Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.05.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 2000 13 FRÉTTIR Islenskt sverð til sýnis í Smithsonian Skuldir Alþýðubandalagsins um 30 milljónir Flokksmenn ákveðn- ir í að standa í skilum MARGRÉT Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins og nýkjörinn varaformaður Samfylk- ingarinnar, segir að mikið hafi áunnist á seinustu árum í að greiða niður skuldir Alþýðuflokksins. Hún segir að flokksmenn séu ákveðnir í að standa í skilum með þær skuldir sem enn standa eftir. Aiþýðubandalagið gerði fyrir nokkrum árum samkomulag við Landsbankann um greiðslu skulda sinna, að sögn Margrétar. „Þegar ég tók við formennsku árið 1995 voru reikningarnir endurskoðaðir í fyrsta sinn. Þá kom í ljós að skuld- irnar voru miklu meiri en talið hafði verið. Síðan þá hefur tekist að greiða þær verulega niður á hverju ári, flokkurinn stendur nú í skilum og mér sýnist staðan nú vera þann- ig að Alþýðubandalagið geti greitt sínar skuldir." Að sögn Margrétar nema skuldir Alþýðubandalagsins nú um 30 mil- ljónum króna. Þær hafi hins vegar numið um 50 milljónum árið 1995 og því sé ljóst að mikið hafi áunnist í að greiða skuldirnar niður. Aðspurð um hvernig það hafi verið gert, segir Margrét að styrkt- armannakerfi flokksins hafi skilað sínu og þá njóti Alþýðubandalagið styrkja úr séreignasjóði, svonefnd- um Sigfúsarsjóði og muni gera svo áfram. Á von á opnu bókhaldi Forystumenn Alþýðubandalags- ins eru að sögn formannsins allir í persónulegum ábyrgðum fyrir skuldum þess. „Það gleymist hins vegar oft í þessari umræðu um fjár- mál Alþýðubandalagsins og raunar Alþýðuflokksins líka, að flokkarnir eiga meiri eignir en nema skuldum. Þær eru bundnar í húseignum víða um land og víða eiga flokkarnir sitt húsnæðið hvor í kjördæmunum. Ég tel ekki að ganga þurfi á þessar eignir til að greiða niður skuldir, en ljóst er að meta þarf upp á nýtt hvað hinn nýi flokkur þarf af þessu húsnæði og hvað hann þarf ekki,“ segir Margrét. En hinn nýi flokkur. Verður bók- hald hans opinbert? „Ég á von á því. Ný stjórn flokksins og framkvæmdastjórn verður að taka þessi atriði til með- ferðar og raunar fleiri sem bíða úr- lausnar. Vilji okkar hefur hins veg- ar verið mjög skýr í þessum efnum; við viljum skýrar reglur um fjár- reiður flokkanna og að allir verði að lúta þeim. Með því erum við ekki að ásaka einn eða neinn um að leyna einhverju misjöfnu - við viljum að- eins skýrar reglur, enda þiggja flokkarnir fjármagn frá ríkinu og eiga að sjálfsögðu að leggja fram bókhald sitt á móti.“ MEÐAL þein-a vopna sem til sýnis eru á víkingasýningunni í Smith- sonian-safninu í Washington, höfuð- borg Bandaríkjanna, er forláta sverð - nákvæm eftirlíking af öflugu sverði frá víkingatímanum. Gunnar Bjarnason, trésmíðameistari, smíð- aði sverðið og lét undan þrýstingi frá skipuleggjendum víkingasýning- arinnar um að lána það sem tákn um verksvit og tækni víkinganna til vopnagerðar. Lilja Arnadóttir, sérfræðingur á Þjóðminjasafni Islands, segir að nokkuð sérstakar ástæður liggi að baki því að sverðið íslenska sé nú til sýnis um vopn víkinga. Skipuleggj- endur sýningarinnar hafi sótt undir- búningsfund á íslandi í fyrra og m.a. verið boðið í