Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, tengda- sonur og mágur, ALFRED RÓSENBERG DANÍELSSON, Þingási 51, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 6. maí sl. Lilja Guðmundsdóttir, Esther Rósenberg Jónasson, Kristín Ásta Aifredsdóttir, Högni Einarsson, Ragnar Már Alfredsson, Daníel Már Alfredsson, Andrea Sif, Guðmundur R. L. Karlsson, Margrét S. Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. t Ástkær sonur minn og faðir okkar, ELVAR SAMÚEL HÖJGAARD, Vopnafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð í Vopna- firði föstudaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Vopnafjarðarkirkju laugar- daginn 13. maí kl. 14.00. Ellý S. Höjgaard, Friðrik Óli og Ellý Agnes. t Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma ANNA FRIÐLEIFSDÓTTIR, Gullsmára 7, Kópavogi, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 7. maí. Útförin verður auglýst síðar. Synir hinnar látnu og aðrir aðstandendur. t Systir okkar, AÐALHEIÐUR RAGNA JÚLÍUSDÓTTIR HANSEN, Vancouver, Kanada, áður Vesturgötu 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 4. mai. Kristján Júlíusson, Þórður Júlíusson, Gunnar Júlíusson. t Elskulegur sonur okkar, faðir og bróðir, MARÍUS AÐALBJÖRNSSON GRÖNDAL, lést föstudaginn 5. maí síðastliðinn. Jarðarför hans verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Alma Sæbjörnsdóttir, Aðalbjörn Gröndal, Arnar Orri Gröndal og systkini. t Alúðarþakkir til allra þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Steinsstöðum, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og fjölskyldur þeirra. + Elísabet Egilson Waage fæddist í Reykjavík 17. aprfl 1910. Hún lést á hj úkr unarheimilinu Skjóli 2. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Gunnar Egilson erindreki og Guðrún Pétursdóttir Thorsteinson. Syst- kini Elísabetar eru Ásthildur Gyða, f. 1911 í Reykjavík; Þorsteinn, f. 1913 í Reykjavík, d. 1983; Katrín Hrefna, f. 1916 í Reykjavík, d. 1917; Helga, f. 1918 í New York; Katrín, f. 1920 í Genua; Þórunn, f. 1926 í Barcel- ona, og Gunnar, f. 1927 í Barcel- ona. Árið 1933 giftist Elísabet Ind- riða Waage, leikara og leikstjóra, f. 1. desember 1902 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Jens Waage og Eufimia Indriðadóttir. Indriði lést 17. júní 1963. Elísabet og Indriði eignuðust tvö börn, Krist- ínu, félagsfræðing, f. 2. júní 1944 í Reykjavík, og Hákon Jens, leik- ara, f. 29. júní 1946 í Reykjavík. Það síðasta sem Elísabet Waage, tengdamóðir mín, gerði í þessu lífi var að brosa til starfsstúlkunnar sem var að annast hana inni á Skjóli. Segja má að það lýsi í hnotskurn hennar löngu ævi, sem einkenndist öðru fremur af óslökkvandi lífsgleði hennar og áhuga fyrir fólki og örlög- um þess. Hvar sem hún kom, þessi einstaka kona, eignaðist hún vini og aðdáendur, á öllum aldri og í öllum stigum þjóðfélagsins. Hún var elskuð og dáð vegna sinnar léttu lundar og kímninnar sem aldrei brást, þar sem hún henti ekki síður gaman að sjálfri sér en öðrum. Vegna fordómaleysis og hispursleysis og hlýjunnar í garð allra þeiiTa sem umgengust hana. Vegna fróðleiks um menn og málefni, en hún fylgdist grannt með öllu því sem efst var á baugi allt til hinsta dags og ræddi það gjarnan við sam- ferðafólk sitt. Og síðast en ekki síst vegna lífsorkunnar, sem ennþá var áberandi í fari hennar þótt hún væri komin yfir nírætt. Þann þakkláta hóp, sem fékk að kynnast henni og njóta, fyllti fyrst og fremst fjölskylda hennar, börnin, bamabörninn, systurnar fjórar og einn eftirlifandi bróðir. Hún var þeirra elst og er þeim mikill missir að kærri systur því samheldni þeirra var einstök. Einnig fylltu þennan flokk vinir barna hennar og barnabarna, leikarar og læknar, hjúkrunarfólk og heimilishjálp, sambýlingar og