Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Glenda Jackson fór í skoðunarferðir innan og utan Reykjavíkur um helgina Erfítt að vera fastur á bak við titil og tign Breska leikkonan og þingmaðurinn Glenda Jackson dvaldi á íslandi um helgina. Birna Anna Björnsdóttir átti samtal við Jackson í Höfða, en hún segist hafa fyllst mikilli andakt þegar hún steig þangað inn. Morgunblaðið/Þorkell Glenda Jackson hitti Vigdísi Finnbogadóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Höfða. Vésteinn Ólason, forstöðumaður Árnastofnunar, sýndi Glendu Jackson handritin og sagði henni sögu þeirra. GLENDA Jackson, þingmaður breska Verkamannaflokksins, leik- kona og Óskarsverðlaunahafi, dvaldi hér á landi um helgina og fór í skoð- unarferðir bæði innan og utan Reykjavíkur. Auk þess sem hún var viðstödd stofnþing Samfylkingarinn- ar á föstudag, fór hún um miðbæ Reykjavíkur í fylgd Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttir borgarstjóra. „Meginástæða þess að ég kom hingað er sú að mér var boðið að vera viðstödd stofnfund nýja sósíal- demókrataflokksins á íslandi og það var mér bæði mikill heiður og ánægja," segir Jackson. ,A föstudagskvöld borðaði ég svo kvöldverð með borgarstjóranum í Reykjavík. Við vorum ekki búin að borða fyrr en um klukkan hálf ellefu og þá var ennþá bjart og borgarstjór- inn fór með mér í gönguferð um mið- bæ Reykjavíkur. Ég var alveg heilluð af þessum litlu götum og húsum sem við skoðuðum. Svo fór hún með okkur upp að einu húsanna, sem var yndislega fallegt gamalt hús sem búið var að gera upp. Mér algjörlega að óvörum tók hún sig til og bankaði upp á. Kona kom til dyra og sagði, „Nei, gjöriði svo vel, gangið í bæinn,“ og við fórum inn og hún sýndi okkur húsið eins og ekkert væri sjálfsagðara en að borgarstjór- inn mætti svona seint að kvöldi í óvænta heimsókn. Mér fannst þetta alveg stórkostlegt!" Stóð á klettasyllunni og únynd- aði sér hvemig þetta var Á laugardag fór Jackson, ásamt fleiri erlendum gestum sem viðstadd- ir voru stofnfund Samfylkingarinnar að skoða Gullfoss og Geysi og á Þing- velli. „Við skoðuðum þennan hrífandi foss og hverina. Það sem mér þótti merkilegast, fyrir utan að sjálfsögðu þetta ótrúlega og einstaka landslag sem fyiir augu bar, var að koma á staðinn þar sem fyrsta löggjafarþing- ið var haldið. Maður stóð þama á klettasyllunni og horfði yfir og ímyndaði sér hvemig þetta var. Það er með ólíkindum að hugsa til þess að þjóðin hafi komið þama saman og haldið þing sem stóð í heilar þrjár vik- ur. Mér finnst það afar heillandi til- hugsun." Jackson heimsótti einnig stofnun Áma Magnússonar þar sem Vésteinn Ólason forstöðumaður tók á móti henni, sýndi henni handritin og rakti sögu þeirra. „Og handritin á Amastofnun! Mér fannst alveg stórmerkilegt að sjá handbragðið á þeim og svo áhugavert að hugsa til þess hvemig þetta var unnið á sínum tíma, fyrir utan náttúr- lega hvað innihald sagnanna sjálfra er merkilegt." Eftir heimsóknina á Ámastofnun var haldið í Höfða á fund borgar- stjóra, þar sem móttöku vegna aðal- fundar Krabbameinsfélags íslands var að ljúka. Þar hitti Jackson meðal annarra Vigdísi Finnbogadóttur. Borgarstjóri gaf Jackson eintak af Hávamálum og Völuspá og segist hún hlakka mikið til að lesa bókina. Hafði ímyndað mér að Höfði væri í garði eða úti í skógp Jackson segist hafa fyllst mikilli andakt þegar hún steig inn í Höfða vegna þeirra merkilegu sögulegu at- burða sem þar áttu sér stað. „Mér finnst alveg magnað að koma hingað í Höfða, þetta hús, sem var á hverjum einasta sjónvarpsskjá í heiminum þegar Reagan og Gorbat- sjov voru hér. Það er alveg ótrúlegt hvað maður hafði litla tilfinningu fyrir því hvar húsið er staðsett þegar maður sá það á skjánum. En þegar hingað er komið sést að þetta er bara við sjóinn, ná- lægt höfninni og hér er fullt af húsum og verslunum í kring. Ég hafði ím- yndað mér að húsið væri inni í risast- órum garði eða úti í skógi þar sem hægt hefði verið að umkringja það tryggilega með öryggisvörðum, en svo er það bara hér inni í miðri borg. Ég get ímyndað mér að þeir í leyni- þjónustu Bandaríkjanna hafi skolfið þegar þeir sáu þessa stóru glugga sem vísa út á bert hafið.