Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Almenningssamgöngxir á höfuðborgarsvæðinu UNDANFARIN misseri hafa farið fram ítarlegar viðræður milli fulltrúa SVR og Almenningsvagna um möguleika á þróun al- menningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur starfshópur ) borgarstjóra unnið ít- arlega samantekt um tiltæka kosti í stöð- unni. Ibúar á höfuðborg- arsvæðinu og skatt- greiðendur allir verða að horfast í augu við forsendur byggðaþró- unar á svæðinu á næstu áratugum, en þar er m.a. gert ráð fyrir (að öllu óbreyttu) að verði að byggja ný um- ferðarmannvirki fyrir um 40 millj- arða króna á næstu 20 árum enda muni bílaumferð aukast um 50% á sama tíma. í ljósi þess hvernig staðið er að framkvæmd almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu liggur bein- ast við að horfa í þessu samhengi til mögulegs samstarfs milli SVR og AV. Engin ákvörðun um leiðir hefur verið tekin, enda standa fyrir dyrum viðræður við ríkisvaldið um aðkomu þess að þróuninni. í reynd má sjá fyrir sér tvær meginleiðir í þessu samhengi. Samstarf án samreksturs SVR og AV vinna saman að þeim viðfangsefnum þar sem hagsmunir beggja fara saman, en halda að öðru > leyti sjálfstæði sínu gagnvart eig- endum og viðskipta- vinum. Samvinna er um sum þessara atriða en önnur hafa lítt eða ekki komist til fram- kvæmda. Græna kort- ið, samtenging leiða- kerfa, sömu litir vagna og viðræður við ríkis- valdið eru helstu atriði sem samvinna hefur verið um. Samræmd fargjaldastefna hefur ekki komist til fram- kvæmda né samstarf um markaðssetningu. Unnt er að auka Umferð * Ibúar á höfuðborgar- svæðinu og skattgreið- endur allir, segir Helgi Pétursson, verða að horfast í augu við for- sendur byggðaþróunar á svæðinu á næstu áratugum. samstarf aðila á núverandi grund- velli, ef vilji er til, og slíkt er talið þjóna hagsmunum beggja. Eftirfar- andi atriði koma helst til greina, auk þeirra sem nú þegar er samstarf um: a) Sameiginleg gjaldskrá. Aðilar sameinuðust um sameiginlega gjaldskrá fyrir allt höfuðborgar- svæðið. Það þýðir í reynd hækkun gjaldskrár SVR og/eða lækkun gjaldskrár AV. b) Samningur um uppgjör skipti- miða, sem þá væru gjaldgengir um allt höfuðborgarsvæðið. Þetta er unnt án sameiginlegrar gjaldskrár en sameining hennar myndi vissu- lega auðvelda það. Mismunandi rekstrarform tak- markar eða útilokar nokkra af þeim augljósu kostum sem legið geta í auknu samstarfi aðila. Samstarf með samrekstri Áður en hugað er að möguleikum á samrekstri er nauðsynlegt að hafa í huga að sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu glíma við mismun- andi viðfangsefni í almenningssam- göngum. Þarfir sem hvert sveitarfélag fyrir sig hyggst leysa með ferðum strætisvagna eru mis- munandi. Ýmist er markmið að sporna við vaxandi umferð, þjónusta framhalds- og háskólanema, veita félagslega lágmarksþjónustu eða blanda af þessu öllu og e.t.v. fleiru. Eins og áður hefur komið fram er ekki sama gjaldskrá á þjónustu- svæði SVR og AV. Á þjónustusvæði AV er einnig mismunandi eftir sveitarfélögum hvort sérhópum (öldruðum og öryrkjum) er veittur sérstakur afsláttur af fargjöldum. Samstarf með samrekstri getur falið í sér fleiri en eina útfærslu: a) SVR