sam- starfsfólk og svo mætti lengi telja. Ekki er hægt að minnast Elísabet- ar Waage án þess að nefna samband hennar og leiklistarinnar. Hún giftist ung að aldri Indriða Waage, leikara og leikstjóra, og um leið inn í þá fjöl- skyldu sem mest áhrif hefur haft á leiklist og leikhúsmál á íslandi. I þessum heimi, sem hún elskaði, lifði hún og hrærðist öll árin sín með Indriða ,en hann féll frá um aldur fram árið 1963. Indriði fæddist 1. des- ember og dó 17. júní og á þeim dögum hittist fjölskyldan æ síðan. Hún hafði verið ekkja í 37 ár þegar hún lést en hún talaði ennþá um manninn sinn eins og hún hefði kvatt hann fyrir skömmu. Það fór ekki á milli mála að hann var maðurinn í lífi hennar. Hún var eins manns kona. Kristín giftist Ragn- ari Einarssyni við- skiptafræðingi árið 1968, þau slitu sam- vistir árið 1987. Þeirra börn eru El- ísabet Indra, f. 21. ágúst 1970, Magnús, f. 29. aprfl 1975, og Gunnar Emil, f. 25. desember 1978. Eig- inkona Hákonar Jens er Margrét S. Guðnadóttir, skrif- stofusljóri hjá ÍAV hf. Börn Hákonar og fyrri eiginkonu hans, Þórdísar Kristínar Péturs- dóttur, eru Indriði, f. 15. febrúar 1969, Sigríður, f. 6. nóvember 1971, d. 24. október 1996, og Inga Þórunn, f. 5. febrúar 1984. Elísabet starfaði í hljóðfæra- verslun Katrínar Viðar, sem hvísl- ari í Þjóðleikhúsinu og á árunum 1956-1976 sem afgreiðslustjóri hjá Minjagripaversluninni Bað- stofunni og hjá skrifstofu Ferða- skrifstofu ríkisins. títför Eh'sabetar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Leiklistin átti sterk ítök í henni alla ævi. Hún fór í Ieikhús eins lengi og hún gat og eftir það fylgdist hún með í gegnum fjölmiðlana. Hún vissi alltaf hvaða verk voru í gangi, hvar og hve- nær var frumsýnt, hvernig „krítikin" var og hvernig sýningar gengu. Það var aldrei komið að tómum kofunum hjá henni þegar þessi mál bar á góma, sem var ósjaldan, því fjölskyldan öll deildi þessu áhugamáli. Elísabet las mikið alla tíð. Hún las bæði íslenskar og erlendar bækur því hún var mikil málamanneskja, enda bjó hún erlendis á uppvaxtaráum sín- um. Þegar hún fyrir tveimur ái-um var um tíma á Landakoti var ein vin- konan, sem hún eignaðist þar, mexí- kósk nunna, en þær ræddu saman á spænsku og þegar hún lá á Borgar- spítalanum var þar ítölsk starfs- stúlka, og þá var gripið til ítölskunn- ar. Nú síðast var Elísabet að lesa um ævi Jónasar Hallgrímssonar sem henni vannst þó ekki tími til að Ijúka. Börn Elísabetar voru hennar stærstu dýrgripir. Þeirra samband var sterkt og afar náið og töluðust þau við á hverjum einasta degi. Hjá þeim Kristínu og Hákoni verður nú mikið tómarúm, er þau kveðja kær- leiksríka móður og góðan vin. Eins og áður er getið var mikill samgangur í fjölskyldunni og eftir að Elísabet flutti inn á Skjól fyrir rúmu ári, leið ekki sá dagur að hún fengi ekki heimsóknir af börnun, barna- bömum, systkinum, öðrum ættingj- um eða vinum og þetta vom hennar yndisstundir. Að fá til sín fólk til að spjalla við, til að skiptast á skoðunum við, til að hlæja með eða hryggjast ef svo bar undir, hélt henni ungri í anda þó líkaminn hafi orðið að láta undan síga í baráttunni við ár og veikindi. Þegar ég kynntist Elísabetu var hún rúmlega áttræð en þó ótrúlega lifandi og fylgdist vel með. Hún mundi alla afmælisdaga í fjölskyld- unni, ekki bara sinni, heldur einnig afkomenda systkina sinna. Hún vissi hver var að læra hvað og hvar, hver ætlaði að gifta sig og hvar von var á barni. Þar var ekki um að kenna for- vitni heldur sönnum áhugi á fólki og lífi þess og því að hún hafði þessa út- geislun sem gerði það að verkum að henni var trúað fyrir flestu. Elísabet var með afbrigðum fé- lagslynd og mesta samkæmisljón, það mátti mikið vera ef hún missti af boði. Síðasta veislan sem hún tók þátt í, var 90 