reisugildi sem þá var haldið vegna endurbyggingar skálans í Bröttuhlíð á Grænlandi. Skálinn var byggður á íslandi og svo fluttur til Grænlands og við þetta tækifæri sýndi Gunnar sverð sitt sem hann smíðaði sjálfur með þeirri tækni sem víkingarnir tileink- uðu sér. Smíði sverðsins tók tvö ár. „Gunnar er mikill meistari, bæði á járn og tré, og sverðið er geysi- Morgunblaðið/Jón Svavarsson Gunnar Bjarnason smíðaði vík- ingasverðið sem nú er til sýnis hjá Smithsonian. lega fínn gripur. Bandaríkjamenn- imir urðu undir eins hrifnir af því og linntu ekki látum fyiT en Gunnar hafði fallist á að lána það til sýning- arinnar,“ sagði Lilja. N orsk-íslensk- ur ofurhugi á ferð í París NORSK-ísienski ofurhuginn Arne Aarhus hefur stundað svokallað „Basejumps“ eða stökk í fallhlíf of- an af frægum háum byggingum um víða veröld síðastliðin fimm ár og er í hópi 50 manna sem stunda slík stökk. Fyrir viku stökk Arne m.a úr Eiffel-turninum í París en hann hefur á ferli sínum stokkið úr skakka turninum í Piza á Italíu og byggingum m.a. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Suður-Afríku. Hann segist hafa fótbrotnað einu sinni er hann stökk ofan af fjalli í Noregi en að öðru leyti hefur allt gengið vel. Viðtökurnar á jörðu niðri eru þó ekki alltaf hlýjar því stundum bíða lögreglumenn eftir Arne og stinga honum í fangelsi fyrir athæfi með- an mál hans eru könnuð. „Margir halda að það sé ólöglegt að stökkva og því er mér varpað í fangelsi. Síðan kemur í ljós að nokkrum klukkustundum liðnum að stökkin varða ekki við lög og þá er mér hent út aftur,“ segir Arne. Arne Aarhus er 25 ára gamall og stundar nám í sjávarútvegsfræðum í Tromsö í Noregi samhliða stökk- unum. Amerískar sjónvarpsstöðv- ar borga honum fyrir upptökur af stökkunum og segist hann hafa nokkuð góðar tekjur af starfi sínu þótt hann stundi það aðallega ánægjunnar vegna. Arne er fæddur í Noregi, sonur Hrafnhildar Jóhannesdóttur og al- inn upp f Þýskalandi. Hann hefur einnig búið á íslandi og talar ágæta íslensku og segist vera á leiðinni til fslands í sumar til að stökkva ofan af íslenskum fjöllum. Arne Aarhus í loftinu, Eiffelturninn í forgrunni. Hér er Arne svo með turninn í baksýn, að stökki loknu. Nýkjörinn formaður í lokaræðu á stofnfundi Samfylkingar Kveðst vera tilbúinn að taka við stjórnartaumunum Einstakling- ar geta gengið beint í flokkinn í HINUM nýja flokki Samfylkingar munu félagar ekki þurfa að tengjast flokknum með því að ganga í aðildar- félög, heldur geta einstaklingar gengið beint í flokkinn. Magnús M. Norðdahl, formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins, greindi frá þessu á 50. flokksþingi Alþýðu- flokksins síðasta fimmtudag. „Flokkurinn er byggður upp af að- ildarfélögum,“ sagði Magnús M. Norðdahl „Við opnum einnig fyrir beina að- ild einstaklinga, sem kjósa að eiga beina aðild, þannig að enginn sé þvingaður inn í aðildarfélög." Hann sagði að það væri gert með dálítið flóknum hætti, en vitað væri að margir vildu ganga til liðs við flokkinn án þess að ganga í félög. Þeir nytu sama réttar og atkvæðis- bærir fulltrúar á landsfundi: „Eitt atkvæði fyrir hverja tíu félagsmenn, ef þú mætir einn fyrir sjálfan þig ertu með eitt atkvæði á móti hinum tíu.