taki að sér akstur fyrir AV skv. verktakasamningi, hlið- stætt og nú gildir í rekstri og leiða- kerfi AV. b) SVR taki að sér umsjón með þjónustu sem AV veitir nú, hliðstætt því samkomulagi sem nú er í gildi milli SVR og Mosfellsbæjar. c) Aðilar sameinist um útboð á akstri. Slíkt kallar á kerfis- og skipulagsbreytingu hjá SVR. Spurning er hvort slíkt getur gerst í áföngum. Samhliða yrði unnið að því að ákvarða þjónustustig, samræma gjaldskrá og leiðakerfi í eitt sameig- inlegt kerfi fyrir allt svæðið, óháð aðskildum rekstraraðilum og sveit- arfélagamörkum. d) Stofnað verði sameiginlegt fé- lag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu og akstur boð- inn út með þeim hætti sem líklegast- ur er talinn skila hámarksárangri. Stefnumótun - rekstur Þessi aðferð er notuð í vaxandi mæli í nágrannalöndum okkar, þar sem horfið hefur verið frá rekstri strætisvagna á vegum hins opin- bera, en aksturinn boðinn út. Þetta gildir nú þegar í tilfelli Almennings- vagna bs. Verði þessi leið farin leiddi það til þess að SVR breyttist úr úr rekstr- arfyrirtæki í stjórnsýslueiningu sem annaðist stefnumótun, eftirlit og ráðgjöf um útfærslu og fram- kvæmd þeirrar almenningsvagna- þjónustu sem Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu ákveða að veita hverju sinni. Sömuleiðis má ætla að allt markað- sstarf yrði á hendi SVR, en þó er mögulegt að hugsa sér fyrirkomu- lag þar framleiðandi þjónustunnar annaðist þann þátt. Öll framleiðsla þjónustunnar, þ.e. akstur, rekstur skiptistöðva og bið- skýla o.s.frv. yrði hins vegar í hönd- um verktaka eða annarra sjálf- stæðra aðila skv. sérstökum samningum þar um. Rétt er að hafa í huga að á undan- förnum 3 til 5 árum hafa skapast gjörbreyttar aðstæður frá því sem áður var til slíkrar breytingar, með því að efldur fjármagnsmarkaður og nýjar áherslur í bankastarfsemi skapa nú möguleika til þess að yfir- færsla núverandi framleiðslutækja SVR geti átt sér stað með einföldum hætti til annarra rekstraraðila. Við fyrstu yfirsýn virðist sem a.m.k. eftirfarandi kostir geti verið á slíkri breytingu: a) Borgarsjóður getur losnað undan þeirri fjárbindingu sem felst í núverandi fyrirkomulagi. (Endur- metið stofnverð eigna SVR var skv. reikningum fyrirtækisins um 2 milljarðar króna í árslok 1998.) b) Með sérstakri stjórnsýsluein- ingu sem sinnti eingöngu stefnu- mótun, stjórnunar- og eftirlitsþætt- inum gefst færi á markvissari úrvinnslu en í núverandi fyrirkomu- lagi þar sem sami aðili sinnir enn- fremur sjálfri framleiðslunni. c) Útboð aksturs til sjálfstæðra verktaka leiðir til samkeppni sem ætti að laða fram besta fáanlegt verð á þeirri þjónustu sem veita á hverju sinni. d) Útboð á framkvæmd almenn- ingsvagnaþjónustu í Reykjavík mun leiða til verulegrar eflingar á rekstri hópferðabifreiða og getur þannig flýtt umtalsvert fyrir uppbyggingu sterkra fyrirtækja sem samhliða þvi að sinna akstri fyrir SVR myndu gegna lykilhlutverki í eflingu þjón- ustu við ferðageirann. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stjómar SVR. _ „Landvinnsla á íslandi lögð niður“ ,;LANDVINNSLA á Islandi lögð niður - ef sjómannaforystan næði fram vilja sín- um.