ára afmæli hennar sjálfrar 17. apríl sl. Þá sat hún, eins og sú primadonna sem hún var, í hópi glaðra gesta, glöðust af öllum. Um- vafin ást og hlýja fjölskyldunnar, þar sem var sungið, slegið á létta strengi og gamlar minningar rifjaðir upp, varð þetta henni og okkur öllum ómetanlega dýrmæt minning. Það er komið að kveðjustund. Elsku Elísabet, ég þakka þér fyrir að opna faðm þinn fyrir mér. Þú reynd- ist mér sem besta móðir og vinkona og kynnin við þig gáfu mér svo mikið til að minnast og gleðjast yfir að ég er stórum ríkari en ella hefði verið. Margrét S. Guðnadóttir. I upphafi árs 1967 kom ég fyrst inn á heimili Elísabetar Waage sem við kveðjum hinstu kveðju í dag. Eg var að gera hosur mínar grænar fyrir einkadóttur hennar, Kristínu, og hafði boðið henni út. Eitthvað tafðist Kristín við undirbúninginn svo við Elísabet tókum tal saman. Hún hefrn- ugglaust þurft að skoða piltinn og ræddum við um heima og geima og að sjálfsögðu þéraði hún mig. Líklega stóst ég prófið, við urðum dús og hélt hún okkur brúðkaup með pomp og pragt ári síðar. Elísabet hafði misst mann sinn, Indriða Waage leikstjóra, fjórum ár- um áður og hélt heimili ásamt börn- um sínum, Kristínu og Hákoni. Hún vann í Baðstofunni, minjagripaversl- un Ferðaskrifstofu ríkisins við Lækj- artorg og þar naut hún málakunnáttu sinnar út í yztu æsar. Heima fyrir átti hún til að bregða fyrir sig suðrænum tungum þegar ekki átti að skilja hana í símanum á tali við systur sínar. Þó hélt hún því sjálf fram að hún væri hinn mesti kynvillingur á þýsku. Elísabet var elst í stói-um hópi samheldinna systkina. Þau notuðu hvert tækifæri til að hittast enda hóp- urinn mjög skemmtilegur. Fyrstu kynni mín af þeim voru 9. júlí á af- mælisdegi pabba þeirra en sá dagur var alltaf haldinn hátíðlegur. Þegar barnabörnin fóru að koma eitt af öðru íylgdist hún vel með hópnum og man ég ekki eftir þeim tónleikum eða leiksýningu þar sem þau tróðu upp að hún væri ekki mætt. Það var oft haft á orði að Elísabet væri til í allt. Hún kom með í tjaldútilegur og fór með okkur í ógleymanlega ferð til Hawaii. Hún var dugleg að fara sinna ferða hvort sem var í leikhús á tónleika í boð til vinkvenna sinna, að ég tali nú ekki um að halda boð með hennar dýrðlegu kræsingum. Elísabet hafði allt fram að því síð- asta ótrúlegan áhuga á öllu mannlífi. Hún fylgdist vel með öllu fréttnæmu og síðast þegar við hittumst spurði hún mig hvort nokkuð nýtt væri að frétta af Pinochet. Þá var aldur mjög afstæður í hennar huga. Hún talaði iðulega um gamla fólkið á Skjóli þótt það væri tíu árum yngra en hún, eins og ekkert væri fráleitara en að hún tilheyrði þeim hópi. Bömum tengdabörnum og barna- börnum var iðulega boðið í hádegis- mat á sunnudögum og var stöðugt stríð um að fá að ganga frá eftir mat- inn, hvað hún oftast vann með tilþrif- um. Eftir matinn var sest niður og veraldai’gátan leyst, meðan börnin undirbjuggu leiksýningu, sem síðan var sýnd öllum til ómældrar ánægju. Hún kallaða hún mig lengi vel Ragnar tengdason enda höfðum við bundist slíkum vináttuböndum að eitt stykki skilnaður hefði nokkur áhrif þará. Að leiðarlokum þakka ég Elísabetu samfylgdina. Börnum mínum var hún ómetanleg amma og félagi. Mér reyndist hún dýrmæt tengdamóðir og góður vinur. Ég þakka henni þær góðu gjafir sem hún hefur fært mér. Ragnar Einarsson. Frú Elísabet Waage fyrrverandi tengdamóðir mín er látin. Okkar kynni hafa staðið í mörg ár og hafði hún óneitanlega mikil áhrif á mig og fjölskyldu mína með sínum mikla + HALLDÓR GÍSLI GÍSLASON, Hrafnistu, Reykjavík lést föstudaginn 21. apríl sl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey. Ester Bergmann Halldórsdóttir, Sigþór Jóhann Erlendsson. ELÍSABET EGILSON WAAGE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.