“ My'ög erfltt að vera fastur á bak við brynju í svona andrúmslofti Jackson segist telja að það rólega og afslappaða andrúmsloft sem hér sé að finna hafi örugglega haft góð áhrif á viðræður Reagans og Gorbatsjovs. „Þetta tókst og það tókst hér. Aug- Ijóslega voru miklar breytingar að eiga sér stað á þessum tíma, og það var greinilega vilji fyrir samkomulagi af einhveiju tagi. En ég held að það hafi haft áhrif að í landi þar sem fólk virðist allt þekkjast svo vel og er svona afslappað gagnvart hverju öðru, sé mjög erfitt að vera fastur á bak við einhvem titil og einhverja tign. Eins og héma inni, til dæmis ef maður kæmi hingað inn í þetta and- rúmsloft og ætlaði að halda uppi ein- hverskonar bi-ynju og grímu yrði það mjög erfitt. Fólk neyðist því hrein- lega til að að mæta hverju öðru eins og manneskjur. Og það gerðist. Guði sé lof.“ Jackson segist staðráðin í að koma hingað aftm' og dvelja þá lengur. „Það er mjög margt sem mig lang- ar til að skoða hér til viðbótar og svo finnst mér þeir sem ég hef hitt héma alveg einstaklega vingjamlegir. Það er mjög auðvelt og þægilegt að tala við fólk, það tala auðvitað allir svo góða ensku, en það er algjört hneyksli hvað við Englendingar kunnum lítið í öðmm tungumálum. Þið aftur á móti virðist öll tala svona tólf tungumál!" Mikið tap hefur verið á rekstri elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar undanfarin ár Ágreiningi um daggjöld skotið til gerðardóms ELLI- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík hefur farið þess á leit við Hæstarétt að hann tilnefni tvo aðila í gerðardóm svo unnt sé að fá skorið úr ágreiningi þess við heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið um daggjöld til reksturs hjúkr- unarheimilis. Er það í fyrsta sinn sem heimild til þess í lögum um al- mannatryggingar er nýtt, en mikið tap hefur verið á rekstri Gmndar undanfarin ár og er gert ráð fyrir 35 milljóna kr. tapi á þessu ári. Guðmundur Óskar Ólafsson, stjórnarformaður Gmndar, segir að rekstur heimilisins hafi ekki staðið undir sér um árabil þrátt fyrir ýtrustu ráðdeild. Um sé að ræða háar fjárhæðir og ekki hafi reynst unnt að brúa bilið nema með lántökum, bæði hefðbundnum og einnig úr sjóðum félagsins, sem orðið hafi til fyrir gjafir velunnara og ávöxtunarfé. „Slíkt gengur ekki endalaust," segir Guðmundur og bendir á að Gmnd hafi fengið um 28 millj. á síðustu fjáraukalögum, en engu að síður hafi tap ársins 1999 numið um 27 millj. króna. Ríkisvaldið hafi hins vegar lýst því yfir þá að um slíkar greiðslur yrði ekki að ræða framar og því væri ljóst að útlitið væri ekki gott. Kveðið á um náið samráð „Æ ofan í æ hefur verið sýnt fram á með áætlunum komandi árs að tap verði á rekstrinum, miðað við þau daggjöld sem ákveðin hafa verið einhliða af ríkinu. í lögum stendur að náið samráð skuli haft við stofnanir um daggjöldin, en rík- isvaldið segir að orðalagið náið samráð merki ekki samráð, heldur það eitt að ráðuneytið skuli fá rekstraráætlanir í hendur. Þessu viljum við ekki una og hefur ítrekað verið leitað eftir umræðum og samningum við ráðuneytið um dag- gjöldin án árangurs,“ segir Guð- mundur ennfremur. I 