“ Þessi fyrirsögn og undiríyrirsögn eru á forsíðu Útvegsins, fréttabréfi LÍÚ, fyrir apríl. Ritstjóri frétta- bréfs LÍÚ virðist telja sj ávarútvegsfyrirtæki hérlendis svo gamal- dags og úrelt að þau þoli ekki markaðsvið- skipti. Það virðist eiga að ríghalda í þá ólög- legu mismunun sem ríkir í starfsskilyrðum fískvinnslu bæði með og án út- gerðar. Sú mismunun myndi aldrei vera látin viðgangast í öðrum at- vinnugreinum. Skal þetta rökstutt nánar: 1. Kvóta er úthlutað til útgerðar fyrirtækis X sem einnig rekur fisk- vinnslu. 2. Fiskvinnsla fyrirtækis X greiðir eigin útgerð 85 kr/kg fyrir þorsk tiltekinn dag. 3. Fiskvinnsla án útgerðar verð- ur að kaupa þorsk á 100 -160 kr/kg sama dag. 4. 10% af þorskafla úr skipi fyrirtækis X fer sama dag óvigtað í gáma til Hull. Öðrum ísl. fiskvinnslufyrir- tækjum er aldrei gef- inn kostur á að bjóða í þann fisk. Vigt erlend- is er 88% af vigt heima og kvótahagn- aður því 10% þar sem rýrnun er 2% á viku skv. nýlegri athugun RF. 5. Fyrirtæki X ákveður sama dag að „leigja frá sér kvóta“ til útgerðar sem vantar kvóta því þorskar „hálvituðust" í trollið! Uppspennt leiguverð er 120 kr/kg eða 41% hærra en greitt er fyrir veiddan þorsk, sbr. lið 2. 6. Fyrirtæki X ákveður jafn- framt að selja kvóta (varanlega) og fær þá 960 kr/kg. 7. Fulltrúi fyrirtækis X fer sama dag á fiskmarkað og heldur kaup- spjaldi á lofti þar til hann fær 35 Mismunun Þessi dæmi gefa smá innsýn í þá „markaðs- væddu mismuriun“, seg- ir Kristinn Pétursson, sem viðgengst í sjávarútvegi á Islandi í dag. tonn af þorski á 160 kr/kg. Þetta er greitt með fjármunum sem fengust fyrir kvótaleigu sama dag (óbein- um ríkisstyrk). 8. Frystitogari í eigu sama fyrir- tækis X þarf aldrei að vigta afla inn á vinnslulínur. Á sama augna- bliki anda fulltrúar Fiskistofu ofan í hálsmálið hjá vigtarmönnum sem vigta fisk til landvinnslu. Frystis- kipum er leyft að landa 6% „af- skurði“ utan kvóta. Einnig er leyft að yfirvigt í afurðapakkningum frystiskipa sé 3-5% þegar slík yfir- vigt er 1-2% í landvinnslu. Þessi dæmi gefa smá innsýn í þá „markaðsvæddu mismunun“ sem viðgengst í sjávarútvegi á íslandi í dag. Stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa alltaf yfirburðastöðu. Mismun- un á starfsskilyrðum fiskvinnslu með og án útgerðar leiðir af sér rekstrarmismunun upp á tugi prós- enta í sumum tilfellum. Hvað myndi heyrast í fyrirtækjum á fjarskiptamarkaði, í fjölmiðlun, hárgreiðslu, verslun, bankastarf- semi eða öðrum greinum ef þau mættu þola slíka mismunun? Ýrði ekki einhverjum snarlega stungið í Vinalína Rauða krossins - Úkeypis símaþjónusta þegar þér er uandi á höndum - Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða uið einhuern í trúnaði? ~Vinaiínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öll kuöld Kristinn Pétursson gæsluvarðhald meðan rannsókn færi fram um hvaða fjárglæfra- starfsemi væri í gangi??? Það er eins og sumir haldi að allt sé leyfi- legt í íslenskum sjávarútvegi árið 2000 svipað og í gamla Sovét - eða Suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir þrælastríð. Aflaheimildum sem úthlutað er til að stjórna fiskveiðum eru mis- kunnarlaust fénýttar til að raska samkeppni og gera upptækt eigið fé fiskvinnslu án útgerðar, þó sú sérhæfða vinnsla