles eru mun skyldari myndum áhrifavalda leikstjórans eins og Tati, Cousteau og Bresson en Melville og hinna þriggja æðstupresta nouvelle vague. Stutt Spilling í fangelsi ► FANGAR brugguðu sitt eigið vín, keyptu sér vændiskonur og voru með gæludýr þar til lögreglan kom og tók aftur völdin í Modelo fangelsinu í Kólumbíu en fangarnir höfðu vaðið þar uppi með látum um tíma. Lögreglan sagðist hafa fundið gufubað, leikfimisal, eiturlyf og hunda í fangelsinu auk þess sem vopn fundust víða. Lögreglunni kom einnig á óvart að finna 511 konur í fangelsinu sem er eingöngu ætlað körlum. Þetta voru þá vænd- iskonur sem fangarnir höfðu fengið í heimsókn. Lögi'eglustjórinn Rosso Jose lýsti fangelsinu sem „spillingarbæli“ þar sem ýmis ólifn- aður viðgengist. Þá fundust einnig útvörp, farsímar og tölvur í fanga- klefunum sem fangarnir notuðu til að komast í samband við glæpa- menn utan fangelsismúranna. Keyrði eigin- manninn niður ► EIGINKONA, sem ásakað hafði eiginmann sinn um að horfa á aðra konu er þau voru við messu hefur nú verið ákærð fyrir tilraun til manndráps. Hún keyrði á bónda sinn á fjölskyldubílnum. Hinn slasaði, Jamel Thompson og eiginkona hans, sem bæði eru á þrítugsaldri fóru að rífast eftir að messu lauk. Þar sakaði konan mann sinn um að hafa rennt hýru auga til annarrar konu. Þá rauk hann út úr bflnum í fússi eftir að hún hafði slegið hann. Hann gekk af stað eftir götunni en þá reyndi eiginkonan afbrýðisama að keyra á hann. Hann komst undan en þá snéri hún bflnum við og reyndi í annað sinn en mistókst aftur. En i þriðju tilraun tókst henni að slasa eiginmanninn sem kastaðist nokkra metra og út í skurð við veginn. Hvar eigum við að búa? ► BANDARÍSKA söngkonan Ma- donna og kærastinn hennar, breski kvikmyndagerðarmaðurinn Guy Ritchie eru víst að hætta saman að sögn breskra slúð- urblaða. Ástæðan er ágreiningur um hvar þau skuli búa í framtíðinni. Þau hafa víst ekki hisst í nokkrar vikur eftir að Ritchie neitaði að flytja til Bandaríkjanna. Madonna er ófrísk að barni Ritchie og vildi helst flytja aftur til heimalandsins en hún hef- ur búið í London um skeið. AU REVOIR, LES ENFANTS (1987) ★★★★ Æskunni lýkur og alvaran tekur við í magnaðasta verki Malle, sem hann byggir á endurminningum sín- um frá hörmungartímum síðari heimsstyrjaldar í heimabæ hans. Að- alpersónan er Julien (Gaspard Man- esse), 11 ára skólapiltur sem skynjar að ekíd er allt með felldu hvað snertir Jean Bonnet (Raphael Fejito), skarpgreindan strák sem bætist í nemandahópinn. Jean er gyðingur, sem þýðir dauðadóm ef upp kemst í hersetnu landinu. Eftirleikurinn snýst um hetjuskap og ragmennsku. Þá sem þora að hætta öllu fyrir Jean (og tvo aðra nemendur sem kaþólskir stjómendur skólans hafa í felum meðal nemendanna í bekknum) og hina sem selja sál sína fyrir augna- bliksöryggi í skjóli nasistaböðlanna. Ógleymanleg, fógur og átakanleg í senn og það verk sem flutti snilli leik- stjórans/handritshöfundarins víðast. Myndin vann til óteljandi verðlauna. SIGILD MYNDBOND LACOMBE, LUCIEN (1974) ★★★★ Vandfundin perla um baráttu illra afla og góðra. Lucien er ungur og herskár sveitapiltur er nasistar her- taka Frakkland. Vill láta taka eftir sér, verða hetja og sækist eftir að ganga í neðanjarðarhreyfinguna, en er hafnað. Fullur reiði og haturs kú- vendir Lucien og gengur illu heilli í lið með árum Hitlers. Atburðarásin breytist í harmsögu er pilturinn verður ástfanginn af gyð- ingastúlku. Mögnuð mynd frá ein- hverjum myrkustu tímum mann- kynssögunnar, sem handritshöfundurinn/leikstjórinn Malle upplifði sjálfur. Á svipuðum nótum og Au Revoir... og gefur henni lítið eftir. Ungu leikaramir Pierre Blaise og Therese Giehse gleymast ekki svo glatt sökum trúverðugs leiks æsku- fólks undir ómennskum kringum- stæðum, sem laða oftar illskuna fram hjá mannfólkinu en hitt. ATLANTIC CITY (1980) ★★★★ Ferill stórleikarans Burts Lanc- aster, sem tekinn var að reskjast, öðlaðist endurnýjun h'fdaga, líkt og hf persónunnar sem hann leikur. Rosk- inn mafíósi (Lancaster) grípur feginn tækifærið er ástir ungrar stúlku og skjólstæðings hans (Susan Saran- don) standa honum til boða. Býður örlögum sínum blákaldur birginn, at- vinnunni (veðmangari), húsbændum sínum og eiginmanni stúlkunnar. Einföld en eftirminnilega vel skrifuð persónuskoðun með Lancaster í svip- uðum ham og í Óskarsverðlaunahlut- verkinu Elmer Gantry (’60), ef ekki betri. Susan Sarandon gefur honum lítið, ef nokkuð, eftir í fyrsta stórsigr- inum á tjaldinu. Þau, ásamt góðum aukaleikui-um, túlka eftirminnilega vel skrifuð hlutverk undirmálsfólks í glæpaborginni á austurströndinni, þar sem draumar og veruleiki renna stundum saman í eitt. Sæbjörn Valdimarsson Dreginn á tálar ► FRÖNSK yfirvöld felldu niður fangelsisdóm sem fyrrum Ungfrú „ber að ofan“ frá Belgíu og tveir vinir hennar höfðu átt yfir höfði sér eftir að hafa dregið fyrrver- andi eiginmann Stefaníu Móna- kóprinsessu á tálar og eyðilegt þar með hjónaband þeirra. Fata- fellan Muriel Houteman sást daðra við eiginmanninn fyrrver- andi, Daniel Ducruet við einka- sundlaug en fundur þeirra var tekinn upp á myndband. Fékk daman sex mánaða dóm fyrir vik- ið. En hugsuðurinn að baki upp- tökunni De Lisiecki var dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Upp- tökurnar komust í fjölmiðla og urðu til þess að Rainier prins varð foxillur og Stefanía skildi við pilt- inn á stundinni. De Lisiecki viðurkenndi að hafa lagt gildru fyrir Ducruet en fata- fellan sagðist ekki hafa haft hug- mynd um hvað til hefði staðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.