“ Þetta væri sennilega einsdæmi. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í lokaræðu á stofnfundi flokksins á laugardag, að Samíylkingin væri tilbúin til að taka við stjómartaumunum í land- inu. Hann fagnaði því að mikið af ungu fólki hefði tekið þátt í starfinu á fundinum, og sagði að þrátt fyrir að mikill skoðanamunur væri í einstök- um málum innan flokksins, til dæmis varðandi varnarmál, væru grundvall- arhugsjónir meðlimanna þær sömu. „Það er okkar hlutverk á tímum græðginnar að gæða stjórnmálin nýju siðferði,“ sagði Össur. „Við ætl- um að breyta íslenskum stjórnmál- um úr hagsmunastjórnmálum í hug- myndastjómmál." Hann sagði að eflaust myndu and- stæðingar Samfylkingarinnar segja að stofnfundurinnn hefði ekki verið annað en skrautsýning, en í raun hefði orðið þar einskonar kraftaverk. „Samfylkingin er tilbúin til að taka við stjórn landsins," sagði Össur að lokum. Breytingartillögnm vísað áfram Breytingartillögum við stjórn- málaályktun stofnfundar Samfylk- ingarinnar var flestum, þar á meðal ályktunum um athugun á Evrópu- sambandsaðild, vísað til flokks- stjórnar, framkvæmdastjómar eða þingflokks. Samþykkt var ályktun um að vinna eigi að áætlun til að draga úr alvarlegum slysum í um- ferðinni. Einnig var samþykkt viðbót við stjórnmálaályktunina þess efnis að flokkurinn skuli vinna að því að mannréttindi og jafnræði bama séu virt. Kosið í framkvæmdastjórn og flokksstjórn Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Ungra jafnaðarmanna, hlaut flest at- kvæði í kjöri til framkvæmdastjóm- ar Samfylkingarinnar á stofnfundi flokksins á laugardag eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu. Auk hennar vom kjömir aðalmenn Ari Skúlason, Jóhann Geirdal, Ása Richardsdóttir, Mörður Ámason og Sigrún Benediktsdóttir. Varafulltrúar í framkvæmdastjórn verða Jóna Valgerður Kristjánsdótt- ir, Magnús Jón Ámason, Elín Björg Jónsdóttir, Hólmfríður Sveinsdóttir, Flosi Eiríksson og Örlygur Hnefill Jónsson. Katrín Júlíusdóttir bauð sig fram til embættis ritara gegn Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, en beið lægri hlut við atkvæðagreiðslu íyrr um daginn. Stefán Jón Hafstein fjölmiðlamað- ur hlaut flest atkvæði í kjöri til flokksstjórnar Samfylkingarinnar, eða 292. Næstir komu Magnús M. Norðdahl og Hervar Gunnarsson, báðir með 234 atkvæði. Urslit í kjör- inu vom tilkynnt í lokahófi stofn- fundar Samfylkingarinnar á laugar- dagskvöld. Atkvæði greiddu 365 fúndarmenn, ógildir seðlar vom níu. Hér fylgir listi yfir aðra flokksstjóm- armenn, en þeir em alls þrjátíu tals- ins: Þorvarður Tjörvi Ólafsson, Björgvin G. Sigurðsson, Cecil Har- aldsson, Karl V. Matthíasson, Árni Gunnarsson, Magnús Ami Magnús- son, Arthúr Morthens, Jakob Frí- mann Magnússon, Hlín Daníelsdótt- ir, Drífa Kristjánsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Bryndís Kristjánsdóttir, Gísli Bragi Hjartarson, Jón Gunnar Ottósson, Eiríkur Stefánsson, Ámi Hjörleifsson, Ingvar Sverrisson, Hólmfríður Garðarsdóttir, Valgerð- ur Guðmundsdóttir, Elín Harðar- dóttir, Haukur Már Haraldsson, Reynir Ólafsson, Guðrún Halldórs- dóttir, Elsa Guðmundsdóttir, Guð- rún Ámadóttir, Drífa Skúladóttir og Dóra Líndal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.