skili þjóðarbúinu í mörgum tilfellum meiri verðmæt- um vegna meiri sérhæfingar og sparnaðar. Þegar ræða á aukna markaðsvæðingu eða eðlilega sam- keppni, kemur forysta LIÚ með faglega málsmeðferð (að hætti hússins) og setur í gang markað- ssetningu ranghugmynda eins og umrætt fréttabréf er dæmi um. Það er best að nota tækifærið og geta þess í leiðinni hvernig sá „sannleikur" er fenginn að fisk- vinnsla með útgerð sé rekin með meiri hagnaði en sérhæfð fisk- vinnsla án útgerðar: Skip fyrirtækis X í sameiginleg- um rekstri landar í eigin fiskverk- un og greiðir aðeins 85 kr/kg sbr. dæmi 2 að ofan. Fiskvinnsla X fyri- tækis hagnast, en fyrirtækið hlunnfer auðvitað jafnframt eigin útgerð og sjómenn þar sem út- gerðin fær aðeins 85 kr/kg! Veru- legur taprekstur verður því á út- gerð þessa fyrirtækis vegna þess hve fiskverð er lágt. Viðskipta- banki X fyritækis gerir athuga- semd um taprekstur útgerðarinn- ar. Því er svarað með því að leigja aðeins meiri kvóta. Hefði skip X fyrirtækis selt aflann á markaði hefði fengist t.d. 20-30% hærra verð. Sérhæfð fiskvinnsla (með eða án útgerðar) hefði getað keypt af- lann og hagnast samt meira vegna sérhæfingar og markaðshvata. Stjórnendur samkeppnisverndað- rar fiskvinnslu X, sem ekki þurfa að takast á við markaðslögmálin innanlands, geta slappað af í stól- unum. Alltaf er hægt að redda mis- tökum í rekstri með kvótaleigu eða kvótasölu (óbeinum ríkisstyrk eftir þörfum) á uppspenntum fákeppnis- markaði. Markaðsvæðing - eða mismunun Fyrirkomulag um verðlagningu á ferskfiski hérlendis er löngu úrelt, stenst ekki samkeppnislög, veldur ranghugmyndum og þjóðarbúið tapar milljörðum. Ríkjandi fyrir- komulag viðgengst þrátt fyrir þá staðreynd að á síðari árum hafi það verið viðurkennt í æ ríkari mæli að bestu skilyrði til framþróunar, hag- vaxtar og velmegunar í þjóðfélög- um verði þegar hægt hefur verið að nýta náttúruauðlindir, fjármagn, tækni og mannauð á grundvelli frelsis og jafnréttis einstaklinga og fyrirtækja. Sé ekki svo, er varla að vænta framþróunar og verðmætum er þá sóað í viðkomandi atvinnu- grein með afleiðingum hrörnunar og versnandi samkeppnisstöðu at- vinnugreinarinnar gagnvart ríkis- styrktum keppinautum erlendis. Fullyrða má að milljarða verðmæti fari forgörðum árlega hérlendis vegna ríkjandi fyrirkomulags. Samkeppnislöggjöf var og er ætlað að tryggja frelsi og jafnrétti einstaklinga og fyrirtækja að þessu leyti. Adam Smith skýrði mikilvægi markaðarins fyrir margt löngu. Það er ekki trúverðugt að tala um ást sína á frelsi og markaðslögmál- um á tyllidögum en setja svo kík- inn fyrir blinda augað og þykjast ekki vita neitt eða skilja neitt þeg- ar misrétti viðgengst eins hér er nefnt! Samkeppnissstofnun stend- ur sig vel og beitir samkeppnislög- um réttilega þegar málið snýst um farsíma, talsíma og sameiningu fyr- irtækja sem eru í fransbrauði og snúðum eða selja eyrnapinna og barnapúður! En þegar kemur að sjávarútvegi, stærstu og mikilvæg- ustu atvinnugrein þjóðarinnar, virðist það vafamál hvort sam- keppnislög eigi við með sambæri- legum hætti og í öðrum atvinnu- greinum. Myndu dæmi 2-8 vera leyfð í öðrum atvinnugreinum? Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.