39. gr. laga um almannatrygg- ingar er kveðið á um daggjöld sjúkrahúsa. Þar segir að Tryggingastofnun ríkisins geri samninga um greiðslur en náist samningar ekki skuli gerðardómur ákveða samningskjörin og tilnefni samningsaðilar einn gerðarmann hvor en Hæstiréttur oddamann. Verði dómurinn ekki fullskipaður þannig, tilnefnir Hæstiréttur þá sem vanta kann. I sömu grein laganna segir jafn- framt, að daggjöld sjúkrahúsa, sem ekki eru á föstum fjárlögum, svo og gjaldskrár fyrir slysa- og röntgend- eildir, skuli ákveðnar af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að höfðu nánu samráði við viðkomandi stofn- anir. Daggjöld og gjaldskrár skuli ákveðin þannig að samanlagðar tekjur stofnunarinnar standi undir eðlilegum rekstrarkostnaði á hverj- um tíma miðað við þá þjónustu sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra hefur ákveðið að stofnunin veiti. I bréfi lögmanns Grundar til Hæstaréttar segir að tilkynning um daggjöld þessa árs hafi borist Grund í byrjun árs. Hafi mótmæl- um strax verið komið á framfæri og í framhaldi komið á fundi með for- svarsmönnum Grundar og fulltrú- um ráðuneytisins. Eftir ítrekaðar tilraunir að hálfu forsvarsmanna Grundar til að knýja á um áfram- haldandi samningaviðræður hafi stjórn heimilisins hins vegar ákveð- ið að fela lögmanni sínum framhald málsins og tilnefna fyrir sitt leyti aðila til setu í gerðardómnum. Mótmæla samningum um einkarekið hjúkrunarheimili Stjórn og stjórnendur Grundar mótmæla einnig nýlegum samning- um heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins við Securitas hf. og Verkafl hf. um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis aldraðra við Sóltún í Reykjavík. Segjast þeir alls ekki mótmæla því að samið verði við einkaðila um slíkan rekst- ur, heldur hinu að gert sé ráð fyrir greiðslu hærra daggjalds til hins nýja hjúkrunarheimilis heldur en greitt er Grundar. Júlíus Rafnsson, framkvæmda- stjóri Grundar, segir að ráðuneytið hafi áratugum saman leikið þann leik að skammta Grund daggjöld með geðþóttaákvörðunum. „Við höfum alla tíð verið með lægri dag- gjöld en aðrir. Það er því ekkert nýtt fyrir okkur að vera haldið niðri í þessum efnum. Þrátt fyrir endur- teknar tilraunir fáum við ekki svör við hverju þetta sæti,“ segir hann. Að sögn Júlíusar mun nýja heim- ilið við Sóltún fá sem nemur 1.490 kr. hærra daggjald en Grund miðað við sömu hjúkrunarþyngd, þ.e. mælieiningu yfir þá ummönun sem sjúklingar þurfa á að halda. Guðmundur Óskar Ólafsson bendir á að Grund sé sjálfseignar- stofnun sem stofnuð hafi verið fyrir áttatíu árum sem mannúðarfyrir- tæki af mönnum úr bindindishreyf- ingunni og kristnu leikmannahreyf- ingunni, einvörðungu í þeim tilgangi að gefa öldruðum sem áttu nánast hvergi höfði sínu að halla skjól og viðurværi. „Alla tíð síðan hefur það verið rekið á sama grunni, sem þjónusta án ágóðavonar, en þó að sjálfsögðu með það fyrir augum að unnt sé að reka það í samræmi við lög, endur- nýja og halda því við. Nú er aftur á móti verið að semja við einkaðila sem byggja á öðrum forsendum, með hagnaðarvon í huga. Okkur þykja þeir samningar skjóta skökku við í því stríði sem öldrun- arstofnanir eiga sífellt í við útvegun fjár til rekstursins,” segir hann og bætir við að samningarnir muni þýða mikinn útgjaldaauka fyrir rík- issjóð. Guðmundur segir að forsvars- menn Grundar geti ekki fallist á að Sóltún verði betra heimili með meiri þjónustu og hjúkrunarþyngd. „Við teljum að um sé að ræða grófa mismunun á milli þjónustuaðila og hefur þó slík mismunun verið nægi- leg fyrir hjá ráðuneytinu." Þjónusta númer eitt! www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.